Morgunblaðið - 21.01.1993, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1993
29
Euikur Björnsson
læknir - Minning
Mágur minn, Eiríkur Bjömsson,
læknir í Hafnarfirði, lést 10. jan-
úar á hjúkrunardeild Hrafnistu þar
í bæ.
Hann var fæddur á Karlsskála
við Reyðarfjörð, sonur Bjöms
bónda Eiríkssonar og konu hans
Guðrúnar Þorsteinsdóttur. For-
eldrar hans em af þekktum
bændaættum austan lands, en
ættir kann ég ekki að rekja.
Hann ólst upp á Karlsskála í
systkinahópi, en þau vora sex. Á
undan honum era farin Sigur-
björg, Sigríður og Jón. Eftir lifa
Þorsteinn og Helga Árdal.
í bemsku og æsku stundaði
Eiríkur algeng sveitastörf, en varð
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1919, og kandídat frá
læknadeild Háskóla íslands 1926.
Þá hafði taugaveiki tafíð hann
allmjög í námi. Strax að námi
loknu varð hann staðgengill hér-
aðslæknis í Ólafsvík meðan hann
sat á Alþingi, en fór að því loknu
á fæðingadeild Ríkisspítalans í
Kaupmannahöfn. Það var skylda
íslenskra kandídata til að fá lækn-
ingaleyfí. Hann dvaldi síðan um
skeið við framhaldsnám á ýmsum
spítölum í Kaupmannahöfn. Eftir
heimkomuna vann hann læknis-
störf í Ólafsvík, Hróarstunguhér-
aði og á Neskaupstað. Árið 1933
settist hann að í Hafnarfírði og
var heimilislæknir þar meðan
kraftar entust, eða fram um átt-
rætt. Fyrstu mörg ár gangandi
að nóttu sem degi, en síðari árin
ók hann bíl. Þá var hann skóla-
læknir í áratugi og skólatannlækn-
ir. Allt lék í höndum hans. Sumar
tannfyllingar hans hafa enst í
20-30 ár. Þetta er sagt af eigin
reynslu.
9. febrúar 1929 kvæntist Eirík-
ur Önnu systur minni, dóttur Ein-
ars bónda Friðrikssonar á Hafra-
nesi við Reyðaríjörð og konu hans
Guðrúnar Hálfdanardóttur. Anna
fæddist 5. október 1903 og dó 1.
maí 1988. Þau eignuðust tvö böm:
Bjöm skrifstofumann í Reykjavík,
kvæntan Hjördísi Halldórsdóttur
hjúkranarfræðingi og Guðrúnu
tækniteiknara hjá Orkustofnun.
Hún var gift Hafliða Andréssyni,
framkvæmdastjóra Sjálfstæðis-
hússins. Hann dó 1970. Afkom-
endur Eiríks og Önnu era 12.
Hjónaband Eiríks og Önnu var
einstaklega farsælt, svo að aldrei
bar skugga á.
Eiríkur var mjög vel gerður
andlega og líkamlega. Meðalmað-
ur á hæð, fríður sýnum og bar sig
vel. Greindur, ræðinn og málhag-
ur. Las mikið, einkum íslenskar
bókmenntir, eftir því sem tími
vannst til. Hafði ákveðnar skoðan-
ir og gat haldið þeim fram af festu,
jafnframt sanngimi og skilningi á
skoðunum annarra. Skipti aldrei
skapi svo séð væri. Reiddist sjald-
an, nema hann sæi níðst á þeim
sem minna máttu sín, en gat þá
verið harður í horn að taka. Aldr-
ei niðraði hann öðrum eða talaði
illa um nokkum mann.
Þau hjón bjuggu sér fallegt
heimili að Austurgötu 41 í Hafnar-
fírði. Þar bjó Eiríkur til fallegan
garð með fjölda sjaldgæfra
plantna víðs vegar að. Þar var
ekkert nema úfíð hraun, sem hann
reif upp með jámkarli og gróður-
setti, sléttaði og ræktaði fram á
* FLÍSAR
írA IU
Jóll! ffl
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sfmi 67 48 44
gamals aldur. Óteljandi era þær
vinnustundir, svo að hans nánustu
þótti stundum nóg um, en hann
hafði yndi af.
Eiríkur fylgdist vel með í fræði-
grein sinni og fór margar ferðir,
einkum til Englands og Danmerk-
ur, til að kynna sér nýjungar í
læknisfræði.
Hann var mikill læknir, heim-
ilislæknir í þessa orðs fyllstu merk-
ingu: Lét sér ekki nægja að vitja
sjúklinga einu sinni, þegar hann
var kallaður, heldur fylgdist áfram
með þeim óbeðið, meðan þess
gerðist þörf. Varð vinur margra
fjölskyldna og lét sér annt um þær
í blíðu og stríðu.
Á fýrri hluta starfsævi hans
vora ekki komin á vaktaskipti í
þeim mæli sem síðar varð. Heimil-
islæknar þurftu því oftast að sinna
sjúklingum sínum jafnt á nóttu
sem degi. Veit ég að hans verður
saknað af mörgum eldri Hafnfírð-
ingum, sem nú rifj'a upp minning-
ar um sinn gamla heimilislækni.
Þegar elli og þróttleysi ágerðist
fluttust þau Anna fyrir nokkram
áram á Hrafnistu. Eftir lát Önnu
hefír Eiríkur dvalist á hjúkranar-
deildinni, þar sem hann naut frá-
bærrar umönnunar og aðhlynning-
ar. Lét hann oft í ljós þakklæti til
hjúkranarfólksins og annars
starfsfólks, og vil ég nú fyrir hönd
aðstandenda flytja þessu góða
fólki innilegar þakkir.
Eiríkur hefír verið í hjólastól
síðustu árin. Sjónin dapraðist og
hefír hann lítið getað lesið. En
hann fylgidst vel með í útvarpi.
Hugsun, minni og dómgreind hélt
hann óskertu fram á síðustu daga.
Tveim sólarhringum fyrir andlát
fékk hann heilablóðfall og jafn-
framt lungnabólgu, missti þá fljót-
lega meðvitund og dó án þjáninga,
að því er séð varð.
Flýt þér, vinur, í fegra heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa Guðs um geim.
(Jónas Hallgrímsson)
Blessun Guðs fylgi þessum
milda og hógværa manni og góða
lækni á nýjum leiðum.
Bálför Eiríks var gerð 20. jan- _
úar í kyrrþey að eigin ósk.
Friðrik Einarsson.
VERÐIÆKKUN
mtiam
Sgf""
DAGA
SKYNDiSALA
bmjR
fetfar
ervJ;u?sem
aklæh
Óirúlegt úrval
aí
vöndupu
áídæði.
Verðlækkun á öllum vörum
í versluninni, aðeins í 3 daga,
fimmtudag, föstudag og laugardag.
Opið laugardag frá kl. 10-16.
LYSTADUN-SNÆLAND hf
^óðj
Skútuvogi 11
124 Reykjavík • Sími 814655 / 685588
Sendum í póstkröfu um land allt
'kHjj.