Morgunblaðið - 10.01.1993, Side 28

Morgunblaðið - 10.01.1993, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993 Kristján H. Ósk- arsson - Minning Fæddur 20. september 1961 Dáinn 1. janúar 1993 Gamla árið hefur kvatt, nýtt ár tekur við og færir okkur stundir gleði og sorgar. Á nýársdag færði það mér og ijölskyldu minni mikla sorg. Þann dag kvaddi hjartkær systursonur minn þetta líf, og eftir stöndum við sem elskuðum hann með dýrmætar minningar, en jafn- framt sáran söknuð. Mig langar að raða saman nokkr- um minningabrotum. Kristján Her- mann, eða Krissi eins og hann var alltaf kallaður, var fæddur 20. sept- ember 1961, daginn eftir fímmtugs- afmæli móðurafa síns og bar hann nafnið hans. Ég man ennþá, þegar ég sá hann fýrst í litla rúminu á sjúkrahúsinu, mér fannst ég eiga dálítið í þessum litla manni. Næst sá ég hann 10 mánaða gamlan. Pabbi, mamma og eldri systkini hans komu akandi norður í árvist sum- arfrí á Akureyri, en hann var sendur flugleiðis. Á flugvellinum á Akureyri tóku afí, amma og móðursystir á móti honum opnum örmum. I fyrstu var hann heldur stúrinn en fljótlega ljómaði andlit hans í brosi. Eg var ákaflega stolt af þessum litla fallega frænda mínum með bjarta brosið, og burðaðist heilmikið með hann í gönguferðir og ýmsa leiðangra, þó ég væri aðeisn sjö ára. Krissi var ákaflega rólegur sem bam og lítið fyrir að tala við aðra. En árin liðu og litli maðurinn stækk- aði og þegar hann hóf skólagöngu sína, var eins og skrúfað væri frá krana. Við hlógum oft að þessu og sögðum að hann hefði ekki þagnað síðan. Hann var stöðugt að segja okkur sögur eða brandara, og gerði þá oft grín að sjálfum sér um leið. Eins og nærri má geta, höfðu litlu bömin í fjölskyldunni mikið dálæti á þessum skemmtilega frænda sín- um, og er söknuður þeirra sárari en orð fá lýst. Krissi ólst upp hjá foreldrum sín- t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, GUÐNI S. GUÐMUNDSSON bifvélavirki, Hæðargarði 35, áður Skipasundi 11, lést á Borgarspítalanum þann 8. janúar. Sigrún Oddgeirsdóttir, Ingvar A. Guðnason, Þórunn Guðmundsdóttir, Gunnar Guðnason, Sigrfður Davíðsdóttir, Haukur Geir Guðnason, Anna Sigríður Guðmundsdóttir t Eiginmaður minn og faðir okkar, MAGNÚS JÓHANNES LÝÐSSON, Flúðasel 14, er lést 31. desember, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 12. janúar kl. 15.00. Jósefína Guðmundsdóttir, Guðmundur Magnússon, Helgi Már Magnússon, Marfa K. Magnúsdóttir. t Systir okkar og mágkona, JÓNA BJARNVEIG BJARNADÓTTIR, sem lést 3. janúar sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 12. þessa mánaðar kl. 13.30. Friðgerður E. Bjarnadóttir, Skamhéðinn S. Bjarnason, Jón Ólafur Bjarnason, Sigrfður Karlsdóttir, Þorgerður M. Gísladóttir. t Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST BJARNASON frá Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Hörður Ágústsson, Margrét Guðjónsdóttir, Birgir Sigurðsson, Jóna Sigríður Kristjánsdóttir, íris Sigurðardóttir, Hafsteinn Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. um Gunnlaugu Kristjánsdóítur og Oskari F. Gunnarssyni. Systkini hans eru Gunnar Már, Brynhildur Stella og Óskar Elvar. Föður sinn missti hann fyrir 11 árum aðeins 53 ára gamlan. Það var þungt áfallt fyrir þau öll. Eftir það leitaði Gullý norður á æskustöðvamar með böm- in sín. Þar bjuggu þau í 3 ár. Á Akureyri vann Krissi á skrifstofu hjá sláturhúsi KEA. Hann átti marga vini fyrir norðan og