Morgunblaðið - 01.12.1992, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992
31
igium
íksius
u og sýningar um nýsköpun í ís-
tók svo ýmsum breytingum fram
eftir laugardegi. Endanlegu sam-
komulagi var svo náð síðdegis á
laugardag. Túlkuðu menn það þó
mismunandi en Ólafur Þ. Þórðarson
sagði við umræður á sunnudag að
öll tvímæli hefðu með þessu verið
tekin af um að ekki væri hægt að
samþykkja EES án breytinga á
stjómarskrá.
Nokkrir þingmenn þögðu
Aðrir þingmenn flokksins gættu
þess mjög á þinginu að setja ekki
fram ákveðnar skoðanir sínar,
hvorki inn í sjálfri nefndinni eða
við almennar umræður. Er helst
talið að Jón Helgason, Ólafur Þ.
Þórðarson og Guðni Ágústsson séu
andvígir samningnum en Guð-
mundur Bjarnason og Jón Krist-
jánsson séu honum fremur hlynnt-
ir. Full óvissa sé hins vegar um
afstöðu Stefáns Guðmundssonar,
Ingibjargar Pálmadóttur og Finns
Ingólfssonar.
Átökin um Evrópumál birtust
ekki í sjálfum umræðum þingsins
á laugardag að neinu marki á með-
an óvissa ríkti um hvort endanlegt
samkomulag næðist. Þegar álykt-
anir þær sem snertu EES voru
lagðar fram á sunnudag spunnust
talsverðar umræður og bar þar
mest á andstæðingum samnings-
ins. Flestir voru þó á þeirri skoðun
að sú málamiðlun sem náðist væri
viðunandi.
í endanlegri málamiðlunarálykt-
un um utanríkismál er hvergi vikið
beinum orðum að EES en sagt að
markmiðum utanríkisstefnunnar
verði best náð með öflugu starfi
innan Sameinuðu þjóðanna, með
samningum og samstarfi við öll
viðskiptastórveldi og ríkjabandalög
og að hverskyns skerðing á for-
ræði þjóðarinnar yfir eigin málum
verði að ákveða með stjórnarskrár-
breytingu. Þeir liðir í drögum að
atvinnumálaályktun sem fjölluðu
um EES voru á endanum felldir
út en þar segir hins vegar að ís-
lenskir atvinnuvegir verði að eiga
greiðan aðgang að helstu mörkuð-
um heims og í því sambandi séu
samningar um frjáls alþjóðavið-
skipti afar mikilvægir.
Sumir eru enn ósáttir
við niðurstöðuna
Við umræðurnar á sunnudag
sagði Árni Benediktsson að með
þessari niðurstöðu ætti að vera
hægt að sætta öll sjónarmið í mál-
inu. Steingrímur Hermannsson
sagði að þingfulltrúar hefðu lagt
sig mjög fram við að sætta sjónar-
mið í stjórnmálanefndinni þar sem
mikil umræða hefði farið fram.
Einar Þorsteinsson sagðist vilja að
flokkurinn _ tæki skýrari afstöðu
gegn aðild íslands að EES. Gunnar
Bragi Sveinsson var ósáttur við
stjórnmálaályktunina og sagði
hana ekki ganga nógu langt gegn
EES. Þá væri alls ekki rétt að það
hafi verið nánast full samstaða í
stjórnmálanefndinni um þessa nið-
urstöðu og sagðist hann ekki ætla
að greiða ályktuninni atkvæði sitt.
Gunnar Sæmundsson sagði að
ekki léki vafi á að samþykkt EES-
samningsins væri brot á stjórnar-
skrá og hann væri ósáttur við orða-
lag stjórnmálaályktunarinnar um
EES og Gunnar Oddsson sagði:
„Ég er mjög óánægður með þessa
niðurstöðu. Eg vildi hafa hana ljósa
og eindregna höfnun samningsins
en við skulum gera okkur grein
fyrir að hlutverk þessa flokksþings
er að marka flokknum stefnu. Hins
vegar eru þingmenn okkar alls
ekki bundnir af því sem er sam-
þykkt hér.“ „Hiklaust hljóta þeir
líka að gefa rækilega gaum að því
hver stefna flokksins er,“ sagði
hann. Benti hann á að markmið
samningsins væri óheft markaðs-
kerfi á efnahagssvæðinu en Fram-
sóknarflokkurinn væri andvígur
óheftum markaðsbúskap og því
væri það þverbrot á stefnu flokks-
ins ef einhver þingmaður flokksins
styddi samninginn á Alþingi. Ásta
Hannesdóttir sagði að þótt margt
gott væri að finna í samningnum
um EES væri ennþá fleira vont við
samninginn. Hún hefði óskað að
þingið sendi frá sér skýlausa afneit-
un á EES.
