Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 Hönnuðurinn Kaj Franck Kaj Frank: Vínkönnur. (Blásið gler.) Hönnun Eiríkur Þorláksson Ýmsar listhreyfingar á þessari öld hafa leitast við að snerta sem flest svið mannlegrar tilveru með list sinni, og gera þannig listina að virkum hluta hins daglega lífs alls fjöldans. Slík viðhorf voru yfirlýstur grundvöllur merkra hreyfinga á borð við De Stijl í Holiandi og Bauhaus-skólans í Þýskalandi, sem hafði geysileg áhrif á hönnun og þjóðfélagsleg viðhorf nútímalistar um öll Vest- urlönd. Nú stendur yfir í sýningarsölum Norræna hússins sýning á nokkr- um verkum fínnska hönnuðarins Kajs Francks, sem var alinn upp við þessa listhugsun, sem oft hef- ur verið kennd við funksjóna- lisma. Hann stundaði nám í list- hönnun um 1930, og varð síðar einn fremsti hönnuður Finna á sviði nytjahluta. Kaj Franck hafði sem slíkur langvarandi og mikil áhrif á framleiðsluvörur, sem hafa undanfarna áratugi borið hróður Myndlist_____________ Eiríkur Þorláksson Það er aðeins tæpt ár síðan Bjami H. Þórarinsson sjónhátta- fræðingur hélt sitt síðasta sjón- þing í Nýlistasafninu, svo að fræði hans ættu að vera listunnendum í fersku minni, en um þessar mundir stendur Bjarni fyrir nýju sjónþingi í Gallerí einn einn við Skólavörðustíginn. Bjami hefur undanfarin ár unn- ið að því að fullkomna þær kenn- ingar sínar, sem byggja á vísiaka- demíu, sem skiptist í vísíóvísindi og vísíólist; allt tengist þetta í svonefndri „benduheimspeki", sem byggir á fímm undirstöðu- þáttum alls lífs (hætti, eðli, formi, efni og gangi). A þessum granni hefur sjónháttafræðingurinn þró- að nokkur kerfí, sem smám saman fylla út í þá heimsmynd, sem mun birtast í þessum fræðum. Af þeim má nefna vísimyndlyklana, sem finnskrar hönnunar út um allan heim. Kaj Franck tók þátt í fjölda sýninga um ævina (hann lést 1989), og var margverðlaunaður fyrir hönnun sína, bæði heima og erlendis. Þannig hlaut hann gull- verðlaun á hönnunarþríæringnum í Mílanó 1951, heiðursverðlaun 1954, menningarverðlaun í Sví- þjóð 1961, gullverðlaun á sýningu í Bandaríkjunum 1961, heiðurs- verðlaun sænska menningarsjóðs- ins 1981, og var gerður að heið- ursdoktor við Konunglega listahá- skólann í London 1983. Með þessi er aðeins nefnt það helsta, en af því má vera ljóst að frægð hans náði langt út fyrir hinn norræna ramma. Sýningin í Norræna húsinu var upphaflega sett saman af Listiðn- aðarsafninu í Helsinki, en hefur farið víða síðan; hingað kemur hún frá Gautaborg. I henni er lögð áhersla á það sem helst ein- kenndi hönnun þessa hægláta listamanns; það er hreinleiki og einfaldleiki formanna, og um leið eðliseiginleikar þeirra efna, sem nú era orðnir 120 talsins, og nota stafatengsl til að skapa kerfi stuðla og höfuðstafa, eins og t.d. PP-lykillinn sýnir; orðmyndanim- ar era jafn fjölbreyttar (alls 50) og mynstrið er margþætt, og ís- lenska stafrófíð myndar regluleg- an ramma utan um lykilinn. Til viðbótar nokkram vísimjmd- lyklunum (sem voru reyndar meg- instef síðasta sjónþings) þá ber hér mest á þriðja kerfinu, vísi- myndríklum, sem má túlka sem ákveðið álestrarkerfí (nafnið er dregið af „rikj-andi formum“); Bjarni