Morgunblaðið - 21.01.1993, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1993
23
BILL (I.IYI'ON SETTUR I EMBÆTTI FORSETA BANDARIKJANNA
Lífs-
glaðir
áhorf-
endur
Washington. Frá Snævari Hreins*
syni.
ÞOTT fólk hafi beðið tímun-
um saman eftir að vera vís-
að inn á áhorfendasvæðið
fyrir framan þinghúsið hér
í Washington virtist engum
vera gramt í geði. Menn
virtust vera ákveðnir í að
skemmta sér á þessum há-
tíðardegi. Þó það hafi verið
nokkuð kalt á meðan á at-
höfninni stóð, var hvergi
ský að sjá og veður hið
besta. Fólk var yfir höfuð
kurteist og þótt þröngin
hafi verið mikil var augljóst
að þolinmæði og gott skap
var uppskrift dagsins.
Lögregluþjónarnir sem voru
á hveiju götuhorni virtust vera
þeir einu sem ekki höfðu tilefni
til að vera í góðu skapi. Þeir
höfðu í nógu að snúast við að
vísa mannfjöldanum á réttan
stað á áhorfendasvæðinu.
Bob og Lorraine Heidie frá
Michigan-ríki sögðu aðspurð
um það af hveiju þau væru til-
búin til að ferðast alla þessa
leið til að vera viðstödd er Bill
Clinton sór embættiseið forseta
Bandaríkjanna: „Þetta er nokk-
uð sem við getum seinna meir
sagt barnabörnum okkar frá.“
Melissa Brown, Patty Heuer
og Lindsey Llewllyn eru fyrr-
verandi bekkjarsystur Chelsea,
12 ára gamallrar dóttur Bill og
Hillary Clinton. Þær kváðust
vera mjög ánægðar fyrir hönd
Chelsea og sögðust nokkuð
vissar um að hún myndi taka
þessum breytingum í lífi sínu
með stakri ró.
Það er athyglisvert hversu
margir voru tilbúnir til að
leggja á sig umtalsvert erfiði
þótt ekki væri útsýnið alls stað-
ar jafn gott. Sumir sátu jafnvel
innan um mannfjöldann með
hitabrúsa og snarl og virtust
ekki hafa nokkurn áhuga á því
sem var að gerast á þrepum
þinghússins. Það skiptir víst
minnstu hvað menn heyra eða
sjá við athafnir sem þessar.
Aðalatriðið er að geta sagst
hafa verið viðstaddur.
Reuter
Vinarkveðja
Chelsea Clinton, dóttir forset-
ans, klappar Millie, hundi Ge-
orge Bush, fyrrverandi forseta,
áður en faðir hennar sór emb-
ættiseiðinn. Millie var talsvert
í sviðsljósinu í embættistíð
Bush, því fjölmiðlar sýndu
henni mikinn áhuga.
Clinton sver
embættis-
eiðinn
Bill Clinton sver
embættiseiðinn með
Hillary konu sína og
Chelsea, dóttur
sína, sér við hlið.
William Rehnquist,
forseti hæstaréttar
Bandaríkjanna, las
honum eiðinn. í inn-
setningarræðu sinni
hvatti hann Banda-
ríkjamenn til að
hræðast ekki breyt-
ingar sem nú færu
í hönd. „Það er ekk-
ert svo slæmt við
Bandaríkin að hið
góða við landið
lækni það ekki,“
sagði forsetinn.
Clinton boðar breytingar og endurnýjun í innsetningarræðu
Bandaríkj amemi færí
fórnir í þágn umbóta
Washington. Reuter.
BILL Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, sagði i ræðu, sem hann
flutti i gær þegar hann var sett-
ur i embætti forseta, að Banda-
ríkjamenn yrðu að búa sig undir
breytingar og færa fórnir til að
koma Bandaríkjunum aftur á
réttan lgöl.
„Ég skora á nýja kynslóð banda-
rískra ungmenna að liggja ekki á
liði sínu í þjónustu við aðra - að
starfa af hugsjón við að hjálpa börn-
um sem eiga bágt, að sýna þeim
umhyggju sem þurfa á aðstoð að
halda, að sameina aftur sundruð
samfélög,“ sagði Clinton, 42. for-
seti Bandaríkjanna.
Ræða forsetans þótti minna á
ræðu, sem John F. Kennedy flutti
þegar hann tók við embætti forseta
árið 1961, og Clinton minntist einn-
ig á Thomas Jefferson, einn af
helstu höfundum Sjálfstæðisyfírlýs-
ingarinnar. „Thomas Jefferson taldi
að til að varðveita undirstöður lands
okkar þyrftum við öðru hveiju að
koma á róttækum breytingum. Við
skulum taka þeim opnum örmum.“
„Það er ekkert svo slæmt við
Bandaríkin að hið góða við landið
lækni það ekki,“ sagði forsetinn
ennfremur og þau orð þóttu minna
á Ronald Reagan, fyrrverandi for-
seta. Clinton lagði þó höfuðáherslu
á að kynslóðaskipti hefðu orðið í
Hvíta húsinu og eins og í kosninga-
baráttunni var honum tíðrætt um
að nú færi í hönd tími breytinga,
endurnýjunar og umbóta.
„Við lofum að tímabil þráteflis
og undanhalds er liðið - nýtt tíma-
bil bandarískrar endurnýjunar er
hafið. Við verðum nú að fram-
kvæma það sem engin kynslóð hef-
ur gert íyrr: við þurfum að fjár-
festa meira í eigin fólki og eigin
framtíð og um leið að minnka gífur-
legar skuldir okkar. Þetta verður
ekki auðvelt og krefst fórna. En
þetta er hægt og unnt er að gera
það þannig að sanngirni sé gætt.“
Hróp valda og forréttinda
yfirgnæfi ekki rödd fólksins
Clinton þakkaði fyrirrennara sín-
um, George Bush, „fyrir hálfrar
aldar þjónustu við Bandaríkin“.
Hann fjallaði ekki um framkvæmd
stefnu sinnar í smáatriðum en vakti
máls á nokkrum meginþemum Ross
Perots, sem fékk fleiri atkvæði í
forsetakosningunum en nokkur
annar óháður frambjóðandi frá The-
odore Roosevelt árið 1912.
„Til að endurnýja Bandaríkin
verðum við blása nýju lífi í lýðræð-
ið,“ sagði hann. „Þessi fallega höf-
uðborg, eins og allar höfuðborgir
frá upphafi siðmenningar, er vett-
vangur ráðabruggs og hagsmuna-
pots. Áhrifamiklir menn ota sínum
tota og hafa sí og æ áhyggjur af
því hver sé í hlýjunni og hver í
kuldanum, en gleyma fólkinu sem
með erfiði sínu og svita heldur þeim
uppi. Bandaríkjamenn eiga betra
skilið. .. Við skulum einsetja okkur
að koma á umbótum í stjórnmálun-
um þannig að hróp valda og forrétt-
inda yfirgnæfi ekki rödd fólks-
ins.“
Sfi
KOTASÆLA
fitulítil og freistandi
Þessi fitulitla og kalkríka afurð býr yfir óþrjótandi fjölbreytni:
Hún er afbragð ein sér, frábær ofan á brauðið með t.d.
kryddjurtum, gæðir súpuna rjómabragði og gefur sósunni
á grænmetissalatið fyllingu og ferskleika.
KOTASÆLA - fitulítil og freistandi