Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 13 AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir RUNE BECH Pólverjar innleiða ströngnstu fósturey ðingalög Evrópu Einkastofur blómstra og skottulæknar mala gull MÁLNINGIN er flögnuð af veggjunum í stigaganginum og óþefinn leggur frá tveimur ruslapokum sem liggja þar sundurrifnir eftir kattaklór. „Læknastofa" stendur á lítt áberandi skilti á útihurð einka- íbúðar í steinsteyptu fjölbýlishúsi við Ciolka götuna í úthverfinu Wola. Maður á fimmtugsaldri með lítið svart yfirskegg klæddur læknasloppi opnar dyrnar og býður inn. í herbergi hægra megin þegar inn er komið sitja þrjár stúlkur á aldrinum 16-20 ára og bíða þess að fá fóstureyðingu. Ein þeirra flettir taugaóstyrk tímariti, hinar tvær sitja og stara þögular á gólf- ið. Handan lokaðrar hurðar inn í hitt herbergi íbúðarinnar berst glamur frá áhöldum sem verið er að raða á álbakka. Dulbúið orðalag og óskráð símanúmer Á þessum stað er ein af einka- reknum lækningastofum Varsjár þar sem fóstrum er eytt bak við niðurdregin gluggatjöld utan opin- bera heilbrigðiskerfisins. Kostnað- ur við fóstureyðingu nemur pólsk- um mánaðarlaunum, og konur í vanda bíða í biðröðum. Þessar nýju lækningastofur bjóða varfærnis- lega þjónustu sína í auglýsingum aftarlega í dagblöðunum með dul- búnu orðalagi eins og „íhlutun" og „kvensjúkdómaþjónusta" - og oft- ast er aðeins gefið upp óskráð símanúmer. Eftir 36 ára tímabil fijálsra fóst- ureyðinga undir stjórn kommúnista er nú allt umtumað í Póllandi ka- þólskunnar. Nú neita öll opinberu sjúkrahúsin að framkvæma fóstur- eyðingar. Og nú hefur efri deild þjóðþingsins - gegn vilja þjóðarinn- ar - samþykkt ströngustu lög Evr- ópu til þessa gegn fóstureyðingum, þar sem tilvísun til félagslegra aðstæðna er algjörlega hafnað og bæði læknir og sjúklingur eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fang- elsisdóma. Maðurinn í sloppnum vísar veg- inn inn í eldhús þar sem heit gufan streymir út í herbergið frá sjóðandi vatni í katli. Öðrum megin við eld- húsvaskinn standa nokkur pill- uglös, hinum megin brauðsneiðar og hangibjúga. Síminn hringir á matborðinu: „Hvað það kostar? Ja, við erum meðal þeirra ódýrustu. Það kostar 3,5 milljónir (um 14 þúsund ísl. kr.). Sé óskað eftir deyf- ingu greiðist hún aukalega," segir hann og hellir sjóðandi vatni í bolla með Nescafe. „Aðrir taka allt upp í tíu milljónir," bætir hann við. „Eigum við að taka frá tíma strax?“ „Peningalega þurfum við ekki að kvarta yfír lögunum um bann við fóstureyðingum. Þetta er að verða eins og fyrir stríð þegar kvensjúkdómalæknar voru meðal þeirra ríkustu í samfélaginu," segir maðurinn brosandi um leið og hann leggur símann á. Af tillitssemi hef- ur Morgunblaðið heitið því að nefna hann aðeins „K“. Hann rekur Lech Walesa forseti Póllands kyssir á hönd Jóhannesar Páls páfa við upphaf fundar þeirra á Italiu. Forsetans bíður nú að staðfesta stórherta löggjöf um fóstureyðingar, sem þykir til marks um sívaxandi áhrif kirkj- unnar þar í landi. einkalækningastofuna ásamt konu sinni, sem er læknir, þrátt fyrir hættu á strangri refsingu. Kona kemur út úr lækningastof- unni og gengur framhjá eldhúsinu. Hún er föl og sviplaus. Tekur jakka af snaganum í anddyrinu og flýtir sér út. Stuttu síðar kemur hvít- klædd eiginkona K út úr lækninga- stofunni og rekur höfuðið inn í bið- stofuna: „Næsta!