Morgunblaðið - 01.12.1992, Qupperneq 29
____________________________________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER ,19,92_
Rússneski stj órnlagadómstóllinn um bannið á kommúnistaflokknum
Rétt að baima valdastofn-
anir en ekki flokksfélög
Moskvu. Reuter.
RÚSSNESKI stjórnlagadómstóll-
inn úrskurðaði í gær, að Borís
Jeltsin, forseti Rússlands, hefði
ekki farið alveg að lögum þegar
hann bannaði starfsemi komm-
únistaflokksins í kjölfar valda-
ránstilraunarinnar í ágúst í
fyrra. Raunar staðfesti dómstóll-
inn bannið við starfsemi helstu
stofnana flokksins en taldi ólög-
legt að banna einstök flokksfé-
lög. Hafa báðar fylkingar,
kommúnistar og stuðningsmenn
Jeltsíns, fagnað úrskurðinum og
telja hann sér í vil.
Valeríj Zorkín, forseti dómstóls-
ins, segir í úrskurðinum, að Jeltsín
hafí verið heimilt að banna helstu
valdastofnanir kommúnistaflokks-
ins eftir valdaránstilraunina en aft-
ur á móti hafi það strítt gegn lögum
að banna starfsemi einstakra
flokksfélaga. Niðurstaðan varðandi
rétt Jeltsíns til að gera eigur flokks-
ins upptækar þykir einnig fremur
mótsagnakennd en hún er annars
vegar, að eðlilegt hafi verið að taka
af flokknum þær eignir, sem ríkið
Reuter
Borís Jeltsín, forseti Rússlands (2. til hægri), ræðir við helsta ráð-
gjafa sinn, Gennadíj Búrbúlís, á fundi með stuðningsmönnum sínum
á sunnudag. Við hlið hans eru Viktor Boranníkov öryggismálaráð-
herra (lengst til vinstri) og Jegor Gajdar forsætisráðherra (2. frá
vinstri).
átti þótt flokkurinn færi með þær,
en hins vegar, að ólöglegt hafi ver-
ið að taka eignir, sem voru skráðar
á hann. Talið er, að þessi úrskurður
geti hrint af stað endalausum mála-
ferlum um hvað hafi verið flokks-
eign og hvað ríkiseign en í 70 ára
sögu Sovétríkjanna var jafnan litið
á flokk og ríki sem eitt og hið sama.
Stjórnlagadómstóllinn hefur
fjallað um þetta mál í níu mánuði
og hafa hundruð manna verið kvödd
til að bera vitni. Míkhaíl Gorbatsj-
ov, fyrrverandi forseti Sovétríkj-
anna, neitaði því hins vegar og líkti
málaferlunum við sýndarréttarhöld
Jósefs Stalíns á fjórða áratugnum.
Lögfræðingar Jeltsíns og fulltrú-
ar kommúnista hafa hvorirtveggja
fagnað niðurstöðunni sem sigri.
„Lagaleg staða flokksins og stefna
hans hefur verið staðfest," sagði
Valeríj Kúptsov, formaður rússn-
eska kommúnistaflokksins, og Mík-
haíl Fedotov, lögfræðingur og
stuðningsmaður Jeltsíns, sagði, að
80% niðurstöðunnar væru forsetan-
um í vil.
Misheppnað valdarán í Venezúela
Valdaræningjam-
ir fá hæli í Perú
Perez forseti neitar að segja af sér
Caracas. Reuter.
CARLOS Andres Perez, forseti Venezúela, var vígreifur á sunnudag
og sagði að ekki kæmi til greina að hann segði af sér þrátt fyrir
að tvisvar hefði verið gerð tilraun til að steypa honum af stóli, fyr-
ir níu mánuðum og aftur sl. föstudag. Um 170 manns féllu í átökunum.
Um 1.400 manna herlið undir for-
ystu Franciscos Viscontis hershöfð-
ingja í flugher Venezúela, gerði mis-
heppnaða tilraun til þess að steypa
Perez í dögun sl. föstudag. Yfírvarp
uppreisnarmanna var að Perez væri
gjörspilltur og aðhaldsstefna hans í
efnahagsmálum kæmi oft hart niður
á fátækari hluta þjóðarinnar. Gerð
var loftárás á miðborgina, m. a. for-
setahöllina. Náðu sveitir uppreisnar-
manna ríkissjónvarpinu á sitt vald
um tíma en valdaránstilraunin var
brotin á bak aftur samdægurs.
