Morgunblaðið - 21.01.1993, Síða 5

Morgunblaðið - 21.01.1993, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1993 5 Úðaði ryð- varnarefni yfír bíl fjöl- skyldunnar Ryðvarnarefni var úðað yfir bifreið í Arbæjarhverfi í fyrri- nótt. Lögreglan handtók mann, grunaðan um verknaðinn, en hann hefur haft í hótunum við fjölskyld- una sem á bílinn frá því að dóttir- in á heimilinu sleit samvistir við hann. Um miðnætti hringdi fjölskyldu- faðirinn í lögregluna og kvaðst hafa grun um að ákveðinn maður ætlaði að skemma bíl hans um nóttina. Um kl. 3 hringdi hann aftur og kom þá í ljós að búið var að úða ryðvarnar- efninu yfir bílinn. Þá var hótunarbréf í póstkassa fjölskyldunnar. Lögreglan handtók mann skömmu síðar, sem er grunaður um verknað- inn. Hann hefur ónáðað fjölskylduna um tveggja mánaða skeið, eða frá því að dóttirin sleit samvistir við hann. Vegna sífellds símaónæðis sem hann stóð fyrir, tók Póstur og sími af honum símann, en þá sendi hann hótunarbréf í staðinn. Maðurinn neitaði öllum sakargift- um. Mál hans er áfram til meðferðar hjá lögreglu. Luktar- Gvendur hvarf á braut LUKTAR-Gvendur hvarf úr Perlunni á þriðjudag, en þar hafði hann verið um tíma. Luktar-Gvendur var tréskurð- arverk eftir sænskan listamann og hafði því verið komið fyrir í kaffiteríu Perlunnar. Það þótti hins vegar ekki heppilegur stað- ur og var Gvendur fluttur að salernisdyrum. Þar virðist hon- um hafa leiðst, því hann hvarf á þriðjudag. Líklegt þykir að einhver hafi haft hann á brott með sér. Ekki er vitað hvert tjón- ið er við hvarf Gvendar, en lista- maðurinn hafði óskað tilboða í verkið. Hæstiréttur staðfestir saksóknar- vald RLR Áréttað að aðilar séu jafnréttháir fyrir dómi HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð Sverris Einarssonar hér- aðsdómara að hafna frávísunarkr- öfu Magnúsar Thoroddsens hrl., verjanda manns sem ákærður hef- ur verið fyrir að kveikja í Klúbbn- um. Hins vegar er áréttað í dómi Hæstaréttar í málinu að þess beri að gæta vandlega að aðilar séu sem jafnast settir fyrir dómi og kemur fram að tilefni þeirrar áréttingar sé það að verjandanum hafði þá fyrst verið afhent gögn málsins þegar hann mætti til þing- haldsins þar sem fjallað var um frávísunina. Synjun frávísunarúrskurðarins var staðfest með tilvísun til forsendna héraðsdómarans og sérstaklega er tekið fram að Hæstiréttur telji að skýra beri 29. grein laga um með- ferð opinberra mála á þann veg að rannsóknarlögreglustjóra sé eins og öðrum lögreglustjórum heimilt að fela löglærðum starfsmönnum sínum rekstur þeirra mála sem ríkissak- sóknari felur embætti hans saksókn í. Morgunblaðið/Sverrir Borgin opnuð á ný Hótel Borg var opnuð á ný sl. þriðjudagskvöld eftir margra mánaða lokun. Tómas Tómasson veitinga- maður keypti þetta fornfræga hótel á síðasta ári og hefur hann látið framkvæma gagngerar endurbætur á hótelinu, bæði á herbergjum og veislusölum. Eflaust fagna flestir Reykvíkingar því að Borgin skuli hafa verið opnuð á ný og engir þó meira en fastagestir hótelsins, sem aftur eru sestir við gömlu borðin sín í matsalnum. Aiusuisse í Sviss Hættir í hrááli Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. ALUSUISSE-Lonza hyggst hætta hráálsframleiðslu í Steg í Sviss haustið 1994. Það mun reka steypuskála áfram í kantónunni Wallis en kaupa hráál á opnum markaði fyrir álvinnsluna þar. Um hundrað manns mun missa vinn- una þegar framleiðslunni verður hætt. Álverið í Steg framleiðir fyrst og fremst fyrir véla-, bygginga- og bif- reiðaiðnaðinn. Eftirspum hefur dregist saman og ástandið í áliðnaðinum al- mennt er auk þess slæmt vegna of- framleiðslu og lágs verðs. Svissneska fyrirtækið hefur því ákveðið að hætta óarðbærri hráálsframleiðslu þar. Það mun framleiða hráál áfram á íslandi, í Noregi og Þýskalandi. Alusuisse var frumkvöðull í sviss- neska áliðnaðinum þegar það hóf ál- framleiðslu í Neuhausen fyrir rúmum hundrað ámm. Það rak einnig álver í Chippis þangað til fyrir nokkmm ámm. Það er eina fyrirtækið sem enn stundar hráálsframleiðslu í Sviss og iðnin mun leggjast niður í landinu þegar framleiðslunni verður hætt. ( I vorar insveum Með hœkkandi sól hristir fólk af sér skammdegisdrungann og lœtur hugann reika til komandi vors. I hugskoti geymum við angan afgrösum, trjdm og blómum. Laxinn fer að ganga í Elliðaámar og jafnvel bragðlaukamir takafjörkipp. Því er tilvalið að koma saman og gera sér dagamun í fiskihlaðborðinu okkar, sem við bjóðum í hádeginu á fimmtudögum og föstudögum. Verið velkomin í Óðinsvé. Við erum alltafí sólskinsskapi, í hvaða veðri sem er.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.