Morgunblaðið - 10.01.1993, Page 26

Morgunblaðið - 10.01.1993, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10: JANÚAR19Ö3 2f: Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 110 kr. eintakið. Sala sjávarafurða Tíminn birti í gær viðtal við Guðjón B. Ólafsson, fráfar- andi forstjóra Sambands ísl. samvinnufélaga, þar sem hann fjallar um sölu á sjávarafurðum okkar á erlendum mörkuðum á þann veg, að athygli hlýtur að vekja. Guðjón B. Olafsson segir m.a.: „Þróunin á síðustu árum hef- ur að mörgu leyti verið í öfuga átt. Við höfum flutt mikinn hluta fískvinnslunnar út á haf og þar eru eðli málsins samkvæmt til- tölulega litlir möguleikar til að vinna fiskinn að óskum markað- arins. Við höfum einnig flutt mikinn afla óunninn úr landi og ég tel, að það sé mjög hættuleg þróun. Okkar aðal útflutningsat- vinnuvegur stendur að mörgu leyti aftar í dag heldur en t.d. fyrir 10-20 árum síðan. Það mikla markaðsstarf, sem búið var að vinna í Bandaríkjunum, er að verulegu leyti glatað í dag. Um miðjan síðasta áratug voru um 70% af físki flutt til Bandaríkjanna. Þar störfuðu tvö fyrirtæki, sem voru mikilsráð- andi á þeim markaði. Þau réðu markaðssetningu á frystum fiski að mjög verulegu leyti. Til þeirra var tekið mikið tillit og þau voru stefnumarkandi á þessum mark- aði. Núna á seinustu árum hefur innan við 20% af frysta fiskinum farið til Bandaríkjanna. íslenzku fyrirtækin hafa ekki nálægt því þá þýðingu í dag, sem þau höfðu. Aðrar físktegundir og önnur fyrirtæki eru þar ráðandi í dag. Á móti höfum við haslað okk- ur völl í Evrópu, en að lang- mestu leyti í því, sem ég kalla „commodity" sölu. Við erum að selja samkennda vöru. Okkar vörumerki ná ekki til neytand- ans. Sú vara, sem frystitogar- amir framleiða fer á fiskmark- aði í Evrópu og Asíu og er ekki auðkennd, sem íslenzk gæða- vara til neytenda. Fiskurinn er bara seldur sem þorskur eða karfi ... Við eigum að vinna okkar hráefni í landi og athuga þarfir markaðarins og vinna hráefni fyrir hann, en ekki senda hráefnið til annarra, sem endur- vinna eða endurpakka það að þörfum neytenda. Markaðsstaða okkar erlendis er því að mörgu leyti veikari en hún var og er mikið verk að vinna að úrbótum í þeim efnum.“ Hér talar maður, sem árum saman var framkvæmdastjóri sjávarafurðadeildar SÍS og síðar dótturfyrirtækis Sambandsins í 9S ATHAFNA- iskáldin eru víða. Það er tilaðmynda engin tilviljun hverjir eru aflamenn einsog Þórólfur Þórlindsson prófessor hefur leitt rök að í stórmerkri og fróðlegri úttekt um þau efni. En þá má líka minna á að annað fiskveiðistjómun- arkerfi ríkti þegar aflaklærnar Egg- ert og Þorsteinn Gíslasynir, Gunnar Hermannsson og fleiri voru að breyta silfri hafsins í veruleika vel- ferðarríkisins á árunum 1959-’62, svoað dæmi séu tekin. Auk eðlis- lægrar tilfinningar fyrir sjónum og lífríki hans þurfa einstæðir afla- menn að búa yfir miklum dugnaði og útsjónarsemi, auk lífsreynslu, þekkingar og alúðar sem einkennir ástríðufulla hugsjónamenn og brautryðjendur. Þorsteinn Gíslason sagði þegar hann var spurður um óvenjulega skipsstjórnarhæfileika hans og til- finningu fyrir miðunum á síldarár- unum að skýringin á velgengni hans sem síldarskipstjóra væri ein- föld; hann hefði verið innlifaður í staiflð einsog hann sagði af allri sinni hógværð, en hún er eitt helzta einkenni athafnaskálda. Þau hreykja sér ekki. Þau fylla tómið með framkvæmdum. Og þau lærðu tungutak