hefur þegar unnið 178 af þessum ríklum, og út frá hveijum og einum má síðan vinna vísi- myndrit. Loks er fjórða kerfíð komið vel á veg, en það era vísimyndstaðlar í formi „sjónarhóla", sem era myndaðir eftir ákveðinni formúlu (T=5 V.T.B.). Sjónháttafræðing- urinn hefur þegar fullgert tuttugu sjónarhóla, sem flestir tengjast „stöðu“ (aðstöðu, forstöðu, mis- átti að nota við framleiðsluna. Þetta kemur einna best fram í þeim húsbúnaði, sem er mest áberandi á sýningunni, en þar eru borðbúnaður, diskar og glös helstu sýningargripirnir. Eitt besta merki um góða hönn- un er hversu langlíf hún er í fram- leiðslu fyrirtækjanna. Það er ótrú- legt að hugsa til þess í hraða nútímans, þegar gærdagurinn er óljós og síðasta vika fjarlæg for- tíð, hefur sumt af þeim vörum sem Kaj Franck hannaði verið fram- leitt áratugum saman, og alltaf notið vinsælda. Af slíkum hlutum má nefna að Scandia-hnífapörin, sem flestir íslendingar hafa átt eitthvað af, voru framleidd í sam- fellt þrjátíu og sjö ár (1952-89); krakkur úr steinleir vora fram- leiddar í tuttugu og tvö ár (1953-75), og Prisma glervörur voru fyrst framleiddar í 12 ár (1967-79), og hafa síðan aftur verið framleiddar óslitið frá 1985. Þegar hugsað er til þeirra gífur- legu breytinga í tísku, húsagerð og öllu heimilishaldi síðustu ára- tugi er það ótvírætt vitni um gíf- stöðu, sjálfsstöðu o.frv.) Enn er mikið verk óunnið í þessu kerfi, því hugmyndin er að sjónarhólarn- ir verði alls 360 talsins, líkt og gráður hringsins. Öll renna þessi fræði saman í vísimyndafræðinni, sem verður hin myndræna útfærsla kerfanna; Bjarni setur hér upp nokkra mynd- ræna stuðla og höfuðstafí sem dæmi um möguleikana, og tenglin við bragfræði íslenskunnar verða ljós af þessum tilvísunum. Það má njóta þessa sjónþings (sem hinna fyrri) á fjölbreyttan hátt. Framsetning fræðanna (t.d. vísimyndlykla og vísimyndríkla) er oftast í formi ákveðinna mynstra, sem eru unnin af mikilli nákvæmni hvað varðar stærð- fræðileg atriði flatarmálsfræðinn- ar; það má jafnvel gleyma inntak- inu um stund og dást að handverk- inu einu saman, sem hvaða lista- maður sem er væri fullsæmdur af. En öllu frekar ber þó að benda á þá nákvæmu, allt að því smá- urlega framsýni hönnuðarins, hversu vel vörur hans hafa staðist kröfur nýrra tíma. Eitt helsta leyndarmálið á bak við þessa hluti er efnisgildi þeirra og einfaldleiki. Glerið er hreint og beint, stálið er sterkt og ein- falt; hlutleysið er aðalsmerki þeirra. Vegna þessa geta hlutirnir lagað sig að fjölbreyttu umhverfi og aðstæðum í ýmsum löndum, og alltaf haft yfir sér listrænan svip. Skrautgripir hönnuðarins og verk unnin með þráðatækni í lit- Bjarni H. Þórarinsson: PP-lyk- ill (1991). smugulegu — en ávallt fersku — hugsun sem býr að baki; kímnin er heldur aldrei langt undan, þann- ig að þama sameinast ýmsir þeir þættir, sem margir hafa talið allt of lítið af í samtímalistinni, sem um of einkennist af einföldum eða grannfærnum formþreifingum einum saman. uðu gleri endast hins vegar ekki eins vel, þar sem þau gera meiri kröfur til umhverfísins, og laga sig síður að því en nytjahlutirnir. Sýningunni í Norræna húsinu er vel fýrir