Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 28
28
MORGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992
Reuter
Björgunarmenn flylja lík úr lestinni sem fór út af sporinu í grennd við Amsterdam í gær.
Holland
Fimm farast í jámbrautarslysi
Amsterdam. Reuter.
FIMM menn biðu bana og 36 slösuðust er járnbrautarlest fór út
af sporinu 15 km suðvestur af Amsterdam í gærmorgun, að sögn
talsmanns hollensku járnbrautanna. Ottast var að tala látinna
ætti eftir að hækka.
Þýskaland
Piltur sakað-
ur um morð
á tyrknesk-
um konum
Bonn. Reuter.
NÍTJÁN ára verslunarmaður í
bænum Mölln í Þýskalandi hefur
verið handtekinn og sakaður um
að hafa myrt tyrkneska konu og
tvær telpur í íkveikjuárás á heim-
ili innflytjenda í bænum um fyrri
helgi, að því er Alexander von
Stahl ríkissaksóknari skýrði frá í
gær. Leitað er samverkamanns
piltsins sem heitir Lars Christ-
iansen og er fæddur og uppalinn
í Mölln. Viðræður stjómar og
stjómarandstöðu um breytingar
á stjórnarskránni til að koma í
veg fyrir fólksstrauminn til lands-
ins fóra út um þúfur um helgina.
Fimm árásir að minnsta kosti
voru gerðar á útlendinga í Þýska-
landi í fyrrinótt og lögreglan hand-
tók fímm menn, sem grunaðir eru
um íkveikjuárásir á gistiheimili fyrir
innflytjendur. Enginn slasaðist í
árásunum í fyrrinótt en þó mátti litlu
muna þegar tyrknesk fjölskylda
komst með naumindum út úr brenn-
andi húsi sínu. Bensínsprengjum var
einnig varpað að gistiheimili fyrir
innflytjendur skammt frá Hamborg
og nokkru síðar voru fimm ungir
menn handteknir grunaðir um
verknaðinn. Á þessu ári hefur of-
beldið gegn útlendingum og minni-
hlutahópum í Þýskalandi kostað 17
manns lífið og 452 hafa slasast.
Viðræðum stjórnarflokkanna við
jafnaðarmenn, sem eru í stjórnar-
andstöðu, lauk um helgina án nokk-
urs árangurs en stjómin og Helmut
Kohl kanslari vilja ganga miklu
lengra en jafnaðarmenn í að breyta
stjórnarskránni og koma í veg fyrir
fólksstrauminn til Þýskalands.
Hundruð björgunarmanna
kepptust við að bjarga fólki úr fjór-
um vögnum sem ultu er lestin fór
af sporinu. Atvikið átti sér stað
kl. 7.15 að staðartíma í gærmorg-
un við bæinn Hoofddorp sem er
skammt frá Schiphol-flugvellinum.
Lestin var full af fólki á leið til
vinnu í Amsterdam. Hóf hún ferð-
ina í bænum Vlissingen.
Orsakir slyssins eru ókunnar en
lest ók út af sporinu á sama stað
sl. laugardag. Engan sakaði þá.
Farþegar lestarinnar sem fór út af
í gærmorgun sögðu að allt í einu
hefði lestin aukið hraðann og síðan
kastast út af sporinu.
Vaxta-
lækkuní
Noreg’i
SEÐLABANKI Noregs lækkaði
í gær skammtímavexti sína í
17% úr 25% eftir að hafa hækk-
að þá til að veija norsku krón-
una. „Við höfum unnið þessa
orrustu," sagði Eirik Larsen,
talsmaður bankans, en bætti
við að stríðið við spákaupmenn
um norsku krónuna kynni að
halda áfram á næsta ári.
„Látið drottn-
ingnna í friði“
DOUGLAS Hurd, utanríkisráð-
herra Bretlands, sagði í gær
að þeir sem hafa gagnrýnt
skattfríðindi Elísabetar Breta-
drottningar og fjölskyldu henn-
ar ættu nú að láta hana í friði.