Ályktanir voru að þessu búnu
bornar undir atkvæði þingsins og
samþykktar mótatkvæðalaust.
Framsóknarflokkurinn hefur
ekki haldið landsfund sinn í stjóm-
arandstöðu í rúmlega 20 ár. Hafði
einhver á orði að flokksmenn væru
tvístígandi í þessu hlutverki en
vildu umfram allt forðast að opin-
bera ágreining innan flokksins og
því hefði tekist að halda mönnum
saman og ná málamiðlun sem
meirihlutinn sætti sig við. Af
stjórnkænsku sinni hafi Steingrím-
ur lagt málin svo fyrir að ekki
þyrfti til þess að koma að flokkur-
inn hafnaði efnislegum ávinningum
EES en andstæðingar sem stuðn-
ingsmenn EES gætu náð saman
um að vafi á því hvort samningur-
inn bryti stjórnarskrána heimilaði
þingmönnum ekki að samþykkja
samninginn. Væntanlegur arftaki
í formannsstól, Halldór Ásgríms-
son, hélt hins vegar uppi jákvæðri
stefnu flokksins gagnvart Evrópu-
samstarfi framtíðarinnar og kom
þannig í veg fyrir að flokkurinn
yrði útilokaður frá samsteypu-
stjórnmálum komandi ára.
Sáttahugur sem kominn var í
framsóknarmenn undir lok þingsins
kom svo skýrast í ljós við kosning-
ar eftir hádegi á sunnudag þegar
flokksstjórnin var endurkjörin með
miklum meirihluta atkvæða.
Steingrímur Hermannsson
Flokkurínn tekur ekki
efnislega afstöðu tíl EES
Þingið úrskurðaði ekki um stjórnarskrár-
gildi samningsins, segir Halldór Ásgrímsson
STEINGRIMLUR Hermannsson formaður Framsóknarflokksins segir að
flokksþingið hafi ekki tekið efnislega afstöðu til EES-samningsins. Hann
vísar því hins vegar algerlega á bug að flokkurinn sé klofinn vegna
málsins og segir að hann standi jafnsterkur eftir sem áður. „Ég efast
um að þingflokkurinn taki efnislega afstöðu til samningsins. Þingmenn
viðurkenna jákvæða þætti samningsins fyrir sjávarútveginn og allir við-
urkenna neikvæða þætti og því er spurningin hvort vegur þyngra,“
sagði Steingrímur
Halldór Ásgrímsson varaformaður
segir að þótt sterkt hafi komið fram
á þinginu um að vafa um stjórnar-
skrárgildi samningsins beri að túlka
stjórnarskránni í vil hafi flokksþingið
ekki kveðið upp neinn úrskurð um
hvort samningurinn bijóti ákvæði
stjórnarskrár. Ályktanir þingsins
bindi ekki þingmenn flokksins en
þingflokkurinn verði nú að ganga
endanlega frá afstöðu sinni. Ályktan-
irnar væru að sumu leyti jákvæðar
og að öðru leyti neikvæðar í garð
EES, sem endurspegli þær raddir sem
fram komu á þinginu, en þingfulltrúar
hafi farið sáttir heim að því loknu.
Sá kafli stjómmálaályktunar sem
fjallar um EES og samkomulag náð-
ist um er svohljóðandi-.„Flokksþingið
átelur þá ákvörðun meirihluta á AI-
þingi að hafna þjóðaratkvæðagreiðslu
um EES samninginn. Flokksþingið
ítrekar samþykktir miðstjórnar Fram-
sóknarflokksins um nauðsynlegar lag-
færingar á ýmsum efnisatriðum
samnings um hið Evrópska efnahags-
svæði. Sérstaklega leggur flokksþing-
ið áherslu á að komið verði í veg fyr-
ir kaup eriendra aðila á íslensku landi
umfram það, sem nauðsynlegt er
vegna atvinnureksturs, og á öruggt
eignarhald íslendinga á orkulindum
og bönkum. Þingið ítrekar þá afstöðu
framsóknarmanna að veita ekki fisk-
veiðiheimildir í íslenskri fískveiðilög-
sögu í stað viðskiptafríðinda. Flokks-
þingið leggur jafnframt áherslu á að
þegar verði sú stefna mörkuð með
samþykkt á Alþingi að leitað skuli
eftir því að breyta samningi um Evr-
ópskt efnahagssvæði í tvíhliða samn-
ing íslands og Evrópubandalagsins
strax og önnur EFTA-ríki hafa sótt
um aðild að bandalaginu.
