Morgunblaðið - 10.01.1993, Page 6

Morgunblaðið - 10.01.1993, Page 6
6 FRÉTTIR/INIULENT MORGUNBLÁÖIÐ SUKíNUDÁGOR lO.'JANÚÁR 1993 Tilmæli um þjóðaratkvæðagreiðslu um EES 300 undirskriftir * til for seta Islands UNDIRSKRIFTALISTAR með nöfnum á þriðja hundrað íslend- inga hafa verið sendir til forseta íslands og forseta Alþingis með tilmælum um að samningurinn um Evrópskt efnahags- svæði verði borinn undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Enn eiga eftir að berast undirskriftalistar frá Vesturlandi, sunnan- verðum Vestfjörðum og Suðurlandi. í tilmælunum segir m.a. að skýr rök mæli með því, að þjóðarat- kvæðagreiðsla fari fram um samn- inginn, sem séu í fullu gildi þótt felld hafi verið tillaga til þingsálykt- unar um það efni, þar sem löggjaf- inn hafí eftir sem áður á valdi sínu að ákveða þjóðaratkvæði eins og eðli máls býður og lög standi til. Bent er á það sem meginröksemd að samningurinn sé að efni og formi umdeildur meðal fræðimanna um Þungfært og dimmt á Suður- nesjatánni Garði. MIKLUM snjó kyngdi niður á blátánni í fyrrinótt þann- ig að þeir, sem annað tveggja voru seint á leið heim eftir glaum næturinn- ar, eða þeir árrisulu, sem reyndar voru miklu fleiri, sem héldu eldsnemma til vinnu, áttu í vandræðum með að komast leiðar sinnar. Aðeins var ein akrein á hverri götu og hún það illfær að ekk- ert var annað að gera en að gefa hressilega í heima á hlaði og halda uppi ferðinni þar til komið var út fyrir bæinn. Það var reyndar betra að mæta ekki bíl því þá varð sá er vitið hafði meira að fara út úr förun- um í ófæruna. Það dimmdi yfir bænum að- faranótt 7. janúar, en þá tóku langflestir niður jólaseríumar. Suðumesjamenn þykja í meira lagi glysgjamir og er ekki óal- gengt að séu settar upp 5-7 jólaseríur í glugga og utaná hvert hús. Þeir sem lengst em komnir em með alls konar sjálf- blikkandi ljós en nú hefir sem sagt dimmt yfir. Reyndar er fullt tungl þannig að það hjálp- ar til. Þá er mjög skær stjama sem lýsir okkur úr suðri þessa dagana og svo síðast en ekki sízt lengist dagurinn um 4-5 mínútur á dag. Þeir skarp- skyggnu þykjast sjá dagamun. Amór. lög og rétt. „Við undirrituð teljum, að þessi skoðanamunur fræði- manna sé mikilvæg röksemd fyrir því, að löggjafínn taki sér ekki ein- hliða vald um löggildingu samn- ingsins. Mál þetta er svo afdrifa- ríkt, að löggjafa er skylt að sýna af sér þá varúð góðs umboðsmanns að ieita til umbjóðanda síns um fyllra umboð, þegar svo stendur á,“ segir í textanum. Er minnt á að þjóðaratkvæða- greiðsla um EES-málið njóti mikils fylgis meðal þjóðarinnar. Til þess bendi 35 þúsund undirskriftir ís- lendinga og skoðanakönnun sem gefí til kynna að % hlutar lands- manna styðji þjóðaratkvæði. „Víðtækt almannafylgi við þjóð- aratkvæðagreiðsluhugmyndina styður ótvírætt þau tilmæli, sem hér skulu fram borin, að löggjafínn leiti til þjóðarinnar um úrslit EES- málsins. Aðrar ástæður, sem nefnd- ar hafa verið, styðja tilmæli þessi ekki síður. Löggjafí metur þó máls- atvik af sjálfsdáðum, hann er óbundinn af öðru en trúnaði við landslög. Honum ber m.a. að virða rétt kjósenda til þess að hafa bein áhrif á löggjöf, þegar mikið liggur við,“ segir þar að lokum. Öm Falkner tekur við styrk úr minningarsjóði um Karl Sighvats- son. Með honum á myndinni em Jakob Fr. Magnússon, Sigrún Karlsdóttir og Haukur Guðlaugsson. Minning-arsj óður Karls Sighvatssonar Om Falkner hlaut styrk til námsdvalar ÖNNUR úthlutun