“. Ung stúlka með sítt, dökkt hár eltir reikul í spori. Hurðin lokast á eftir þeim. „Auðvitað erum við hrædd um að yfirvöld láti til skarar skríða gegn okkur. Reikna má með að efnt verði til nokkurra sýndarrétt- arhalda til að skapa fordæmi. En það verður erfítt að leggja fram sannanir. Á yfírborðinu er hér að- eins kvensjúkdóma lækningastofa. Það er ekki bannað. Og eingöngu við og viðkomandi kona vitum hvað gerist bak við lokaðar dyr okkar. Báðir aðilar hafa eðlilega hag af því að þegja,“ segir K. Úrslitasigur kirkjunnar Langfiestar fóstureyðingar í Pól- landi eru hjá stúlkum á aldrinum 15-20 ára. Skólamir bjóða ekki upp á neina raunverulega kynfræðslu, og kirkjan segir notkun getnaðar- varna vera synd. Erfítt er að fá getnaðarvarnir, auk þess sem þær em hálfgert feimnismál. Aðeins fáar táningsstúlkur em nógu þroskaðar til að nýta sér náttúm- legar getnaðarvamir kirkjunnar - sem almennt eru taldar einskonar „kaþólsk rúlletta". ■Er kommúnistar réðu ríkjum vom framkvæmdar um 300-500 þúsund fóstureyðingar árlega í Póllandi, sem svarar til þess að um annarri hverri þungun lauk með fóstureyðingu. En í maí 1992 vann kaþólska kirkjan úrslitasigur þegar læknasamtök Póllands samþykktu í skyndiatkvæðagreiðslu á lækná- þingi nýjar siðareglur sem banna læknum að framkvæma fóstureyð- ingar. Eftir það hafa engir opinber- ir spítalar eða læknastofur þorað að bjóða upp á fóstureyðingar. Jafnvel ekki þótt umboðsmaður þingsins hafí mótmælt með tilvísun til þess að pólsk lög veita konum rétt til að krefjast fóstureyðingar. En þau lög verða senn afnumin. Fyrir nokkra samþykkti neðri deild pólska þingsins, Sejm, að banna fóstureyðingar, en þó með undan- tekningum ef líf konunnar væri í veði og þegar um væri að ræða nauðganir eða siflaspell. Efri deild þingsins staðfesti þessi lög 30. jan- úar og hefur Lech Walesa forseti 30 daga til að taka afstöðu til þeirra. Ástandið er verst hjá þeim þung- uðu konum sem ekki hafa ráð á að greiða heil mánaðarlaun upp á 3,5 milljónir zloty fyrir fóstureyð- ingu á vel búnum lækningastofum og leita því til kvenna með pijóna í bakhúsum. Þessir ódým skottu- læknar fjarlægja ekki fóstrið, en stinga aðeins í fylgjuna með pijón- um. Þegar legvatnið rennur úr leg- inu deyr fóstrið, og þegar svo er komið em ríkisspítalamir skyldugir til að fjarlægja fóstrið og bjarga lífi konunnar. Niðurstöður skoðanakannana sýna allar að mikill meirihluti Pól- veija, eða um 55-60%, vill halda í heimild til fóstureyðinga. Eitt er kirkjusókn á sunnudagsmorgnum, annað hversdagsleikinn í Póllandi með tveggja herbergja íbúðum, lækkandi meðallaunum, vaxandi atvinnuleysi, og einþykkum körlum með þarfir sem ekki virða vestræn kvenréttindi. Krafa um þjóðaratkvæði í skáp uppi á gangi á fímmtu hæð pólska þinghússins bendir þingmaðurinn Zbigniew Bujak - einn af hinum gömlu vinstrisinnuðu hetjum Samstöðu - á svignandi bókahillur fullar af undirskriftar- listum með áskomn um þjóðarat- kvæðagreiðslu um fóstureyðingar: „„Þarna em fleiri en milljón nöfn, en því miður er málið senn úr sög- unni þótt þjóðaratkvæðagreiðsla gæti fellt bannið úr gildi. Pólland er fallið undir kaþólsku kirkjuna, sem hagar sér eins og arftaki kommúnisma, bæði hvað varðar hroka og einræði. í gær var Pól- land einræðisríki kommúnismans, í dag er landið kirkjuríki," segir hann þunglega við Morgunblaðið. Þingmaður