Morgunblaðið - 22.01.1993, Page 17

Morgunblaðið - 22.01.1993, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993 17 Niðurstaðan faglegrar athugun- ar var sú, að óráðlegt væri að leggja til meira en 15% hækkun á viðmið- unarmörkum reiknaðra launa, sem samkvæmt athugunum sérfróðra skattamanna gæfi um 200 m.kr. í tekjur. Þá var það mál manna að hert skatteftirlit gæti aldrei skilað meira en u.þ.b. 100 m.kr. árið 1993. Jafnvel þótt allar aðrar tekjutölur ASÍ væru samþykktar sem efnis- lega réttar (sem sumir draga í efa), vantar hér 2,5 mrð. kr. inn í tekju- öflun fyrrverandi forseta ASÍ. Eftir stendur, að á móti 21,5 mrð. kr. tekjuvöntun stóð aðeins 6,5 mrð. kr. tekjuöflun. Það er 15 mrð. kr. hrein tekjuvöntun. Til að vega upp á móti þessari vöntun hefði þurft að hækka aðrar skatttekjur sem þessu nam, sem t.d. þýddi að út- svarsprósent hefði þurft að hækka um 2% í stað 1% eins og tillaga var um. Jafnvel þótt teknir hefðu verið 6 mrð. kr. að láni erlendis frá, eins og þeir ASÍ-menn gerðu ráð fyrir, væri þó enn við um 9 mrð. kr. halla á ríkissjóði að glíma. Miðað við þá stöðu sem ríkissjóður var í sl. haust voru tillögur þær, sem ASÍ kynnti, glæfraför hvað ríkisfjármál snerti og ábyrgðarlausar þegar höfð er í huga skuldsetning landsins út á við. Höfðu menn þó staðið sig nokk- uð vel við þá iðju að auka erlendar skuldir þjóðarinnar, því þær jukust um 24 mrð. kr. á síðasta ári. Hér lá í reynd meginmunur til- lagna ASÍ og þeirra, sem ríkis- stjórnin síðan ákvað. ASI vildi af- greiða tekjuvanda atvinnuveganna með erlendum lántökum og aukinni skuldsetningu ríkissjóðs til viðbótar ófullnægjandi kostnaðarlækkun. Það hefði verið afar óábyrgt að halda áfram að herða skuldafjötr- ana um þessa þjóð enn frekar. Ég hélt satt að segja að það væri hugs- unarháttur sem væri að hverfa að fresta óþægilegri aðgerð með því að dæla deyfilyfjum í sjúklinginn. Þjóð sem eytt hefur um 70 millj- örðum á undanförnum fimm árum til misheppnaðrar atvinnuuppbygg- ingar ætti að vera varkárari í því að leggja til nýjar erlendar lántökur til skyndiaðgerða jafnvel þótt til- gangurinn sé góður. IV Séð frá heildarhagsmunum þjóð- arbúsins var ekki hægt að sam- þykkja þessar tillögur óbreyttar. Þær hefðu valdið bæði verðþenslu án tekjuhækkunar fyrir atvinnu- ursins á sama stað. Húsin í Þorláks- höfn voru ekki hæf til að vinna fisk til útflutnings á markaði í Evrópu og í Bandaríkjunum, en húsið á Stokkseyri var í mjög góðu ástandi og stór hlutí þess ónýttur. Var leik- ur einn að sameina alla vinnslu fyr- irtækisins á neðri hæð hússins og þar að auki var efri hæðin ekki nema að hluta nýtt. Var í kjölfar þessarar ákvörðunar öllu starfsfólki Árness í Þorlákshöfn sagt upp störfum. Varð þá allt vitlaust hjá Glettingsarmi fyrirtækisins og mik- ill þrýstingur settur á fyrirtækið frá verkalýðsfélaginu og Ölfushreppi og hefur forstjórinn eflaust verið tekinn á teppið og honum hótað öllu illu. Það bar þann árangur að fram komu allskonar kenningar og útreikningar um að hagkvæmara væri að flytja alla starfsemina í braggana í Þorlákshöfn en úrelda 15 ára gamalt hraðfrystihús í full- um rekstri og í mjög góðu standi á Stokkseyri. Er það ótrúlegt að menn skuli gera svo lítið úr sér að setja fram svona kenningar. Nú, eins og áður sagði, hefur fiskvinnslan verið flutt til Þorláks- hafnar og braggarnir málaðir og mokað hefur verið sandinum út úr þeim. Kannski tekst mönnum að