Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992 21 Móðir og’ bam - fimm ára afmæli eftirJón Val Jensson Hjálparsamtökin Móðir og bam eiga fimm ára afmæli í dag, 1. desember. Á þeim tímamótum er sérstök ástæða til að fagna því, sem áunnizt hefur í starfi samtakanna. Það er fyrst og fremst fólgið i að- stoð við sjálfstæðar mæður í hús- næðisvanda. Nú hafa um 42 konur notið slíkrar aðstoðar Móður og bams frá upphafi starfsins. Það vom 65 einstaklingar, sem stofnuðu samtökin og mynduðu fyrstu stjóm þeirra. Þann 7. desem- ber 1987 var skipulagsskrá sjálfs- eignarstofnunarinnar Móður og barns staðfest með forsetabréfí. Þegar drög em lögð að starfí sem þessu, þarf að mörgu að hyggja til að allar áætlanir standist, og oft reynast ljón í veginum, sem vom ófyrirséð í byijun. Upphaflega stefndum við að þvi, að Móðir og bam gæti keypt sitt eigið húsnæði til að anna sem mestu af eftirspum frá skjólstæðingunum. En eftir mik- inn undirbúning, erfíða fjáröflun og bollaleggingar um tilhögun starfs- ins, var tekin upp sú stefna að hefja starfíð í leiguhúsnæði, sem yrði nið- urgreitt fyrir skjólstæðinga okkar. Fyrsta íbúðin var opnuð í nóvember 1989. Strax vorið eftir vom þær orðnar átta, en 11 í árslok. Um mitt árið 1991 og það sem eftir var ársins vomm við með 11 íbúðir á leigu fyrir 13 sjálfstæðar mæður og börn þeirra. Eftir því sem liðið hefur á þetta ár, hefur íbúðunum farið heldur fækkandi, þær em átta núna í desember, en stefnan er að fjölga þeim aftur eftir áramót. Móðir og barn starfar ekki sem venjuleg húsnæðismiðlun, heldur er stofnunin með íbúðir sem hún niður- greiðir fyrir skjólstæðinga, þ.e. 30% leigunnar, þó að hámarki 8.500 á mánuði, og á það við um flestar íbúðirnar. Stofnunin er sjálf leigu- taki íbúðanna og ábyrgist leigu- greiðslur til leigusalans, en inn- heimtir hjá viðkomandi skjólstæð- ingum, að frádreginni niður- greiðsluupphæðinni. Hver kona fær inni í átta mánuði, sem yfírleitt er framlengt upp í eitt ár, og á þeim tíma hefur hún þá fengið niður- greiðslu sem nemur 102.000 kr. í flestum tilvikum. Erfiðar aðstæður „Hjálparstofnun Móðir og barn leitar nú eftir víðtækum stuðningi við það starf, sem unnið er, og hverjum nýjum styrktarfélaga verður tekið fagnandi.“ eldra og annarra, heldur líka ótryggar aðstæður þeirra sem eru í leiguhúsnæði. Fleira markvert kom fram í þess- ari könnun, t.a.m. að um þriðjungur einstæðra foreldra missir laun í aðalstarfí af völdum vinnutaps í veikindum barna, og í aukastarfí verða um 60% einstæðra foreldra fyrir tekjutapi af sömu ástæðu. I lesendadálkum dagblaðanna er oft verið að hnýta í einhver tiltekin forréttindi, sem einstæðir foreldrar eru sagðir njóta. Það eru engin for- réttindi að búa í dýru og ótryggu leiguhúsnæði og verða að vinna mikla aukavinnu til endar nái sam- an, ef sú aukavinna fæst þá yfír- leitt. Einstæðar mæður eru nú á sjöunda þúsund og þær hafa á níunda þúsund bama á framfæri sínu. Algengt er að umsækjendur um húsnæði hjá Móður og bami hafi á bilinu 40—60.000 kr. í at- vinnutekjur, enda er mjög hátt hlut- fall þessa hóps konur með litla sem enga framhaldsmenntun, eins og kom fram í nefndri könnun. Öllum ætti að vera ljóst að nú þrengir að þjóðinni og ástæða er til að spara sem mest á sem flestum sviðum, í