nokkur sem Morgun- blaðið ræddi við segist hafa fengið upphringingu frá biskupnum, sem bauðst til að ræða við hann um „kristilegt gildi stjómmálastarfs- ins“: „Hann viðurkenndi að ég réði því hvemig ég greiddi atkvæði, en nefndi fímm vandamál sem ég gæti átt á hættu að standa frammi fyrir: Kirkjan gæti hafnað mér sem skímarvotti og fermingarvotti, ég fengi ekki böm mín skirð eða gift í kirkju, auk þess sem ég fengi ekki að ganga til altaris," segir hann. Þingmaðurinn, sem skýrir frá því að kona hans hafí sjálf tví- vegis fengið fóstureyðingu, kaus að vera fjarverandi þegar atkvæði vom greidd í neðri deild þingsins. í einkalækningastofunni við Ci- olka götu kemur unga stúlkan með síða, dökka hárið út úr lækninga- stofunni. Hún er þögul. Hún tekur jakka sinn í anddyrinu og fer. Úr lækningastofunni heyrist á ný glamur frá tækjum í álbakka - það er verið að undirbúa móttöku þeirr- ar næstu. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins í Varsjá. Helgi Hálfdanarson VEITUR OG VEITINGAR Að undanfömu hefur æ oftar verið komizt svo að orði í fjölmiðl- um, að „miklu fé“ sé veitt til ein- hverra framkvæmda, að „mörg- um miljónum" skuli veitt til þessa eða hins, o.s.frv. Þarna er einhver misskilningur á ferðinni, því að réttu lagi skyldi sagt, að „mikið fé“ hafí verið veitt til verksins, og að „margar. miljónir" skuli veittar í þessu skyni. Ljóst er, að sögnin veita tekur ýmist með sér þolfall eða þágu- fall; og leiki vafí á því, hvort fallið skuli valið, má taka mið af því, hvort um er að ræða veitu eða veitingu. Sé rætt um veitu (t.d. vatns- veitu, rafveitu), skal nota þágu- fall. Því er sagt, að vatni sé veitt á engjar (en ekki að vatn sé veitt), enda er þar um að ræða áveitu (en ekki áveitingu). Sömu- leiðis er ánni veitt í nýjan farveg (en ekki.á/n). Og rafmagninu er veitt út í dreifíkerfið (en ekki rafmagnið), því þar er að verki rafveita (en ekki rafveiting). Sé hins vegar rætt um veitingu (t.d. vínveitingu, fjárveitingu), skal nota þolfall. Því er sagt, að vín sé veitt í veizlu (en ekki að víni sé þar eða þangað veitt), enda fer þar fram vínveiting (en ekki vínveita, sem þó væri kannski stundum til hagræðis í framkvæmd). Eins er mikið fé veitt til ýmissa starfa (en ekki miklu fé), því þar er um að ræða fjárveitingu (en ekki fjárveitu). Því skal sagt, að ríkisstjórnin þyrfti að veita miklu fleiri miljón- ir til kennslu í íslenzkri málfræði en hún gerir (en ekki fleiri miljón- um). Vera má að aðrar sagnir líkrar merkingar, sem taka með sér þágufall (svo sem verja, eyða, sóa) eigi nokkra sök á þeim mgl- ingi sem þarna hefur orðið. Rétti- lega er sagt: að veija einhverju til einhvers, eyða miklu fé, sóa miljónum í óþarfa. Slík smitun er einatt býsna varasöm. En hvað sem því líður, skora ég á stjómmálamenn að veita framvegis mikið fé til allra mála, helzt allmarga miljarða umfram fjárlög, ástunda sem sé á öllum sviðum miklar fjárveitingar, en láta árans „fjárveiturnar“ lönd og leið. Nýjar vorvörur Frá GARDEUR Stakir jakkar Dömubuxur ull/trevira Gallabuxur Stuttbuxur Pils Frá GEISSLER Dragtir stakir jakkar Frá DIVINA Ýmiss samstæðufatnaður, s.s. jakkar, pliseruð pils, blússur og peysur Úlpur frá Fulwiline Peysur frá Jáger-Grote. Öðunru. fataverslun v/Nesveg Seltjarnarnesi Opið dagiega frá kl. 9-18 Laugardaga frá kl. 10-14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.