Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 „Eilífðar lítið blóm í skini hreinu...“ Málverk eftir Jóhannes S. Kjarval, 1929 __________Leiklist_____________ Eyvindur Erlendsson Leggur og skel Suðurlandsleikhúsið. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Mynd: Guðrún Svava Svavars- dóttir. Tónlist: Leifur Þórarinsson. Þingborg. Staðurinn er við þjóð- veg númer eitt, næsta nákvæmlega í Arnessýslunni miðri, rétt austan við Selfoss. Leikflokkurinn, Suður- landsleikhúsið, er gagngert stofnað- ur til þess að setja þessa tilteknu sýningu á svið en að baki hugmynd- inni blundar þó sá draumur að tak- ast mætti að stofna sterkan leik- flokk, alvöru leikhús, fyrir Suður- landið allt, flokk sem safnaði til sín áhugamönnum jafnt sem fagmönn- um af svæðinu öllu — og víðar og hefði allt það sama umhverfi að „markaðssvæði". Þeim síðarnefndu, það er; fagmönnum, hefur fjölgað með dijúgum hraða á undanförnum árum hér „í hinum lágu, grænu sveitum millum straumþungra vatna Suðurlandsins“. Hvort hug- myndin um stofnun slíks leikflokks er góð eða slæm, — um það vil ég ekki greiða atkvæði neitt, hér og nú. Hingað til hefur, hér um sveit- ir, ríkt sá mórall að menn vinni í smáum einingum, hver heima hjá sér, en skiftist þess í stað á heim- sóknum með sýningar sínar, eins greiðlega og auðið er. Kannski á sá fasteignasala Suðurlandsbraut 14 @ 678221 fax: 678289 Opið laugardag frá kl. 11-13 Einbýlis- og raðhús Þingasel - einbhús Stórglæsil. ca 350 fm á tveimur hæð- um. 5-6 svefnherb. Ca 70 fm innb. bíi- skúr. Afgirt sólverönd m. útisundlaug. Getur hægl. nýst sem 2ja íb. hús innan sömu fjölsk. Einkasala. Fagrihjalli - nýtt parh. Nútímalega hannað á notalegum og skjólsælum stað í Suðurhlíöum Kóp. 181 fm ásamt 27 fm bílskúr. Að fullu frág. á vandaðan hátt. 3-4 svefnherb. Verð 14,5 millj. Einkasala. Vesturhús. Einbýli. V. 17,5 m. Jöklasel. Raðhús. V. 14,0 m. 2ja-6 herb. Hæð og ris - makaskipti Skemmtileg íb. á tveimur hæðum í Samtúni. Sórinng. Parket á gólfum. Góður garður með sólverönd útaf eld- húsi sem er rúmg. m. borðkróki. Æskil. skipti á 3ja herb. íb. á svipuðum slóðum. Klapparstígur - 4ra Glæsil. 4ra herb. íb. tilb. u. trév. í nýju blokkunum á Völundarlóöinni. íb. er björt og rúmg. Óviðjafnanl. útsýni. Góð greiðslukjör. Gott verð. Selvogsgrunn - 3ja Góó 80,5 fm íb. á 3. hæð. 2 svefn- herb., góð stofa, stórt eldhús. Suðursv. Nýl. gler. Björt og falleg íb. á friðsælum stað. Verð 6,9 millj. Einkasala. Bogahlíð. 4ra herb. V. 8,1 m. Austurberg. 4ra herb. V. 7,6 m. Okkur vantar allar gerðir eigna i sölu. Erum með fjölda ákveðinna kaupenda á skrá. Alhliða ráðgjöf - ábyrg þjónusta Kjartun Kagnars hrl. fallegi hugsunarháttur sér ekki lífs- von lengur nú þegar allt þarf að sameina, hagræða og sentralíséra, — efla tii stórátaka. Rétt. Hún er ekki líkleg til fyrirferðarmikilla af- reka en þá ber þess að gæta að alþýða manna hér virðist ekki nema meðaltrúuð á stórafrek, hvorki í list- um né atvinnumálum, né langt að dreginn liðssafnað í einn stað, nema þá að undangengnum iangdregnum kaffibollasetum og með vitund og vilja alls almennings, inn til dala og út á sanda. En; allt streymir, eins og Heroclitos mælti. Sjálfur held ég mest upp á hug- myndina um fijálsa leikhópa sem geta orðið til og horfíð eftir því sem listrænar hugmyndir kvikna og slokkna hjá fólki með getu og frum- kvæði, hvort heldur í atvinnu- mennsku eða áhugamennsku og hvort heldur er „á höfuðborgar- svæðinu" eða í þeim skrítna stað sem í biöðunum heitir: „Úti á landi“. En vor tími