Hann sagði að gagnrýnin væri
ekki aðeins árás á drottningar-
fjölskylduna heldur líka Bret-
land; konungdæmið væri ekki
lítilfjörlegt leikfang sem menn
gætu leikið sér að án þess að
eiga á hættu að skaða bresku
þjóðina.
Uppsagnir
hjá Unibank
500 starfsmönnum Unibank í
Danmörku var sagt upp í gær
vegna mikilla rekstrarerfíð-
leika. í ráði er að fækka starfs-
mönnum bankans um 1.200 til
viðbótar fyrir árslok 1994.
Samkvæmt könnun dagblaðs-
ins Bersen á meðal forstjóra
1550 danskra fyrirtækja búast
42% þeirra við að þurfa að
fækka starfsfólki sínu á næstu
sex mánuðum vegna samdrátt-
ar, auk óvissunnar í gengismál-
um og um stöðu Danmerkur
innan Evrópubandalagsins.
Samnorrænt
útflutnings-
fyrirtæki?
OLE Ramlau Hansen, forstjóri
Royal Greenland, sjávarútvegs-
fyrirtækis grænlensku lands-
stjórnarinnar, hefur lagt til að
Grænlendingar, Færeyingar,
íslendingar og Norðmenn
stofni sameiginlegt fyrirtæki til
að koma á samvinnu á sviði
fískútflutnings. Royal Green-
land hefur sagt upp samstarfí
sínu við félag fiskútflytjenda í
Danmörku vegna ásakana um
undirboð á rækju og þorski.
Fóstureyðing-
um hafnað
ÍRSKIR kjósendur höfnuðu til-
lögu um að afnema algjört bann
við fóstureyðingum á írlandi
og heimila þær ef líf móðurinn-
ar er í hættu. 65,4% greiddu
atkvæði gegn tillögunni í þjóð-
aratkvæðagreiðslu í síðustu
viku. Hins vegar var samþykkt
með miklum meirihluta að
heimila konum að fara til út-
landa í því skyni að gangast
undir fóstureyðingu og að þeim
verði veittar upplýsingar um
erlendar stofnanir sem bjóða
upp á slíkar aðgerðir.
Aung San Suu
Kyi í hættu
EIGINMAÐUR friðarverð-
launahafans Aung San Suu
Kyi, leiðtoga stjórnarandstæð-
inga í Burma, sagði í gær að
líf hennar væri í alvarlegri
hættu. Aung San Suu Kyi hef-
ur verið í stofufangelsi í Rango-
on frá því í júlí 1989 og hefur
verið í mótmælasvelti að und-
anförnu.
Bretiand
Háværar kröfur um að fjár-
málaráðherrann sesi af sér
I.onrlon. Reufer. The Dailv Tpletrranh.
London. Reutcr, The Daily Telegraph.
JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, er nú beittur miklum
þrýstingi af hálfu þingmanna Ihaldsflokksins, sem krefjast þess
að hann leysi Norman Lamont fjármálaráðherra frá störfum í
byijun næsta árs. Telja margir forystumenn í röðum íhaldsmanna
nauðsynlegt að stokka upp stjóraina eigi fólk að fá traust á henni
á ný. Þessir þingmenn vilja hins vegar ekki að fjármálaráðherr-
ann láti undan kröfum Verkamannaflokksins og segi af sér vegna
uppljóstrana um að hann hafi notað 4.000 pund af almannafé til
að greiða hluta lögfræðikostnaðar við að losa sig við óþægilegan
leigjenda, þekkta vændiskonu, af heimili sínu.
Skrifstofa Johns Majors hefur
látið þau skilaboð út ganga að
afsögn Lamonts sé ekki yfirvof-
andi en margir breskir fréttaský-
rendur telja að hjá því verði ekki
lengur komist; ráðherrann sé rú-
inn trausti eftir fréttir undanfar-
inna daga. Blaðið Financial Times
sagði í grein í gær að þetta mál
hefði skaðað ímynd Lamonts
verulega en ímynd skipti oft ekki
minna máli en innihald í stjóm-
málum. Lagði blaðið til að Ken-
neth Clarke innanríkisráðherra
yrði fjármálaráðherra í hans stað.
