Morgunblaðið - 01.12.1992, Page 20

Morgunblaðið - 01.12.1992, Page 20
MOKGÚNBIiÁIMÐ ÞRIÐ.HJDAGUR 1. DÉSÉMBER 1992 Fréttir af eyðni jetlaður fjöldi fullorðinna HlV-smitaðra í heiminum 1992, alls i. 10 milljónir. Myndin sýnir hlutfall karla og kvenna. > = flelrl en Heildartíðni (cumulative) eyðni í Evrópu á 100 þús. íbúa Spánn I Frakkland Sviss Mónakó I Ítalía Danmörk I Holland I Lúxemborg I Belgía I Þýskaland I Bretland I Austurríkl I Portúgal I ísland I Svíþjóð I Rúmenia I írland I Malta I Noregur I Grikkland I San Marínó I ísrael I Finnland I Fyrrv. Júgóslavia | Ungveijaland | PóIIand Tékkóslóvakía Búlgaría Tyrkland Lettland Litháen Fyrrv. Sovétríkin Albanía 0 ■ XJn | 35J2 35M 10 20 30 40 50 Greinargerð frá Landlæknis- embættinu Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi greinargerð frá Landlæknisembættinu í tUefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn eyðni. I. Fyrri spár um tíðni eyðnismits (eða alnæmissmits, einnig nefnt HlV-smit) virðist góðu heilli ekki hafa reynst réttar. Skýringin er að forsendur út- reikninga hafa breyst og í ýmsum iðnríkjum hefur eyðni breiðst hæg- ar út en ætlað var. Nákvæmari skráning á fjölda þeirra er smitast hafa (HlV-smitaðir) og á fjölda þeirra sem hafa fengið veikina á lokastigi (eyðni), en jafnframt mun meiri þekking á meðgöngu- tíma veikinnar leiða í ljós að fjöldi HIV-smitaðra er að öllum líkind- um mun lægri en áætlað var. Samkvæmt upplýsingum París- arskrifstofu WHO er áætlaður fjöldi eyðnismitaðra í löndum Evr- ópu, þar sem upplýsingar eru tald- ar öruggastar, í lok árs 1991 bor- ið saman við hver áætlaður fjöldi smitaðra var árið 1988 þessi: 1988 1991 ísland ? 200 Danmörk 10.000 5.000 Noregur 3.200 1.500 Finnland 500 500 Svíþjóð 3.600 Sviss 25.000 18.000 Frakkland 200.000 150.000 V-Þýskaland 50.200 55.000 Belgía 7.000 15.000 Trúlega má skilja þessa þróun á þann veg að í löndum þar sem upplýsingar um sýkingarhættuna hafa náð til fólksins er útbreiðslan hægari en í upphafi var áætlað. Eyðnismit breiðist þó út meðal gagnkynhneigðra og á Norður- löndum smitast allflestir í sk. sól- arlandaferðum, en í Miðjarðarhaf- slöndum er smit algengt hjá gagn- kynhneigðum sprautunotendum. Allir geta sýkst af eyðni, en eins og áður ber langmest á áhættu- hegðun meðal samkynhneigðra og fíkniefnaneytenda. Minni breytingar hafa orðið á kynhegðun en æskilegt er. Margt ungt fólk virðist ekki hafa áttað sig á hættunni. Samkvæmt ný- legri könnun Landlæknisembætt- isins er á íslandi árlega haldið uppi fræðsluprógrammi í 83% 9. og 10. bekk grunnskóla. Unnið er að því að efla þá fræðslu. II. Ferskar tölur um útbreiðsluna á eyðni í Evrópu á 100.000 íbúa. Norðurlönd 7,9 (ísland 7,5) Vestur-Evrópa 15,3 Suður-Evrópa 22,1 ísland er 14. í röðinni ef reiknað er með samansafnaðri tíðni (cum- ulative incidence) en ef einungis er reiknað með tíðninni á árunum 1990-1991 er ísland 19. í röðinni svo að útbreiðslan er mun hægari á íslandi og á hinum Norður- löndunum, að Danmörku undan- skilinni, en t.d. sunnar í álfunni. í Suður-Evrópuríkjum er víða mik- ið atvinnuleysi, fátækt og vændi. Kaþólska kirkjan þyrfti að vera fijálslegri í viðhorfum til umræðu um kynlíf og kynfræðslu. III. Aðrar álfur. í „Eyðnibeltinu" í Mið- og Aust- ur-Afríku hefur sjúkdómurinn ætt áfram. Sem dæmi skal nefnt að á íslandi hafa greinst um 76 eynism- itaðir, en ef tíðnin á íslandi væri svipuð og á mörgum landsvæðum í Austur-Afríku, væri fjöldinn 30.000-40.000, þ.e. 11-15% þjóð- arinnar smitaður! Þetta þýðir að 50% færri næðu 45 ára aldri. Á alþjóðlegum fundi sem undir- rituðum var boðið á í Nairobi { Kenýa sl. júní, kom greinilega fram mikið vonleysi meðal fulltrúa Afríkumanna. Margir töldu að landsvæði myndu eyðast. - Lítið væri unnt að gera til þess að draga úr gífurlegum áföllum vegna mik- illar fátæktar og ólæsis fólks. At- hafnir og orð hefðu lítil eða engin áhrif og ekkert væri eftir annað en bíða og þreyja þorrann og