hagsældar af Jónasi. Innlifaður einsog önnur skáld. En fólk verður þá líka að hafa hæflleika til innlifunar, það hafa ekki allir. Á næstu grösum við inn- lifun er hugljómun. Og andagift. Og svo geta athafnaskáldin sótt leiðsögn í yfirnáttúrulega reynslu einsog Guðmundur Jörundsson lýsir HELGI spjall í minningum sínum, sem ég bjó undir prentun á sínum tíma, en Guðmundur var í senn mikil kempa og óvenjulegum kostum búinn; hégómalaus og grasnáinn náttúrunni. Nú er kvótinn bundinn við skip en kannski ætti að tengja hann við þá sem kunna að fiska, einsog ég hef áður ýjað að, og afla helmingi meira en allir aðrir, eða helmingi meira en meðaítalsafli yfir flotann — en þá væri kannski líka hægt að fækka skipum um þau 40% sem nauðsynlegt er og ekki hefur verið unnt með kvótakerfi og skipsbund- inni fiskveiðistjómun. Bezt hefði þó kannski verið að senda hlutabréf í auðlindinni til þeirra sem eiga, þ.e. þjóðarinnar, svoað hún hefði sjálf getað ráðstafað eigninni í hendur þeirra sem bezt kunna til verka á sjónum. Það hefði verið einsog nýtt landnám að ráðstafa eigninni að eigin geðþótta. Þannig hefði verið hægt að mynda eignar- rétt, án yfirgangs. Á það benti ég fyrir margt löngu og engu líkara en enginn nema Jeltsín hafi tekið þá athugasemd til greina þvíað hann er að senda Rússum ávísanir svoað þeir geti keypt þjóðnýttar eignir Sovétríkjanna af sjálfum sér, ef svo mætti að orði komast(!) Aflakóngamir nota nýjar aðferð- ir, finna ný mið. Einsog hvertannað athafnaskáld láta þeir verk fullorð- insáranna réttlæta drauma æsk- unnar og sýna að þeir hafi ekki verið tómur heilaspuni eða loftkast- alar, svoað ég umskrifi orð Sigurð- ar Nordals í Lífsskoðun. Þeir yrkja Bandaríkjunum. Guðjón B. Ólafsson hefur mikla þekkingu á sölu sjávarafurða okkar er- lendis og þess vegna hljóta ofan- greind ummæli hans að vekja menn til umhugsunar. Hér heima fyrir hafa menn ►litið svo á, að fiskurinn hafí í vaxandi mæli farið á -Evrópu- markað af þeirri einföldu ástæðu, að þar hafí fengizt fyr- ir hann hærra verð en í Banda- ríkjunum. Og auðvitað má velta því fyrir sér, hvort íslenzku fyr- irtækin í Bandaríkjunum hefðu getað haldið betur stöðu sinni á markaðnum með því að kaupa fisk frá öðrum löndum, sem þau hafa gert að einhveiju leyti, en þann fisk er að sjálfsögðu ekki hægt að selja sem íslenzkan fisk. Hins vegar er það áleitin spurning hvort við getum fengið meira fyrir fiskinn, sem við veið- um á fiskimiðunum við ísland, með því að vinna hann betur og þ. á m. í neytendaumbúðir. Þeir, sem kynna sér vöruframboð í stórmörkuðum í Evrópu undrast það, hve sjaldgæft er að sjá ís- lenzkar fiskafurðir þar á boð- stólum en hins vegar mikið um unnar fískafurðir frá öðrum löndum. Morgunblaðið hefur áður vik- ið að því að við íslendingar gætum fært út kvíarnar í sölu sjávarafurða með því að eignast dreifingarkerfí í Evrópu og ná þeim hagnaði, sem fæst með því að koma fiskinum í hendur neyt- enda en láta okkur ekki nægja að selja hann til heildsöluaðila eða vinnsluaðila á hafnarbökk- um í Evrópu. Þetta er ekki sízt umhugsun- arefni á krepputímum, sem nú, þegar fískmagnið sem á land berst fer minnkandi. Þá skulum við ekki gleyma því, að við eig- um nú. á að skipa miklum fjölda ungs fólks sem hefur aflað sér viðskiptamenntunar, sem er sambærileg við þá menntun sem stjórnendur fyrirtækja í stærri löndum hafa hlotið. Þetta unga fólk á að fá tækifæri til að byggja upp aukna sölustarfsemi á fískafurðum okkar á erlendri grund. nýjan þátt inní þjóðfélagið og breyta ævintýri í veruleika. Athafnaskáld eru sjáendur, skapendur. Og braut- ryðjendur. 