Morgunblaðið - 10.01.1993, Page 29

Morgunblaðið - 10.01.1993, Page 29
2$ að vinur okkar og vinnufélagi Krist- ján Óskarsson hefði andast þá um hádegisbil. Að vísu kom sú frétt ekki á óvart, en þrátt fyrir það var öllum brugðið, við vildum ekki trúa þessu. Kristján hefur í tvö ár barist við illkynja sjúkdóm sem þrátt fyrir margar aðgerðir, mikla bjartsýni og lífsvilja Kristjáns hafði loks yfir- höndina. Það er margs að minnast á slíkum stundum, en þegar Kristján kom til okkar frá Laugavegi 31 lifnaði yfír Suðurlandsbrautinni, hann var alltaf með spaug á vör og vinnan var leik- ur einn. Kristján, Kristján glumdi um allan sal ef einhver átti í basli með tölvu eða hvað sem var, Krist- ján var mættur og bjargaði öllu. Hann fór frá okkur um tíma norður á Blönduós en alltaf hafði hann sam- band heim. Þegar hann kom svo aftur var vitað um þennan sjúkdóm. En góða skapið og spaugið var á sínum stað. Hann var að vinna með okkur meðan heilsan leyfði þar til fyrir ári að læknismeðferðir urðu það þéttar og þróttur þvarr. Kristján var hinn mesti hagyrð- ingur, í fyrra orti hann vísur um alla vinnufélagana og voru þær sungnar hér á skemmtun fyrir jólin öllum til mikillar ánægju. Hann stundaði mikið félagslíf innan bank- ans og þar á meðal íþróttir sem áttu stóran þátt í lífí Kristjáns. Hann var hrókur alls fagnaðar þegar bankinn kom saman og er minnisstæð ferð okkar á Eyrarbakka. Þrátt fyrir slæma líðan var góða lundin og glensið alltaf fyrir hendi. Hann Iét ekki hjá líða að koma til okkar í heimsókn, nú síðast á Þorláksmessu með systur sinni og var þá sýnilega mikið veikur, en lét sig ekki muna um að taka dansspor á hækjunum sínum hér í salnum. Við sem nú kveðjum góðan vin getum mikið af honum lært. Aldrei var kvartað, bjartsýnin alltaf efst á baugi. Móður hans, systur, bræðrum og öðru venslafólki sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum fyrir kynni af ljúfum dreng. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Samstarfsfólk, íslandsbanka, Suðurlandsbraut 30. Á morgun verður borinn til grafar Kristján H. Óskarsson, sem lést á nýársdag eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. í sterkan hóp vina, sem kalla sig Gúrme félaga, er nú hoggið stórt skarð. Fyrir hönd þessa hóps langar mig að minnast Kristjáns með nokkrum orðum, þó aldrei hafi ég fundið eins sárlega til þess eins og nú hve orð eru fánýt. Á morgni lífsins eru mönnum sköpuð þau örlög að dauðinn kveðji dyra. Með misjöfnum hætti eru menn leiddir á vit örlaga sinna, en það varð hiutskipti Kristjáns að kveðja þennan heim ungur að árum, á fyrsta degi þess árs sem nú er geng- ið í garð. Kristján var sonur þeirra hjóna Óskars F. Gunnarssonar stýrimanns og Gunnlaugar Kristjánsdóttur hús- móður og starfsstúlku. Hann var þriðji í röð fjögurra systkina, þeirra Gunnars Más, Brynhildar Stellu og Óskars Elvars. Enn verður þessi samhenta fjölskylda fyrir þungu áfalli, því eiginmaður Gunnlaugar og faðir þeirra systkina, Óskar, lést 14. desember 1981, fyrir rúmum 11 árum, einnig eftir langa baráttu við skæðan sjúkdóm. Kristján ólst upp á heimili fjöl- skyldunnar í Reynihvamminum í Kópavogi, og gekk í Kópavogsskóla og Víghólaskóla. Frá æskuárum voru íþróttir hans helsta áhugamál, eins og reyndar fjölskyldunnar allr- ar. Hann æfði handknattleik með Handknattleiksfélagi