Morgunblaðið - 01.12.1992, Síða 15
Nýjar bækur
■ Benjamín dúfa heitir
bamabók eftir Friðrik Erlings-
son, en sagan hlaut íslensku
bamabóka-
verðlaunin nú í
vor þegar þau
vom veitt í
sjötta sinn.
í kynningu
útgefanda seg-
ir m.a.: „Verð-
Fnðrik Erlings- launabókin
son Benjamín dúfa
segir frá viðburðaríku sumri í
litlu hverfi. Þegar hrekkjusvínið
Helgi svarti fremur enn eitt ill-
virkið ákveða fjórir vinir að taka
höndum saman, stofna Reglu
rauða drekans og hefja baráttu
gegn ranglæti heimsins. Þeir
Róland dreki, Andrés öm, Bald-
ur hvíti og Benjamín dúfa hafa
nóg fyrir stafni og um tíma er
lífið eitt óslitið ævintýri. En það
koma brestir í vináttuna, ævin-
týrið hættir skyndilega og kald-
ur raunvemleikinn ryðst af
hörku inn í líf þeirra.“
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Bókin er 134 blaðsíður að
stærð, prentuð og bundin í
Prentstofu G. Ben og kostar
1.490 krónur.
■ Út er komin ævisaga Sig-
urðar Þorsteinssonar skip-
stjóra sem nefnist Alltaf til í
slaginn.
I kjmningu
útgefanda seg-
ir m.a.: „Sig-
urður hóf feril
sinn aðeins
þrettán ára
sem háseti á
togara en hef-
ur verið sjó-
maður og farmaður síðan. Hann
sat fastur í ís í viku norður í
ballarhafí á Hafeminum og
vakti allan tímann með þeim
afleiðingum að hann fraus fast-
ur við brúargluggann; hann
sigldi upp Amazon-fljótið á
Hvítanesinu á vegum frönsku
stjómarinnar; fór á Sæbjörgu
með fjölskylduna í hnattsiglingu
árið 1969 til að kynnast henni
nánar; kom um borð í farþega-
skip í leit að málningu en var
ráðinn á staðnum sem skipstjóri
í hálft ár; Sigurður keypti nán-
ast af rælni rannsóknarskipið
ET sem kom hingað til lands á
haustdögum; hann var leiðang-
ursstjóri flömtíu pólskra togara
fyrir norðaustan Síberíu í fyrra;
fór leynilegra erinda bandaríska
hersins til austurhluta Þýska-
lands ..."
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Búi Kristjánsson hannað i
kápu. Bókin er prentuð í Odda.
Hún er 186 blaðsíður að lengd
og kostar 2.980 krónur.
■ Draugar vifja ekki dósa-
gos! er nýjasta bók Kristínar
Steinsdóttur. í kynningu útgef-
anda segir
m.a.: „Elsa er
ósköp venjuleg
ellefu ára
stelpa sem flyt-
ur í gamalt hús
í Hafnarfirði.
En þá fara
undarlegir 1
hlutir _ að ger-
ast. í húsinu
virðist búa undarlegur náungi
sem fer að skipta sér af ýmsu.
Hann þolir t.d. ekki hávaða og
grípur því til sinna ráða. En
fyrr en varir hefur Elsa eignast
vin. Það kemur nefnilega í ljós
að gömlu íslensku draugarnir
era svo sannarlega ekki dauðir
úr öllum æðum! Þetta er mein-
fyndin saga um kynni hressrar
stelpu og óvenjulegs vinar henn-
ar.“
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Búi Kristjánsson gerði kápu-
mynd og Prentstofa G. Ben.
annaðist prentvinnslu. Bókin
er 124 síður. Verð 1.490 krón-
ur.
Kristín Steins-
dóttir
Sigurður Þor-
steinsson
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992
Snjórinn dansaði niður úr loftinu
Morgunblaðið/Kristinn
Japanska myndlistarkonan Rieko Yamazaki fær forseta íslands í lið
með sér við að skapa óð til íslands.