6 VIÐ MEGUM EKKIGLEYMA •því ísland er ungt land í þeim skilningi, að landnám verklegra framkvæmda hófst ekki fyrren um síðustu aldamót. Forsenda þess var að sjálfsögðu ný tækni, sem hafði í för með sér rniidu meiri möguleika en áður var. íslendingar voru frum- stætt bændafólk, sem hírðist framá síðustu öld í fátækt og einangrun og lék sér að draumsjónum um forna frægð og konunglegt hlut- verk, en átti jafnframt þann draum, sem dýrmætastur er hveijum manni: sjálfstæði þjóðar sinnar og viðreisn í verklegum efnum. íslend- ingar voru í sporum þriðja heimsins nú, þarsem vonarneistinn er að kveikja það bál, sem skipta mun sköpum. Islenzka ævintýrið hófst með þilskipaútgerð og aukinni sjó- sókn. Þá fundu margir öreigar kröftum sínum viðnám vegna þess þeir fengu ný tækifæri við sjósókn og gátu þannig brotizt úr sárustu fátækt heimahaganna og horft bjartari augum en áður framá veg- inn. Og það var ekki fyrren á þess- ari öld, sem mikilvægar nýjungar í verklegum framkvæmdum breyttu fátækt í farsæld bæði í Reykjavík og annars staðar, og þá auðvitað vegna tækniframfara. Við getum nefnt vegagerð, hafnarmannvirki, vatnsveitur og orkuframkvæmdir, svoað ekki sé talað um fjarskipti og samgöngutæki. M. (meira næsta sunnudag) IGÆRKVÖLDI, FÖSTUDAGS- kvöld, komu fulltrúar verkalýðs- félaga á Norðurlandi eystra saman til fundar á Akureyri, sem Alþýðusamband íslands hafði boðað til. Þetta var fyrsti fundur af mörgum, sem forystu- menn ASÍ efna til víðs vegar um land á næstu dögum til þess að ræða viðhorf í komandi kjarasamningum. Þeir samningar, sem gerðir voru vorið 1992 og höfðu þá verið lausir frá hausti 1991 renna út eftir nokkrar vikur en verkalýðs- félögin hafa raunar sum hver sagt upp samningum með tilvísun til efnahagsað- gerða ríkisstjómarinnar. Forystumenn verkalýðsfélaganna hafa farið sér hægt en tónninn í yfírlýsingum þeirra bendir til þess, að þeir vinni að því að skapa jarðveg, andrúm og pólitískar forsendur fyrir einhvers konar aðgerðum á vinnumarkaðnum. Það verður ekki auð- velt verk við þær aðstæður, sem nú ríkja. í fyrsta lagi verður erfítt fyrir verkalýðs- hreyfinguna að hafa uppi mikla kröfugerð með hótun um aðgerðir, svo sem vinnu- stöðvun í einhveiju formi, á sama tíma og þjóðin býr við mesta atvinnuleysi í ára- tugi. í öðru lagi verður erfitt fyrir forystu- menn verkalýðsfélaganna að rökstyðja kröfur um launabreytingar á sama tíma pg landsframleiðsla minnkar verulega og íslendingar eru í neðsta eða næstneðsta sæti meðal tuttugu og fjögurra aðildar: þjóða OECD, með neikvæðan hagvöxt. í þriðja lagi er ljóst, að staða atvinnufyrir- tækja er svo erfíð um þessar mundir, að atvinnurekendur hljóta að yppta öxlum frammi fyrir slíkum kröfum og loka frekar fyrirtækjum sínum en skrifa undir samn- inga, sem ekki eru nokkrar forsendur fyrir. Vígstaða verkalýðshreyfíngarinnar get- ur því tæpast verið verri, þegar litið er til efnis málsins. Hitt er svo annað mál, hvort aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem vissulega eru þungbærar fyrir almenning, hafa vald- ið svo mikilli reiði meðal fólks, að launþeg- ar skeyti engu þeim veruleika, sem við blasir og verði tilbúnir í aðgerðir á vinnu- markaði reiðinnar vegna. Þá er líka spurn- ing, hvort