Morgunblaðið - 01.12.1992, Page 44

Morgunblaðið - 01.12.1992, Page 44
H MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGlffi, 1. E>EftE,MI3KR 19?2 Útstillingykkar vekur athygli með glugga-ljósablikksettinu. Örfá sett eftir, Auðbrekku 11, Kópavogi, sími 42120. Hvers vegna tæmdust fangelsin í Senegal? Nú er hagstætt verð á íslenskum æðardún. Hann er fáanlegur hjá framleiðendum, útflytjendum og sængurfataverslunum. Dúnsæng er vegleg jólagjöf - Veljum íslenskt. Æðarræktarfélag íslands. Ótrúlegt en satt! WARNER'S undirfatnaður m 1849.149 1749.249 Vegna hagstæðra innkaupa veita eftirtaldar verslanir viðskiptavinum 20% staðgieiðsluafslátt dagana 1.-10. des. af teg. 1849,1749,249,149, hvítt og svart. Sautján, Laugavegi, Gullbrá, Nóatúni, Regnhlífabúðin, Laugavegi, Líf, snyrtistofa Mjódd, Bylgjan, Kóapvogi, Evíta, Eiðistorgi, Mensý, Selfossi, Hjá Sollu, Hveragerði, Móna Lísa, Akianesi, Amaró, Akureyri, Sandra, Hafharfiiði. (HjdLctvcXAUcn. (vf. eftir Örn Sigurðsson Árið 1987 hófst í Senegal viða- mikið verkefni, sem miðaði að því að vinna gegn óæskilegri þróun fangelsismála þar í landi. Sann- reyna átti þar hagnýtt gildi Inn- hverfrar íhugunar fyrir betrunar- stofnanir, en rannsóknir gerðar í bandarískum fangelsum höfðu gef- ið góðar vonir um jákvæðan árang- ur. Verkefnið stóð yfir í tvö ár og þátttaka fanga og fangavarðar í því var nærri 100% í 31 af 34 fang- elsum Senegal. Árangurinn var ótvíræður. Lyfjakostnaður og út- gjöld vegna sjúkralegu fanga lækk- uðu til muna og endurkomum fanga, sem höfðu verið mun algeng- ari í Senegal en víða annars stað- ar, fækkaði margfalt. Áður en verkefnið hófst höfðu duttlungar náttúrunnar leikið þjóð- arbú þessa litla ríkis á vesturströnd Afríku grátt. Um nokkurra ára skeið höfðu uppskerubrestir vegna þurrka valdið kreppu, sem dró mátt úr hinum almenna borgara. Þetta ástand var ákjósanlegur jarðvegur fyrir glæpastarfsemi af ýmsum toga. Eiturlyfjaneysla hafði stór- aukist, fangelsin voru orðin þéttset- in og föngum fór sífellt íjölgandi. Ekkert virtist geta snúið þessari þróun við. Af þeim sem leystir voru úr haldi, komu að meðaltali 9 af hveijum 10 aftur inn í fangelsin innan eins mánaðar og útgjöld ríkis- ins vegna reksturs fangelsa voru orðin þungbær fyrir stjómmála- menn. Til að ráða bót á vandamál- inu, tók Mamadou Diop hershöfð- ingi, stjómandi fangelsismála á þeim tíma, tilboði Maharishi Ma- „Sá árangur sem náðist með þessari tilraun sýn- ir, að til eru fleiri ár- angursríkar leiðir en þær sem íslensk stjórn- völd hafa reynt til sparnaðar í réttarfars- og heilbrigðismálum hér á landi.“ hesh Yoga um að reyna notkun Innhverfrar íhugunar (ensk. Transcendental Meditation, TM) og þeirrar fomu vedísku þekkingar, sem liggur henni að baki, í fangels- um Senegals. Fljótlega eftir að verkefnið hófst kom í ljós að þær jákvæðu niður- stöður, sem bandarískir vísinda- menn töldu sig hafa leitt í ljós í rannsóknum í Innhverfi íhugun, virtust ætla að endurtaka sig í Senegal. Samskipti fanga og fanga- varða urðu sífellt jákvæðari. Fang- elsislæknar tóku eftir að áverkum vegna áfloga innan fangelsismúra fækkaði skyndilega og að almennt svefnleysi sem hijáð hafði fanga var á hröðu undanhaldi. Þegar leið að lokum þessa víð- tæka verkefnis, var árangurinn ótvíræður. Þá hafði um 11.000 föngum og 900 fangavörðum í Senegal verið kennd þessi einfalda slökunartækni. Heimsóknum til lækna á þessum tveimur ámm hafði fækkað til muna, eða um allt að 70 til 80 af hundraði og