komið í glerskápum, og ágæt sýningarskrá gefur góðar upplýsingar um listamanninn, fer- il hans og helstu starfssvið. Sýningin á hönnunarverkum Kajs Franeks í Norræna húsinu stendur út febrúarmánuð, en henni lýkur sunnudaginn 28. febr- úar. Þessi fræði era nú svo vel á veg komin, að full ástæða er til að þau fari brátt að birtast á bók. Þar gætu þau verið í aðgengilegu formi, þar sem myndlyklar, ríklar, benduheimspekin o.s.frv. er sett fram í þeim tengslum, sem gerir þau handhæg öllum þeim fjölda Islendinga, sem hefur unun af möguleikum orðsins, framsetingu þess og tilvísunum. Sjónþingin eru góð út af fyrir sig, en heimild þeirra í bókarformi væri kjöreign. Það verður verkefni framtíðar- innar að færa yfír í myndrænt form þá margþættu hugsun, sem kemur fram í viðfangsefnunum hér, og verður gaman að sjá hvern- ig það gengur upp. Þannig eru allar líkur á að sjónþing framtíðar- innar verði ekki síður áhugaverð og örvandi en það sem ber fyrir augu hér; sú óhefðbundna en um leið agaða listhugsun sem sjón- háttafræðingurinn er að skapa ætti að vera kjörinn grannur fyrir öfluga myndsköpun. Sjónþingi Bjarna H. Þórarins- sonar í Gallerí einn einn við Skóla- vörðustíginn lýkur að þessu sinni fímmtudaginn 11. febrúar. Sjónþing í Gallerí einn einn Skagfirðingar á nítjándu öld Békmenntir Sigurjón Björnsson Skagfirskar æviskrár Tímabilið 1850-1890, VI. bindi Aðalhöfundur: Guðmundur Sig- urður Jóhannsson Sögufélag Skagfirðinga 1992, 431 bls. Rétt fyrir jólin kom út sjötta bind- ið af Skagfírskum æviskrám, mikið rit um hálft fímmta hundrað blaðsíð- ur. Skagfirskar æviskrár eru því orðnar feiknamikið ritsafn. Á áran- um 1964-1972 komu út fjögur bindi af æviþáttum fyrir tímabilið 1890- 1910. Árið 1981 birtist svo 1. bindi fyrir tlmabilið 1850-1890. Innihélt Steinunn Þórarinsdóttir mynd- höggvari opnaði sýningu á verk- um sínum í Gallerí Slunkaríki á ísafirði laugardaginn 6. febrúar. Sýningunni lýkur 21. febrúar. Verkin eru unnin í járn, blý, gler og ryðfrítt stál. Þetta er áttunda einkasýning Steinunnar. Steinnunn Þórarinsdóttir hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis, m.a. á Ítalíu, í Danmörku, Bandaríkjunum, Japan, Færeyjum, Svíþjóð og Frakklandi. Verk Steinunnar eru víða í opin- berri eign, s.s. minnisvarðar í Sand- það bindi 292 þætti sem samdir höfðu verið af Jóni Sigurðssyni á Reynistað og Sigurði Olafssyni á Kárastöðum. Eiríkur Kristinsson kennari bjó þá bók til prentunar. Frá og með 2. bindi tók Guðmundur Sigurður Jóhannssson ættfræðingur við samningu æviþátta og hefur hann síðan samið þá alla að örfáum undanteknum. í þessum sex bindum hafa nú birst 1200 æviþættir. Skýr- ir útgáfustjórinn, Hjalti Pálsson, frá því í formála að eftir séu um 500 þættir, sem muni vera efni í þrjú bindi til viðbótar. Skagfirskar æviskrár í höndum Guðmundar era merkt og vandað ritverk. Æviþættir eru ítarlegir og vel samdir. Raktar era ættir þeirra gerði og á Grund- arfírði, altaristafla í Kópavogskirkju, verk í Stjórasýslu- húsinu á ísafirði, og í SPRON, Seðlabankanum, RÚVAK, Borgar- kringlunni, Leifs- stöð og víðar. Steinunn hefur einnig unnið við leikmyndir og búninga hjá leikhús- um og