Morgunblaðið - 01.12.1992, Síða 16
4“
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR li DÉSEMBER 1992
Páll Guðmundsson frá Húsafelli að vinnu við sitt framlag á reflinum.
Mokka-refillinn
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
íslenskir myndlistarmenn er fjöl-
mennur og sundurleitur hópur, eins
og sést vel á þeim mörgu og ólíku
sýningum sem settar eru upp árlega
hér á landi. Þessi hópur virðist oft
eiga fátt sameiginlegt, og jafnvel
eiga erfítt með að tala sama málið,
þegar myndlistin er annars vegar;
til þess sé bil stíla, stefna eða kyn-
slóða einfaldlega of mikið. Þó að
deilur um myndlist séu sjaldan á
yfírborði þjóðfélagsumræðunnar nú
á dögum, einkum ef miðað er við
það sem gekk á í kringum 1950
og síðan aftur um 1970, þá er víst
að þær eiga sér stað, og listnemar
verða þess væntanlega sérstaklega
varir í mismunandi skoðunum
kennara sinna.
Vegna þessa er einkar athyglis-
verður sá listgjömingur, sem hefur
staðið yfír á veggjum Mokka-kaff-
is við Skólavörðustíg frá 26. októ-
ber. Þama hafa verið fengnir til
samvinnu þijátíu og fímm mynd-
listarmenn, sem em „á öllum aldri,
tilheyra ólíkum sviðum og aðhyll-
ast mismunandi strauma og stefn-
ur innan myndlistarinnar", svo
vitnað sé í skemmtilega fréttatil-
kynningu um framkvæmdina, sem
felst í því að skreyta rúmlega sext-
án metra langan segldúk, sem
hefur verið strengdur eftir veggj-
um Mokka. Hvem morgun hefur
einn listamaður komið til starfa,
og skreytt ákveðinn hluta refílsins,
sem þannig hefur smám saman
verið að taka á sig mynd allt frá
upphafí verksins.
Hér er um að ræða óvenjuleg
framkvæmd, þó þetta sé tæpast
„ein merkilegasta og sérstæðasta
sýning sem átt hefur sér stað á
Islandi frá því myndlistin nam þar
formlega land í akademískum
skilningi fyrir tæplega hundrað
árum“, eins og segir í fréttatil-
kynningunni góðu. Hugmynda-
smiðurinn á bak við verkið, Hann-
es Sigurðsson listfræðingur, bendir
réttilega á að samvinna af þessu
tagi eigi sér ýmis fordæmi allt frá
tíð frönsku súrrealistanna, en telur
stærð þessa verkefnis og fjöldi
þátttakendi sé óvenjulegur. Ix>ks
ályktar hann að „ef slíkir heim-
speki- og fagurfræðilegir andstæð-
ingar og minimalistinn og ný-
expressjónistinn geta unnið hlið
við hlið þá er kannski ekki öll nótt
úti enn.“
Nú þegar langt er liðið á gerð
þessa mikla refíls má sjá að ætlun-
in um „eina órofa heild“ og „ein-
staklega óvenjulegan samruna"
mismunandi stfla, stefna, og kyn-
slóða í myndlistinni hefur ekki
gengið eftir í því mæli sem hug-
myndasmiðurinn vonaðist eftir í
upphafí. Þrátt fyrir að verk ýmissa
listamanna tengist ágætlega því
sem næst kemur (hér má t.d. nefna
framlög Daða Guðbjömssonar, Jó-
hannesar Jóhannessonar, Sveins
Bjömssonar, Kjartans Guðjónsson-
ar og Þorvaldar Þorsteinssonar),
þá er heildarmyndin langt frá því
að vera samfelld. Ef til vill má
betur heimfæra hina þjóðlegu
venju að kveðast á upp á það sem
hér á sér stað; hin sjálfstæðu fram-
lög einstakra listamanna mynda
þegar öllu er á botninn hvolft eina
heild, sem ekki verður aðskilin
fremur ein einstök (misgóð) erindi
ljóðabálks. Mismunandi gæði ein-
stakra hluta eða samræmi við
umhverfíð breytir þar engu um.
Hér er þrátt fýrir allt á ferðinni
óvenjulegt og athyglisvert framtak
í myndlistinni þar sem margir
þekktir aðilar koma við sögu, og
hægt er að sjá íjölbreytt vinnu-
brögð ólíkra listamanna hlið við
hlið. Slík tækifæri gefast ekki oft,
en áhugafólki skal bent á að gerð
refílsins er að ljúka, og sýningu
hans á Mokka-kaffí við Skóla-
vörðustíg lýkur mánudaginn 7.
desember.
