Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 23 IWnrgtiwMaliilí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Erlendar lántökur - fölsk lífskjör róun atvinnu- og efnahags- mála í Færeyjum og skuld- ir Færeyinga við umheiminn eru alvarleg viðvörun til íslendinga, enda ýmsar hliðstæður í efna- hagslífi þjóðanna. Þjóðarbú- skapur beggja byggist að stærstum hluta á sjávarútvegi, sem sætir vaxandi veiðita- kmörkunum. Báðar hafa slegið ótæpilega erlend lán til að standa undir eyðslu langt um tekjur fram, þótt staða okkar sé enn sem komið er umtalsvert skárri að þessu leyti. Vert er einnig að minnast þess að annað sjávarútvegsríki, Nýfundna- land, missti fullveldi sitt í kjöl- far sveiflna í sjávarútvegi og óforsjálni í efnahagsmálum fyrr á öldinni. Sú spuming leitar með vax- andi þunga á hugi landsmanna, hvort við séum að sigla yfir hættumörk í þessum efnum. Erlendar skuldir þjóðarinnar hafa hækkað jafnt og þétt sem hlutfall af landsframleiðslu. Þær voru um 227 milljarðar króna um síðustu áramót og stefna langleiðina í 60% af landsframleiðslu á líðandi ári. Samhliða hefur greiðslubyrði afborgana og vaxta af erlendum skuldum þyngst. í greinargerð með frumvarpi til lánsfjárlaga fyrir árið 1993 eru afborganir og vextir af erlendum lánum áætluð tæplega 30% af útflutn- ingstekjum þessa árs. Skulda- söfnun af þessari stærðargráðu rýrir framkvæmdagetu, þjóðar- innar og kjör til langrar framtíð- ar, ef ekki verður spyrnt við fótum. Lánsfjárþörf hins opinbera óx mjög mikið fram til ársins 1992. Þá tókst að draga nokkuð úr útgjaldaþenslu í ríkisbú- skapnum og lækka lánsfjárþörf- ina að sama skapi. Heildarlán- tökur hins opinbera verða samt sem áður, samkvæmt lánsfjár- lögum 1993, rúmir 48 milljarðar króná, en þar af ganga um 27 milljarðar í afborganir eldri lána. Það er ekki aðeins ríkissjóður sem sækir af kappi á skulda- mið, þrátt fyrir háan útgerðar- kostnað. Sveitarfélögin róa í vaxandi mæli á sömu slóðir. Afkomuhalli fjögurra stærstu sveitarfélaganna (rekstramið- urstaða að frádregnum fjárfest- ingum) stefnir í ríflega einn og hálfan milljarð króna 1993, samkvæmt upplýsingum í Vís- bendingu, vikuriti um viðskipti og efnahagsmál. Ástæðan er meðal annars sú að sveitarfé- lögin Ieitast við að halda uppi framkvæmdum með lánsíjár- magni til að spoma gegn at- vinnuleysi. Það er að vissu marki hyggilegt að flýta fram- kvæmdum undir slíkum kring- umstæðum, þar sem þær auka líkur á hagkvæmum verksamn- ingum. En skuldasöfnun af þessu tagi getur reynzt skamm- góður vermir, því verri fjárhag- ur rýrir framkvæmdagetu í framtíðinni. Því má heldur ekki gleyma að skattgreiðendur, heimilin í landinu, bera ábyrgð á skuldum ríkis og sveitarfélaga og greiða endanlega útgerðarkostnað hins opinbera á erlend og innlend skulda-mið. Og það er ekki á bætandi skuldastöðu þeirra, á heildina litið. í nýjum Hagtölum segir að útlán lánakerfisins 1. september sl. hafi numið tæp- lega 640 milljörðum króna og hafí aukizt um 37,7 milljarða frá sama tíma næstliðið ár. Þrír íjórðu hlutar aukningarinnar á þessu 12 mánaða tímabili skrif- ast á einstaklinga og heimili. Það er brýnt að ríkið, sveitar- félögin og einstaklingarnir haldi eyðslu sinni innan eigin tekju- ramma meðan þjóðarbúskapur- inn réttir úr kreppukútnum, en það getur tekið nokkur ár, jafn- vel mörg ár, allt eftir ytri og innri aðstæðum sem erfítt er að sjá fyrir. Og ekki er á bæt- andi útgjöld atvinnulífsins, sam- anber skattatilfærslu af at- vinnuvegum yfír á almenning, til að styrkja stöðu fyrirtækj- anna og sporna gegn vaxandi atvinnuleysi. í núverandi stöðu er varhugavert að taka erlend lán, umfram það sem þegar hefur verið gert, nema til arð- bærra framkvæmda og fyrir- tækja. Og í því sambandi verður að minna á að þótt erlend lán hafí í orði kveðnu verið tekin í því skyni hafa þau annaðhvort gengið til óarðbærra fram- kvæmda í atvinnulífi eða eyðslu. Það verður þess vegna að gera miklar og strangar