Morgunblaðið - 01.12.1992, Page 22
seet HaaMaaaa .1 Hut)AauLQia<t aiciAjauuoHOM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR I. DESEMBER 1F92
Hvaða maður ber þyngsta ábyrgð
á hættulegri fjárhagsstöðu LIN?
eftír Gunnar
Birgisson
Svavar Gestsson fyrrverandi
menntamálaráðhera skrifaði
furðulega grein um málefni Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna í
Morgunblaðið 17. nóvebmer sl.
Þar talar hann um „skuldamet"
sjóðsins „á hveiju ári framvegis".
Hvaða maður skyldi nú fyrst og
fremst bera ábyrgð á þessu sem
Svavar kallar „skuldamet á hverju
ári framvegis? Hvaða mann geta
námsmenn í raun ásakað fyrir
skemmdarverk á þessum sjóði sem
þjónar svo mikilvægu hlutverki
fyrir þá og þjóðina alla? Svar við
þessum spumingum er létt próf-
verkefni fyrir námsmenn: Sá mað-
ur er hinn sami Svavar Gestsson,
sem fer svo mikinn í áðurnefndri
blaðagrein. Hann og flokksbróðir
hans Ólafur Ragnar Grímsson,
fyrrverandi fjármálaráðherra,
bera fyrst og fremst ábyrgð á fjár-
hagsstöðu LÍN sem er enn hættu-
leg þrátt fyrir mikilvægar ráðstaf-
anir núverandi menntamálaráð-
herra, Ólafs G. Einarssonar, ríkis-
stjómarinnar og Alþingis svo og
stjómar LÍN til þess í reyndinni
að koma í veg fyrir greiðsluþrot
sjóðsins.
Lántökur Svavars
hættulegastar
Fyrir ráðherratíð Svavars
Gestssonar voru lántökur til LÍN
tiltölulega litlar. Á einungis þrem-
ur áram 1989-1991, þegar Svavar
Gestsson var menntamálaráðherra
og flokksbróðir hans fjármálaráð-
herra, vom námslán hækkuð um
20% umfram verðlag en fjárveit-
ingar til sjóðsins skomar á sama
tíma ótæpilega niður og langt nið-
ur fyrir það sem vitað var að félli
sem kostnaður á ríkissjóð á hveiju
ári. Snjallræði þeirra félaga var
að auki lántökur þessi 3 ár um
rúmlega 7,3 milljarða króna á
núvirði. Á sama tíma greiddi sjóð-
urinn einungis tæplega 1,6 millj-
arð í afborganir af lánum. Með
öðrum orðum, skuldsetning sjóðs-
ins jókst um nærri tvo milljarða á
ári í tíð fjármálasnillingsins Svav-
ars Gestssonar! (Sjá súlurit.)
Fjárhagurinn treystur með
nýjum lögum og
úthlutunarreglum
Með nýjum lögum og úthlut-
unarreglum sem samþykktar vom
af núverandi stjórn sjóðsins 1991
og 1992 var fjárhagur LÍN treyst-
ur vemlega. Fjárþörf sjóðsins hef-
ur verið minnkuð árlega um hvorki
meira né minna en 1300 til 1400
milljónir króna. Auk þess falla sem
kostnaður á ríkissjóð einungis 54%
af heildaraðstoð sem námsmönn-
um er veitt í stað rúmlega 66%
skv. fyrri lögum. Námslán eru með
öðrum orðum minni styrkur skv.
nýjum lögum en áður en þó um-
talsverður styrkur.
Komið er að skuldadögum
Mikilvægasti fjárhagsvandi LÍN
sem enn er óleystur og getur
reynst hættulegur fyrir framtíð
sjóðsins er einmitt óráðsía og gíf-
urlegar lántökur frá valdatíma
Svavars og félaga. Við forráða-
menn sjóðsins stöndum frammi
fyrir því að taka árlega sífellt
meiri lán þótt námsaðstoð í heild
dragist eitthvað saman og inn-
heimta námslána aukist. Með öðr-
um orðum, við þurfum að setja
„skuldamet" á næsta ári til þess
eins að standa undir afborgunum
og vöxtum af þessari skuldasúpu,
ef ekki verður gripið til sérstakra
ráðstafana. Hvernig gat þessi
mikilvæga staðreynd farið framhjá
Svavari við lestur og túlkun
skýrslu þeirrar sem lögð var fram
í menntamálanefnd?
