Morgunblaðið - 10.01.1993, Page 48
48
SJÓNVARPIÐ
9,00 RJIDMAFFMI ^ Morgunsjón-
DHHnilLrni varp barnanna
11.15 ►Hlé
14.00 ►Nýárskonsert í Vín Fílharmóníu-
sveitin í Vínarborg leikur tónlist eft-
ir Jóhann Strauss eldri og yngri og
Josef Lanner undir stjóm Ricardos
Mutis, og dansarar við Ríkisóperuna
í Vínarborg dansa undir stjóm Ger-
linde Dill.
16.00 ►Sveitapiltsins draumur Heimiid-
arkvikmynd eftir Hilmar Oddsson og
Ólaf Rögnvaldsson gerð í tilefni af
óskarsverðlaunaútnefningu Bama
náttúrunnar eftir Friðrik Þór Frið-
riksson.
16.55 ►Öldin okkar - Lokaþáttur (Notre
siécle) Franskur heimildarmynda-
flokkur um helstu viðburði aldarinn-
ar. í þessum þætti era tekin fyrir
árin frá 1980 til 1990.
17.50 ►Sunnudagshugvekja Guðlaugur
Gunnarsson trúboði flytur.
18.00 ►’Stundin okkar Garpur og Emelía
halda upp á þrettándann með tilheyr-
andi söngvum, nemendur Karls Jón-
atanssonar spila á harmónikkur og
Móeiður Júníusdóttir syngur Móðir
mín í kví-kví. Ágúst Kvaran eðlis-
og efnafræðingur gerir tilraun, frú
Grýla kemur í heimsókn og Felix
Bergsson syngur lagið Snjókarlinn
með Þvottabandinu. Umsjón: Helga
Steffensen. Upptökustjóm: Hildur
Snjólaug Braun.
18.30 ►Ævintýri á norðurslóðum —
Hannis Bjartur og Rannvá, systkini
frá Þórshöfn í Færeyjum, fara til
sumardvalar hjá ömmu sinni á Skúf-
ey. Þar kynnast þau dularfullum og
einrænum manni sem bömin í þorp-
inu hafa að skotspæni. Systkinin
komast um síðir að sannleikanum
um gamla manninn og reyna að
breyta viðhorfi þorpsbamanna til
hans. En það er ekki fyrr en gamli
maðurinn deyr að þau skilja hvað
þau hafa gert honum og hvaða mann
hann hafði að geyma. Höfundur og
leikstjóri er Katrín Óttarsdóttir.
18.55 ►Táknmálsfréttir
-I9.00 hlFTTID ►Auðleflð °9 ástrfð-
HlL I IIII ur (The Power, the
Passion) Ástralskur framhalds-
myndaflokkur. Þýðandi: Ýrr Bertels-
dóttir. (66:168)
19.30 ►Fyrirmyndarfaðir (The Cosby
Show) Bandarískur gamanmynda-
flokkur um fyrirmyndarföðurinn Cliff
Huxtable og fjölskyldu hans.
20.00 ►Fréttir og veður
20.35 hlCTTID ►Húsið í Kristjáns-
PfLl IIII höfn (Huset pá Christ-
ianshavn) Sjálfstæðar sögur um
kímilega viðburði og kynlega kvisti,
sem búa í gömlu húsi í Christians-
havn í Kaupmannahöfn og nánasta
nágrenni þess. Aðalhlutverk: Ove
Sprogoe, Helle Virkner, Paul Reic-
hert, Finn Storgaard, Kirsten Hans-
en-Meller, Lis Severt, Bodil Udsen
og fleiri. Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir.
(2:24)
21.00 ►Fjallamenn á Fimmvörðuhálsi
Árið 1940 reistu nokkrir frumhetjar
í fjallamennsku og ferðalögum skála
á Fimmvörðuhálsi. Árið 1990, fimm-
tíu árum síðar, var skálinn rifinn og
annar reistur í staðinn. í þættinum
er farið yfir sögu félagsins Fjalla-
manna. Gamlar kvikmyndir og ljós-
myndir, sem Guðmundur frá Miðdal
tók, sýna hvemig þessi hópur leitaði
á vit fjallanna, stundaði klettaklifur
og skíðamennsku og fékk erlenda
menn til að leiðbeina um íjalla-
mennsku. Meðal annars kom hinn
frægi garpur sir Edmund Hillary
hingað til lands á vegum Fjallamanna
og hélt fyrirlestur. Textahöfundur
og þulur er Arí Trausti Guðmundsson
en dagskrárgerð annaðist Hjálmtýr
Heiðdal.
