Morgunblaðið - 01.12.1992, Side 48

Morgunblaðið - 01.12.1992, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992 scei aaaMaeaa' qiqauimuoíiom Guðni Danielsson - Minningarorð Fæddur 5. júlí 1920 Dáinn 19. nóvember 1992 í dag er til moldar borinn Guðni Daníelsson, Melaheiði 19, Kópavogi. Guðni fæddist að Bergsstöðum, Vatnsnesi í Húnavatnssýslu 5. júlí 1920. Guðni var sonur Daníels Teits- sonar og konu hans Vilborgar Arna- dóttur sem þar bjuggu. Var Guðni einn fímm alsystkina. Sem ungur maður hélt hann til Reykjavíkur og gekk þar í lögregl- una en lærði trésmíði jafnframt. Eftir að hafa gegnt lögregluþjóns- störfum í allmörg ár gaf hann sig eingöngu að húsasmíðum. Guðni stofnaði til heimilis með eftirlifandi konu sinni, Svövu Guð- jónsdóttur, og var heimili þeirra fyrst við Skólatröð í Kópavogi en fluttust árið 1970 að Melaheiði 19 þar sem þau höfðu reist sér veglegt hús. Síð- ustu starfsárin var Guðni húsvörður í Vogaskóla eða þar til hann fór á eftirlaun 67 ára. Nú er það svo í kyrrlátu einbýlis- húsahverfí að samskipti manna utan við næstu nágranna eru lítil sem engin og því var það að þótt aðeins væru nokkur hús á milli okkar Guðna, þekktumst við ekki persónu- lega fyrr en allra síðustu árin þegar harla sérkennilegt mál raskaði ró íbúa hverfísins og þjappaði þeim saman. Þetta var hið fræga „kirkju- mál í Kópavogi“, nokkrir áhrifamenn í Digranessöfnuði vildu byggja kirkju og safnaðarheimili ofan í víð- sýnasta útsýnisstað Kópavogsbæjar, Víghól, og ganga með því gegn yfír- lýstri stefnu bæjarvalda allt frá bæjarstjóratíð Huldu Jakobsdóttur og hafa jafnframt fyrirheit við íbúa hverfísins í skipulagsmálum að engu. Guðni var einn af þeim allra fyrstu í hverfínu okkar, Víghóla- hverfinu (eða Heiðavallahverfi eins og það víst heitir á pappírum), sem vakti athygli mína á þessari yfírvof- andi innrás geistlegra manna. Þá kynntist ég loks þessum prúða og hógværa manni. Það var greinilegt að þessi áform stönguðust á við rétt- lætiskennd þessa aldraða Húnvetn- ings og fyrrum löggæslumanns, „orð skulu standa", sagði hann og honum svall móður í brjósti. Nú hafði Guðni engra persónulegra hagsmuna að gæta í þessu máli heldur vildi hann veija þennan fagra útsýnisstað og ekki fann ég betur en að Guðni hefði sína trúarsannfæringu þótt hann bæri hana ekki á torg. Það er skemmst frá að segja að Guðni heit- inn varð allra manna ötulastur í baráttunni fyrir vemdun Víghóla- svæðisins og var óþreytandi að tala máli náttúruvemdarmanna. Að öðr- um ólöstuðum hygg ég að fáir hafí tekið fleiri menn tali um þetta mál- efni en einmitt Guðni og það var greinilegt að hann var mikill mála- fylgjumaður. Hann virtist vera einn þeirra fáu manna sem geta sótt mál sitt bæði af kappi og forsjá. Það er engum vafa undirorpið að Guðni á ómældan þátt í því að horfíð var frá kirkjubyggingunni við Víghól. Hinni væntanlegu kirkju hefur nú verið ætlaður annar staður þar sem hún mun rísa bænum til sóma og skapa hin bestu skilyrði fyrir kirkjulegt starf í sókninni. Það hvarflaði reyndar ekki að okkur sem með Guðna störfuðum að við ættum eftir að sjá á bak hon- um svo fljótt sem nú er orðið en fyrir fáum mánuðum tók Guðni sjúk- dóm þann sem læknavísindin fá enn + Elsku litla dóttir mín, 1 ELÍN ÓLÖF HELGUDÓTTIR, . Heiðarbóli 8, ***' >| Keflavfk, w lést í Barnaspítala Hringsins laugardag- i j inn 28. nóvember. Helga Jóna Guðbrandsdóttir. í"Sák, 1 t Ástkær móðir mín, tengdamóöir, amma og langamma, UNA SÍMONARDÓTTIR frá Hofsstaðarseli, Hlfðarvegi 47, Kópavogi, lést 27. nóvember. Anna Guðmundsdóttir, Árni Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRHILDUR HÓSEASDÓTTIR, áður til heimilis að Hverfisgötu 58, Hafnarfirði, andaðist í sjúkrahúsinu Sólvangi laugardaginn 28. nóvember sl. Jóhannes Hallgrímsson, Sigþór Jóhannesson, Aðaiheiður Jónsdóttir, Hallgrfmur Jóhannesson, Vilborg Jóhannesdóttir, Benóný Haraldsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, KRISTJÁN