Jafnvel þótt ofangreind atriði verði
tryggð og efnishlið samningsins talin
viðunandi, telur flokksþingið vafa-
samt að það standist hina íslensku
stjórnarskrá að framselja til eftiriits-
stofnunar og dómstóls EFTA vald,
eins og gert er ráð fyrir í samningn um
um hið Evrópska efnahagssvæði.
Flokksþingið ber virðingu fyrir ís-
lensku stjórnarskránni og teiur að
túlka beri allan vafa henni í hag.
Fiokksþingið telur því nauðsynlegt av
breyting fari fram á íslensku stjómar-
skránni áður en unnt sé að sam-
þykkja aðild íslands að hinu Evrópska
efnahagssvæði.
Flokksþingið leggur jafnframt
áherslu á að allar vonir um að hic
Evrópska efnahagssvæði eitt og séi
verði einhvers konar bjarghringur fyr-
ir fslenskt atvinnulíf séu tálvonir ein-
ar. Efíslenskt atvinnulíf er ekki sjálf. *
sterkt mun það eiga erfitt með av
nýta sér kosti sem samningnum
kunna að fylgja. Staðreyndin er av
eiient samstarf, eins og gert er ráv
fyrir í umræddum samningi, getur
verið hættulegt íslensku fullveldi og
sjálfstæði ef íslenzkt atvinnulíf er
veikt. Endurreisn hins íslenska at-
vinnulífs er, einnig vegna áforma um
stóraukið alþjóðlegt samstarf, mikil-
vægasta verkefnið í íslenskum þjóð-
málum í dag. Flokksþingið lýsir fullr.
ábyrgð á hendur ríkisstjórninni og
hvetur til þess að án tafar verði haf-
ist handa um endurreisn og nýsköpun
í íslensku atvinnulífi. “
„Ég tel þetta skýr skilaboð til þing-
manna um að greiða ekki atkvæði
með samningnum en þingmenn hlýða
bara samvisku sinni og em ekki
bundnir af þessu. Þessi niðurstaða
varð líka til þess að þeir sem ekki
hafa haft tíma til að kynna sér stjórn-
arskrárþátt málsins fallast á að túlka
verði allan vafa stjómarskránni í vil
og því sé ekki hægt að samþykkja
samninginn án heimildar í stjómar-
skrá,“ sagði Steingrímur.
Douglas Hurd forseti Evrópubandalagsins á fundi með
Jóni Baldvin Hannibalssyni
EE S-samningurinn gildir
þrátt fyrir fækkun í EFTA
Á fundi sem Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra átti með Dou-
glas Hurd utanríkisráðherra Breta og forseta Evrópubandalagsins i
gær, kom fram að það myndi hafa í för með sér veruleg vandamál fyr-
ir Evrópubandalagið ef ísland sækti um aðild að því. Hurd staðfesti á
fundinum, að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið myndi gilda
áfram þótt allflest EFTA-ríkin gengju í Evrópubandalagið. Á fundinum
kom einnig fram að það er mat Breta að ísland muni áfram gegna lykil-
hlutverki í varnarsamstarfi Atlantshafsbandalagsins.
Jón Baldvin Hannibalsson ræddi
bæði við Douglas Hurd og Tristan
Garel-Jones Evrópumálaráðherra
Bretlands í London í gær. í samtali
við Morgunblaðið sagði Jón Baldvin,
að Bretar, sem fara nú með for-
mennsku í Evrópubandalaginu, hefðu
að undanfömu rætt við utanríkisráð-
herra allra EFTA-ríkjanna, annars-
vegar til að fara yfir stöðuna varð-
andi staðfestingu og upphafs-
framkæmd EES-samningsins, og
hins vegar að skiptast á skoðununum
við þau EFTA-ríki sem sótt hafa um
aðild að EB.
„Við ræddum fyrst um EES-samn-
inginn. Það er sameiginleg niðurstaða
beggja að brýnt væri að tryggja stað-
festingu allra aðila á samningnum
fyrir áramót. Ég gerði grein fyrir
því, hvernig líklegt væri að EFTA-
ríkin brygðust við, ef svo slysalega
tækist til að samningurinn næði ekki
staðfestingu í svissneskri þjóðar-
atkvæðagreiðslu. í því tilviki munu
EFTA-ríkin koma saman til sérstaks
fundar og óska eftir nýjum samninga-
fundi við EB, þar sem óskað verður
eftir því að samningurinn nái fram
að ganga með þeirri breytingu einni
að Sviss verður þar ekki aðili,“ sagði
Jón Baldvin.
