Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIBVIKUIMCUH ip. FEgRýAR 1^93 iA Steypustöðvarnar íhuga verðhækkanir VERÐ á sementi frá Sementsverksmiðju ríkisins hefur hækkað um 5%. Tonnið hækkar úr 9.285 kr. í 9.770 kr. Steypustöðvarnar hafa ekki ákveðið verðhækkanir á steypu en BM-Vallá telur hækkunar- þörfina ekki minni en sem nemur sementsverðhækkuninni. Sements- verðhækkunin leiðir til 0,1% hækkunar á byggingarvísitölu. Alþingi kemur saman til funda FUNDARHLÉI Alþingis lýkur í dag kl. 13.30 en þá verður settur hundraðasti og fimmti fundur Alþingis, hundraðasta og sextánda löggjafarþings. Þar með lýkur því fundarhléi sem hófst 14 jan- úar. í fjarveru þingmanna hefur verið unnið að umbótum á at- kvæðagreiðslukerfi með tölvubúnaði, m.a. hafa verið settar upp nýjar ljósatöflur í þingsalnum. Alþingismenn hafa notað þetta þinghlé til að sinna þeim margvís- legu verkefnum sem fylgja þing- mannsstarfmu s.s. að ferðast um kjördæmi sín og gera kjósendum grein fyrir liðnu þinghaldi og ræða almennt um landsmálin. Nýtt kerfi Starfslið Alþingis hefur unnið að margvíslegum verkefnum sem tengjast bæði liðnu og fyrirhug- uðu þinghaldi þess 116. löggjafar- þings sem nú stendur yfir. Sú þingfrestun sem lýkur í dag hefur veitt færi á því að vinna að endur- bótum eða viðbótum við hið rafv- ædda eða tölvuvædda atkvæða- greiðslukerfi þjóðþingsins. í þing- salnum hafa verið settar upp tvær ljósatöflur. Auk þess að sýna heildarniðurstöður að lokinni at- kvæðagreiðslu, virkar kerfið þannig að um leið og þingmaður ýtir á hnapp kemur afstaða hans samstundis í ljós á töflunum. Grænt ljós mun tákna jáyrði, rautt neikvæða afstöðu og hvítt að við- komandi greiði ekki atkvæði. Ef þingmanni verður það á að ýta á rangan hnapp getur hann leiðrétt mistökin á meðan atkvæðagreiðsl- an stendur yfir. Samtímaskráning gefur einnig öðrum þingmönnum færi á því að fylgjast með því hvernig aðrir þingmenn greiða atkvæði. Ef afstaða einhvers þing- manns kemur stórlega á óvart, geta nærstaddir þingmenn vakið athygli viðkomandi á hugsanleg- um mistökum. í þinghléinu hafa einnig verið Morgunblaðið/Kristinn Nýja ljósataflan AFSTAÐA einstakra alþingis- manna birtist á nýjum ljósatöfl- um í þingsal um leið og þing- maður greiðir atkvæði. gerðar breytingar á borðum þing- manna og tökkum þeim sem þeir ýta á við atkvæðagreiðslu. Torkennilegar úttektir koma fram á yfirliti eigenda greiðslukorta Röng númer uppgefin í símann DÆMI ERU um að eigendur greiðslukorta hafi séð torkenni- legar úttektir á reikningsyfirliti sínu og við nánari athugun komi í Ijós að óviðkomandi fólk hafi gefið upp rangt kortanúmer við úttekt gegnum síma. Samkvæmt upplýsingum frá greiðslukorta- fyrirtækjunum er sönnunarbyrði í slíkum viðskiptum hjá sölufyrir- tækinu. Að sögn Atla Arnar Jónssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Kredit- korta hf., er tekin ákveðin áhætta í símaviðskiptum með greiðslukort. „Ef korthafi segist ekki hafa pantað vöru þá er það verslunarinnar að sanna það,“ sagði Atli Örn. Hann sagði að söluaðilar færu fram á að viðskiptavinur gæfi upp heimildar- númer til þess að fá staðfest að hann sé til. Ef korthafi neitaði að borga af einhveijum forsendum þá þyrfti