Visconti hershöfðingja, 40 öðrum
liðsforingjum og 52 undirmönnum
var veitt pólitískt hæli í Perú á
sunnudag, að því er Alberto Fuji-
mori Perúforseti tilkynnti í sjón-
varpsávarpi. Sagði hann ákvörðun-
ina byggjast á þjóðarétti.
Um 1.300 fylgismenn Visconti
voru hins vegar teknir fastir er að-
gerðir þeirra runnu út í sandinn.
Meðal þeirra eru tveir aðmírálar sem
sagðir eru meðal forsprakka valda-
ránstilraunarinnar.
Um 170 manns biðu bana í valda-
ránstilrauninni, þar af 140 óbreyttir
borgarar. Meðal þeirra voru 40 fang-
ar sem létu lífið er vistmenn í einu
fangelsa landsins reyndu að notfæra
sér uppreisnartilraunina og óvissuna
sem henni fylgdi til þess að flýja.
Uppþot varð aftur í fangelsinu á
sunnudag og biðu 60 fangar þá
bana.
Perez forseti viðurkenndi í sjón-
varpsávarpi á sunnudag að sér hefði
mistekist við stjórn efnahagsmála.
Hann sagði það þó ekki réttlæta
ofbeldisaðgerðir valdaræningjanna.
iH!Íj!i!«iHiiii
b síuoí a rma
Reuter
Caracas-búar flýja undan hermönnum eftir að hafa látið greipar
sópa um verslanir í borginni.
29
VANTAR GÓÐA BÍLA
Á STAÐINN
MMC Pajero langur '88, bensín, hvítur,
5 g., ek. 69 þ., óvenju gott eintak. V. 1490
þús., sk. á ód.
Bílamarkaburinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut,
Kopavogi, sími
671800
Mazda 626 GTi Coupé '88, rauður, 5 g.,
ek. 87 þ., rafm. í öllu, álfelgur o.fl. V. 930
þús.
Nissan Patrol 6 cyl. ’87, hvítur, 5 g., ek.
56 þ., 33“ dekk o.fl. V. 1080 þús. stgr.
MMC L-300 4x4 '87, grásans, 5 g., ek.
94 þ., 8 manna. V. 980 þús.
Toyota Corolla Touring GLi '91, blár, 5
g., ek. 31 þ., dráttarkúla o.fl. Toppeintak.
V. 1320 þús.
Chevrolet Custrom Delux 4x4 Pick Up
'86, m/húsi, 8 cyl.-305, sjálfsk., ek. 47 þ.
mílur. Toppeintak. V. 1090 þús.
Chevrolet Crew Cap „2-71“ Pick Up
m/húsi '92, 8 cyl. (350), sjálfsk., ek. 16
þ. mílur. Mikiö af aukabúnaði. V. 2.3 millj.
Lada Sport '88, 5 g., léttistýri, ek. 41 þ.
Gott útlit. V. 270 þús. stgr.
MMC Galant GLSi 4x4 '90, 5 g., ek. 52
þ., samlitir stuðarar, rafm. í öllu. V. 1290
þús., sk. á ód.
Toyota Landcruiser langur '82, 6 cyl., 4
g., ek. 170 þ., 38“ dekk o.fl. V. 980 þús.
Toyota Corolla GTi '88, rauður, 5 g., ek.
42 þ. V. 800 þús. stgr.
MMC Lancer GLX 4x4 station ’88, 5
g., ek. 70 þ., sóllúga, álfelgur o.fl. V. 790
þús
Toyota Hilux Pick Up '84, talsvert breytt-
ur, mikið af aukahl. V. 690 þús. stgr.
Mazda 323 LX 3 dyra '89, ek. 52 þ. V.
490 þús. stgr.
Nissan Prairie 4x4 '88, 5 g., ek. 59 þ.,
2 dekkjag. o.fl. Gott eintak. V. 850 þús.
MMC Lancer GLX '89, hvítur, sjálfsk., ek.
74 þ. Fallegur bfll. V. 690 þús., sk. á ód.
A morgunn, miðviku-
dag, kl. 2 opnar nýja
BÍLASTÆÐAHÚSIÐ
gegnt Þjóð-
leikhúsinu
ÓKEYPIS
BÍLASTÆDI
á Hverfisgötu.
Verið velkomin á
leið ykkar í
Habitat-húsið.
Ókeypis 271
bílastæði út allan
desembermánuð!
LAUGAVEGI 13 - SÍMI (91) 625870
AUGLÝSINGASTOFA BRYNJARS RAGNARSSONAR