Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 - fclk f fréttum FINNLAND Islenskir sveppir vekja athygli Finna Frán berserkjasveppur till kúa- lubbi“ er fyrirsögn sem sjá mátti í fínnska dagblaðinu Huvud- stadsbladet fyrir nokkru. í fyrir- sögninni segir einnig að úrval sveppa á íslandi sé meira en menn gruni. Höfundur greinarinnar, Berit Thors, segir m.a. frá því þegar hún kom til Islands fyrir 12 árum og fór inn í Þórsmörk. Þar tíndu hún og dóttir hennar reiðinnar býsn af sveppum sem tuttugu manna hópur grillaði síðan fyrir utan sæluhúsið. Síðan hefur Berit komið aftur til íslands, haldið hér námskeið fyrir sveppaáhugafólk og kynnt sér nán- ar hvaða tegundir vaxa hér á landi. í greininni rekur hún hvar hinar og þessar tegundir sé að finna. Þá vísar hún einnig í umfjöllun í Vik- unni 1984 og til íslenskra bóka sem fjalla um sveppi. Greinin sem birtist í Huvudstads- bladet sýnir einnig kort af ís- landi og eru staðirnir sem Berit Thors fjallar um merktir inn á. Krakkarnir í 5. og 6. bekk Höfðaskóla ásamt sr. Agli Hallgrímssyni. Morgunblaðið/Óiafur Bemðdusson Heildsöluverð á undirfatnaði frá CACHAREL og PLEYTEX. Einnig snyrtivörurá kynningarverði. ÞOKKI Faxafeni 9, sími 677599 HJÁLPARSTARF Kökur seldar fyrir bágstadda Skagaströnd. Krakkarnir í 5. og 6. bekk Höfðaskóla fengu sr. Egil Hallgrímsson, sóknarprest, í heim- sókn til sín í skólann nú nýverið. Tilefni heimsóknarinnar var að krakkamir voru að afhenda prestin- um rúmlega 4.200 króna gjöf til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Krakkamir söfnuðu peningum þannig að þau tóku sig til fyrir jól- in og bökuðu smákökur. Kökurnar seldu þau síðan í versluninni Borg hf. gegn vægu verði, einn föstu- dagseftirmiðdag skömmu fyrir jól. Þau höfðu fengið leyfi verslunar- stjórans til að stunda sölumennsku sína í þijá tíma en allar kökumar seldust upp á þremur stundafjórð- ungum. Sr. Egill þakkaði krökkunum framlagið og sagði þeim jafnframt ýmislegt um Hjálparstofnunina. Meðal annars það að með 1.000 króna framlagi á mánuði sé hægt að taka að sér fósturbam á Ind- landi. Em krakkamir nú að athuga möguleika sína á að taka að sér slíkt fósturbam með föstu mánað- arlegu framlagi. - Ó.B. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! Jltofgiiitltfitfrife ^ VIÐURKENNIN G AR Oli Þór Magnús- son Iþróttamaður ársins í Keflavík Keflavík. A Oli Þór Magnússon, knatt- spymukappi og markakóngur í liði IBK, var útnefndur íþrótta- maður ársins í Keflavík. Oli Þór hefur um langt skeið verið einn Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Óli Þór Magnússon, íþróttamað- ur ársins í Keflavik. helsti markaskorari Keflvíkinga og á síðasta ári hefur frægðarsól hans skinið hvað hæst þegar hann varð markakóngur 2. deildar með 18 mörk og var einn af lykilmönnum ÍBK sem þá vann sig upp í 1. deild. Óli Þór Magnússon er annars trésmiður að atvinnu. Hann er 29 ára og hefur leikið á þriðja hundrað leiki í deild og bikar frá því hann lék sinn fyrsta leik með meistar- flokki ÍBK sem var gegn Víkingi í Keflavík árið 1980, þá 17 ára. Fyrsta markið sem Óli Þór setti var gegn Þrótti úr Reykjavík þetta sama ár og síðan hefur hann verið iðinn við að hrella markverði. „Mér gekk ágætlega á síðasta keppnistímabili eins og flestum í liðinu. Við höfum æft ákaflega vel í vetur og emm staðráðnir í að standa okkur vel í 1. deildinni næsta sumar,“ sagði Óli Þór í samtali við Morgunblaðið. Þegar hann var spurður að því hver galdurinn væri við að skora mörk sagði hann að þar hjálpaðist margt að, útsjónar- semi, heppni og síðast en ekki síst löngun til að skora. „Annars get ég nú líka verið óttalegur klaufí fyrir framan markið," sagði Óli Þór ennfremur. -BB PENINGAMÁL Willie Nelson gerir upp við skattmann Austín í Texas. Frá Stefáni Þór Stefánssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Síðustu þijú árin hefur hinn víð- frægi sveitasöngvari, Willie Nelson frá Texas, unnið baki brotnu við að safna fyrir ógreiddum skött- um. Vandræði hans eiga rætur að rekja til lélegra fjárfestinga á árun- um 1980-84 að ráði Price Waterho- use ráðgjafarfyrirtækisins. Eftir stranga samningalotu síðasta ár komust skattayfírvöld að sam- komulagi við Willie um að hann greiddi 9 milljónir Bandaríkjadala af þeim 17 milljónum sem hann skuldaði í skatta. Nelson skrifaði ekki bara undir ávísanir til greiðslu skatta í gær, heldur einnig fjölda eiginhandaráritana og sagðist vera hamingjusamur með að málinu væri lokið. Eftir eignaupptöku og uppboð skattayfírvalda árið 1990 á sveita- setri Willie Nelsons í Dripping Springs, Texas, keyptu vinir og aðdáendur Willies setrið til baka og gáfu honum. „Það erfiðasta var að sjá allt fólkið í kringum mig; allir komu mér til varnar og það var yfirþyrmandi,“ sagði Willie. Undanfarin þijú ár hefur hann eingöngu unnið að því að koma sér út úr skattavandræðunum. Hann hefur því ekki getað einbeitt sér að nýsmíði undanfarið, en þar sem hann er nú „on the road again“ má búast við nýju efni á næstunni, einkum með nýliðna reynslu í huga. Willie Nelson er einmitt á uppleið á réttum tíma, því sveitatónlist á nú vaxandi fylgi að fagna í Banda- ríkjunum. COSPER 11492 C0SPER Mér finnst nú kominn tími til að þau fái sér litasjónvarp!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.