Fréttir af því að vændiskona
ræki starfsemi sína í kjallara húss
í eigu Lamonts voru áberandi á
tímabili í fyrra en endalok málsins
voru þau að hún fluttist á brott,
nokkrum vikum eftir að Lamont
hóf málaferli gegn henni. Nú hef-
ur komið á daginn að lögfræði-
kostnaður Lamonts vegna málsins
var annars vegar greiddur með
milligöngu íhaldsflokksins og hins
vegar af ríkissjóði Bretlands.
Lamont réð einn þekktasta lög-
fræðing Bretlands á sviði meið-
yrðamála, Peter Carter-Ruck, í
þjónustu sína í kjölfar blaðafregna
í apríl í fyrra, þess efnis að þekkt-
ur „kynlífs-meðferðarfræðingur"
að nafni Sara Dale, sem stundum
gengur undir nafninu „Miss Whi-
plash“ (Ungfrú Svipuhögg) í Bret-
landi, hefði tekið kjallaraíbúð í
húsi Lamonts á leigu eftir að hann
flutti í embættisbústað fjármála-
ráðherrans í Downingstræti 11.
Clarke ver
fjármálaráðherrann
Fjármálaráðuneytið taldi það
skyldu sína að vernda ráðherrann
og mannorð hans en þar sem þetta
var um helgi var upplýsingaskrif-
stofa ráðuneytisins lokuð. Var því
skrifstofa Carters-Rucks fengin
til að svara fyrirspurnum um
málið og leiðrétta rangfærslur.
Kostnaður við þjónustu Carters-
Rucks var 4.000 pund, 384.000
ÍSK. Embættismenn ráðuneytis-
ins hafa varið þessa ákvörðun og
segja fordæmi vera fyrir henni.
Lamont sjálfur segir að þennan
kostnað megi beinlínis rekja til
þess að hann gegndi opinberu
embætti og hefði hann ekki orðið
fyrir honum annars.
Kenneth Clarke innanríkisráð-
Norman Lamont
herra sagði í viðtali við breska
útvarpið, BBC, í gær að hann
teldi ekki líklegt að ríkistjórnin
yrði stokkuð upp vegna þessa
máls. Hann bætti líka við að ef
hann ætti sjálfur að lifa við það
að vera ataður auri opinberlega
vegna ráðherrastöðu sinnar og
ríkið myndi ekki aðstoða hann við
að bera kostnaðinn vegna lög-
fræðiaðstoðar gæti hið opinbera
fundið sér einhvem annan til að
gegna ráðherraembættinu.
Eftirstöðvar lögfræðikostnað-
arins, átján þúsund pund, sem
voru tilkomnar vegna kostnaðar
við að reka vændiskonuna úr íbúð-
inni, voru greiddar af ónafn-
greindum stuðningsmönnum og
stóð íhaldsflokkurinn fyrir söfn-
uninni.
Skuldar kreditkortafyrirtæki
Ofan á allt saman bætist svo
að í síðustu viku birti dagblaðið
The Sun frétt þess efnis að Lam-
ont skuldaði 2.473 pund á einu
kreditkorta sinna, og væri það
473 pundum yfír leyfílegri úttekt-
arheimild. Veltu æsifréttablöð sér
upp úr því hvernig maður, sem
réði ekki við eigin fjármál, ætti
að geta stjórnað ríkisfjármálum
Bretlands.
Fréttir óvandaðra breskra
blaða, þess efnis að meðal
greiðslukortaúttektanna væri að
finna greiðslu á flösku af ódýru
kampavíni og sígarettupakka í
vínbúð í vafasömu hverfi í London
voru bomar til baka í gær. Af-
greiðslumaður í vínbúðinni hafði
í blaðaviðtölum haldið þessu fram
og æsifréttablöðin mikið velt
vöngum yfír því hvað Lamont
væri að gera á þessum stað og
handa hveijum hann hefði keypt
sígaretturnar, en hvorki hann né
eiginkona hans reykja. Lamont
sjálfur segist hafa keypt þijár
flöskur af víni í öðru útibúi sömu
vínbúðakeðju og staðfesti aðal-
skrifstofa fyrirtækisins í gær, eft-
ir bókhaldskönnun á greiðslu-
kortanótum, að það væri rétt.