er tími teikniborðsins og skipulagsdellunnar og kannski á sú fallega hugmynd sér ekki lífsvon heldur. Það er til umræðu. Veskú. í upphafinu mun þetta sem nú er orðið að sýningu í Þingborg hafa verið hugsað sem kynning á skáld- skap Jónasar Hallgrímssonar, — fyrir böm. Það byijar líka þannig. Eftir nokkurn veginn klassískt for- tjald í djúpum rauðum og rauðbrún- um gullaldarlitum, lýst leyndar- dómsfullu skini, birtist mynd af landslagi, böðuðu sól. Það er saum- uð mynd, eða applíkeruð, gerð úr djúpbláu og grænu flaueli ásamt okkurgullnu (silki, að ég held) með hinum alþekkta bláa himni fýrir ofan hin alþekktu fjöll og hóla. Gott ef ekki voru einnig fuglar og blóm. Inn í þessa skínandi mynd bland- ast hljómlist og svo gengur inn í hana lítil nútímastúika, klædd bleik- um eróbikkbuxum og með slegið, sítt hár. Bók í hendi. Hún sest á grasbalann (sviðsbrúnina) og fer að stauta sig fram úr kvæði í bókinni: „Efst á Arnarvatnshæðum ... oft hef ég fáki beitt...“ Þá birtist maður, hávaxinn og herðalotinn og kveðst höfundurinn sjálfur, enda þótt hann sé, að vísu, ekkert líkur myndinni af skáldinu, sem litla stúlkan á í bókinni sinni og getur borið saman við hann. Þessi maður hefur lítinn brúðudreng á handlegg sér, líkt og búktalarar hafa og lætur hann tala fyrir sig þegar hann sjálf- ur fer hjá sér eða þarf að hafa yfir eitthvað sem hann sjálfur (Jónas) á að hafa sagt eða ort á meðan hann var ennþá smár drengur. Þetta sam- tal er rólegt og hlýtt og er fylgt eftir að tónum fallegrar stúlku með flautu, sem hefur komið sér fyrir undir ljósinu, á litlum palli frammi í sal, vinstra megin við ieiksviðið, — ásamt píanista. Leiksýning? Ekki ennþá. Bókmenntakynning? I og með. Þó ekki beinlínis. Eiginlega er hér eitthvað á ferð líkt og hjá kvikmyndameistaranum Tarkovskí: Málverk sem smátt og smátt fer á hreyfingu, tekur til máls og andar frá sér hljómlist. Þannig séð er þetta auðvitað rak- inn vegur ungum áhorfanda beint inn í leyndarheima allra lista, ósundurgreint. Og þannig séð; bók- menntakynning, myndlistarkynn- ing, tónlistarkynning og leiklist fyr- ir börn, — af bestu gerð. Sá háttur er hér hafður á að skói- um er boðið fyrirfram að senda börn sín á sýninguna, heila bekki saman, einn eða fleiri og kennurum þar með send lögin á nótum, þau sem talið er að bömin gætu sungið með, þannig að kenna megi þeim þau fyrirfram. Þetta þykir lofsvert framkvæði og hefur nokkuð verið stundað. Þó er þarna hængur á sem mig langar að fara um fáeinum orð- um. Hængurinn er sá, hvað vegur- inn inn í heim listanna er mjór, ef svo má segja. Það komast hann ekki. margir saman. Hann er eigin- lega algjört einstigi. Sem þýðir að hver og einn er þar einn á ferð. Sumir segja að skáldskapur, ekki síst Jónasar, sé algjört einkamál, milli hans og lesandans — í hreinni eintölu; góður skáldskapur kann að snerta þannig, — fara þannig inn á mann beran, — að maður fari hjá sér og fyllist einhvers konar blygðun ef þriðji maður bætist í félagsskap skáldsins og hlustandans, að ekki sé nú talað um heilan hóp barna úr sama skóla og sama bekk, komin saman í rútuferð, — barna sem eiga heilmikið af æsandi hlutum óupp- gerðum sín á milli, jafnvel vel geymd prakkarastrik í pokahorninu sem lengi hefur dregist að hrinda í fram- kvæmd og hópferðin skapar svo upplagðan grandvöll fyrir. Það er gaman í hjörð. Það er gaman í rútu. Þá er stuð. Sú listsýn- ing sem ekki verkaði líkt og hemill á einstaka glaðværð rútunnar, líkt og ofanígjöf jafnvei, fyrir ólætin á leiðinni, mætti ráða yfír aldeilis yfir- gengilegu afli. Það þyrfti eiginlega að stöðva skriðu sem komin er af stað og búa til nýja á öðram stað. Það eina sem gæti komið í beinu framhaldi af hópferðarstemmning- unni er eiginlega það að leikararnir stigju fram úr sýningunni strax í byijun og syngju: (Og allir með nú!