Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 25
MORQUtyBLAÐIÐ I>K1ÐJUDAGUK j. DKSK.MBBK 1992 2S Bræðurnir Ormsson hafa verið til húsa á fjórum stöðum í Reykjavík frá upphafi. Fyrsta húsnæðið var á Óðinsgötu 25, árið 1936 flutti fyrirtækið á Vesturgötu 3 og árið 1966 var starfsemin flutt í Lágmúla 9, sem þá var nýbygging. Þar var starfsemin rekin þar til vaxandi umsvif og aukin verslun kallaði á stærra húsnæði og fyrir 2 árum árum flutti hluti fyrirtækisins í Lágmúla 8, sem sést á myndinni hér fyrir ofan. Þar er verslun, skrifstofur og verkstæði fyrir heimilistæki, en Bosch-verkstæði og verslun fyrirtækisins er áfram rekið i Lágmúla 9. 1923. í þeirri deild eru einnig ýmis smátæki frá öðrum framleiðendum líkt og Tefal. í röntgendeild er hægt að fá öll rafknúin lækninga- og rannsóknatæki og einnig selur fyrirtækið alla Bosch varahluti í bíla og skip. Líkt og í heimilistækja- deild byggist handverkfæradeildin aðallega á vörum frá AEG en þar eru einnig ýmsar vörur frá öðrum framleiðendum. í tæknideild er fyrst og fremst boðið upp á raf- lagnaefni og búnað fyrir veitustofn- anir. Fyrirtækið selur, setur upp og veitir alla þjónustu í sambandi við lyftur og rúllustiga. Fyrir 5 árum hóf fyrirtækið einnig sölu og þjónustu á þungavinnuvélum frá O&K en vegna mikils samdráttar í byggingariðnaðinum eru umsvif nú minni bæði í lyftum og vinnuvélum. Auk þessa er fyrirtækið umboðs- aðili fyrir Becks bjór á íslandi og þegar best lét var markaðshlut- deildin 24,7% af þeim bjór sem seld- ur var hjá ÁTVR. En eftir útboð hjá ÁTVR var tekin sú ákvörðun að velja ætti ódýrari bjór fyrir neyt- endur. Þrátt fyrir að Becks hafði öðlast þessar vinsældir hefur hann eftir útboðið einungis verið seldur í 3 útibúum ÁTVR. Ólíkar stoðir treysta reksturinn Aðspurðir um hvemig gengi að reka fyrirtæki með svo mörgum deildum sögðu þeir feðgar að það væri að mörgu leyti erfitt en kost- imir væru þó fleiri þar sem deildirn- ar bættu hverja aðra upp. Því hefði fyrirtækið ekki annað í hyggju en að halda þessu rekstrarfyrirkomu- lagi áfram. Ef erfíðir tímar væru t.d. í byggingariðnaði þá gæti sala heimilstækja bætt það upp. „Fyrir- tækið fór t.d. í gegn um mjög erf- itt tímabil þegar AEG í Þýskalandi komst nærri gjaldþroti áður en Daimler Benz keypti AEG. Ef Bræðurnir Ormsson hefðu ekki jafnframt verið í annarri starfsemi en sölu á vömm frá AEG á þeim tíma þá er ekki víst að við værum að halda upp á 70 ára starfsaf- mæli fyrirtækisins nú.“ Eiríkur og Karl segjast hafa fundið fyrir samdrætti í umsvifum fyrirtækisins á þessu ári líkt og önnur fyrirtæki hér á landi. „í þess- um samdrætti hefur fyrirtækið hins vegar haldið sinni markaðshlutdeild í heimilistækjaverslun og sam- kvæmt innflutningstölum er sam- dráttur fyrirtækisins minni en al- mennt virðist vera. Við finnum sér- staklega fyrir samdrætti í þeim deildum sem tengjast byggingar- iðnaðinum, t.d. í lyftum og vinnu- vélum. Á móti kemur hins vegar að sala í bílavarahlutum eykst þar sem bílaviðgerðir virðast orðnar al- mennari." Öflug heildsala í kjölfar umboðsmannanets um allt land Vegna hinnar fjölbreyttu starf- semi fyrirtækisins er erfitt að skil- greina hana nákvæmlega. Bræð- urnir Ormsson eru allt í senn heild- sala, smásala og þjónustufyrirtæki. Vegna lyftusmíða fyrirtækisins mætti einnig kalla það iðnfyrir- tæki. Aðspurðir um hvort fyrirtæk- ið hefði ekki fundið fyrir samdrætti i heildsölu líkt og verið hefði al- mennt undanfarin ár sögðu Karl og Eiríkur að svo væri ekki. „Heildsala fyrirtækisins nær til heimilistækja, raflagnaefna og bif- reiðavarahluta. Skiptist veltan nán- ast til helminga á milli heildsölunn- ar og smásölunnar. Á undanförnum 4-5 árum hefur heildsalan farið vaxandi og viljum við skýra þann vöxt fyrst og fremst með því um- boðsmannaneti sem við höfum um allt land. Mikil áhersla hefur verið lögð á að þjóna umboðsmönnunum vel, reglulega eru þeir heimsóttir og upplýsingum komið til þeirra. Fyrirtækið var einnig með þeim fyrstu sem tóku upp á því að greiða sjálft flutningskostnað vöru, þannig að vörur frá okkur eiga að fást á sama verði um allt land,“ sögðu þeir Karl Eiríksson og Eiríkur Karlsson. í tilefni af 70 ára afmæli fyrir- tækisins verða ýmis tilboð í gangi þessa viku og í dag verða léttar veitingar á boðstólum, fyrir alla sem í búðimar koma. ÁHB 0GINNKAUPA- STJÓRAR! JÓLASKRAUT JÓLAPAPPÍR JÓLAVÖRUR í ÖRVALI m: EFNAVER h.f. ÞJÓNUSTU- OG HEILDVERSLUN RÉTTARHÁLSI2 SÍMI91-67 69 39 VZterkurog Ll hagkvæmur auglýsingamiðill! lkr.100 spr Herrapeysur, bolir, barnajakkar, herrabuxur, barnabuxur, kvenpeysur, dömubuxur, barnapeysur, inniskór, barnaskór, herrabindi, dömuskyrtur, og barnahúf ur. FAÍNAÐUR, SKOR si>renghl*gileg« werði: I jólaSPRENGjÁI I ulboðSSPRENGJa Jólakúlur 6 í pk___kr.170,- Eldhúsóhöld________kr.99,- Barnabuxur........... kr.500,1 Sængur verasett..... kr.999,a Handklæði..........kr.l 65,' Leðurkvenskór.... kr. 1000,- Peysur.................. kr.200,' Bolir................kr.200,1 Trimmgallar.......... kr.400,' Gallabuxur............ kr.995,' Gallajakkar__________kr.500,- Hælaskór............ kr.500,' OP|NN VIRKA DAGA FRA KL. 12.00 TIL 18.00 LAMGARDAGA FRA KL. 10.00 TIL 14.00 SPRENGIMARKAÐURINN, SNORRABRAUT 56,2. HÆÐ. SÍMI 16132.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.