Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 21 Vonarhugur stuðningsmanna Clintons dvínar Nýi forsetinn hrasar um hveija þúfu fyrstu dagana Wiishington. The Daily Telegraph. FYRIR þrem vikum var Washington á öðrum endanum vegna emb- ættístöku Bills Clintons. Rætt var um „Nýja dögun“ í Bandaríkjun- um og almenningur sameinaðist um að óska þess að nýja forsetan- um tækist vel upp. Og örlögin virtust honum hliðholl. Þegar hann tók við voru góð teikn á Iofti, vaxtarhraðinn i efnahagnum orðinn um 4% og allt benti til þess að Clinton gæti náð endurkjöri 1996. Nú gætir ókyrrðar hjá tryggum aðdáendum. Dagblaðið The New York Times, sem studdi Clinton eindregið i kosningabaráttunni, sagði i forystugrein á mánudag að „greinileg þoka pólitískrar fá- kænsku" væri að leggjast yfir Hvíta húsið. Verður Clinton afleitur forseti? The Wall Street Journal, sem aldr- ei hefur verið hrifið af honum, sagði að vandamálin sem Clinton hefur lent í vegna leitar að hæfum dóms- málaráðherra, gæfu til kynna að stjórn hans væri ekki eingöngu „vanhæf heldur líka álappaleg eins og æðstu menn væru heimóttarleg hjónakorn frá sveitahéruðum Ark- ansas“. Sumir úr röðum demókrata eru farnir að óttast að ferill Clintons verði aðeins fjögur ár og eins kon- ar framhald af forsetatíð Jimmys Carters á áttunda áratugnum. Þá drukknaði forsetinn í smáatriðum, lét auðmýkja sig á alþjóðavettvangi og verðbólgan óx hratt; eftirleikur- inn varð auðveldur fyrir repúblik- ana 1980. Illkvittnir stjómmála- skýrendur segja að eina viðbótin sé „pólitísk rétthugsun", þ.e. kross- ferð nútímalegra demókrata er vilji aðeins leyfa eina „rétta“ skoðun á öllu milli himins og jarðar. En hinu má auðvitað ekki gleyma að fjöl- miðlar í Bandaríkjunum, sem yfir- leitt studdu Clinton gegn George Bush, eru ekki beinlínis staðfastir, skipta hratt um skoðun og gera oft allt of mikið úr vandamálum ríkjandi forseta. Brandarahræðsla og fát Sem skammarlegt dæmi um ein- feldningslega alvöruna í Hvíta hús- inu er nefnt að einhver hafi komist í skýrslur alríkislögreglunnar, FBI, um Kimba Wood dómara, sem kom til greina í embætti dómsmálaráð- herra, og lekið upplýsingum þaðan í fjölmiðla. Þar kom fram að á námsárum sínum í London School of Economics í Bretlandi æfði Wood Bill Clinton. sig um hríð til að geta starfað sem léttklædd „kanínustúlka“ fyrir tímaritið Playboy er sumum þykir í djarfari kantinum. Embættismað- ur í Hvíta húsinu sagði að menn hefðu óttast að þetta hefði getað orðið tilefni „brandara". Önnur ástæða var þó gefin fýrir því að Wood dró sig í hlé. Hún hafði fyrir nokkrum árum ráðið ólöglegan innflytjanda sem bamfóstru en þetta gerðist áður en slíkt framferði var bannað með lögum. Embættismenn stjómarinn- ar höfðu orðið felmtri slegnir yfír því hve miklu uppnámi það olli er í ljós kom að upprunalegt ráðherra- efni, Zoe Baird, hafði brotið um- rædd lög og þar að auki trassað að greiða skatt barnfóstrunnar. í fáti var því ákveðið að ýta Wood til hliðar, aðeins vegna þess að mál hennar minnti við fyrstu sýn á mál Baird - og nú em allir óánægðir. Stjórnmálaskýrendur segja að nær hefði verið fyrir Clinton að taka örlitla áhættu og tilnefna Wood. Margir rifja upp að pólitískt hugrekki hafi aldrei þótt einkenna Clinton. Hann reynir frekar mála- miðlanir og er oft sakaður um að vilja þóknast öllum en slíkt leiðar- ljós gagnast að sögn ekki til lengd- ar húsbóndanum í Hvíta húsinu. Lofað upp í ermina Clinton var óspar á loforð um að gæta Tyllsta „réttlætis og sann- girni“ gagnvart konum og ýmsum minnihlutahópum við mannaráðn- ingar. Hann hefur ákveðið að kona verði dómsmálaráðherra en tíma- frekt getur reynst að finna nokkra sem hefur til þess ótvíræða hæfi- leika, ekki síst snjalla, lögfræði- menntaða konu sem aldrei hefur freistast til að ráða ólöglegan inn- flytjenda í fóstrustarf. Mistökin fyrstu