Morgunblaðið - 10.01.1993, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 10.01.1993, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993 11 Svanhvit Tómasdóttir: „Ég beið með innkaup þar til útsölurnar hófust og tel mig hafa gert góð kaup. Mér finnst vöruúrvalið betra og verðin hagstæðari nú en áður. Það er líka minni örtröð í búðunum en oft áður á útsöl- um. Ætli þrengri lífskjör eigi ekki mesta sök á því.“ Halldóra Pétursdóttir: „Ég var nú bara að skoða. Yfirleitt hef ég verslað eitt- hvað á janúarútsölum, en það verður ekki nú vegna minni peningaráða en áður. Mér sýnast vörumar hafa lækkað álíka mikið og áður.“ Jóhanna Hreinsdóttir, Styrmir Mósson og Steinunn Hreinsdóttir. Jóhanna sagðist ekki ætla mikið á útsölur í ár, en hafði þó keypt sér peysu og var ánægð með kaupin. Steinunn verslaði fyrir jólin og ætlaði að láta það nægja í bili. Þær vom sammála um að núorðið væri orðið gáman að fara á útsölur. Þar væri meira úrval en áður, betri vörur og á góðu verði. Styrmir sagði fátt, enda ekki nema 10 mánaða gamall og nýgræðingur í útsölubrans- anum. Þórdis Jokobsdóttir: „Maður er alltaf áð athuga málið. Ég fer yfirleitt á hveiju ári á útsölur en hugsa mig vel um áður en ég kaupi. Venjulega er ég að leita að einhverju ákveðnu, það þýðir ekkert að kaupa fyrir skápana, jafnvel þótt flíkin sé á útsölu! Nú var ég að leita mér að jakka og hann er hér í pokanum." Svana Vikingsdóttir og Anna Vala Ólafsdóttir. Svana sagðist gjarnan versla á útsölum og að þessu sinni hefði hún bæði keypt útsöluvörur og á fullu verði. Hún taldi til hagsbóta að kaupa varning á útsölum og sagðist hálfsjá eftir fata- kaupum sem hún gerði fyrir jólin, nú væri sama vara á hálfvirði. Svana sagðist hafa slæma reynslu af skyndiákvörðunúm á útsöl- um, nú kaupir hún ekki annað en það sem fyrirfram er ákveðið. Ólafur Jónsson: „Ég fylgi nú bara frúnni, en geri lítið af því sjálfur að kaupa. Hún hefur mig aðeins með í ráðum og ég hvet hana til að fara á útsölur. Það er hægt að fá vandaða vöru á góðu verði.“ Siguróur Helgason: „Mig vantaði sjálfvirka kaffikönnu og kom hér í gær að skoða úrvalið. Ég tel mig hafa gert góð kaup miðað við það sem ég hef séð annars staðar, en á ekki von á því að fara á fleiri útsölur í bili.“ Benedikt Jóhannsson, Konný Bjargey og Maria Hókonardóttir. „Mér finnst nú að margt hefði mátt lækka meira, einkum þegar um dýrari vörur er að ræða,“ segir Benedikt. „Ann- ars er mikill munur á verðlagi hér og á Eskifirði, þar sem við búum.“ „Það er einkum tilfinnanlegt hvað matvaran er miklu dýrari fyrir austan, það munar ekki eins miklu á fatnaði," segir María. Jón Bjarnason og Sólveig Mariusdóttir: „Það var gott verð á því sem við keyptum, munaði allt að helmingi. Ég var ákveðinn í að kaupa þetta og beið eftir útsölunni, sagði Jón. Maður er orðinn elli- lífeyrisþegi og farinn að spá í útsölurnar, nú hefur maðurtímatil þess.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.