Japanska listakonan, Rieko
Koki Yamazaki var hér á landi í
flmm daga til að safna efnivið
fyrir málverkasýningu í Tókýó,
þar sem ísland á að vera í brenni-
depli. í kaffistofu Perlunnar eru
hún og 4 nemendur hennar að
undirbúa móttöku fyrir forseta
íslands, nokkra íslenska myndlist-
armenn, tengda japanskri mynd-
list og forystumenn íslensk-jap-
anska félagsins hér á landi. Rieko
ætlar að sýna listskrifaða borða
og blævængi, einnig ætlar hún að
listskrifa sérstaklega fyrir frú
Vigdísi Finnbogadóttur, ásamt
nemanda sínum Yajima.
Rieko er þekkt myndlistarkona í
Japan og hefur sýnt í New York.
Frakklandi og víðar. Fyrir þremur
árum fékk hún fýrstu verðlaun í ein-
hverri þekktustu keppni japanskra
listskrifara. Undanfarin ár hefur hún
verið með vorsýningar í MITSUKOS-
HI, sem er eitt elsta og virtasta vöru-
hús í miðborg Tókýó. Og nú á ísland
að vera megin þemað á vorsýningu
’93, fyrst allra landa. — Hvers vegna?
Rieko segir að helsta viðfangsefni
hennar núna sé að túlka náttúruöflin
eða „manninn í náttúrunni”. Góð vin-
kona hennar, Shinako Tsutsiya, sé
dóttir fyrrverandi forseta japanska
þingsins, en náin vináttutengsl séu
á milli forseta íslands og fjölskyldu
hennar. Hún hafi sagt sér, að ísland
passaði vel inn í þessa túlkun.
— Og hvemig hefur landið tekið
á móti henni?
Rieko hlær mikið og tekur hendi
fyrir munn að japanskra kvenna sið.
Síðan bendir hún út um gluggann.
Þetta er fimmti dagur hennar á ís-
landi og fyrsta skipti sem hún sér til
sólar. „Mikill stormur, þegar ég kom,“
segir hún. „Snjórinn dansaði niður
úr loftinu. ísland er land sem snjór
og vindar umlykja í villtum dansi.“
Rieko og nemendur hennar era
búin að dvelja hér í 5 óveðursdaga.
Þau komust samt suður að Dyrhóla-
ey. A Þingvöllum gerði hún skissur
í hríðarkófi í Almannagjá. Gullfoss
sáu þau aldrei, því skyggnið var ekki
nema 2-3 metrar.
„Mig langar til að endurspegla
óheft náttúraöfl í myndum mínum,
en verð að koma aftur til íslands —
fékk of stóran skammt af þeim núna.“
Rieko er bæði listskrifari og hefð-
bundinn japanskur vatnslitamálari.
Málar einnig olíumálverk. Svo fjöl-
hæf túlkun er mjög sjaldgæf hjá jap-
önskum myndlistarmönnum. Og hún
er oft spurð, hvemig þetta geti farið
saman. „Vatn og olía fara ekki sam-
an,“ segja Japanir.
Rieko segir að fleiri japanskir olíu-
málarar séu undir evrópskum áhrif-
um en bandarískum. Auðvitað séu
ýmsir straumar í japanskri myndlist,
en mjög margir séu undir andlegum
áhrifum frá hinni hefðbundnu jap-
önsku landslagsmynd í vatnslitum.
Olíumálverkið tekur langan tíma
— endar á löngu ferli. Listskriftin
er verk augnabliksins, þar gilda
fyrstu hrif, eins og verið sé að skrifa
ljóð. Enda er innihald japanskrar list-
skriftar oftast ljóð eða „ljóðlíki" —
þema til þess sem tekur á móti.
Hvaða þema ætlar Rieko að gefa
forseta íslands?
„Reyna að túlka landið að baki.
Annarsvegar land vinda og snjóa.
Hinsvegar himininn í þessum mjúku
litum sem ég horfi á núna. Á íslandi
birtist náttúran óheft í öllu sínu veldi
— bæði hrár kraftur og móðurleg
blíða." O.SV.B.
ptar)arlp>
H
Jarlínn
' i/ f / r i w í; í g t n f a .
VEITINGASTOFA
Sprengisandi - Kringlunni