samskipti ríkisstjórnarinnar við verkalýðshreyfinguna hafi verið með þeim hætti á undanfömum mánuðum, að sá samskiptamáti auðveldi forystumönnum verkalýðshreyfíngarinnar að blása til sókn- ar i komandi kjarasamningum. Mat manna á því, hvernig þessi þróun verður er misjafnt. Sumir telja, að gerð nýrra kjarasamninga muni dragast mjög, eins og gerðist frá hausti 1991 fram á vor 1992 og að jafnvel komi ekki til samninga eða aðgerða af hálfu verkalýðsfélaga á vinnumarkaði fyrr en næsta haust. I því sambandi er ástæða til að vekja athygli á, að sveitarstjórnakosningar fara fram vorið 1994. Að óbreyttum aðstæðum verð- ur Sjálfstæðisflokkurinn í þeirri stöðu að veita forystu ríkisstjóm, sem hefur átt undir högg að sækja á krepputímum. Og þá er ekki óeðlilegt að spyrja, hvort for- ystumenn verkalýðshreyfíngar og stjórn- arandstöðu telji tækifæri til að endurtaka leikinn frá vetrinum 1978, þegar þessir aðilar tóku höndum saman um stórsókn gegn þáverandi ríkisstjóm, sem leiddi til falls meirihluta sjálfstæðismanna í borgar- stjórn Reykjavíkur, áfalls stjórnarflokka í þingkosningum og langvarandi pólitískra átaka innan Sjálfstæðisflokksins. Þegar á allt þetta er litið er ekki frá- leitt að líta svo á, að fundir verkalýðsfor- ingjanna á Akureyri í gærkvöldi, geti ver- ið upphafíð að miklum pólitískum átökum í landinu á næstu 18 mánuðum. Verkalýðs- hreyfíngin hefur ekki náð vopnum sínum frá því í átökunum 1978, ef svo má að orði komast. Eftir þau átök hefur verka- lýðshreyfíngin aldrei náð þeirri áhrifa- stöðu, sem hún þá hafði og hafði raunar haft í nokkra áratugi fram að þeim tíma. Á síðasta áratug náðu vinnuveitendur póli- tísku frumkvæði á vinnumarkaðnum, sem gerðist undir forystu Þorsteins Pálssonar, þáverandi framkvæmdastjóra Vinnuveit- endasambands íslands og núverandi sjáv- arútvegsráðherra. Ýmislegt bendir hins vegar til þess, að sú vígstaða geti verið að breytast á nýjan leik og að aðstæður allar séu að skapa verkalýðssamtökunum fótfestu til þess að ná meiri áhrifum en þau hafa haft um skeið. Yiðreisn og verkalýðs- hreyfing- ÞEIR SEM FYLGJ- ast með átökum stórmeistara í skák sjá, að sama staðan kemur upp á tafl- borðinu aftur og aftur, þótt með mismunandi tilbrigðum sé. Hið sama gerist á skákborði stjórnmál- anna. Þar má sjá sömu meginlínur koma upp aftur og aftur, þótt aðrir einstaklingar eigi hlut að máli. Þess vegna er gagnlegt að horfa til reynslu fýrri ára. Ríkisstjórnir, sem Sjálfstæðisflokkur er í forystu fyrir, eiga í megindráttum tveggja kosta völ í samskiptum við verkalýðsfélög- in, sem yfírleitt eru undir stjórn vinstri manna, sem jafnframt eru margir hveijir áhrifamenn í stjórnmálaflokkum og þá ekki sízt Alþýðubandalaginu. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks geta valið þá leið að láta hart mæta hörðu í samskiptum við verka- lýðshreyfínguna, þegar svo ber undir. Hinn kosturinn er að taka upp náið málefnalegt samstarf við forystumenn launþegasam- takanna. Það fer að sjálfsögðu eftir aðstæðum, hvora leiðina skynsamlegt er að fara. Stundum eru pólitískar aðstæður þannig, að það getur tekið verkalýðsfélögin mörg misseri að ná sóknarstöðu og þá er það pólitískur afleikur að ganga til samninga á óraunhæfum grundvelli. Viðreisnar- stjórnin fyrri hélt svo sterku pólitísku frumkvæði fyrsta kjörtímabil sitt, að það var ekki fyrr en snemma á öðru kjörtíma- bili hennar, að verkalýðshreyfíngin var komin í