framleiða þar freðfisk til útflutn- ings á markaði þriðja heims landa, en ég efast um að um útflutning á Evrópumarkað og Bandaríkjamark- að verði að ræða. Jafnvel þó fram- leiðsla verði stöðvuð í mesta sand- rokinu eru kröfurnar um hreinlæti og aðbúnað, sem kaupendur þar gera, slíkar að Árnes í Þorlákshöfn getur ekki uppfyllt þær með óbreyttum húsakosti. Nú vil ég beina orðum mínum vegina og vaxtahækkun vegna auk- innar lánsfjárþarfar ríkissjóðs. Þá eyði ég ekki frekari orðum að þeirri ógeðfelldu grundvallarhugsun sem þær byggjast á sem er — eyðum í dag, borgum á morgun. Hinsvegar er sú sjálfsagða spurning gagnleg, hvort tillögur ASI gátu nokkurn tímann uppfyllt þær kröfur sem höfundar þeirra gerðu til þeirra. Það á bæði við um áhrif á atvinnustig og rekstrarbata gagnvart sjávarútveginum. Þetta hlutu að vera megin markmiðin. Þetta var tilgangurinn með allri flugeldasýningunni. Krafan um jöfnun byrðanna var að vísu sterk en það gefur augaleið að fjárhagslegar álögur á almenn- ing sem hvorki hefðu styrkt nægi- lega rekstrar- og fjárhagsstöðu sjávarútvegsins né slegið verulega á atvinnuleysið til lengri tíma, hefðu verið frágangssök jafnvel þótt byrð- unum hefði verið deilt jafnt. Það verður því að fá úr því skor: ið með hvaða hætti tillögur ASÍ hefðu leyst þessi tvö viðfangsefni áður en farið er út í samanburðar- æfingar. Því verður ekki á móti mælt að tillögur sem gera ráð fyrir milli 10-15 mrð. kr. fjárhagshalla ríkis- sjóðs hljóta að auka umsvif og at- vinnu á einhveijum sviðum. Annað er nánast óhugsandi. En slík stefna hefur bæði í för með sér verðlags- þensluáhrif og vaxtahækkun sem bætist við þá vaxtahækkun sem vaxtaskatturinn hefði leitt af sér. Það hefði gert öðrum erfitt fyrir. Árangur þess konar gervilífgun- ar hefði verið skammvinnur og skil- ið eftir sig timburmenn. En þetta hefði haft áhrif á meðan áhrifa sprautunnar gætti. Til að viðhalda áhrifum hefði þurft viðbótarinn- spýtingu. Framhaldið þekkjum við. Við vitum að þegar fyrirtækjum er stjórnað á þennan hátt lýkur þeirri för fyrr eða síðar í skúffu hjá fóg- eta. Þjóðarbúskapur einnar þjóðar er svipuðum sköpum undirorpinn, nema hvað þar eru það skattseðlar almennings sem taka við greiðslu- þrotinu. En sjávarútvegurinn — hver hefði staða hans orðið? Hún hefði batnað um 2 prósentustig vegna kostnaðarlækkana. Að viðbættum batnandi viðskiptahalla hefði heild- arbati sjávarútvegsins getað orðið alls 3-3'/2%. Vinnuveitendur sögðu þetta allsendis ófullnægjandi og myndi skilja greinina eftir í bull- aftur til ykkar, sveitarstjórnamenn, og spyrja ykkur hvort þetta sé ekki gott dæmi um yfirtöku þess sterk- ari og áhrifameiri á eignum og at- vinnutækifærum þess veikari. Vil ég minna á að ákvæðið um 5 ára fiskvinnslu á Stokkseyri virðist ekki vera pappírsins virði sem það er skrifað á, slíkur er réttur hins sterk- ari. Vil ég vara stjórnendur minni sveitarfélaganna við að semja ekki af sér því þá geta orðið til svefnbæj- ir hingað og þangað um landið. Það hlutskipti bíður nú Stokkseyrar. Verður bærinn svefnbær fýrir þá íbúa sem ekki geta selt hús sín og flust burt, því ekki verða fasteign- irnar mikils virði í slíkum drauga- bæ. Er það aumt hlutskipti fýrir bæ sem iðaði af atvinnulífi mestallt árið. Höfundur er fyrrverandi starfsmaður Hraðfrystihúss Stokkseyrar ognú húsvörður við grunnskólann þar. andi halla enda var halli greinarinn- ar þá um 8%. Það verður því