hann að styðja það skriflega og verslunin yrði að sanna a<3 við- skipti hefðu farið fram. Að sögn Atla Arnar eru símaviðskipti al- mennt ekki notuð þegar um háar upphæðir er að ræða. Sönnun á móttöku „Það verður að vera sönnun á móttöku fyrir hendi. Éf viðskipta- vinur fær færslu sem hann kannast ekki við þá ber honum að snúa sér til síns viðskiptabanka og leggja fram kvörtun," sagði Þórður Jóns- son, fulltrúi hjá Visa-ísland. „Hún er síðan tekin til athugunar og af- Víglundur Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri BM-Vallár sagðist telja hækkunarþörfina ekki minni en sem næmi hækkun á sementi nú. Þegar hann var spurður hvort markaðurinn þyldi slíka hækkun sagði hann að því yrði markaðurinn sjálfur að svara. „Okkar verðskrá hefur verið óbreytt í tvö ár, eða jafnlengi og verðskrá á sementi." Halldór Jónsson, framkvæmda- stjóri Steypustöðvarinnar, sagði að trúlega yrði að breyta verðskránni en þó væri nokkuð ljóst að markað- urinn þyldi ekki miklar verðhækk- anir. „Verðskráin hefur verið óbreytt frá maímánuði 1991. En á þessum tíma hafa orðið töluverðar verðbreytingar, t.a.m. á olíu og nú á sementi," sagði Halldór. Bág afkoma Halldór sagði að hækkunarþörfín á steypu væri líklegra töluvert meiri greidd eðli málsins samkvæmt. Réttur viðskiptavinarins er mjög sterkur ef þetta eru viðskipti sem hann hefur ekki heimilað og á enga aðild að, og ef viðkomandi söluaðili getur ekki sannað að hann hafi afhent vöru eða veitt þjónustu, er einfaldlega bakfært og korthafínn á ekki að bera neinn skaða af því. Póstverslanir verða að sanna að viðkomandi hafi tekið við vöruníii, að það hafí t.d. verið kvittað fyrir hana á pósthúsi." en sem næmi sementsverðhækkun- inni. „Það er bág afkoma í þessum iðnaði. Bæði hefur orðið samdráttur og auk þess glórulaus samkeppni, eins og alltaf er þegar markaðurinn dregst saman,“ sagði Halldór. --------» ♦ ♦--- Skemmdir af völdum boðflenna TÖLUVERÐAR skemmdir voru unnar á íbúð í Seljahverfi um helgina, þegar unglingasam- kvæmi fór úr böndunum. Að sögn lögreglu hafði 15 ára stúlka fengið leyfi foreldra sinna til að halda samkvæmi. Foreldrarn- ir voru ekki heima. Þegar leið á kvöldið birtust ótal boðflennur sem höfðu heyrt af samkvæminu og fljótlega fór á bera á óspektum. Stúlkan hringdi þá á lögregluna. Þegar lögreglan kom á staðinn voru um 30 unglingar inni í íbúð- inni, en um 70 unglingar fyrir ut- an. Talsvert tjón hafði verið unnið, þ. á m. var rúm brotið, gardínur eyðilagðar og glerbrot voru víða um gólf. Geisladiskum hafði verið hent út um glugga, til unglinganna fyrir utan. Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn, sagði að nauðsynlegt væri að brýna fyrir foreldrum að hafa auga með sam- kvæmum unglinga, þar sem nokkuð algengt væri að þau enduðu á þenn- an hátt, þ.e. að boðflennur væru til vandræða. fm pnny Rúmgóður fjölskyldubíll á verði smábíls 834.010,- kr! V° RR4^ÓNUS' ^~^tþormn! HYunoni ...til framtiðar Bílarnir fást til aíbendingar strax! Verið velkomin - Gerið verðsamanburð og reynsluakið HYUNDAI PONY árgerð '93. BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13, SÍMI: 68 12 00 BEINN SÍMI: 3 12 36 '& '& &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.