þótti honum ákaflega vænt um tryggðina, sem þeir sýndu honum. Eftir að þau fluttu suður aftur, hóf hann störf hjá Alþýðubankanum og síðan íslandsbanka, bæði við útibú á Laugavegi 31 og Suðurlands- braut 30. Einnig starfaði hann um tíma hjá íslandsbanka á Blönduósi. Krissi hafði brennandi áhuga á íþróttum, spilaði handbolta með HK og KA, auk þess hafði hann dómara- réttindi og brá sér í hlutverk þjálf- ara. Félagsmálin áttu líka hug hans og gegndi hann meðal annars störf- um fyrir starfsmannafélag íslands- banka. Margs er að minnst frá stundum sorgar og gleði. Mig langar sérstak- lega að minnast frænda míns, þegar hann brosandi og stoltur leiddi brúði Óskars Elvars inn kirkjugólfíð, upp að altarinu. Þar biðu bræður hans, annar sem brúðgumi og hinn sem svaramaður. Þetta var í ágúst fyrir rúmlega þremur árum og framtíðin virtist brosa við. Annað átti þó eftir að koma í ljós. í tæplega tvö ár barðist Krissi við krabbamein. Með léttri lund og bros á vor barðist Krissi við krabbamein- ið. Sumir dagar voru þó erfiðari en aðrir. Þá var gott að eiga móður, sem barðist með drengnum sínum og var honum alltaf öruggt athvarf og skjól. Hann átti líka góða bræð- ur, sem ásamt öðrum í fjölskyldunni veittu honum styrk. Að ógleymdri Stellu systur hans, sem síðustu mán- uðina fómaði öllum sínum tíma fyr- ir bróður sinn, annaðist hann og uppörvaði. Baráttunni er lokið, hann Iést á heimili sínu á nýársdag með móður sinni og systur sér við hlið. Við emm öll leidd í gegnum þetta líf af algóðum guði, þegar erfíðleik- arnir virðst óyfirstíganlegir, þá ber hann okkur í fanginu. Hann sleppir aldrei af okkur hendinni, því getum við treyst. Að lokum vil ég þakka vinum hans og samstarfsfólki við íslands- banka tryggðina og vináttuna við hann þessa erfiðu mánuði. Krissi talaði oft um það, hvað hann væri lánsamur að eiga svo marga góða vini. Starfsfólki Landspítalans þakka ég góða umönnum. Sérstakar þakkir fær Hmnd Helgadóttir frá Heima- stoð fyrir einstaka aðstoð og um- hyggju. Megi guð blessa ykkur öll. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) + Tengdamóðir mín, amma okkar og langamma, KRISTÍN JÓNA JÓNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Skjóli, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 12. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað- ir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Skjóls. Þorsteinn Magnússon, Jens Þorsteinsson, Kristrún Sigurðardóttir, Magnús Þorsteinsson, Kristín Jóna Þorsteinsdóttir, Anna Kristín Rúriksdóttir, Jenna Kristín Jensdóttir, Friðbjörg Jensdóttir. Ástkaer eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN VATTNES JÓNSSON fv. lögregluþjónn, Hjallavegi 9, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 11. janúar kl. 15.00. Lovísa Helgadóttir, Magnea Vattnes, Sævar Hannesson, Bryngeir Vattnes, Ragna Gísladóttir, Guðriður Vattnes, Eyþóra Vattnes, Jónas Helgason, Sólveig Vattnes, Sigurbjörn Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Faöir okkar, tengdafaðir, afi, og langafi. + Hjartkær sonur minn, bróðir okkar og mágur. BRYNJÓLFUR BRYNJÓLFSSON, KRISTJÁN H. ÓSKARSSON, Hrafnistu, Reynihvammi 10, áður Holtsgötu 21, Kópavogi, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 11. janúar verður jarðsunginn frá Víðstaðakirkju mánudaginn 11. janúar kl. 13.30. kl. 13.30. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð Heimastoðar krabbameinslækningadeildar Land- Jóhanna Brynjólfsdóttir, Einar Sigurjónsson, Jón O. Brynjólfsson, Erla Steingrímsdóttir, spítalans, sími 601300. Gunnlaug Kristjánsdóttir, Bára Brynjólfsdóttir, Brynhiidur Stella, Ásthildur B. Cates, James M. Cates, Gunnar Már, Margrét Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Óskar Elvar, Charlotte Vest Pedersen. Með þakklátum huga kveð ég elskulegan frænda minn og bið guð að leiða hann á ljóssins vegum, og varðveiti hann að eilífu. Elfa Bryndís. Ég ætla að minnast fáeinum orð- um vinar sem nú er horfinn, langt um aldur fram, eftir hetjulega bar- áttu við einn af ógnvöldum mann- kynsins, krabbameinið. Ég kynntist Kristjáni er við unn- um saman í nokkurn tíma í íslands- banka á Blönduósi. Kristján var sér- staklega ljúfur og þægilegur maður í umgengni. Ekki minnist ég þess að hann hafi nokkurn tímann skipt skapi og trúr var hann vinum sínum, það sýndi sig vel núna rétt fyrir jól- in er hann helsjúkur útbjó fyrir okk- ur jólakveðju svo sem honum einum var lagið, til að senda í hin útibúin, eins og hann hafði gert undanfarin ár. Þannig var hann alltaf að hugsa um og hjálpa öðrum. Þann tíma er við unnum saman fann ég vel hve vænt honum þótti um fjölskyldu sína, svo oft talaði hann um hana og greinilegt að þetta var mjög sam- heldin fjölskylda, enda fór það svo að hann lauk jarðvistinni heima hjá ijölskyldunni. Það er mikill söknuður að sjá á bak þessum góða dreng, en eins og sagt. er: „Þeir deyja ungir sem guð- irnir elska". Ég þakka alla þá vin- semd sem Kristján sýndi mér og sendi innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans við fráfall þessa góða og mikilhæfa manns sem allt of fljótt er kvaddur héðan. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Helga. Kristján frændi er dáinn, þessi góði drengur sem ekki var nema 31 árs og í blóma lífsins. Við þekktum hann allt frá barnæsku og fylgd- umst með þroska hans alla tíð. Við urðum vitni af því hvernig íþróttirn- ar tóku hug hans allan og hvers virði hann var ættingjum sínum og vinum. I samræðum var hann skemmtilegur og jákvæður og geðprýði hans var við brugðið. En þrátt fyrir að út á við væri hann glaður og kátur, hvers manns hugljúfi, átti hann síðustu árin í baráttu við mjög erfíðan sjúkdóm — sjúkdóm sem engu eirir, þegar hann nær yfirhöndinni. Kristján gafst samt ekki upp, heldur barðist hetju- legri baráttu til þess að reyna að ná heilsunni aftur. Að lokum varð hann þó að láta í minni pokann. Hann vildi ekki liggja á spítala, frekar vildi hann dvelja nærri sínum nánustu, þar til yfir lyki. Við vitum að veikindin hafa reynt mjög á Gullý móður hans og systkini hans og við flytjum þeim og öðrum vandamönn- um hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur á þessari kveðjustund. Söknuður fyllir hugann en þótt við vitum að nú er hann ekki lengur þessa heims, mun minningin um þennan Iífsglaða og góða dreng ætíð lifa með okkur sem þekktum hann. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast. Hann leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðist njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því þú ert hjá mér. Sproti þinn og stafur hugga mig. Minning Kirstjáns Hermanns er ljós í lífi okkar. Katrín og Helgi. Kallið er komið, komin er nú stundih, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn siðsta blund. (V. Briem.) Á nýársdag barst okkur sú frétt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.