ríkisrekstri sem annars staðar. En um hitt ættu menn að vera sammála, að menn draga ekki úr neyðarhjálp, þegar neyðin vex. Það væri t.d. öfugsnúið réttlæti að minnka framlög til framfærslu- styrkja, þegar æ meiri erfiðleikar steðja að þeim sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Hjálparstofnunin Móðir og barn leitar nú eftir víðtækum stuðningi við það starf sem unnið er og hverj- um nýjum styrktarfélaga verður tekið fagnandi. Höfundur er formaður stjórnar Móður og barns Jón Valur Jensson Kynningadagar í Ortölvutækni Dagana 1., 2., 3. og 4. desember verður mikið um að vera hjá okkur í Örtölvutækni. Ný og glæsileg húsakynni okkar verða almenningi til sýnis og höfixm við kaffi á boðstólum. A tveimur hæðum verður haldin sýning á tölvum, hugbúnaði og jaðartækjum þar sem m.a. verður kynnt ný tölva frá Digital, DEC 3000 AXP, en hún er öflugasta vinnustöð á íslandi. í tengslum við sýninguna verða haldnir fyrirlestrar alla dagana. Tilkynna þarf þátttöku á fyrirlestrana Þórunni Þórisdóttur í síma 687220. Þegar við stofnuðum samtökin Móðir og barn, vorum við okkur vel meðvitandi um erfiðar aðstæður einstæðra foreldra. Þá voru að vísu ekki jafnmiklir krepputímar og nú, en neyðin þó mikil, eins og greini- lega kom í ljós, þegar umsóknir fóru að berast um húsnæði. Þær eru nú orðnar um 200 talsins, en væru mun fleiri, ef stofnunin hefði auglýst meira starfsemi sína. Það er dæmigert, að i hvert sinn sem við auglýsum eftir húsnæði fyrir nýjan skjólstæðing, berast mun fleiri nýjar umsóknir frá einstæðum mæðrum heldur en tilboð um leigu- húsnæði. Ástandið á leigumarkaðn- um er líka þannig, að margar þess- ar einstæðu mæðra eru að borga okurverð fyrir húsnæði af takmörk- uðum tekjum og eiga þá yfirleitt eftir að borga fyrir bamagæzlu auk annarra heimilisútgjalda. Árið 1984 var gerð könnun á kjömm einstæðra foreldra. Þá kom í ljós, að helmingur þeirra býr í leiguhúsnæði, en að jafnaði búa níu af hveijum tíu fjölskyldum á íslandi í eigin húsnæði. Af þessum ein- stæðu foreldrum í leiguhúsnæði | höfðu aðeins 6% leigusamning til - meira en eins árs, en helmingurinn £ engan leigusamning. Hér er því | ekki aðeins um stórfelldan eignar- mun að ræða milli einstæðra for- 3M Sjúkravörur Þriðjudagur 1.12. Miðvikudagur 2.12. Fimmtudagur 3.12. Föstudagur 4.12. Kl. 10:00 AutoCAD Nýjungar í útgáfu 12 Arnlaugur Guðmundsson Örtölvutækni Digital Skrifstofuumhverfi Teamlinks MailWorks Heiðar Guðnason Örtölvutækni Oracle Elvar Þorkelsson Oracle á íslandi Informix Gagnasafns- og þróunar- hugbúnaður Snorri Bergmann Strengur hf. 13:00 Stólpi Verkbókhald og strikamerki Björn Viggósson Kerfisþróun hf. OpusAllt Innflutningskerfi heildsala Baldur Guðlaugsson Vífilfelli hf. Digital Alpha og framtíðin Stig OrlofF DECA/S Danmörk (talað á ensku) Digital Alpha og framtíðin Stig Orloff DECA/C Danmörk (talað á ensku) 15:00 Borland Samhæfing hugbúnaðar Sigurður Jónsson Örtölvutækni Bústjóri Innheimtukerfi lögmanna Sveinn Guðmundsson Strengur hf. Ingres Nýr gagnagrunnur á íslandi Halla Björg Baldursdóttir Ingres á íslandi SAS Upplýsingar í fyrirtækjum Torben Christensen SAS Institute A/S (talað á ensku) = ÖRTÖLVUTÆKNI M Skeifunni 17 sími 687220 Þekking, þróun, þjónusta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.