G. JÓNASSON frá Sléttu, Hlíðarhjalla 37, Kópavogi, andaðist í Borgarspítalanum að morgni 29. nóvember. Jarðarförin auglýst síöar. Þorgerður Ragnarsdóttir, Þórhallur J. Kristjánsson, Björg Kristjánsdóttir, Magnús og Kristján Stephensen. ílla við ráðið - enginn ml sköpum renna. Fyrir hönd okkar í Víghólasam- tökunum og fjölmargra nágranna votta ég eftirlifandi konu Guðna, Svövu Guðjónsdóttur og syni þeirra, Birni Þór, sem og öðrum ættingjum, okkar dýpstu samúð. Góður drengur er genginn. Árni Stefánsson. Vinimir hverfa einn og einn óðfluga leið til grafar. Fellur úr bergi steinn og steinn styrkur er dauðans mistilteinn, stend ég að lokum eftir einn við endastöð hinstu nafar. (Ríkharður Jónsson myndhöggvari.) Það var einmitt um þetta leyti á árinu sem leið að ég þurfti að dvelja á sjúkrahúsi. Þá var gott að eiga hann Guðna að, hinn trygga, ljúfa vin. Öll hlýju orðin hans, uppörvun og ljúfmannleg framkoma varð mér mikill styrkur á þeim dimmu dögum. Ég hef Guðna mikið að þakka, bæði þá og fyrr. Hann er í huga mínum alveg sérstakur maður, prúðmennið mikla, drengurinn góði. Guðni var fæddur og uppalinn á Bergsstöðum á Vatnsnesi þar sem Húnaflói blasir við í öllum sínum mikilfengleik og Strandíjöllin gnæfa í norðvestri en bak bæjarins á Bergs- stöðum er Vatnsnesíjallið, fjallið hans Guðna eins og við kölluðum það oft okkar á milli. Þegar Guðni var lítill drengur, rúmlega tveggja ára, dó faðir hans, Daníel Teitsson, en móðirin, Vilborg Árnadóttir, hélt hópnum saman með áðstoð Péturs, föðurbróður systkinanna, sem gekk þeim í föðurstað. Þetta var samrýmd fjölskylda fólkið á Bergsstöðum og þar studdi hver annan, góðvildin var öllu ofar, ástúð og tillitssemi. Á uppvaxtarárum sínum og alveg und- ir 1950 vann Guðni við búskapinn heima á Bergsstöðum, en svo lá leið- in til Reykjavíkur þar sem hann starfaði sem lögregluþjónn í nokkur ár og fór síðan í Iðnskólann og gerð- ist svo húsasmiður. Hann var list- rænn maður á margan hátt og kom það ekki síst fram í sönghæfileikum hans en í Skagfirsku söngsveitinni söng hann í mörg ár. Kynni okkar Guðna hófust fyrir 12 árum þegar hann gerðist húsvörður. í Vogaskóla en því starfí gegndi hann í sjö ár og frá þeim tíma taldi ég hann í hópi bestu vina minna og einn þeirra sem best var að hitta og kom þar ekki síst til drenglund hans og góð- vildarhugur. í ársbyijun 1988 gekkst Guðni undir mikla aðgerð þegar þurfti að fjarlægja annað nýrað. Hann náði sér þó vel en á liðnu sumri fór heilsu hans hrakandi. Síðustu vikurnar var hann á Borgarspítalanum og barðist þar af hetjuskap við krabbameinið. Hann mælti aldrei æðruorð og sýndi öllum alúð og hlýju. Þremur dögum fyrir andlát hans sá ég hann síðast og þá var mjög af honum dregið. Hann mókti en þegar ég kom að rúmi hans opnaði hann augun og spurði veikum rómi hvort veðrið væri ekki gott. Þegar ég játti því þrýsti hann hönd mína og sagði: „Nú er fallegt fyrir norðan." Síðan sofn- aði hann. Kona hans Svava Guðjónsdóttir frá Sauðárkróki, einkasonurinn Björgvin Þór, tengdadóttirin Ásdís og litli sonarsonurinn Guðni Teitur veittu honum ómetanlega stoð í veik- indunum, ásamt systkinum hans, systkinunum frá Bergsstöðum. Þeim t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, ÞÓRA HELGA (DÍDÍ) MAGNÚSDÓTTIR, Nóatúni 30, Reykjavík, andaðist á heimili sínu 15. nóvember sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Ingvar Björnsson Agnes Ingvarsdóttir, Eiríkur Már Pétursson, Björn Ingvarsson, Erla Margrét Sverrisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓNSSON, Aðalstræti 68, Akureyri, er lést 29. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. desember kl. 13.30. Kolbrún Magnúsdóttir, Auður Magnúsdóttir, Sverrir Leósson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegir foreldrar okkar, tengdaforeldrar, afi, amma, langafi og langamma, LÁRA BJÖRG ÓLAFSDÓTTIR MAGNÚS HALLDÓRSSON frá Ketilsstöðum, Hvammssveit, Dalasýslu, verða jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 3. desember kl. 13.30. Haildór Magnússon, Nanna Henriksdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Erling S. Tómasson, Ólafur Þór Magnússon, Daina Magnússon, Steinunn R. Magnúsdóttir, Ragnar J. Ragnarsson, Katrín L. Magnúsdóttir, Sigurgeir Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. "Blð ég öllum blessunar og votta þeim samúð mína. Núna þegar kynni okkar Guðna verða ekki lengri lifir í minningunni síðasta setningin sem hann mælti við mig: „Nú er fallegt fyrir norð- an.“ Vini mínum bið ég fararheilla á nýrri vegferð og er þakklátur for- sjóninni fyrir að hafa kynnst honum. Blessuð sé minning hans. Hjörtur Guðmundsson. Það var á síðasta sumri að við dvöldum nokkra daga á Akureyri í orlofsbúðum með Guðna heitnum og konu hans, Svövu Guðjónsdóttur. Þegar leiðir skildu þar hvarflaði ekki að okkur að það yrði síðasta kveðjan til hans, svo hress sem hann var þá. En svona er okkar jarðlíf, hverf- ult og óráðið. í september fór hann að finna fyrir þeim veikindum sem læknavísindin ráða ekki við og and- aðist hann í Borgarspítalanum 19. nóvember síðastliðinn. Guðni Dan, en svo var hann oft nefndur meðal ættingja og vina, var Húnvetningur, fæddur á Bergsstöð- um á Vatnsnesi 5. júlí 1920. Því miður er ég ekki nógu kunnugur ætt hans og frændgarði að ég geti ritað það hér, en verður eflaust gert af öðrum sem eru fróðari þar um. Hann ólst upp á þriðja áratugi þessarar aldar, þegar nýtni og spar- semi voru höfð í fyrirrúmi og hefur það eflaust verið betra veganesti út í lífíð en það bruðl og óhóf sem æska þessa lands erfir í dag. Hugur hans hneigðist ekki til búskapar í sveitinni. Hann fór til Reykjavíkur og starfaði þar um ára- bil í lögreglunni. En hugur hans hneigðist til smíða og við það starf- aði hann um áratugaskeið. Hann stofnaði byggingarfélag ásamt fjór- um félögum og tóku þeir að sér byggingar hér á höfuðborgarsvæð- inu. Hann var vandvirkur og sam- viskusamur í þeim verkum sem hann starfaði við og skilaði engu frá sér fyrr en hann var orðinn ánægður með það. Guðni hafði yndi af að ferðast og skoða landið, ásamt konu sinni, Svövu Guðjónsdóttur, og urðum við hjónin oft aðnjótandi þeirra ferða með þeim. Hann var náttúrunnar barn í innsta eðli, gaf sér alltaf nægan tíma til að skoða staðhætti og örnefni hvar sem leiðir lágu á björtum sumardögum. Hann tók daginn snemma á ferðalögum sínum, var búinn að fá sér góðan göngutúr þegar aðrir risu úr rekkju og sann- ast þar málshátturinn „morgunstund gefur gull í mund“. Guðni hafði yndi af tónlist, söng með Skagfírsku söngsveitinni svo til frá því að hún var stofnuð og fram á þetta ár, og veit ég að þeir dagar hafa verið honum yndi og ánægja í gegnum árin. Við viljum með þessum örfáu orð- um þakka þær samverustundir sem við áttum með Guðna Dan, þær geymum við og þökkum. Innilegar samúðarkveðjur sendum við eiginkonu, Svövu Guðjónsdóttur, einkasonar, Björgvins Þórs, og tengdadóttur, Ásdísar, ásamt litla drengnum Guðna Teiti. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Haukur Haraldsson, Erla Guðjónsdóttir. í dag verður til moldar borinn móðurbróðir minn Teitur Guðni Daníelsson. Stuttri en erfiðri sjúk- dómlegu lauk að morgni 19. nóv- embers síðastliðins. Guðni, eins og hann var ævinlega kallaður, fæddist 5. júlí 1920 á Bergsstöðum á Vatnsnesi í Vestur- Húnavatnssýslu, sonur hjónanna Vilborgar Árnadóttur, sem enn er á lífí 97 ára að aldri, og Daníels Teits- sonar. Föður sinn missti Guðni er hann var á þriðja ári. Til þess að ekki þyrfti að sundra fjölskyldunni tók bróðir Daníels, Pétur Teitsson, við búinu á Bergsstöðum og varð hann síðar eiginmaður Vilborgar. Hann lést fyrir rúmu ári, 96 ára að aldri. Guðni var Qórði í röðinni af átta systkinum, næstyngstur eldri al- systkinanna sem voru fimm. Tvö þeirra eru þegar horfín yfír móðuna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.