þá stöðu, að pólitísk hyggindi kölluðu á málamiðlun. Það gerðist með dramatískum hætti síðla hausts 1963, þeg- ar mættust stálin stinn og stefndi í stór- pólitísk átök milli þáverandi ríkisstjórnar Ólafs Thors og verkalýðshreyfíngar undir forystu Eðvarðs Sigurðssonar og Hanni- bals Valdimarssonar. Á einni nóttu var blaðinu snúið við og grundvöllur lagður að þeim samskiptum viðreisnarstjómar og verkalýðshreyfíngar, sem leiddu til júnísamkomulagsins 1964. Þá skapaðist traust á milli forystumanna verkalýðsfélaganna og þáverandi ríkis- stjórnar Bjama Benediktssonar, sem var lykillinn að því, að þjóðin komst án stór- áfalla út úr kreppunni, sem stóð frá 1967 til 1969. Ef ríkisstjórn og verkalýðshreyf- ing hefðu á þeim erfíðu árum staðið í stór- átökum hefði saga þess tímabils orðið önnur. Margt bendir til, að núverandi ríkis- stjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks standi frammi fyrir svipuðu vali og sömu flokkar þurftu að taka afstöðu til fyrir þremur áratugum. Það fer ekki á milli mála, að verkalýðsfélögin em að safna liði, þótt ólíklegt megi telja, að forystumenn þeirra hafí gert upp við sig hvert skuli halda, þegar liðssafnaður hefur farið fram. Líklegast er, að þeir muni spila það eftir eyranu og taka ákvarðanir á grundvelli þess, sem þeir heyra og sjá á ferðum sín- um um landið. Raunar má spyija, hvort nokkurt vit sé í því fyrir stjórnarflokkana að láta verkalýðsforingjana eina um að tala við fólkið í landinu við þessar aðstæð- ur. Ríkisstjórnin getur litið svo á, að það sé einfaldlega óhugsandi fyrir verkalýðsfé- lögin að skapa nokkurn stuðning við óraunhæfa kröfugerð um launabreytingar, að ekki sé talað um verkfallsaðgerðir og að þess vegna sé ekkert vit í því að bjóða upp á málamiðlun eða samstarf í einu eða öðru formi. Eins og staðan er á þessari stundu kann þetta að vera skynsamleg leið en það á auðvitað eftir að koma í ljós, hvort verkalýðsforingjunum tekst það ætl- unarverk sitt að skapa jarðveg og andrúm fyrir pólitíska sókn. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 9. janúar Dansað við Kára. Morgunblaðið/ÓI.K.M. Samstarf um hvað? EF LITIÐ ER A hinn kostinn, þ.e. samstarf á milli rík- isstjórnar og aðila vinnumarkaðar um sameiginlegt átak til þess að komast út úr kreppunni, má spyija, hvort yfírleitt sé svigrúm til einhvers samstarfs eða mála- miðlunar. Til þess er ríkisstjórn og meiri- hluti hennar á Alþingi, að taka ákvarðan- ir, hvort sem þær leiða til vinsælda eða óvinsælda. Líklegt má telja, að árið 1993 verði erfiðara en hið nýliðna ár og að ekki fari að birta til fyrr en seint á árinu 1994 og jafnvel ekki fyrr en 1995 eða síðar. Ríkisstjórn getur ekki búizt við því, að verkalýðshreyfingin taki ábyrgð á erfíðum og óvinsælum ákvörðunum, sem óhjá- kvæmilegt er að taka og leiða til kjara- skerðingar. Er um nokkuð að semja? Frumforsendan er auðvitað sú, að það skapist traust á milli aðila, sem ekki sýn- ist vera fyrir hendi nú. Slíkt traust getur leitt til þess að verkalýðshreyfingin láti kyrrt liggja í stað þess að blása í herlúðra vegna óhjákvæmilegra efnahagsaðgerða. Náið samráð og samstarf getur leitt til margs, sem menn sjá ekki endilega fyrir í upphafi. Höfuðmarkmið verkalýðshreyfíngarinn- ar, ríkisstjórnar og Alþingis hlýtur að vera að draga úr og helzt útrýma atvinnuleysi. Markmiðið getur ekki verið að hækka laun þeirra, sem hafa vinnu heldur að tryggja atvinnu fyrir