Morgunblaðið - 01.12.1992, Side 27

Morgunblaðið - 01.12.1992, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992 27 Morgunblaðið/Kristinn Meðal gesta á ráðstefnu um matvælaiðnað, samstarf og nýja möguleika sem sjávarútvegs-, iðnaðar- og landbúnaðarráðuneytið stóðu að í samstarfi við hagsmunasamtök í matvælaiðnaði, voru þeir Sigur- geir Þorgeirsson aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra, Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra, Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra og Björn Friðfinnsson ráðuneytsstjóri viðskipta- og iðnaðarráðuneytis. Upplagseftirlit Tímaritið Uppeldi er með mesta dreifingu AF 5 tímáritum sem notfæra sér þjónustu Upplagseftirlits VÍ var dreif- ing tímaritsins Uppeldi mest á tímabilinu júlí-október á þessu ári. Onnur tímarit sem hafa fengið opinbera staðfestingu á upplagi sínu á sama tíma eru tímaritin Heilbrigðismál, Heimsmynd, Æskan og 3T. Tímaritið Uppeldi var prentað í 10.000 eintökum á fjögurra mánaða tímabili frá júlí til október. Af þeim fóru 8.930 til áskrifenda, 250 í lausa- sölu og 150 var dreift ókeypis. Á lengra tímabili, mars-október, var upplag tímaritsins það sama, eða 10.000. Af því fóru 9.148 til áskrif- enda, 350 í lausasölu og 150 var dreift ókeypis. Prentað upplag tímaritsins Heims- myndar var á fjögurra mánaða tíma- bilinu 8.056 eintök. Þar af fóru 937 tímarit til áskrifenda og 7.119 í lausasölu. Heilbrigðismál var gefið út í 7.725 eintökum og fóru 6.060 til áskrifenda. Æskan var prentuð í 6.825 eintökum. Af þeim fóru 5.792 til áskrifenda og 255 í lausasölu. Upplag tímaritsins 3T var ekkert á umræddu tímabili. Á lengra tímabil- inu, mars-október, var upplag tíma- ritsins 6.500 eintök og fóru 6.100 eintök í lausasölu en 225 eintök ein- tökum var dreift ókeypis. Samstarf og nýir möguleikar í matvælaiðnaði Nauðsyn á sameiginleffri mið- stöð vöruþróunar og þjónustu Á RÁÐSTEFNU þriggja ráðuneyta sjávarútvegs, iðnaðar og landbún- aðar í samvinnu við hagsmunasamtök í matvælaiðnaði, var rætt um samstarf og nýja möguleika í grcininni. í erindi Hannesar Hafsteinsson- ar forstöðumanns matvælasviðs Iðntæknistofnunar íslands, kom með- al annars fram að hann telur hefðbundna verkaskiptingu í matvælaiðn- aði úrelta, þar sem eingöngu er miðað við uppruna hráefnisins. Nauð- synlegt væri að koma upp einni sameiginlegri miðstöð fyrir vöruþró- un, þjónustu og þekkingaröflun. Valgerður Bjarnadóttir fulltrúi Fé- lags íslenskra iðnrekenda og Vinnuveitendasambans íslands í Bruss- el, sagði að íslenskur sjávarútvegur væri eina atvinnugreinin, sem hefði náð árangri á alþjóðamörkuðum þrátt fyrir að keppinautar nytu bæði markaðsverndar og ríkisstyrkja. Hannes lagði áherslu á að aukin þekking með námi og rannsóknum væri besta leiðin til að auka verð- mæti í matvælavinnslu í sívaxandi samkeppni. Sagði hann að af 110 félögum í Matvæla- og næringa- fræðifélagi íslands störfuðu 90 við fagið og dreifast þeir á ýmsar grein- ar iðnaðarins. „Eitt vekur þó at- hygli, en það er sú staðreynd að einungis einn skuli starfa í mjólkur- iðnaði. Þetta stafar fyrst og fremst af því að mjólkurfræðingar, sem eru rúmlega eitt hundrað í landinu í dag og hafa að baki fjögurra ára nám, hafa séð um greinina. Það má raun- ar með sanni segja að engin grein innan matvælaiðnaðar hafí eins hátt hlutfall menntaðra starfskrafta og mjólkuriðnaðurinn, enda sýnir það sig í mjög svo vönduðum vörum og mikilli grósku í vöruþróun innan greinarinnar." Sagði hann, að Háskóla íslands hafi tekist vel til við útfærslu á grunnnámi í matvælafræði en miðað við þarfir matvælaiðnaðarins hér á landi vantað þar talsvert á. Þar sem um undirstöðuiðnað væri að ræða væri brýnt að koma á tveggja ára framhaldsnámi í matvælafræði við Háskólann. Benti hann á að í dag væri unnið að rannsóknum og þróunarvinnu á sviði matvæla hjá fimm opinberum aðilum. Milli þriggja þeirra hafi skapast ákveðin