Skuldasúpu Svavarslána upp á
6 milljarða þarf að breyta í
lengri lán
Stjórn LÍN hefur lagt tillögur
fyrir menntamálaráðuneyti,
menntamálanefnd og fjárlaga-
nefnd Alþingis þess efnis í megin-
atriðum að þessum Svavarslánum
verði skuldbreytt og þau lengd.
Þau vom einungis tekin til tiltölu-
lega skamms tíma en lánuð út
fræðilega til 42 ára! Þetta er kjami
í þeirri skýrslu sem framkvæmda-
stjóm LÍN gaf menntamálanefnd
Alþingis um ijármál sjóðsins og
Svavar Gestsson lagði út af. Und-
irstrika verður þó að leggja þunga
áherslu á að það er ekkert
áhlaupaverk að skuldbreyta svo
hárri fjárhæð til þess tíma sem
nauðsynlegt væri með innlendri
lántöku. Ut úr þessum vanda era
þó aðeins tvær leiðir, þ.e. að lengja
þessi lán eða setja „skuldamet" á
næstu árum til þess að geta greitt
títtnefnd Svavarslán til baka. Sú
leið gæti þó reynst stórhættuleg
og gert að engu þá viðleitni að
koma í veg fyrir greiðsluþrot sjóðs-
ins.
Af hveiju stafar áætluð
fækkun lánþega LÍN?
í nefndri blaðagrein gerir Svav-
ar Gestsson mikið úr því að náms-
Lántökur LÍN og afborganir af
lánum á verðlagi 1992
Millj. króna
3.600-
120
3.000
2.600-
2.000-
1.600
1.000-
600-
100
1988 1989 1990 1991
UsUknt Afboifuiir 1066 262 1610 423 2613 466 3123 693
! Lántökur IS2 Afborganir
Mánaðarleg námsaðstoð
á Norðurlöndum
Námsmaður með maka og tvö börn
Þús. kr.
ísland
99.304
Noregur
Svíþjóð 73.048
63.756
Finnland
42.240
Danmörk
43.124
^ .
I
I Lán E53 Styrkir EZZ3 Alls aðstoð
80
60
40
20
Gunnar Birgisson
„Væri nú ekki verðugt
verkefni hjá Félagsvís-
indadeild Háskóla ís-
lands að taka út hvern-
ig Svavar Gestsson sem
stjórnmálamaður not-
aði upplýsingar sem
hann hafði í höndum í
Morgunblaðsgrein 17.
nóvember og hvernig
stjórnmálamenn geta
umgengist staðreyndir
eða það sem almenning
ur nefnir stundum
sannleikann?“
menn sem njóta aðstoðar LÍN
fækki, einkum og sér í lagi náms-
mönnum með böm á framfæri og
dregur þær ályktanir að þetta stafi
auðvitað af vondum lögum LÍN,
sem sett voru fyrir örfáum mánuð-
um.
Rétt er að í skýrslu sem starfs-
menn LÍN hafa unnið kemur fram
að áætlað er að nokkur fækkun
verði á lánþegafjölda LÍN á yfír-
standandi skólaári miðað við það
sem hefur verið undanfarin ár.
Megin ástæða þessarar
fækkunar töldu starfsmennirnir
vera að mikil fjölgun lánþega varð
hjá sjóðnum fyrír tveimur til þrem-
ur áram, einkum á íslandi. Þessi
Qölgun var sérlega mikil hlutfalls-
Landhelgín og EES -
EB + atvinnuleysið
eftír Asgeir O.
Einarsson
Mesti sigur okkar sem lýðræðis-
ríkis var sigur okkar í þorskastríð-
inu við England. Upp úr því feng-
um við þann vinning að koma land-
helginni út í 200 mílur. Þá fyrst
vorum við í raun og vera alfrjálsir.
Nú era margir sem ræða um
að ganga í EES og sumir vilja
heldur jafnvel í EB. Þetta er vott-
ur um mikinn dómgreindarskort.
Gallamir era og verða síðar svo
miklir að innganga kemur ekki til
greina vegna þess að það era
fískimiðin okkar sem sóst er eftir.
Fyrst er okkur lofað öllu fögra,
að við fáum sérstöðu sem ein-
göngu fískveiðiþjóð. En það mun
ekki standa lengi. Þegar búið verð-
ur að narra okkur inn í EES -
EB og við sitjum fastir i netinu
kemur reglugerð eða lög frá
Brassel um að landhelgi okkar
skuli vera 50 mílur eins og hjá
öðram „félögum" í EB. Þá verðum
við sáróánægðir og göngum aftur
úr „samfélaginu“, sem tekur heilt
ár, en fáum þó ekki aftur viður-
kenndar okkar 200 mílur. Verður
þá í framtíð veitt allt í kringum
okkur upp að 50 mílna landhelgi.