þá, sem ekki hafa vinnu og auka kaupmátt ef unnt er. Það er erfítt að sjá, hvernig verkalýðsfélögin eiga að geta unnið að þessu markmiði í stríði við stjómvöld. Þau hljóta að leita eftir sam- starfi við þau til þess að draga úr atvinnu- leysi. Með sama hætti er erfítt að sjá, hvemig ríkisstjóm og Alþingi geta setið aðgerðarlaus frammi fyrir því mikla at- vinnuleysi, sem hér er að verða. Á þessum aðilum hvílir sú siðferðilega ábyrgð að taka til hendi til þess að auka atvinnu í landinu og tryggja frambærileg lífskjör. Þegar horft er á stöðu mála frá þessu sjónarhomi má spyija, hvort ríkisstjóm og verkalýðshreyfing eigi yfírleitt nokkum annan kost en taka upp náið samstarf sín í milli. Hefðbundin hagsmunaátök eiga ekki við í því ástandi, sem nú ríkir. Þessi litla þjóð hefur ekki efni á slíkri togstreitu nú. Við emm að dragast langt aftur úr öðram þjóðum. Á sama tíma og fram- leiðsla annarra þjóða er að aukast þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífi er okkar fram- leiðsla að minnka. Ef þessi þróun heldur áfram í nokkur ár flytur yngra fólk á brott frá íslandi og skilur eldri kynslóðir eftir til þess að sjá um sig. Þegar grannt er skoðað er í raun og veru ekki tveggja kosta völ. Þeir aðilar, sem hér hefur verið fjallað um, verða að slíðra sverðin. Verkalýðshreyfingin hlýtur að blása sóknina af áður en hún er hafín. Ríkisstjórnin hlýtur að rétta fram sáttar- hönd. Og þetta verður að gerast fyrr en síðar. Viðreisnarstjórn Ólafs Thors, sem tók við völdum haustið 1959, braut blað í efna- hags- og atvinnumálum. Þess vegna náði hún pólitísku framkvæði, sem dugði henni á fímmta ár áður en gengið var til mála- miðlunar við verkalýðsfélögin, sem byggð- ist m.a. á vísitölutengingu launa. Þegar viðreisnarstjórn Davíðs Oddssonar tók við völdum fyrir einu og hálfu ári vora aðstæð- ur allt aðrar. Þótt mikilla og róttækra umbóta sé þörf geta þáttaskilin ekki orðið eins afgerandi og þau urðu á fyrsta miss- eri hinnar fyrri viðreisnar. Og þar af leið- andi getur ný ríkisstjóm ekki búizt við að halda pólitísku frumkvæði jafn lengi. Samdráttarskeið í efnahagsmálum hef- ur líka staðið í um fjögur ár þegar hér er komið sögu og ekki útlit fyrir nokkum bata, sem máli skiptir á næstu misseram. Þess vegna mæla öll rök með ofangreindri niðurstöðu. í nýrri bók eftir Alice M. Rivl- in, sem hefur verið skipuð einn helzti ráð- gjafí Clintons verðandi Bandaríkjaforseta, spyr hún eftirfarandi spurninga: „Hvað er að og hvað getum við gert til þess að bæta úr því? Hvemig stendur á því, að efnahagskerfi, sem byggir á miklum nátt- úraauðlindum og duglegu, hæfileikamiklu fólki, skilar ekki betri árangri? Hvemig getum við náð okkur á strik? Hvers vegna er reynslumikil lýðræðislega kjörin ríkis- stjóm lömuð? Hvað getum við gert til þess að gera hið pólitíska kerfí skilvirkara?" Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks, verkalýðshreyfíngin og vinnuveit- ’ endur og aðrir hagsmunahópar þurfa að leita sameiginlegra svara við þessum spurningum, sem eiga jafn vel við hér og í Bandaríkjunum. „Þegar grannt er skoðað er í raun og veru ekki tveggja kosta völ. Þeir aðilar, sem hér hefur verið fjallað um, verða að slíðra sverðin. Verkalýðshreyf- ingin hlýtur að blása sóknina af áður en hán er hafin. Ríkisstjórn- in hlýtur að rétta fram sáttarhönd. Og þetta verður að gerast fyrr en síðar.“ 4-4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.