Jafnframt sýningunni liggja
frammi skrifaðar hugleiðingar
nokkurra myndlistarmanna um
stöðu myndllistar á íslandi, og
kennir þar ýmissa grasa. Það vekur
athygli hversu fáir meðlimir Sam-
bands íslenskra myndlistarmanna
og Nýlistasafnsins (innan við 5%)
hafa svarað beiðni um slíkt, og er
það vonandi ekki dæmigert fyrir
áhuga listamanna á eigin málefti-
um. Þar sem þessi framsetning efn-
isins er ekki þægileg til lestrar eða
íhugunar, verður vonandi séð til
þess að það komi einnig fram í
aðgengilegra formi (t.d. í frétta-
bréfí SÍM) sem allra fyrst.
FLAUTULEIKUR
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Styrktarfélag íslensku óperunnar
stóð fyrir tónleikum sl. laugardag í
íslensku óperunni og komu þar fram
Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari
og Lowe Derwinger píanóleikari. Á
efnisskránni voru verk eftir
Reineeke, Godard, Schubert, Liszt,
Roussel og Prokofiev.
Tónleikamir hófust á „Undine“
flautusónötunni eftir Carl Reinecke
(1824-1910). Efnislegur bakgrunn-
ur er þjóðsagan um vatnaprinsess-
una Undine (hliðstæða við Lorelei)
og líklega túlkar síðasti þátturinn
baráttu Undine fyrir því að eignast
sál en í staðinn að þurfa að þola
þjáningar mannanna. Niðurlag kafl-
ans er eins konar sátt, sem túlka
má á marga vegu. Verkið, sem að
efni og útfærslu er hárómantískt,
var mjög vel leikið, bæði af Áshildi
og Derwinger.
„Þrír tónmolar" eftir Benjamin
Godard (1849-1895), leikandi og
„ofurfallegir“ voru einnig vel leiknir,
einkum fyrsti kaflinn. í hæga þætt-
inum (Idylle) vantaði á að tónninn
væri nógu hljómdjúpur, til að syngj-
andi tónlínan næði að blómstra.
Inngangur og tilbrigði eftir Schu-
bert er eitt af fáum verkum fyrir
einleiksflautu frá klassíska tímabil-
inu. Þar er meira fyrir píanóið og
Lowe Derwinger
Áshildur Haraldsdóttir
sumt í verkinu, eins og t.d. marsinn,
þykir ekki hæfa laginu (Trockne
Blumen úr Malarastúlkunni), sem
tilbrigðin eru unnin yfir. Verkið var
mjög vel leikið og þar átti píanistinn
nokkra góða spretti og einnig í smá-
verki eftir Franz Liszt, sem hann lék
einn. „Flautuleikararnir" eftir Ro-
ussel er skemmtilega samið verk en
eins og margt eftir þennan ágæta
tónsmið, svolítið alvörulaus leikur
að tónhugmyndum. Lokaverkið var
D-dúr sónatan eftir Prokofiev, eitt
af bestu verkum hans, og var það
Lára Rafnsdóttir píanó-
leikari á Háskólatónleikum
FIMMTU Háskólatónleikar vetr-
arins verða haldnir miðvikudag-
inn 2. desember í Norræna hús-
inu. Einleikari á tónleikunum
verður Lára Rafnsdóttir píanó-
leikari. Á efnisskrá eru Papillons
op. 2 eftir Schumann og Polonaise
op. 53 í As-dúr eftir Chopin.
Schumann samdi Papillons (fíðr-
ildin) á árunum 1829-31 þegar hann
var við iögfræðinám við háskólann í
^ Heidelberg. Hann hafði alla tíð mik-
ið dálæti á rithöfundinum Jean Paul
Richter sem skrifaði skáldsöguna
„Flegeljahre". Síðasti kafli þeirrar
sögu nefnist Grímuball og var hann
innblástur Schumans að Papillons.
Verkið er í 12 þáttum.
Chopin fæddist í Póllandi og bjó
þar sín æsku- og táningsár, en flutt-
ist síðan til Parísar þar sem hann
bjó nær óslitið það sem eftir var
hans alltof stuttu ævi. Hann var þó
alla tíð mikill föðurlandsvinur. Póló-
nesurnar og mazúrkana samdi hann
í anda pólskra þjóðdansa. Pólónesan
í A-dúr var samin árið 1842 og hef-
ur verið mikið eftirlæti píanóleikara
og áheyranda um langt skeið.
Einleikarinn Lára Rafnsdóttir hóf
píanónám á ísafírði hjá Ragnari H.
Ragnar. Að loknu einleikaraprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík, þar
sem Jón Norda! var kennari hennar,
stundaði hún framhaldsnám við Gu-
ildhall School of Music and Drama
í London og lauk þaðan einleikara-
og píanókennaraprófí. Auk þess
dvaldi hún í Köln einn vetur við nám.
