Morgunblaðið - 01.12.1992, Side 43

Morgunblaðið - 01.12.1992, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992 43 * A hvaða braut fer barnið þitt? eftir Unni Halldórsdóttur í skólum landsins eru nemendur og kennarar önnum kafnir við að leysa sín daglegu verkefni. Tíminn líður hratt, fyrr en varir er komið á jólum og svo fer að styttast til vors. Þá verða nemendur 10. bekkjar að fara að leggja niður fyrir sér hvaða stefnu þeir taka að loknum grunn- skóla. Vinnumarkaðurinn er satt að segja ekki fýsilegur kostur fyrir unglinga með litla starfsreynslu nú þegar fjölmargir, velmenntaðir ein- staklingar sitja um hvert starf sem losnar. Flestir hugsa sér því að fara í framhaldsskóla og þá er um margt að velja. Eftir hveiju fara unglingar þegar þeir velja sér skóla eða náms- braut? Elta þeir félagana? Fara þeir í fótspor feðra sinna og mæðra? Er það áhugi á sérstökum námsgreinum eða von um skemmtilegt félagslíf sem ræður því hvar er krossað á umsóknareyðublaðið? Það skiptir miklu máli að ungling- urinn fái góðan stuðning þegar hann gerir upp hug sinn í sambandi við námsval. Hann þarf að vita hvaða kostir eru í boði og þekkja getu sína og takmörk. Hvar fær hann þennan stuðning? Hvar fær hann þær upplýs- ingar sem þarf til að að velja heppi- legustu leiðina? Það læðist að manni sá grunur að í þessu efni eins og svo mörgu öðru sé látið reka á reiðanum. Flestir grunnskólar reyna þó að skipuleggja framhaldsskólakynningar fyrir 10. bekkinga þegar nær dregur vori en þar er misjafnlega að verki staðið eins og gengur. Eftir niðurskurð síð- ustu ára sjá kennarar skiljanlega eftir hverri kennslustund sem fer í slíkt þegar prófin nálgast. Námsráð- gjafar í grunnskólum eru sárafáir og einkaviðtöl við nemendur um þetta val bjóðast varla, a.m.k. ekki í þeim skólum sem enga hafa ráð- gjafana. Þá er komið að hlut okkar foreldr- anna. Líðum við áfram í indælisró í trausti þess að skólinn taki af okkur þetta ómak eins og í sambandi við kynfræðsluna, vímuvamirnar og allt hitt? Ýtum við börnunum okkar, blítt en ákveðið, inn á þá braut sem við gengum sjálf fyrir 20-30 árum þótt margt hafí breyst síðan þá? Nei, sennilega reynum við flest að ræða við unglinga okkar um framtíðina, svona þegar við náum að lækka nóg í græjunum. Hins vegar er ekki auð- velt að vita hvaða leiðir koma til greina, við þekkjum okkar leið í gegnum nám og starfsval, hvað með allar hinar? Hvað er áfangakerfí, fjöl- braut, hefur eitthvað breyst í verk- menntun? Unnur Halldórsdóttir „Með aukinni þekkingu á „frumskógi“ fram- haldsmenntunar verður kannski hægt að merkja leiðirnar betur svo fleiri finni stíg við hæfi.“ Það er dapurleg niðurstaða sem birtist í nýútkominni rannsókn Fé- lagsvísindastofnunar á námsferli eins árgangs frá lokum grunnskóla. Rúm- ur þriðjungur þeirra sem hóf fram- haldsnám í þessum árgangi hætti án þess að ljúka prófi. Margir skiptu um braut, sumir oftar en einu sinni. Vonbrigði og vonleysi þeirra ungl- inga sem gefast upp í framhalds- skóla fer ekki milli mála og foreldr- arnir vita sjaldnast hvað þá er til ráða. Stúdentshúfa þótt falleg sé leysir ekki allan vandann því val á náms- brautum á háskólastigi er oft og tíð- um ekkert markvissara og margir eru jafnvel að mennta sig á atvinnu- leysisbraut. í haust héldu Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur, SAMFOK og aðilar at- vinnumarkaðarins ráðstefnu um náms- og starfsval. Margt fróðlegt kom þar fram og niðurstöður verða birtar innan tíðar. Ég vil að endingu hvetja foreldra og skólamenn til að standa saman og efla ráðgjöf og leiðbeiningar til unglinganna. Það er kjörið samstarfsverkefni þessara aðila að skipuleggja náms- kynningar fyrir foreldra og nemend- ur nú eftir áramótin, áður en kemur að því að fylla út umsóknareyðublöð- in. Með aukinni þekkingu á „frum- skógi“ framhaldsmenntunar verður kannski hægt að merkja leiðirnar betur svo fleiri finni stíg við hæfí. Höfundur erformaður Samfoks. Nýtt Kjar- valskort MÁLVERKIÐ er af blómakörfu sem bílstjórar BSR færðu Kjarval að gjöf á 70 ára afmæli hans árið 1955. Málverkið er í eigu Kjarvals- safns. Þetta er þrettánda kortið sem Litbrá gefur út eftir Kjarval. Aðaltilgangur með útgáfu kort- anna er sú menningarviðleitni að kynna íslenska myndlist og þá um leið að halda á lofti nafni eins mik- ilsvirtasta og ástsælasta listamanns þjóðarinnar. Einnig hefur Litbrá gefið út sem jólakort klippimyndir eftir Sigrúnu Eldjám og vetrarljósmyndir eftir Rafn Hafnijörð. Kortin eru öll prentuð í Litbrá og pökkuð á vernduðum vinnustað. Þau eru ekki borin í hús heldur seld í flestum bóka- og gjafavöruversl- unum. ÆlÆlÆlÆlÆl Veljir þú íslenskt jólatré gróðursetjum við þrjátíu ný í staðinn! Gefðu íslandi skóg í jólagjöf. Með þvl að kaupa íslenskt jólatré leggur þú íslenskri skógrækt lið. Fyrir hvert selt jólatré fær Skógræktin fé til að gróðursetja þrjátíu ný í staðinn. íslensk jólatré eru í langflestum tilvikum ódýrari en þau erlendu, en framleiðsla og sala íslensku jólatrjánna er þó mikilvæg fjáröflunarleið fýrir skógrækt í landinu. ísiensk jóiatré fást á helstu sölustöðum. Við þökkum stuðninginn við ísienska skógrækt og bjóðum ykkur velkomin í skóglendi okkar til að njóta þar útivistar í fögru umhverfi. SKOGRÆKT RIKISINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.