göt- una. í Suður-Asíu hefur tilfellum Ijölgað mikið og þar eru samverk- andi orsakir vændi, fátækt og fé- lagsleg eymd líkt og í Afríku. í Bandaríkjunum er tíðnin mjög há í fátækrahverfum margra stór- borga. Á undanförnum árum hefurkomið fram gagnrýni á al- þjóðlegum fundum vegna skorts á skipulögðum forvamaaðgerðum þar í þessum málum. Bandaríkja- menn eru auðugasta þjóð heims en atvinnuleysi og ójöfn lífskjör skapa jarðveg fyrir útbreiðslu veikinnar. Fordómar gegn op- inskáinni umræðu um kynlíf hafa dregið mjög úr kerfisbundnum forvömum. I mörgum ríkjum er t.d. ekki leyfilegt að nefna „smokka“ á nafn! Bandarísku læknasamtökin hafa lýst yfir mikl- um áhyggjum af þessari þróun. Um útbreiðslu eyðni á lokastigi má lesa á næstu mynd. IV. Eyðni án eyðnismits? Mikil gagnrýni hefur komið „Á Vesturlöndum virð- ist sem fjöldi látinna af völdum eyðni á ári hverju nálgist tíðnitöl- ur nýsmitaðra svo að eitthvert jafnvægní virð- ist vera að skapast. Ekki er líklegt að veru- leg aukning verði á ár- legri tíðni eyðnismit- aðra á Norðurlöndum næstu árin að óbreyttu ástandi. fram í erlendum læknatímaritum á fregnir um að til væru eyðnitil- felli án eyðnismits. Ónæmisbilun getur verið afleiðing annarra sjúk- dóma en eyðni og hefur það kom- ið fram við nánari rannsóknir. Telja sumir að þar hafi „pressan" gert úlfalda úr mýflugu. Beðið er frekari rannsókna. V. Eyðnismit og heilbrigðisstarfs- fólk. Vegna tiltölulega tíðra „stungu- slysa“ meðal heilbrigðisstarfsfólks hafa komið fram kröfur um að allir sjúklingar er gangast undir aðgerðir skuli jafnframt prófaðir með tilliti til eyðnismits. Umræður um þetta mál voru miklar fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir tíð „stunguslys" hafa mjög fáir heilbrigðisstarfsmenn smitast á þann hátt. Nákvæm rannsókn í Bandaríkjunum leiddi í ljós að áhættan við eyðnismit ef viðkom- andi mengast blóði frá sýktum einstaklingi við „stunguslys" er um 0,4%, þ.e. í 249 tilfellum af 250 stunguslysum gerist ekkert frekar. Stærðfræðilegar líkur eru á að eitt eyðnismit meðal heil- brigðisstarfsmanna gæti orðið á 5-10 árum á Norðurlöndum. Samkvæmt athugunum á tíðni eyðnismits meðal sjúkrahúsvist- aðra á íslandi er tíðnin um 1 af 5.000 sem er mun lægri tíðni en t.d. í Skandinavíu. Þar hófust ski- manir á ýmsum sjúkrahúsum fyrir nokkrum árum en samkvæmt upp- lýsingum í Nordisk Medicin (1991, 106:218-19) hafa allflest sjúkra- húsin hætt slíkum aðgerðum er í ljós kom að jákvæð próf reyndust færri en 1 af 1.000. Útfrá heilbrigðissjónarmiði og ekki síst vegna kostnaðar, er vart þörf á strangari öryggisaðgerðum en nú þegar eru við lýði. Er hætta á að eyðnisýktur heil- brigðisstarfsmaður sýki sjúkling? Skýrt hefur verið frá einu öruggu tilfelli um að heilbrigðisstarfsmað- ur hafí smitað sjúkling. Áhætta á eyðnismiti eftir stunguslys tengist tíðni eynismits í viðkomandi samfélagi. Á Norður- löndum er tæplega 0,1% af íbúum eyðnismitaður en í Bandaríkjunum er tíðnin fimm sinnum hærri og á sumum landsvæðum Afríku trú- lega 100 sinnum hærri. Niðurstaða. Á Vesturlöndum virðist sem ijöldi látinna af völdum eyðni á ári hveiju nálgist tíðnitölur nýsm- itaðra svo að eitthvert jafnvægi virðist vera að skapast. Ekki er líklegt að veruleg aukning verði á árlegri tíðni eyðnismitaðra á Norð- urlöndum næstu árin að óbreyttu ástandi. í þróuðum ríkjum virðist jarðvegur fyrir áhrifaríka varnar- baráttu eins og dæmin sanna og verðum við að halda vöku okkar. Allt öðru máli gegnir um vanþró- uðu löndin en þar gætu landsvæði eyðst. í Bandaríkjunum virðast menn því miður eiga í erfíðleikum vegna fordóma ýmissa hópa og hefur það dregið úr áhrifum for- varna. Mikilvægt er fyrir okkur að styðja af öllum mætti við samtök áhugafólks um alnæmisvanda. ÁLÍMINGAR 1957 -1992 Afmælistilboí): 20% afsláttur af 35 barnabílstólum Flytja í stærra og hentugra húsnæbi 1. des. AÐ SIÐUMÚLA 23 (Selmúlamegin) ORYGGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.