vikurnar eru enn undarlegri í ljósi þess hve kosninga- baráttan tókst frábærlega vel. Þá var lögð megináhersla á efnahags- vandann en alveg frá embættistök- unni hefur Clinton þurft að helga tíma sinn hvers kyns táknrænum málum sem snerta lítt almenna borgara. Enn sem komið er virðist Clinton njóta samúðar almennings í ríkum mæli þótt komnar séu vöflur á ýmsa atvinnumenn í stjórnmálum og fjölmiðlum og margir þingmenn demókrata séu ákveðnir í að fara síriu fram, hvað sem stefnu forset- ans líði. En málefnin sem Clinton hefur einkum fengist við undan- farnar vikur - réttindi samkyn- hneigðra til herþjónustu, hlutfall kvenna og blökkumanna í æðstu embættum, endurskipulagning á ofvöxnu skrifræði umhverfisvemd- armála - eru ekki málefni sem bandarískum almenningi finnst vera mikilvægust í lífinu. Vinsam- leg afstaða þess mikla meirihluta sem venjulega hefur lítinn áhuga á stjórnmálaþjarkinu gæti því breyst hratt ef Clinton tekst ekki að reka af sér slyðruorðið. Reuter Eljagangur í Jerúsalem Eljagangur hrellti íbúa Jerúsalemborgar í gær og var myndin tekin á strætisvagnastoppistöð þar í borg. Eiga borgarbúar ekki að venjast því að þurfa kappklæða sig á þessum árstíma vegna éljagangs. GUM-verslun- in einkavædd Moskvu. The Daily Telegfraph. HLUTABRÉF í GUM, þekktustu stórverslun Moskvu, voru seld al- menningi á mánudag og er þetta liður í einkavæðingaráætlun rúss- nesku stjórnarinnar. Stórverslunin er á Rauða torginu gegnt Kreml og grafhýsi Leníns. Hún var stofnuð á keisaratímanum og verður hundrað ára á næsta ári. Verslunin skiptist í hundrað deildir og megnið af hlutabréfunum var selt starfsmönnum hennar og einkafyrirtækjum. Á mánudag hófst sala á afgangnum, eða 15% hlutabréfanna. Almenningi gafst þá kostur á að kaupa hlutabréf á uppboði og getur greitt fyrir þau að hluta með einkvæðingarávísun- um sem dreift hefur verið til allra Rússa og nema 10.000 rúblum, um 1.200 krónum. Ekki er líklegt að fjárfestarnir fái arð af eigninni í bráð því fyrir- hugaðar eru miklar viðgerðir á byggingunni vegna hundrað ára afmælisins á næsta ári. Stolt Moskvuborgar GUM þóttí bera af öðrum versl- unum í Moskvu á valdatíma kommúnista. Urvalið var þar mikið á sovéskan mælikvarða, enda urðu viðskiptavinirnir að bíða í löngum röðum klukku- stundum saman eftir afgreiðslu. Vilja einkavæða hraðbrautiraar Bonn. Reuter. STJÓRNVÖLD í Þýskalandi lýstu yfir því í gær að stefnt væri að því að einkavæða hraðbrautírnar einhvern tíma í framtíðinni. Hrað- brautakerfi landsins er alls um 11.300 km að lengd, hið lengsta í álfunni. „Samsteypustjórnin samþykkti að endurbætur á járnbrautakerfinu yrðu fjármagnaðar með því að einkavæða hraðbrautirnar," sagði í yfirlýsingu Dieters Vogels, tals- manns ríkisstjórnar Helmuts Kohls kanslara. Fyrsta skrefið verður að „íhuga með opnum huga“ gjaldtöku fyrir afnot af brautunum. Verður þá beitt þeirri aðferð að bílstjórar kaupa spjald sem þeir líma innan á framrúðuna svo að hægt sé að fylgj- ast með því hveijir borga. Embættismenn búast við því að hægt verði að draga úr umferðar- þunganum á hraðbrautunum með gjaldtöku þar sem fólk muni þá fremur nota venjulega þjóðvegi þar sem hægt er að aka ókeypis eða nota almenningsfarartæki. Gert er ráð fyrir harðri andstöðu af hálfu hagsmunasamtaka bíleigenda við þessar áætlanir. Hraðbrautakerfíð í Þýskalandi var að mestu lagt á valdaárum nasistaforingjans Adolfs Hitlers. Er sagt að hann hafí einkum haft í huga að góðir vegir gerðu kleift að flytja skriðdreka og önnur vigtól hratt frá einum vígstöðvum til ann- arra. HEIMILISIÐNAÐARSKOLINN Laufásvegi 2 - simi 17800 UTSKURÐUR Kennari: Bjarni Kristjánsson. 20. feb. - 3. apríl laugardaga kl. 10-13. Skráning fer fram á skrifstofu skólans mánu- daga - fimmtudaga kl. 14-16 í síma 17800. .■ jm-‘i —' — ■ _i _'_ ■ . ií J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.