Kópavogs, og knattspyrnu með íþróttafélagi Kópavogs. Kristján fylgdist vel með öllum íþróttum og var mikill fylgis- maður handknattleiksfélaganna HK og KA. Bróðir Kristjáns, Óskar El- var, leikur handknattleik með KA, MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993 og fylgdist Kristján með bróður sín- um af miklum áhuga. Mikil veikindi síðustu mánuði öftruðu honum ekki að fara á leiki með þessum liðum, og þá sérstaklega þegar Óskar Elvar var að spila. Kristján stundaði nám við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti um skeið. Tölvur vöktu áhuga Kristjáns, og varð hann fljótt leikinn á því sviði, og í raun mest sjálfmenntaður þar. Á árunum 1983 til 1985 bjó Krist- ján á ^Akureyri ásamt fjölskyldu sinni. Á þeim árum vann hann á skrifstofu KEA og æfði og lék hand- knattleik af kappi með KA. Þegar hann flutti aftur til Reykjavíkur hóf hann störf í Alþýðubankanum, og síðar íslandsbanka við Suðurlands- braut, og vann þar til vormánaða 1991, er hann veiktist af sjúkdómi þeim er nú hefur unnið sinn lokasig- ur. Á vinnustað var Kristján eins og alls staðar þar sem hann kom, hrókur alls fagnaðar. Gamanmál og glens var alltaf skammt undan, og hæfileikar hans í starfi og kunnátta var rómuð, enda nýtti bankinn krafta hans til kennslu innan bank- ans, auk þess sem Kristján sat í stjórn starfsmannafélags íslands- banka og skemmtinefnd. Á æskuárum myndast sterkur kjarni vina sem enn heldur hópinn. Nýir vinir hafa bæst við þegar vinir og vinkonur koma með kærustur og kærasta. Samheldni þessara góðu félaga er ekki síst Kristjáni að þakka, sem ætíð lagði manna mest kapp á að Gúrme-félagarnir efldu vinaböndin og hittust sem oftast. Nafngift þessa hóps er frá honum komin eins og svo margt annað sem tengist skemmtilegum og spaugileg- um atvikum, enda var Kristján ávallt spaugarinn í hópnum, í jákvæðustu merkingu þess orðs. Óeigingirni og hjálpfysi ein- kenndu Kristján. Þessi orð eru ekki sögð að óathuguðu máli, þetta eru einfaldlega staðreyndir um góðan dreng. Hann var ætíð fyrstur manna til að bjóða fram aðstoð ef einhver þurfti á að halda, og ekki minnist ég þess að hann hafi nokkru sinni hallmælt nokkrum manni. Það var frekar í hans anda að benda á já- kvæðu hliðamar á öllum málum. Góður persónuleiki Kristjáns kom ekki síst fram í aðdáunarverðri bar- áttu hans við sjúkdóm sinn. í stríði sínu beitti hann sínum bestu vopn- um, óbilandi baráttu og húmomum. Þessi vopn veittu honum eflaust mikla hjálp og styrk í baráttunni við dauðann, þó hann, eins og alltaf, hafi haft betur að lokum. Jafnvel undir það síðasta, þegar vitað var að hveiju dró, var hann samur við sig, sagði brandara og eyddi orku sinni í að stríða móður sinni og syst- ur. Þannig vildi hann líka eflaust að við myndum minnast hans. í stríði sínu við manninn með ljá- inn naut Kristján óþijótandi stuðn- ings samheldinnar fjölskyldu sinnar, enda vildi hann hvergi annars staðar vera en heima. Síðustu dagana, þar til yfír lauk, var hann í góðri umönn- un fjölskyldunnar í Reynihvammin- um. í lokin var sjúkdómslegan búin að taka mikinn toll, og góður Guð Ieysti hann undan miklum þjáning- um og veitti honum hina hinstu hvíld. Elsku Gunnlaug og fjölskyldá, megi góður guð styrkja ykkur á sorgarstundu. Blessuð sé minningin um góðan vin. Hvað boðar nýárs blessuð sól? Hún boðar