miður að segjast að tillögur ASÍ bættu stöðu flestra atvinnuvega nægilega nema þeirra sem mest þurftu á leið- réttingu að halda, þ.e. útflutnings- og samkeppnisgreina. Það væri þó ósanngjarnt að sleppa því að skv. tillögum ASÍ áttu að renna 1.800 m.kr. árlega í 5-7 ár til sjávarútvegsins í formi nýrrar byggðastefnu. Sé farinn millivegur á árum þá er verið að tala um 10,8 mrð. kr. gjöf til „sæ- greifanna“ í nafni nýrrar byggða- stefnu, eins og sú gamla hafi gefið svo góða raun. Hver skyldi nú hafa átt að borga þetta? Þetta er nokkuð svipuð upphæð og ríkisstjórnin ákvað að sjávarútvegurinn skyldi greiða sjálfur upp í eigin skuldir í gegnum Þróunarsjóð sjávarútvegs- ins. Hún vildi forðast í lengstu lög að velta þessu yfir á almenning. Niðurstöður þessara hugleiðinga eru þær að tillögur ASÍ hefðu eflaust aukið atvinnu um skeið þótt sú aðgerð hefði bæði verið skamm- vinn og dýru verði keypt. En að- gerðirnar hefðu engan veginn dug- að til að gera sjávarútveginn gang- færan á ný. Tillögurnar hefðu kostað mikinn pening sem þeir ASÍ-menn vildu örugglega skipta réttlátlega niður og að láta breiðu bökin bera hitann og þungann af aukinni skattheimtu. Það er því miður útúrsnúningur að klifa sífellt á því að breiðu bökin geti borgað öll viðbótargjöld hins opinbera. Til þess eru þessi bök hvorki nógu mörg né nógu breið. Á öllu landinu hafa um 8.000 einstaklingar af 196 þúsund framt- eljendum yfir 200 þús. kr. í fram- taldar tekjur á mánuði. Þeim ber að sjálfsögðu að borga sinn skerf og vel það. En þessar miklu og lang- varandi tilfærslur eru of stór biti jafnvel fyrir breiðu bökin. Þess vegna varð að fínna leið til að jafna þessar byrðar sem mest. Það varð, því miður, ekki hjá því komist að lægra launað fólk tæki einnig á sig kjaraskerðingu. Höfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra. ------♦ ♦ ♦------ Pólfari held- ur fyrirlestur EINN þekktasti pólfari Norð- manna, Sjur Mördre, er staddur hér á landi til 25. janúar í boði Skátabúðarinnar. Sjur Mördre er einn af þeim fáu sem hafa bæði farið á Suðurpólinn og Norðurpólinn og náð alla leið. Sjur mun halda fyrirlestur hér á meðan dvöl hans stendur þar sem hann mun segja frá ferðum sínum í máli og myndum og hvaða reynslu hann hefur öðlast hvað varðar útbúnað og að sigrast á náttúruöflunum, en á Suðurpóln- um er um 3.200 km leið að fara og náði hann því ásamt þrem öðr- um á 120 dögum eða fjórum mán- uðum. Fyrirlestrarnir verða tveir og tímasetning þeirra er sem hér seg- ir: Akureyri, Hótel KEA kl. 20 föstudaginn 22. janúar, og Reykja- vík, Sóknarhúsið kl. 20 sunnudag- inn 24. janúar. Aðgangseyrir er enginn á báða fyrirlestrana. Tölvuvetrars Tölvunámskeið fyrir hressa krakka og unglinga! Tölvuvetrarskólinn er einstakt tækifæri fyrir börn og unglinga að fá þjálfun í öllum grunnatriðum tölvunotkunar sem nýtist þeim í námi og starfi og gefur þeim góðan grunn sem þau geta síðar byggt á. Námsgreinar: Ritvinnsla, vélritun, tölvuteiknun, myndgerð, tölvufræði, gagnagrunns-, töflureiknisnotkun, tölvugeisladiskar og leikir. Byrjenda- og framhaldsnámskeið á laugardögum - hagstætt verðHq^ þk-930ig Tölvu- og verkfræöiþjónustan ír Tölvuskóli Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16*stofnaður 1. mars 1986 (jj) NSW* dT S WJ ■ TS WA ÚTSMA NÖtóö.. 3 50 " 80 d o staogbeiðsluafslái 6RE1ÐSLUK0RTAW0 X1IKLIG4RDUR MARKAÐUR VIÐ SUND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.