úr minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar fór fram í gær og hlaut Öm Falkner styrk til námsdvalar erlend- is. Hann hyggur á framhaldsnám í orgelleik hjá þekktum meistara í Róm á árinu. Örn á ýmislegt sameiginlegt með Karli heitnum, hann þjónar nú sömu söfnuðum austán fjalls og Karl gerði í lifanda lífí og er líkt og hann driffjöður tónlistarlífs í Þorlákshöfn og Hveragerði. í fyrra hlaut styrkinn Jóhann Yngvason, sem stundar framhalds- nám í hljómborðsleik í Boston, en þar dvaldi Karl einnig við fram- haldsnám á síðasta áratug. Minningarsjóðurinn er stofn- aður af tónlistarmönnum og vel- unnurum Karls J. Sighvatssonar. Allar tekjur af minningartónleik- um í Þjóðleikhúsinu síðastliðið sumar, sem • sjónvarpið gerði nokkra þætti um, runnu í sjóðinn auk stofnframlaga einstaklinga, samtals vel á þriðju miiljón. Hljóm- plata með tónleikunum kom út fyrir jólin og seldist vel að sögn aðstandenda sjóðsins. Stjóm hans skipa Haukur Guðlaugsson, Sig- urður Rúnar Jónsson, Ellen Kristj- ánsdóttir og Sigrún Karlsdóttir en trúnaðarmenn eru Siguijón Sig- hvatsson og Jakob Frímann Magn- Fegurðarsam- keppni íslands Undirbún- ingur hefst um miðjan febrúar Nú stendur sem hæst und- irbúningur fyrir fegurðars- amkeppni íslands. Haldin verður forkeppni vlðs vegar um land frá og með miðjum næsta mánuði fram í lok mars, en úrslitakeppnin verð- ur haldin í Reykjavík hinn 21. apríl, að sögn Estherar Finn- bogadóttur, framkvæmda- stjóra keppninnar. Forkeppnin verður haldin á sjö stöðum á landinu, á Vesturlandi, Norðurlandi, Austurlandi, Suður- landi, Suðurnesjum, og að öllum líkindum einnig á Vestfjörðum, sú síðasta í Reykjavík 26. mars, að sögn Estherar. Hún sagði að ver- ið væri að ljúka við að velja inn í þá keppni þessa daga eða vikur, og tekið væri við ábendingum. „Úrslitakeppnin verður syo haldin hinn 21. apríl á Hótel ís- landi, og þar munu taka þátt 14-16 stúlkur úr forkeppninni," sagði Esther. „Um helmingur þeirra verður sennilega úr for- keppninni í Reykjavík, en hinn helmingurinn annarsstaðar af landinu.“ Borgarhlið og áningar- staðir við Suðurlandsveg BORGARRÁÐ hefur samþykkt að á næstunni verði hafin vinna við ræktun meðfram Suðurlandsvegi og við gerð borgarhliðs og svokall- aðra áningarstaða við veginn. Þá hefur ráðið samþykkt að hrundið verði í framkvæmd sérstakri hreinsunaraðgerð, sem miði að því, að fjarlægja allt rusl af svæðinu og lagfæra núverandi byggingar og girðingar eða rífa þær. Markmiðið er að fegra aðkomuna að Reykjavík eftir Suðurlandsvegi, en jafnframt að stuðla að hægari bílaumferð með því að bijóta upp tilbreytingaleysið. Katrín Fjeldsted kynnti á fundi borgarstjómar í fyrrakvöld niður- stöður nefndar, sem síðustu mánuði hefur unnið að tillögum um breyt- ingar á svæðinu meðfram Suður- landsvegi frá Lækjarbotnum að Breiðholtsbraut við Rauðavatn. Hún sagði að tillögur nefndarinnar gerðu ráð fyrir gróðursetningu tijá- lunda, einkum á þeim svæðum, þar sem væru fyrir sumarbústaðir eða önnur byggð, en þó þannig, að allt- af sæist a.m.k. til annarrar handar frá veginum. Jafnframt yrði núver- andi tijágróðri haldið við. í tillögunum er gert ráð fyrir borgarhliði, þar sem ekið er inn fyrir borgarmörkin við Hólmsá og áningarstað á móts við Heiðmerkur- veg. Gert er ráð fyrir að þar verði komið fyrir kortum, sem sýni m.a. skiptingu borgarinnar í hverfí, og fleiri upplýsingum fyrir ferðamenn. Ennfremur verði þar