náttúrunnar jól, hún flytur líf og líknarráð, hún ljómar heit af Drottins náð. Sem Guðs son forðum gekk um kring, hún gengur ársins fagra hring og leggur smyrsl á lífsins sár og læknar mein og þerrar tár. (Matthías Jochumsson) F.h. Gúrmefélaga, Sölvi Sölvason. t Móðurbróðir minn, ÞÓRHALLUR INGVAR JÓNSSON, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 11. janúar kl. 13.30. Guðbjörg Egilsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför EMILS BOGASONAR, Haðalandi 16. Steingerður Halldórsdóttir, Steinun Emilsdóttir, Friðrik Ingason, Lára Valgerður Emilsdóttir, Rolf Brouwer, Bogi Örn Emilsson, dótturdœtur og systkini hins látna. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför STEINGRÍMS GUÐMANNSSONAR frá Snæringsstöðum, Svínadal. Guð blessi ykkur öll. Auður Þorbjarnardóttir og aöstandendur. Ulfarajojónusta t I íltislusmíði Líklsistu stofa EtjvincJar Á rnasonar Vesturhlíð 3 ♦ Sími: 1348S ♦ Davíð Osvaldsson ♦ Heimasími: 39723 + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar sonar okkar og bróður, HAFÞÓRS INGA ÞÓRSSONAR, Hjöllum 16, Patreksfirði. Þór Árnason, Sigríður Einarsdóttir, Erlendur Hrannar Þórsson, Hrefna Ósk Þórsdóttir, Harpa Sif Þórsdóttir. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu vinarhug og kærleik við útför HULDU GUNNLAUGSDÓTTUR. Einnig þökkum við þau blóm og kveðj- ur, sem okkur bárust til minningar um hana, og færum starfsfólki og íbúum á elliheimilinu Grund sérstakar þakkir. Jón M. Gunnlaugsson, Nfna Markússon, Ragnhildur Þórðardóttir, Sigrfður Elfn Sigfúsdóttir, Arnór Þórir Sigfússon, Gunnlaugur Sigfússon. + Hugheiiar þakkir flytjum við öllum sem sýndu okkur vináttu og virðingu vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MAGNÚSÍNU KRISTINSDÓTTUR. Hólmfríður G. Jónsdóttir, Ingvi Sigurður Ingvarsson, Brynleifur Jónsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Sigurður Kristinn Jónsson, Selma Jóhannesdóttir, Helgi Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi okkar, ÓFEIGUR J. ÓFEIGSSON læknir, verður jarðsunginn miövikudaginn 13. janúar kl. 15 frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. Unnur Sigurðardóttir, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Vilhjálmur Egilsson, Anna Katrfn Vilhjálmsdóttir, Bjarni Jóhann Vilhjálmsson, Ófeigur Páll Vilhjálmsson, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Anna Balle, Viggó Balle, Unna Balle, Uggi Balle, Bjarki Balle. + Við þökkum innilega öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð, hlý- hug og vináttu við andlát, minningarathöfn og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS MATTHÍASSONAR útgerðarmanns, Vestmannaeyjum. Þóra Sigurjónsdóttir, Matthías Óskarsson, Ingibjörg Pétursdóttir, Sigurjón Óskarsson, Kristján Óskarsson, Óskar Þór Óskarsson, Leó Óskarsson, Þórunn Óskarsdóttir, Ingibergur Óskarsson, Sigurlaug Alfreðsdóttir, Emma Pálsdóttir, Sigurbjörg Helgadóttir, Kristín Haraldsdóttir, Sigurður Hjartarson, Margrét Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR ÞORLEIFSDÓTTUR, Bauganesi 42. Geir Gfslason, börn, tengdabörn og barnabörn. Lokað Efnalaug Garðabæjar verður lokuð mánudaginn 11. janúar frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar KRISTJÁNS VATTNES JÓNSSONAR. Efnalaug Garðabæjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.