Undanfarin ár hefur hún notið hand-
leiðslu Árna Kristjánssonar píanó-
leikara.
Lára Rafnsdóttir píanóleikari
í fréttatilkynningu segir að Lára
hafí margoft komið fram hérlendis
sem erlendis og starfí nú við tónlist-
arkennslu í Reykjavík.
Aðgangur er 300 kr. en 250 kr.
fyrir handhafa stúdentaskírteinis.
Nafnlausi leikhópurinn
Leiklist
Hávar Sigurjónsson
Ráðgjöf við leikm. og bún: Hlín
Gunnarsdóttir
Leikendur: Valdemar Lárusson
og Sigurður Grétar Guðmundsson
SPEGILLINN
Eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur
Leikgerð og leikstjórn: Ásdis
Skúladóttir
STORLÆKKAÐ VERÐ A TÖLVUBORÐUM
íslensk gæðahúsgögn
meö 5 ára ábyrgð.
Margar gerðir af
tölvuborðum.
Verðfrá 9.960,- kr.stgr.
Skrifborðsstólar
í miklu úrvali.
Verðfrá 7.800,-kr.stgr.
Nafnlausi leikhópurinn er heiti
leikhóps skipuðum nokkrum eldri
borgurum Kópavogsbæjar. Hópur-
inn stóð fyrir samverustund í Félags-
heimili Kópavogs á fyrsta sunnudag
í aðventu, þar sem kór leikhópsins
söng nokkur lög, Ragna S. Gunnars-
dóttir flutti gamanvísur og Valde-
mar Lárusson og Sigurður Grétar
Guðmundsson frumfluttu ofan-
nefndan leikþátt. Þess er að sjálf-
sögðu skylt að geta að þetta mun í
fyrsta sinn sem verk eftir Fríðu Á.
Sigurðardóttur er fært í sviðsbúning.
Spegillinn er lítil og skondin saga
um tvo litla stráka sem sitja og
spjalla saman um hin ýmsu mál er
veíjast fyrir þeim; hvað þeir ætla
að verða þegar þeir verða stórir,
hvort guð sé til, af hveiju pabbi og
mamma rífast, hvemig bömin verða
til og hvort það borgi sig að slá víx-
il sí og æ ef maður er blankur. Sam-
tal strákanna endurspeglar það sem
þeir hafa heyrt fullorðna fólkið tala
um og skoðanir þeirra eru bergmál
þess sem fyrir þeim er haft.
Þetta er skemmtilegt samtal sem
þeir félagar Valdemar og Sigurður
fóru ljómandi vel með. Báðir eru
þeir vanir leikarar og greinilegt að
þeir höfðu mikla ánægju af þessu;
sú ánægja smitaðist út til áhorf-
enda. Þeir náðu vel að verða barna-
legir og einlægir án þess að verða
kjánalegir, en þó var ekki vel gott
að átta sig á hversu gamlir strákarn-
ir áttu að vera; sumt benti til þess
að þeir væru varla meira en 5-6 ára
en annað gaf í skyn að þeir hlytu
að vera 10-11 ára. Búningarnir,
borðið og stólarnir voru í smábarna-
legum stíl en umræðuefni strákanna
benti til eilítið meiri þroska.
Mest er um vert að hér er ágæt
skemmtun í boði og þætti mér lík-
legt að margir vildu sjá þá félaga
flytja leikþáttinn, enda hæg heima-
tökin að flytja hann við nánast hvaða
aðstæður sem er. Þá er ekki síður
mikilsvert það starf sem liggur
þarna að baki og ánægjan sem í því
er fólgin fyrir alla þátttakendur.
BIR0
SKRIFBORÐSSTÓLL
VERÐ 13.000,- kr. stgr.
SmBjuvegi 2 - S(mi 46600
TB-10TÖLVUBORÐ
VERÐ 9.960,- kr. stgr.
MEÐ HLtÐARPLÖTU
VERÐ 11.960,- kr.
...alltaftilað
•O tryggja atvinnu
afburða vel leikið.
Áshildur er góður flautuleikari og
frábær í túlkun franskrar tónlistar.
Meðleikari hennar, Lowe Derwinger,
er ekki síðri hljóðfæraleikari en Ás-
hildur og var samleikur þeirra oft
geislandi skemmtilegur, sérstaklega
í verkum Godards og Roussels. í
sónötunni eftir Prokofíev og í Und-
ine-sónötunni eftir Reinecke var
flaututónninn hjá Áshildi stundum
of léttur, vantaði meiri syngjandi eða
djúptónun (résonance) í hægu tón-
ferli.