21.30 ►Don Quixote (El Quixote) Upphaf
á nýjum, spænskum myndaflokki
sem byggður er á hinu mikla verki
Miguels de Cervantes um Don Kí-
kóta. Leikstjóri: Manuel Guitierréz
Aragon. Aðalhlutverk: Femando
Rey, Alfredo Landa, Francisco Mer-
ino, Manuel Alexandre og Emma
Penella. Þýðandi: Sonja Diego. (1:5)
22.55 ►Sögumenn (Many Voices, One
World) Þýðandi: Guðrún Arnalds.
23.05 ►Útvarpsfréttir í dagskrárlok
MORGUNBLAÐIÐ
im/ARP/SJONVARP
SUNNUDAGUR 10. JANUAR 1993
SUWWUPAGUR 10/1
STÖÐ TVÖ
9.00 ► I bangsalandi II Teiknimynda-
flokkur með íslensku tali.
9.20 ► Úr ævintýrabókinni Ævintýrið
um Hans og Grétu í teiknimynd.
9.45 ► Myrkfælnu draugarnir Teikni-
myndaflokkur.
10.10 ► Hrói höttur(Young Robin Hood)
Teiknimyndaflokkur um þjóðsagna-
persónuna Hróa hött. (1:13)
10.35 ► Ein af strákunum Mynd um unga
stúlku sem á erfítt uppdráttar í blaða-
mannáheiminum. (9:26)
11.00 ► Brakúla greifi Fyndinn teikni-
myndaflokkur fyrir alla aldurshópa.
11.30 ► Fimm og furðudýrið Framhalds-
þáttur fyrir börn og unglinga. (2:6)
12.00 ► Sköpun (Design) í þessum athygl-
isverða þætti verður spjallað við
hönnuði sem hafa getið sér gott orð
við framleiðslu á stöðutáknum. Þar
á meðal Ferdinand Porsche og Nick
Ashley. Þátturinn var áður á dagskrá
í janúar 1991. (5:6)
13.00
ÍÞRÖTTIR
► NBA tilþrif (NBA
Action) Skemmtilegur
þáttur þar sem liðsmenn bandarísku
úrvalsdeildarinnar era teknir tali.
13.25 ► ítalski boltinn Leikur í beinni
útsendingu frá 1. deild ítalska bolt-
ans í boði Vátryggingafélags íslands.
15.15 ► Stöðvar 2 deildin Fylgst með
íslandsmótinu í 1. deild karla í hand-
knattleik.
15.45 ► NBA-körfuboltinn Leikur í
bandarísku úrvalsdeildinni í boði
Myllunnar.
17.00 klCTTip ► Listamannaskálinn
rlLI lln í þessum þætti sláumst
við í för með breska grínistanum
Lenny Henry en hann kynnir sér
sögu „funk“ tónlistarinnar.
18.00 ► 60 mínútur Fréttaskýringaþáttur.
18.50 ► Aðeins ein jörð Endurtekinn
þáttur frá síðastliðnu fímmtudags-
kvöldi.
19.19 ►19:19 Fréttir og veður.
20.00 kJCTTip ► Bernskubrek (The
PlLl IIH Wonder Years) Banda-
rískur myndaflokkur um unglings-
strákinn Kevin Amold. (5:24)
20.25 ► Lagakrókar (L.A. Law) Lokaþátt-
ur bandaríska framhaldsmynda-
flokksins um félagana hjá Brachman
og McKenzie. Næsta sunnudag hefur
göngu sína á ný framhaldsmynda-
flokkurinn Heima er best. (22:22)
21.15 ► Dýrgripir (Jewels) Framhalds-
mynd í tveimur hlutum sem gerð er
eftir samnefndri metsölubók Danielle
Steel. Sagan hefst árið 1936 á Long
Island í New York með ævintýralegu
brúðkaupi hinnar nítján ára gömlu
Söruh Thompson og Freddie Van
Deering sem hafa þekkst frá bam-
æsku. Það liðu ekki margir mánuðir
þar tii Sarah kynnist hinum rétta
Freddie. Hann er drykkjumaður og
beitir hana andlegu og líkamlegu
ofbeldi sem veldur því að hún missir
fóstur. Hún gerir hvað hún getur til
að láta á engu bera og segir ekki
foreldrum sínum frá fósturlátinu. En
.. Enn mun þó
reimt á Kili.. “
Fyrri hluti
dagskrár um
voveiflega
atburði á Kili
fyrir rúmum
tvöhundruð
árum
RÁS 1 KL. 14.00 Rösklega tvær
aldir eru nú liðnar frá því að þeir
atburðir gerðust á Kili, sem hafa
verið þjóðinni í fersku minni allt
fram á daga núlifandi kynslóðar.
