Morgunblaðið - 01.12.1992, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ
vn&QPn/javiNNuiiF
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992
Bílasaia
Hekla seldi 75 notaða bíla
á útsölu yfir helgina
HEKLA hf. seldi alls 75 notaða
bíla á sérstakri útsölu um síðustu
helgi en þá var veittur 100 þús-
und króna afsláttur gegn fram-
vísun ávísunar sem mátti klippa
úr auglýsingu fyrirtækisins í
dagblöðum. Fyrir útsöluna átti
Hekla 244 notaða bíla þannig að
fjöldi þeirra hefur nú lækkað í
169. Það telst eðlilegt hjá Heklu
á fyrirtækið eigi kringum 120
notaða bíla á hveijum tíma.
Nóvember var svokallaður
happamánuður hjá Heklu þannig
að einn kaupandi fær bílinn sinn
endurgreiddann í dag. Lokaátak
þessarar söluherferðar fólst síðan í
útsölunni um helgina. Sigfús Sig-
fússon, forstjóri Heklu, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að fólk hefði
gert mjög góð kaup um helgina.
Með þessu væri fyrirtækið að
bregðast við birgðasöfnun í notuð-
um bílum en bflasala hefði verið
treg að undanfömu bæði í nýjum
og notuðum bflum. „Okkur tókst
•það sem við ætluðum okkur og er-
um mjög ánægðir með söluna,“
sagði Sigfús.
Hann sagði aðspurður að Hekla
hefði ekki tapað á þeim bílum sem
seldust á útsölunni en verðið væri
nálægt kostnaðarverði. Verð á not-
uðum bílum hefði hins vegar farið
lækkandi frá því í haust og búast
mætti við að það stæði í stað þrátt
fyrir gengisfellinguna.
Viðskipti
Fylgst með alþjóða-
viðskiptum
AÐALFUNDUR Landsnefndar
Alþjóða verslunarráðsins var
haldinn fyrir stuttu. Lands-
nefndin var stofnuð fyrir níu
árum að tilstuðlan fyrirtækja,
stofnana og samtaka atvinnul-
ífsins með það að markmiði að
fylgjast með reglum og viðhorf-
um í alþjóðlegum viðskiptum og
koma sjónarmiðum viðskipta-
lífsins.á framfæri.
«<»<•' o.
EVROPSKA
EFNAHAGSSVÆÐIÐ
EES
MÍGIHAIRÍ01 0G SKYRIHGAS
HVAÐ
VILTU VITA
UM EES?
Svörin færðu í bókinni
„EVRÓPSKA EFNAHAGSVÆÐIÐ-
Meginatriði og skýringar"
eftir Gunnar G. Schram.
Bók ætluð hinum almenna lesenda sem
útskýrir EES-samninginn á aðgengilegan
og hlutlausan hátt.
Fæst í öllum helstu bókaverslunum og einnig má panta
bókina hjá Framtíðarsýn hf. í síma 91-678263.
Jótaráðstefna Skýrslutæknifélags Is/ands:
ET dagur
Hótel Loftleiðum- 4. desember 1992
Dagskrá
13:00 Skráning
13:15 Setning
Halldór Kristjánsson - ráðstefnustjóri
13:20 Aó ná sáttum viö sína töivu og sigia mikinn
Thor Vilhjálmsson, rithöfundur
13:45 Viðhaldsvakinn
Hjörtur Emilsson,
framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Samskipa hf.
14:10 Notkun einkatöiva í klíniskri taugalffeölisfræði
Sigurður St. Hjálmarsson,
framkvæmdastjóri Taugagreiningar hf.
14:35 Tölvusjón
Magnús Þór Ásmundsson,
rafmagnsverkfræðingur hjá Marel hf.
15:00 Kaffi og meðlæti
1 5:30 Að hemja myndir
Guðjón Már Guðjónsson frá OZ hf.
15:55 Boðil - Könnun á mörkum tölvutækninnar
Heimir Þór Sverrisson,
verkfræðingur hjá PlúsPlús hf.
16:20 Oft var þörf en nú er nauðsynl
Halldór Kristjánsson,
verkfræðingur hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni
16:45 - 18:00Léttar veitingar
Þátttökugjald er kr. 3.950 fyrir félagsmenn SÍ
en kr. 4.700 fyrir aðra
Skráning fer fram á skrifstofu félagsins
í síma 27577
eigi sfðar en 3. desember 1992
Alþjóða verslunarráðið (ICC) er
helsti talsmaður atvinnulífsins á
alþjóðavettvangi. Ráðið hefur opin-
bera ráðgjafarstöðu gagnvart
Sameinuðu þjóðunum og hefur
einnig veitt umsagnir um ýmis
frumvörp til Evrópubandalagsins.
Á vegum þess starfar einnig um-
svifamesta gerðardómsstofnun í
heimi og reglur ráðsins um ýmis
atriði í framkvæmd og samræm-
ingu alþjóðlegra viðskipta eru al-
mennt viðurkenndar. Aðild að Al-
þjóða verslunarráðinu eiga nú um
8.000 fyrirtæki og samtök í um
120 löndum.
Aðild að Landsnefnd Alþjóða
verslunarráðsins á íslandi eiga nú
tæplega 40 fyrirtæki, stofnanir og
samtök. Starf nefndarinnar hefur
verið í þeim farvegi að fengnir
hafa verið erlendir gestir til að
ræða ýmislegt sem ofarlega er á
baugi í alþjóða viðskiptum og efna-
hagsmálum og haldnir eru fundir
eða ráðstefnur þar sem sérfróðir
menn kynna málefni sem varða
íslenskt atvinnulíf. Þá hafa verið
skipulagðar ferðir á ráðstefnur og
fundi erlendis og auk þess er rekin
skrifstofa sem sér um margs konar
fræðslu og þjónustu á þessu sviði.