Þegar utanríkisráðherra var spurð-
ur hvernig þeim kostnaði, sem Sviss
er ætlað að bera samkvæmt EES-
samningnum, yrði skipt á önnur
EFTA-ríki ef til þessa kæmi, svaraði
hann að það væri eitt af álitamálun-
um og lægi ekki ljóst fyrir.
Þá sagðist Jón Baldvin hafa spurt
Hurd, sem forseta Evrópubandalags-
ins, hvort ekki mætti treysta þvi að
þau EFTA-lönd, sem hugsanlega
stæðu utan EB innan fárra ára, héldu
öllum þeim réttindum og skuldbind-
ingum sem fælust í EES-samningn-
um. „Hann áréttaði að það væri skiln-
ingur EB að svo væri og að ekki
þurfti að semja um annað en tækni-
legar breytingar varðandi eftirlit og
lausnir deilumála. Þar sem samning-
urinn væri að formi til þjóðréttar-
samningur milli Evrópubandalagsins
og einstakra EFTÁ-landa myndi
stækkun EB út af fyrir sig ekki
breyta neinu um varanleik EES-
samningsins,“ sagði Jón Baldvin.
Frans Andriessen varaforseti fram-
kvæmdastjórnar EB hefur áður lýst
sömu skoðun fyrir hönd fram-
kvæmdastjórnarinnar.
„Það var auðheyrt á fulltrúum
Breta, að þeir voru ákaflega fengir
því að ekki væri að vænta aðildar-
umsóknar að EB af hálfu íslands.
Þeir lýstu því hvílík vandamál það
myndi færa þeim ef það væri uppi á
teningnum, ekki síst gagnvart samn-
ingum um sjávarútvegsmál, áhrifum
dvergríkja í stofnunum bandalagsins,
starfshæfni EB með fjölgun tungu-
mála og fleiru. Það er ljóst að af
þeirra hálfu verður ekki beitt neinum
þrýstingi á íslensk stjórnvöld að
breyta um afstöðu til aðildar að EB,“
sagði Jón Baldvin.
Þeir Jón Baldvin og Hurd ræddu
einnig samstarf innan NATO og ör-
yggismál og spurðist Jón Baldvin
sérstaklega fyrir um viðhorf Breta
til mikilvægis íslands fyrir vamar-
samstarfíð. „Hurd kvað mjög fast að
orði þegar hann sagði, að þrátt fyrir
að lýðræðisbylting í Rússlandi hefði
fjarlægt árásarhættu úr þeirri átt að
sinni, þá breytti það engu um grand-
vallaratriðin. Atlantshafsbandalagið
væri tæki til að viðhalda samstarfí
þjóða beggja vegna Atlantshafsins
og ísland gegndi lykilhlutverki í því
samstarfi. Ef bandarísk stjórnvöld
drægju hraðar heim herlið sitt frá
V-Evrópu þýddi það, að viðbúnaðar
NATO gagngvart hugsanlegu hættu-
ástandi yrði í enn meira mæli en
áður að reiða sig á öryggi siglingar-
leiða þar sem ísland væri í lykilstöðu.
Af þessu tilefni kynnti ég honum
rækilega stöðu mála varðandi áform-
aðar og umsamdar framkvæmdir á
Keflavikurflugvelli, eldsneytiskerfi
og flugskýli, og minnti á, að Bretar
hefðu gert við þær athugasemdir á
sínum tíma. Bretar hefðu hins vegar
sagt, að ef þessar framkvæmdir væru
metnar forgangsmál af hálfu flotayf-
irvalda í Norfolk og það staðfest af
matsnefnd varnarmála innan NATO,
þá myndu þeir ekki gera þetta að
ágreingingsmáli. Ég afhenti honum
öll gögn um þetta mál og óskaði eft-
ir því að fá endanlega niðurstöðu af
Breta hálfu sem allra fyrst,“ sagði
Jón Baldvin.
Á fundum ráðherranna var einnig
samstarf innan Vestur-Evrópusam-
bandsins, og RÖSE. Auk þess var
rætt um ástand mála í ríkjum fyrrver-
andi Júgóslavíu og Rússlands. Fram
kom í viðræðunum sá skilningur, að
aðskilja bæri kröfuna um brottflutn-
ing rússneskra herja frá Eystrasalts-
löndunum og umfjöllum um réttindi
minnihlutahópa í þessum löndum.