kennt við Myndlista-og hand- iðaskóla íslands. sem þættirnir eru um, oft langt aft- ur íaldir. Er höfundur bersýnilega orðinn ákaflega fróður um norð- lenskar ættir og gagnkunnugur heimildum bæði prentuðum og óprentuðum. Mjög gagnlegt er hversu vel er vísað til heimilda bæði I þáttunum sjálfum og í lok hvers þáttar. Vert er að nefna að hér er ekki einungis að fínna ættfræðifróð- leik um skagfirskar ættir heldur og utanhéraðs, einkum eyfírskar og húnvetnskar. Frásögn af æviferli viðkomanda er talsverð. Ýmsar skemmtilegar atvikalýsingar er að fínna og sömuleiðis persónulýsingar, sem fundist hafa í gömlum heimild- um. Eru þær sumar smáskrítnar og ekki í neinum eftirmælastíl: „E. var mikill vexti og fríður sýnum, af- burðagreindur og talinn forspár, en þrályndur, drykkjugjarn og dei- lusamur sem faðir hans hafði verið." Um konu eina segir: „Kann og skil- ur sæmilega, en er heldur partísk." Einn var „þægðarmaður og rétt í meðallagi að sér.“ Þá var einn „tal- inn óráðvandur á köflum". Annar var „sinnulítill nema um hégó- mann“. Loks er sá sem var „talinn illmenni, einkum við vín, og var hann talinn verri en faðir hans eða föðurbræður ...“ En að sjálfsögðu eru þeir langtum fleiri sem fá hinn ágætasta vitnisburð. Höfundur virðist tilgreina trú- verðuglega öll þau viðurnefni eða uppnefni sem mönnum hafa verið gefín. Heyrt hef ég að Skagfirðingar hafí löngum verið örlátir á slíkar nafngiftir, oft af litlu tilefni. Hygg ég að margt af þessu hefði mátt liggja í þagnargildi. Stundum er að því vikið að ætt- fræði sé óviss fræðigrein, því að stundum sé óvíst um rétt faðerni. Höfundur lætur ekki undir höfuð leggjast að greina frá því ef orðspor hefur verið um annað faðerni en hið skráða. Mikla sögu segja æviþættir sem þessir um lífskjör og aðstæður Skag- firðinga á síðustu öld. Það sem e.t.v. vekur mestan óhug er hinn ofboðs- legi barnadauði. Á einum stað rakst ég á að hjón áttu 13 börn en aðeins 3 komust til fullorðinsára. Og býsna brokkgeng hafa skagfírskir forfeður okkar og formæður verið. Ekki er ótítt að bamsfeður og barnsmæður séu þetta 3-5 eða jafnvel fleiri. Þættir Guðmundar eru prýðilega læsilegir og stundum skemmtilegir. Kryddaðir eru þeir af og til með kveðlingum um eða eftir þá sem um er ritað. Og víða bregður fyrir skemmtilegum tilsvöram eða orð- ræðum. í þessu bindi era 175 æviþættir. Er það lægsta þáttatala í bindunum sex og er þetta þó með þeim lengstu. Virðast mér þættir Guðmundar hafa fremur tilhneigingu til að lengjast. Er því vel farið, þar sem það bygg- ist ekki á óþörfu málskrúði heldur aukinni heimildanotkun. í bókarlok er skrá yfir prentaðar heimildir og óprentaðar svo og heim- ildamenn ( sex smáleturssíður) Nafnaskrá er rækileg á 50 smálet- urssíðum. Prýðilega er þess bók út- gefin og prentvillur rakst ég ekki á við fljótan lestur. Óhætt er að hvetja Sögufélag Skagfirðinga og Guðmund Sigurð Jóhannsson sér- staklega til að halda áfram þessu ágæta verki og herða fremur róður- inn. Fjögur ár eru frá því að fímmta bindi kom út. Það þykir þeim sem þetta ritar fulllangur tími. Steínuim í Slunkaríkí Steinunn Þórarínsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.