Á núafstöðnum aðalfundi
Landsnefndarinnar var Hörður
Sigurgestsson endurkjörinn for-
maður. Þá voru Friðrik Pálsson,
Ingimundur Sigfússon, Ragnar
Birgisson, Sigurður Helgason,
Tryggvi Pálsson og Þórarinn V.
Þórarinsson kosnir í stjórn, en fyr-
ir voru Ágúst Einarsson, Guðjón
B. Ólafsson, Ólafur B. Thors, Ólaf-
ur Tómasson og Páll Siguijónsson.
TOLVUNAMSKEIÐ — Tölvuskóli Reykjavíkur mun sjá
um tölvunámskeið fyrir Landsbankann næstu tvö árin. Á myndinni eru
f.v. Jón Þór Eyþórsson, framkvæmdastjóri Tölvuskólans, Guðmundur
Árnason, skólastjóri og Guðjón Skúlason, fræðslustjóri Landsbankans.
Fræðsla
Landsbankinn semur við
Tölvuskóla Reykjavíkur
NÝLEGA var undirritaður samningur milli Tölvuskóla Reykjavíkur
og Landsbanka Islands um að skólinn annist alla tölvumenntun
starfsmanna bankans næstu tvö árin, bæði í Reykjavík og á lands-
byggðinni. Þetta námskeiðahald fer fram samhliða breytingum á
tölvukosti bankans og felur í sér kennslu í Windows, Word fyrir
Windows, Excel fyrir Windows og umgengni við netkerfi bankans.
Þau eru bæði ætluð byijendum og þeim sem unnið hafa við tölvur
í mörg ár með annan hugbúnað.
Tölvuskóli Reykjavíkur tók til
starfa í febrúarlok 1990 og hélt þá
m.a. áfram námskeiðum sem annar
skóli hafði þá haldið um nokkurra
ára skeið, segir í frétt frá skólan-
um. Hann býður nú byijendanám-
skeið, námskeið í notendahugbún-
aði og starfsmenntunamámskeið.
Öllum námskeiðum fylgja náms-
gögn á íslensku. Á síðustu misser-
um hefur fjöldi fyrirtækja og stofn-
ana sótt námskeið skólans og þá
einkum í Windows og tengdum
hugbúnaði.
Greiðslukort
Símaþjónusta Visa
nær brátt til 46 landa
VISA International hefur eitt
greiðslukortafyrirtækjanna
gengið frá samningum fyrir
korthafa sína við símafyrirtæki
sem veita þjónustu um allan
heim. Þjónustukerfið sem heitir
VisaPhone er þegar komið í
notkun í Bandaríkjunum og er
unnt að nota það bæði til símtala
innanlands og fyrir millilanda-
símtöl þaðan til 185 landa. Allir
korthafar Visa íslands hafa átt
kost á þessari þjónustu frá miðju
þessu ári og hefur í því skyni
I M P E X
Sterkt • auðvelt • fljótlegt
Hillukerfi
sem allir geta sett saman
r
t
1=2
0DEXIDN SINDRI
-sterkur í verki
BORGARTÚNI 31 ■ SÍMI 62 72 22
verið samið við bandaríska
símafyrirtækið Sprint Internat-
ional, segir í frétt frá Visa ís-
landi.
Símaþjónusta Visa mun standa
íslenskum korthöfum til boða í 28
löndum fyrir árslok, þ.á.m. öllum
helstu viðskiptalöndum íslendinga
og fljótlega á árinu 1993 mun
þjónustusvæðið ná til 46 landa.
Þjónustan kemst síðan að fullu í
gagnið á árinu 1994. Korthafar
eiga jafnan val á því hvort þeir
hringja eftir leiðbeiningum sjálf-
virkrar miðstöðvar eða njóta að-
stoðar skiptiborðs í sama skyni.
Hveiju korti fylgir símalykill eða
leyninúmer korthafa sem hann
notar ásamt kortnúmeri sínu þeg-
ar hringt er gegnum VisaPhone,
Þegar símtal er afgreitt er jafnan
kannað hvort kort eða símalykill
hefur verið tilkynnt glatað og
þannig komið í veg fyrir misnotk-
un.
VISA hefur einnig, eitt
greiðslukortafyrirtækjanna, samið
við Póst og síma um að þeir sem
notfæra sér þjónustu stofnunar-
innar „ísland beint“ til hringinga
heim á ferðalögum erlendis geti
greitt fyrir með því að gefa upp
númer greiðslukortsins.
Tölvur
Decus með fund
DECUS, samtök Digital tölvunot-
enda, halda þriðja félagsfund
vetrarins í dag, þriðjudaginn 1.
desember kl. 15.00 í húsakynnum
Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Á fundinum verður fjallað um tölvu-
net Pósts og síma eins og það er í
dag og framtíðarhugmyndir. Þá
verður fjallað um nýjungar í Path-
works, s.s. uppfærslur, tengimögu-
leika og Pathworks sem Platform.
Meðal þeirra sem flytja erindi á
fundinum eru Siguijón Árnason frá
Pósti og síma og Heiðar Þór Guðna-
son frá Örtölvutækni hf.