Og þrátt fyrir alla þá dul sem yfir
atburðunum grúfír má hiklaust
fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi
íslensk öræfí sett á svið nokkurn
þann harmleik er látið hefur eftir
sig dýpri spor í meðvitund almenn-
ings eða haft á sér blæ voveiflegri
örlaga. Það er einum tvennt sem
gert hefur þennan atburð harm-
rænni og minnisverðari en flesta
aðra mannskaða er hér verða. í
fyrsta lagi er ekkert vitað um
ferðalok þeirra félaga er hurfu út
í sortann með lest sína og fjárhóp
en komu þaðan aldrei aftur. Tvö
líkin fundust vorið eftir, tvö eftir
65 ár og eitt aldrei. Þá risu lang-
sótt og harðsnúin réttarhöld út af
hvarfí þeirra félaga, þar sem þrír
menn voru ásakaðir um líkrán og
mun það nærri einsdæmi í ís-
lenskri réttarsögu. Fyrri hluti
Reynisstaðabræðra er á dagskrá
Rásar 1 í dag klukkan 14 og seinni
hlutinn að viku liðinni. Höfundur
og leikstjóri er Klemenz Jónsson.
Lenny Henry
rekursögu
funktónlistar
STÖÐ 2 KL.17.00. í þættinum
Listamannskálanum rekur
Lenny Henry sögu funktónlist-
arinnar í þrjá ættliði með við-
tölum, söng og dansi. Á meðal
þeirra sem hann talar við er
faðir funksins, Herra Superbad,
James Brown og Hammer.
Lenny ferðast á milli London,
New York ,og Minneapolis og
heimsækir búllumar þar sem
funkið varð til. Þetta er þáttur
fyrir alla þá sem hafa einhvem
áhuga á „svartri - tónlist".
Leikararnir - Fernando Rey leikur Don Kíkóta og Alfredo Landa Ieikur fylgdarsvein hans,
Sanco Panza.
þegar Freddie niðurlægir hana opin-
berlega með því að koma með tvær
gleðikonur í brúðkaupsafmæli þeirra
taka foreldrar hennar í taumana,
krefjast þess að hún skilji og fara
með hana til Evrópu. Annar hluti er
á dagskrá annað kvöld.
23.15 ► Gítarsnillingar (Guitar Legends)
Þriðji og síðasti hluti tónleikaupptöku
frá Sevilla á Spáni en þar komu fram
margir fremstu gítarleikarar heims.
020 KVIKMYND Kto
Basinger kom öllum á óvart í þess-
ari mynd er hún sýndi að hún er
ágætis leikkona. Myndin gerist árið
1954 og Kim Basinger leikur bams-
hafandi hárgreiðslukonu sem er um
það bil að skilja við manninn sinn.
Fyrir tilviljun verður hún vitni að
morði á meðan hún er að reyna að
ná aftur „listrænum" nektarmyndum
sem teknar voru af henni á hennar
yngri áram. Aðalhiutverk: Kim Bas-
inger, JeffBridges og Rip Tom. Leik-
stjóri: Robert Benton. 1987. Bönnuð
börnum. Maltin gefur ★ ★★ og
Myndbandahandbókin gefur ★ ★'A
1.40 ► Dagskrárlok
Ævintýrí Kíkóta
og Sancho Panza
Myndafíokkur-
inn um
riddarann
sjónumhrygga
er byggður á
verki Miguels
de Cervantes
SJÓNVARPIÐ Kl. 21.30 í kvöld
hefur göngu sína spænskur mynda-
flokkur um ævintýri riddarans sjón-
umhrygga, Don Kíkóta, og meðreið-
arsvein hans, Sancho Panza.
Myndaflokkurinn er byggður er á
verki Miguels de Cervantes, sem
komið hefur út í íslenskri þýðingu
Guðbergs Bergssonar. Framleið-
endur myndaflokksins segjast
fylgja bókinni í smáatriðum og
smám saman koma í ljós skapgerð-
arbrestir og geðveila riddarans, sem
þó nær að hrífa Sancho með sér á
hugarfluginu. Cervantes var mikill
háðsádeilumeistari og líklega er það
hinn lúmski húmor í verkinu sem á
mestan þátt í vinsældum þess.
Seinni þættimir íjórir, sem eru
tæplega klukkustundarlangir,
verða sýndir á mánudagskvöldum
frá og með 11. janúar.
Don Kíkóti - Riddarinn sjónum-
hryggi, Don Kíkóti.