háar fjár- hæðir höfðu sparast vegna ly^a- kostnaðar. Morð innan fangelsis- VEISLUSTJORI JON BALDVIN HANNIBALSSON FORDRYKKUR forréttur: RJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPA SAFRAN mllliréttun KALT HREINDÝRAMOUSSE MEÐ PÚRTVÍNSHLAUPI aðalréttur: OFNSTEIKT GLJÁÐ PEKING ÖND MED HUNANGSSÓSU eftirréttur: EKTA SACHER TERTA Borðvín innifalíð Fjölbreytt skemmtidagskrá, danshljómsveit. Kr. 7.900,- Borðapantanir í síma 689686 múra heyrðu sögunni til og síðast en ekki síst fækkaði endurkomum fanga mjög. Af fenginni reynslu mátti búast við að af þeim 2.390 föngum, sem sleppt var úr haldi í júní 1988, yrðu rúmlega 2.100 þeirra dæmdir innan mánaðar og sendir á ný bak við lás og slá. Eft- ir hálft ár höfðu einunigs tæplega 200 fanganna hlotið fangelsisdóm, og þar af komu um 80 af hundraði úr þeim þremur fangelsum, sem ekki vom með í tilrauninni vegna landfræðilegrar einangmnar. í bréfí dagsettu 12. janúar 1989, er Diop sendi Faroukh Anklesaria, stjómanda þessa verkefnis fyrir hönd Maharishi segir hann: „Nýleg vettvangskönnun leiddi í ljós að all- ar þessar „tímasprengjur", sem líkja mátti fangelsunum við, virtust hafa verið aftengdar, gerðar óvirk- ar ein af annarri. Andrúmsloftið er nú með afbrigðum friðsælt og sá vitnisburður, sem ég hef sjálfur séð um að taka saman, með viðtölum við fanga, fangaverði og fangelsis- stjóra bendir til stóraukins skilnings og samstöðu þeirra á meðal.“ Ann- ars staðar í sama bréfí skrifar hann: „í dag, þegar fangelsi flestra landa eru þéttsetin og engin lausn virðist í sjónmáli, að því undanskildu að reisa fleiri fangelsi, er mér ánægja að tilkynna þér að nú hafa þijú fangelsi verið lokuð í sex mánuði, vegna þess hve fáir fangar vom þar eftir, og önnur átta fangelsi eru á góðri leið með að tæmast (þar sem nýting þessara fangelsa er aðeins 6—30% af því sem áður tíðk- aðist).“ Sá árangur sem náðist með þess- ari tilraun sýnir, að til era fleiri árangursríkar leiðir en þær sem íslensk stjómvöld hafa reynt til spamaðar í réttarfars- og heilbrigð- ismálum hér á landi. Innhverf íhug- un er einföld slökunartækni sem er stunduð tvisvar á dag, 20 mínút- ur í senn. Tæknin byggist á því að kyrra hugann án áreynslu eða ein- beitingar og að veita þar með huga og líkama hvíld sem er dýpri en í djúpsvefni. í þessu hvíldarástandi losnar um djúpstæða streitu og andlegir og Jíkamlegir kraftar end- urnýjast. Árangurinn er betra heilsufar, skýrari hugsun, aukin starfsgeta og meira viðnám gegn streitu. Þetta sérstæða verkefni í Senegal sem skilaði þessum undra- verði árangri er bara eitt dæmi um hvemig nýta má þessa þekkingu I þágu almennings. Ég kem þeirri áskomn hér með opinberlega á framfæri til stjómvalda, að þau kynni sér það sem hér er á ferðinni. 0 Höfundur er tölvufræðingvr. ------» » ♦----- Fundur um meðferð persónu- upplýsinga FÉLAG um heilbrigðislöggjöf efnir til umræðufundar miðviku- daginn 2. desember nk. kl. 17 í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskóla íslands. Efni fundarins er vísindarannsóknir og meðferð persónuupplýsinga. Framsögumenn verða tvein Páll Þórðarson, framkvæmdastjóri Læknafélags íslands, mun fjalla um vísindasiðanefndir á heilbrigðissviði og Þorgeir Örlygsson, prófessor og formaður tölvunefndar, ræðir um lagareglur um aðgang vísindamanna að persónuupplýsingum. Að fram- söguerindunum loknum verða um- ræður. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um fundarefnið. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.