verkaskipting sem helgast af uppruna hráefnisins. Sagði hann það skoðun sína að þessi hefðbundna verkaskiptin væri úrelt og tími til komin að taka hana til endurskoðunar. Við værum fámenn þjóð með lítið fjármagn til rannsókna og hefðum ekki efni á að dreifa kröftunum. Til að ná árangri hið fyrsta yrði að færa undir sama þak starfsemi Fræðsludeildar RALA, Matvælatæknisviðs Iðntæknistofn- unar og hluta af starfsemi Hollustu- verndar ríkisins. „Þarna yrði komið upp miðstöð fyrir vöruþróun, þjón- ustu og þekkingaröflun í matvæla- iðnaði. Með þátttöku fyrirtækja verður hægt að fullþróa vörur frá hráefni yfir í markaðshæfa vöru. Á þessum sama stað ættu einnig einn eða fleiri dósentar í matvælafræði við Háskólann að hafa aðsetur og stunda sínar rannsóknir." Valgerður Bjamadóttir sagði að flest benti til aukis frelsis í verslun með landbúnaðarvörur í Evrópu og að þá muni athyglin beinast að frek- ari leiðum til að tryggja markaðs- hlutdeild íslensku framleiðsunnar á heimamarkaði. „Tækifærin verða fá eða engin til að skora erlendis af þeirri einföldu ástæðu að framleiðsl- an verður ekki samkeppnisfær í verði. Endurskoðun landbúnaðar- stefnu Evrópubandalagsins mun ekki breyta neinu þar um, þvert á móti. Hún byggist fyrst og fremst á markaðsíhlutun og að halda uppi verði á markaði." Valgerður vék að reglum, sem gilda um markaðssetningu og benti á að megin inntak innri markaða EB væri að samræma þær. í grófum dráttum eru ákveðnar reglur um meðferð á matvöru, til dæmis hrein- læti og aðbúnað á vinnustað. Mark- aðssetning vörunnar og loks reglur um skilyrði fyrir fullyrðingum um næringargildi hennar eða hollustu. „Meira og minna sömu reglur, sem settar verða af opinberum aðilum, munu gilda um meðferð og markaðs- setningu vörunnar," sagði Valgerð- ur. Aukið fijálsræði í viðskiptum með matvöru gæti leitt til þess að í samningum um milliríkjaviðskipti hentaði íslendingum að styðja land- búnaðarframleiðslu annarra gegn því að fallist verði á stuðning þeirra við íslenskan sjávarútveg. Ingi T. Lárusson Afmælisdagskrá Inga T. Lárusson- ar minnst I DAG, fullveldisdaginn, verð- ur flutt í Þjóðmiryasafninu dagskrá í umsjá Jóns Þórar- inssonar tónskálds í tilefni aldarafmælis Ingas T. Lárus- sonar tónskálds. Dagskráin hefst klukkan 17. Rakinn verður æviferill Inga T. Lárussonar og félagar úr röð- um íslenzku hljómsveitarinnar leika og syngja, Elín Ósk Ósk- arsdóttir,, John Spade, Þóra Fríða Sæmundsdóttir og Svein- björg Vilhjálmsdóttir. Afmælisdagskránni verður útvarpað beint á Rás 1. Nýtt tilbob í ríkisvíxla fer fram mibvikudaginn 2. desember Næstkomandi mibvikudag fer fram 3. tilboð í ríkisvíxla. Um er að ræða 3. fl. 1992 í eftirfarandi verðgildum: Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000 Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000 Ríkisvíxlarnir eru til 3 mánaða, með gjalddaga 5. mars 1993. Þessi flokkur verður skráður á Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki ríkisvíxlanna. Ríkisvíxlarnir verba seldir með tilboðsfyrirkomu- lagi. Lágmarkstilboð samkvæmt tilteknu tilboðs- verði er 5 millj. kr. og lágmarkstilboð í meðalverð samþykktra tilboða er 1 millj. kr. Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa- miðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum kostur á að gera tilboð í ríkisvíxlana samkvæmt tilteknu tilboðsverði. Abrir sem óska eftir ab gera tilboð í ríkisvíxla eru hvattir til að hafa samband við framangreinda abila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim sjálfum heimilt ab bjóba í vegið mebalverö samþykktra tilboða (meðalávöxtun vegin með fjárhæb). Öll tilboð í ríkisvíxlana þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14, miövikudaginn 2. desember. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins / Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40. LÁNASÝSLA RÍKISINS RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.