útivistarað- staða og göngustígar liggi frá áningarstaðnum, sem nýtist skíða- fólki að vetri til. Katrín sagði að flestar byggingar á þessu svæði bæru vott um tak- markað viðhald. Sama ætti við um umhirðu umhverfis þær og girðing- ar um einstakar landspildur stærri eða minni. Þó væru inni á milli snyrtileg. hús, sumarbústaðir og heilsársbústaðir, og e'innig á sumum spildum hávaxinn og fallegur tijá- gróður. Katrín sagði að þótt hreinsunar- deild gatnamálastjóra hefði látið töluvert til sín taka á þessu svæði sl. sumar, væri Ijóst, að þörf væri á enn meira átaki í hreinsun einkum með það fyrir augum, að fjariægja úr sér gengnar skúr- og sumarbú- staðabyggingar, ónýtar girðingar og rusl af ýmsu tagi. Á hinn bóginn væri ekki raunhæft markmið, að ætla að uppræta alla sumarbú- staða- eða hesthúsabyggð á þessu svæði á skömmum tíma. „Að því er hesthús varðar þarf að vera hægt að vísa hrossaeigendum á annan stað eða aðra staði, þar sem Ibúðir fyrir aldraða í Sandgerði Landsbanki íslands fjármagnar verkið Sandgerði. SANDGERÐISBÆR og Landsbanki íslands hafa gert með sér samkomulag um að bankinn fjármagni byggingu 10 íbúða fyrir aldraða og þjónustukjarna og var samningur þessa efnis undirrit- aður í Sandgerði nýlega. Áætlaður kostnaður við bygginguna er 106,5 milljónir króna á núverandi verðlagi og er gert ráð fyrir að íbúðirnar verði afhentar í desember. Sverrir Hermannsson bankastjóri gat þess við undirritun samningsins að Landsbankinn hefði orðið fyrstur banka til að fjármagna byggingar íbúða fyrir aldraða af þessu tagi. Hér væri um það umfangsmikinn samning að ræða, að fjármagn yrði að koma frá aðalstöðvum bankans í Reykjavík. Sigurður Valur Ásbjarn- arson bæjarstjóri í Sandgerði sagði að þetta væri ánægjulegasta emb- ættisverk sitt sem bæjarstjóra til þessa því það væri hveiju bæjarfé- lagi kappsmál að tryggja öldruðum Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarsljóri Sandgerðisbæjar og Sverr- ir Hermannsson bankastjóri Landsbanka íslands, á miðri mynd, undirrita samninginn í Sandgerði ásamt fulltrúum bankans, bæjar- stjórnarinnar og byggingaraðila. íbúum viðunandi þjónustu á efri árum og væri samningur þessi stór áfangi í þá átt. íbúðimar verða tveggja og þriggja herbergja og er það byggingafélagið Húsanes hf. í Keflavík sem sér um smíðina. Þjónustumiðstöðin verður 261,6 fermetrar. íbúðirnar verða af- hentar fullfrágengnar, ásamt sam- eign inni sem úti og fullfrágenginni lóð og verða þær auglýstar til sölu siðar í þessum mánuði. - BB þeir geti verið með hrossin, áður en þeim verður gert að fara úr núverandi hesthúsum sínurn," sagði Katrín. Reykjavíkurborg er eigandi meirihluta þess lands, sem athugun nefndarinnar beindist að. í niður- stöðum nefndarinnar segir að sums staðar sé óljóst með leigurétt sum- arbústaðaeigenda að landi, einkum í Hólmslandi. Norðlingaholt og Baldurshagaland séu framtíðar- íbúðasvæði og sé hjá Borgarskipu- lagi hafín vinna við skipulagningu þeirra. Að öðru leyti sé um að ræða útivistarsvæði samkvæmt Aðal- skipulagi Reykjavíkur 1990-2010. Nefndina, sem vann tillögumar, skipuðu Katrín Fjeldsted frá um- hverfismálaráði, Stefanía Trausta- dóttir frá heilbrigðisnefnd, Magnús Jensson frá skipulagsnefnd og Hall- dór Guðmundsson frá bygginga- nefnd. Einnig unnu að tillögunum Hafdís Hafliðadóttir hjá Borgar- skipulagi og Ágúst Jónsson á skrif- stofu borgarverkfræðings.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.