Morgunblaðið - 01.12.1992, Page 25

Morgunblaðið - 01.12.1992, Page 25
MORQUtyBLAÐIÐ I>K1ÐJUDAGUK j. DKSK.MBBK 1992 2S Bræðurnir Ormsson hafa verið til húsa á fjórum stöðum í Reykjavík frá upphafi. Fyrsta húsnæðið var á Óðinsgötu 25, árið 1936 flutti fyrirtækið á Vesturgötu 3 og árið 1966 var starfsemin flutt í Lágmúla 9, sem þá var nýbygging. Þar var starfsemin rekin þar til vaxandi umsvif og aukin verslun kallaði á stærra húsnæði og fyrir 2 árum árum flutti hluti fyrirtækisins í Lágmúla 8, sem sést á myndinni hér fyrir ofan. Þar er verslun, skrifstofur og verkstæði fyrir heimilistæki, en Bosch-verkstæði og verslun fyrirtækisins er áfram rekið i Lágmúla 9. 1923. í þeirri deild eru einnig ýmis smátæki frá öðrum framleiðendum líkt og Tefal. í röntgendeild er hægt að fá öll rafknúin lækninga- og rannsóknatæki og einnig selur fyrirtækið alla Bosch varahluti í bíla og skip. Líkt og í heimilistækja- deild byggist handverkfæradeildin aðallega á vörum frá AEG en þar eru einnig ýmsar vörur frá öðrum framleiðendum. í tæknideild er fyrst og fremst boðið upp á raf- lagnaefni og búnað fyrir veitustofn- anir. Fyrirtækið selur, setur upp og veitir alla þjónustu í sambandi við lyftur og rúllustiga. Fyrir 5 árum hóf fyrirtækið einnig sölu og þjónustu á þungavinnuvélum frá O&K en vegna mikils samdráttar í byggingariðnaðinum eru umsvif nú minni bæði í lyftum og vinnuvélum. Auk þessa er fyrirtækið umboðs- aðili fyrir Becks bjór á íslandi og þegar best lét var markaðshlut- deildin 24,7% af þeim bjór sem seld- ur var hjá ÁTVR. En eftir útboð hjá ÁTVR var tekin sú ákvörðun að velja ætti ódýrari bjór fyrir neyt- endur. Þrátt fyrir að Becks hafði öðlast þessar vinsældir hefur hann eftir útboðið einungis verið seldur í 3 útibúum ÁTVR. Ólíkar stoðir treysta reksturinn Aðspurðir um hvemig gengi að reka fyrirtæki með svo mörgum deildum sögðu þeir feðgar að það væri að mörgu leyti erfitt en kost- imir væru þó fleiri þar sem deildirn- ar bættu hverja aðra upp. Því hefði fyrirtækið ekki annað í hyggju en að halda þessu rekstrarfyrirkomu- lagi áfram. Ef erfíðir tímar væru t.d. í byggingariðnaði þá gæti sala heimilstækja bætt það upp. „Fyrir- tækið fór t.d. í gegn um mjög erf- itt tímabil þegar AEG í Þýskalandi komst nærri gjaldþroti áður en Daimler Benz keypti AEG. Ef Bræðurnir Ormsson hefðu ekki jafnframt verið í annarri starfsemi en sölu á vömm frá AEG á þeim tíma þá er ekki víst að við værum að halda upp á 70 ára starfsaf- mæli fyrirtækisins nú.“ Eiríkur og Karl segjast hafa fundið fyrir samdrætti í umsvifum fyrirtækisins á þessu ári líkt og önnur fyrirtæki hér á landi. „í þess- um samdrætti hefur fyrirtækið hins vegar haldið sinni markaðshlutdeild í heimilistækjaverslun og sam- kvæmt innflutningstölum er sam- dráttur fyrirtækisins minni en al- mennt virðist vera. Við finnum sér- staklega fyrir samdrætti í þeim deildum sem tengjast byggingar- iðnaðinum, t.d. í lyftum og vinnu- vélum. Á móti kemur hins vegar að sala í bílavarahlutum eykst þar sem bílaviðgerðir virðast orðnar al- mennari." Öflug heildsala í kjölfar umboðsmannanets um allt land Vegna hinnar fjölbreyttu starf- semi fyrirtækisins er erfitt að skil- greina hana nákvæmlega. Bræð- urnir Ormsson eru allt í senn heild- sala, smásala og þjónustufyrirtæki. Vegna lyftusmíða fyrirtækisins mætti einnig kalla það iðnfyrir- tæki. Aðspurðir um hvort fyrirtæk- ið hefði ekki fundið fyrir samdrætti i heildsölu líkt og verið hefði al- mennt undanfarin ár sögðu Karl og Eiríkur að svo væri ekki. „Heildsala fyrirtækisins nær til heimilistækja, raflagnaefna og bif- reiðavarahluta. Skiptist veltan nán- ast til helminga á milli heildsölunn- ar og smásölunnar. Á undanförnum 4-5 árum hefur heildsalan farið vaxandi og viljum við skýra þann vöxt fyrst og fremst með því um- boðsmannaneti sem við höfum um allt land. Mikil áhersla hefur verið lögð á að þjóna umboðsmönnunum vel, reglulega eru þeir heimsóttir og upplýsingum komið til þeirra. Fyrirtækið var einnig með þeim fyrstu sem tóku upp á því að greiða sjálft flutningskostnað vöru, þannig að vörur frá okkur eiga að fást á sama verði um allt land,“ sögðu þeir Karl Eiríksson og Eiríkur Karlsson. í tilefni af 70 ára afmæli fyrir- tækisins verða ýmis tilboð í gangi þessa viku og í dag verða léttar veitingar á boðstólum, fyrir alla sem í búðimar koma. ÁHB 0GINNKAUPA- STJÓRAR! JÓLASKRAUT JÓLAPAPPÍR JÓLAVÖRUR í ÖRVALI m: EFNAVER h.f. ÞJÓNUSTU- OG HEILDVERSLUN RÉTTARHÁLSI2 SÍMI91-67 69 39 VZterkurog Ll hagkvæmur auglýsingamiðill! lkr.100 spr Herrapeysur, bolir, barnajakkar, herrabuxur, barnabuxur, kvenpeysur, dömubuxur, barnapeysur, inniskór, barnaskór, herrabindi, dömuskyrtur, og barnahúf ur. FAÍNAÐUR, SKOR si>renghl*gileg« werði: I jólaSPRENGjÁI I ulboðSSPRENGJa Jólakúlur 6 í pk___kr.170,- Eldhúsóhöld________kr.99,- Barnabuxur........... kr.500,1 Sængur verasett..... kr.999,a Handklæði..........kr.l 65,' Leðurkvenskór.... kr. 1000,- Peysur.................. kr.200,' Bolir................kr.200,1 Trimmgallar.......... kr.400,' Gallabuxur............ kr.995,' Gallajakkar__________kr.500,- Hælaskór............ kr.500,' OP|NN VIRKA DAGA FRA KL. 12.00 TIL 18.00 LAMGARDAGA FRA KL. 10.00 TIL 14.00 SPRENGIMARKAÐURINN, SNORRABRAUT 56,2. HÆÐ. SÍMI 16132.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.