Eða okkur verður tilkynnt að við
fáum að veiða 50% af kvótanum
en 5 þjóðir aðrar fái 10% kvóta
hver. Hvort sem verður ofan á
munum við verða illa stödd. Svo
verður á ýmsan hátt hægt að-
hegna okkur fyrir brotthlaupið.
Þá mun verða komið fyrir okkur
eins og Færeyingum eða Ný-
fundnalandsmönnum en við höfum
þá enga Dani eða Kanadamenn til
að taka við okkur, beiningamann-
inum.
Á þessu geta menn séð hvílík
hætta vofír yfír okkur ef við hætt-
um að vera alfrjáls og sterk þjóð.
Að þetta skuli gerast áður en hálf
öld er liðin frá því að við urðum
allsráðandi!
Hræddastur er ég við lögin
þeirra sem eyða okkar lögum.
Þeim má breyta, herða, eða að
samin verða ný lög sem koma
okkur alveg á óvart. Með lögum
skal land byggja og með ólögum
eyða. Það verður nógu mikið af
ólögum sem koma hingað frá
Brassel. Hvemig eiga líka þessir
„hálærðu" menn að þekkja á ís-
lenskan sjávarútveg þegar
„Hafró“ veit svona lítið?
Atvinnuleysið. Það er nú 2-3%
hjá okkur en ef við göngum í EES
- EB verður það fast og stöðugt
hér, 10-20%, og það er óþolandi.
Atvinnuleysið hér á landi stafar
af þorskleysi, af því að við veiðum
of mikið af hrygningarþorski og
hrefnan og aðrir tannhvalir og
selir drepa of mikið af ungum
þorski. Haldið þið að það væri
munur að fá 400.000 tonna kvóta
í stað 150-200.000 tonna og
næsta ár verður hann kannski
kominn niður í 100.000 tonn. Ekki
batnar þá. Þess vegna era þetta
einu ráðin við atvinnuleysinu: 1)
Að setja veiðibann á stór svæði
fyrir Suðurlandi í heilan mánuð
svo að þorskurinn geti gegnt sínu
Ásgeir Ó. Einarsson
„Island er eina landið
sem er laust við berkla
o g hefur lítið af eyðni
en þessa kvilla mun
flökkulýðurinn út-
breiða hér, leggja undir
sig ónotuð hús, selja
eiturlyf o.s.frv.“
foreldrahlutverki og 2) að veiða
1.000 hrefnur á ári, já byija sem
fyrst og semja um sölu á kjötinu
til Japans. Við megum vera mjög
fegin að það skuli vera til stórþjóð
sem borðar hvalkjöt.
Noregur samþykkti nýlega að
ganga í EES en ef Mar norðan
Þrándheims hefðu mátt kjósa einir
um það hefðu þeir alls ekki sam-
þykkt það. En það er einmitt þessi
hluti Noregs sem hefur líkasta
afstöðu til lífs og tilvera og við
íslendingar. Norskir sjómenn vita
hvað þeir hafa daglega að beijast
við, hvali og seli, og því vilja þeir
ekki bæta rán-veiðimönnunum,
Spánveijum og Portúgölum ásamt
fleiri Evrópuþjóðum, við þann
óvinahóp. Eins og hver maður
getur nú séð gildir það sama fyrir
okkur íslendinga.
Það eru margir fleiri ókostir við
að ganga í EES — EB. Einn er
sá sem varla hefur verið minnst á
en það er að leggja niður útlend-
ingaeftirlitið og fá svo yfír okkur
heilan skara af flakkandi atvinnu-
leysingjum sem yfírvöld okkar
verða að halda hér uppi en ráða
þó ekkert við. ísland er eina land-
ið sem er laust við berkla og hefur
lítið af eyðni en þessa kvilla mun
flökkulýðurinn útbreiða hér,
leggja undir sig ónotuð hús, selja
eiturlyf o.s.frv. Útlendingaeftirlit-
ið er okkar mesta velferðamefnd.
Það megum við ekki missa.
Höfundur er dýralæknir og
fyrrverandi heilbrigðisfulltrúi.