“) Og „Hippidí hæ og hippdidí hí! svo bergmálar fjöllunum í“. En þá yrði enginn Jónas, enginn galdur og ekkert ævintýr. Þá yrði bara einfaldur gleðskapur og hasi sem eins vel væri hægt að vekja í frímínútum úti á skólalóð. Og þá yrðu líka margar litlar sálir, þær sem komnar væra gagngert að vitja ævintýrsins; prinsessunnar, forynj- unnar, háskans, fagnaðarfundanna, blómanna og fiðrildanna, smala- drengsins með legg sinn og skel, — þá yrðu þær fyrir sáram vonbrigð- um. Um það mundi að vísu einhver segja að slík böm ættu eftir að þurfa að þoia það mörg vonbrigðin hvort eð væri að þeim væri eins gott að fara að venja sig við strax, — í þessum vélbyssutaktgeltandi, popp-rútubílagleðskapar- og at- hafnaskáldaheimi. Það kann því að vera beggja blands að tratta börnum, hjörðum saman, á vit listarinnar. A hitt ber jafnframt að líta að blessuð bömin, Ofanleiti - 3ja herb. Til sölu 3ja herb. mjög falleg fbúð á 3. hæð. Allar inn- réttingar mjög vandaðar, flísalagt bað, parket á her- bergjum og gangi, teppi á stofu. Þvottaherb. og geymsla innaf eldhúsi. íbúðin er svo til ný. Bílgeymsla. Til sýnis í dag og fimmtudag frá kl. 17.30-21.00. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu: if ÁSBYRd if Su&urlandsbraut 54, 108 Reykjavík, sími: 682444, fax: 682446. INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteígnasali. SÖLUMENN: Örn Stefánsson og Þórður Ingvarsson. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. lóggiltur fasteignasali Nýkomnar á söluskrá meðal annarra eigna: Rétt við Árbæjarskóla glæsil. raðhús á tveimur hæðum m. 6-7 herb. íb. um 170 fm samt. Innréttaður kj. um 85 fm m. fráb. fjölskaðstöðu. Gufubað. Heitur pott- ur. Góður sérb. bílsk. Góð lán áhv. Ný úrvalsíbúð við Reykás 118 fm á 2. hæð. Tvöf. stofa, 3 rúmg. svefnherb., góður sjónvarps- skáli. Sérþvhús. Tvennar svalir. Allar innr. og tæki af bestu gerð. Gamla, góða húsnlánið kr. 2,5 millj. Á vinsælum stað í Mosfellsbæ glæsil. nýtt parhús á einni haeð m. góðum bílsk. og sólskála samt. 169,5 fm. Allar innr. og tæki af bestu gerð. Mjög góð lán fylgja. Skipti mögul. á nýl. 4ra-5 herb. íb. í borginni eða nágr. Skammt frá Hótel Sögu mikið endurn. 3ja herb. íb. á 3. hæð tæpir 80 fm. Risherb. m. snyrt- ingu fylgir. Góð geymsla í kj. Góð endurn. sameign. Tilboð óskast. Hveragerði - einbhús - eignaskipti Einbhús um 120 fm v. Borgarheiði. 4 góð svefnherb. Bílsk. m. geymslu. Eignaskipti mögul. Gott verð. Daglega ieita til okkar fjórsterkir kaupendur með margs konar óskir um fasteignaviðskipti. Sérstaklega óskast góðar 3ja, 4ra og 5 herb. íb. og ennfremur lítið einbýli í borginni eða á Nesinu. • • • Viðskiptum hjá okkur fylgir ráðgjöf og traustar uppl. Opið á laugardag. AIMENNA FASIEIGNASAUN LAUGAVEG118 SiMAR 21150 - 21370 : EIGINAME)IIMNH, Sími 67-90-90 - Sídumúla 21 Jórusel Vorum að fá í sölu 249 fm glæsil. einbhús ásamt 35 fm bílskúrsplötu en undir henni er geymslurými. Á 1. hæð eru m.a. stofur, blómaskáli, eldh., baðherb., þvottaherb. og búr. Á 2. hæð er stórt sjónvarpsherb. og 3-4 herb. Á jarðh.-kj. eru 2 herb. auk útgrafinns rýmis (mögul. er á séríb.). Verð 17,5 millj. 1952. -Ábyrg [ijónusta í áratugi. Sirvil 67-90-90 SÍÐUMÚLA 21 ::

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.