kröfur til þeirra þátta atvinnulífsins, sem erlend lán eiga að ganga til. Það dugar ekki að nota „arð- bærar“ framkvæmdir og fyrir- tæki, sem ýfírvarp. Áframhald- andi eyðslulán varða veginn til hliðstæðs vanda og Færeyingar glíma nú við. Þess vegna eru tillögur um erlendar lántökur til að fjármagna fölsk lífskjör í landinu mýraljós. Þvert á móti þarf að vinna að þjóðarsátt um þau forgangsverkefni að leysa erlenda skuldafjötra af ríkis- og þjóðarbúskapnum, viðhalda stöðugleika í verðlagi, styrkja stöðu atvinnulífsins eftir öllum tiltækum leiðum og ijölga þann veg störfum í landinu. AF INNLENDUM VETTVANGI FRIÐRIK INDRIÐASON Bræðslur nota álíka orku og- framleidd er við Blöndu Hugað að breyting-u á svartolíunotkun yfir í rafmagn hjá Síldarvinnslunni IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur skipað nefnd til að gera úttekt á möguleikunum á að nota rafmagn i stað svartolíu sem orkugjafa í loðnubræðslum. Loðnubræðsla er nú í fullum gangi víða um land og orkunotkunin í þessum verksmiðjum, á ársgrundveili, er varlega áætluð um 600 GWh sem er álika og öll framleiðsla Blönduvirkjunar. Hér er því eftir töluverðu að slægjast fyrir raforkuseljendur og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er Landsvirkjun tilbúin til að gera það sem þarf til að ná í þennan markað. En mörg ljón eru á vegin- um, þau helstu að lágt svartolíuverð gerir raforkuna lítt samskeppnis- færa, búnaður í langflestum loðnubræðslum er hannaður fyrir olíu- notkun en ekki rafmagn og gera þyrfti viðamiklar breytingar á flutn- ingskerfum rafveitna víða um land ef loðnubræðslur breyttu úr olíu yfir í rafmagn. Hins vegar er ein loðnubræðsla farin að huga að þessari breytingu á svartolíu yfir í rafmagn, Síldarvinnslan í Neskaup- stað, þar sem málið er komið vel á skrið. Fullar þrær Þrær flestra loðnuverksmiðja á landinu eru fullar eftir mokveiði við Suðurland undanfarna daga. Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri í iðnarráðuneytinu, segir að nefnd sú sem ráðuneytið hefur skip- að hefji störf í þessari viku. „Henn- ar hlutverk verður að kanna þá möguleika sem eru á að nýta raf- orku í rekstri loðnubræðslna,“ segir Jón. „Það liggur ljóst fyrir að raf- magn á erfitt með að keppa um verð við svartolíuna nú því verð á olíu hefur ekki verið jafnhagstætt allar götur síðan fyrir olíukreppuna 1973. Helstu möguleikarnir liggja því í sölu á ótryggri raforku frá Landsvirkjun." Að sögn Jóns mun það ekki duga til þótt þokkalegt verð bjóðist á raf- orkunni því breytingar á orkunotkun í loðnubræðslum kalla á miklar breytingar á flutningskerfum raf- orku til verksmiðjanna. Einnig mun tækjabúnaður þeirra að mestu hann- aður fyrir olíunotkun en þetta eru meðal atriða sem nefndin mun kanna. Notkunin 600 GWh Svartolíunotkun loðnubræðslna er ekki stöðug stærð og fer eftir veiðum á hveiju ári. í meðalári læt- ur nærri að hún sé um 10% af heilda- rolíunotkun á landinu. Þannig var olíunotkun loðnubræðslna á tímabil- inu 1984 til 1987 á bilinu 54.000 til 67.000 tonn eftir því hve loðnuafl- inn var mikill. Ef miðað er við 54.000 tonn af svartolíu á ári nem- ur orka hennar um 600 GWh sem er svipað magn og Blönduvirkjun framleiðir í dag. Þegar gerður er verðsamanburður á þessum tveimur orkugjöfum kem- ur í ljós að fyrir 54.000 tonn af svartolíu þurfa loðnubræðslur nú að borga um 594 milljónir króna ef miðað er við að tonnið kosti 11.165 krónur án virðisaukaskatts. Fyrir þjóðarbúið er kostnaðurinn helmingi minni því svartolía í dag er á 69 dollara tonnið á heimsmarkaði og er gjaldeyriskostnaðurinn af þessari olíu því um 250 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá Lands- virkjun er verð á 600 GWh af ótryggri orku, eða afgangsorku, nú um 360 milljónir króna. Hins vegar myndi þetta verð vera tæplega 600 milljónir króna frá almennum raf- veitum. Þetta er lægsta verð sem í boði er fyrir stórkaupanda. Loðnu- bræðslur virðast því geta fengið rafmagn í dag á svipuðu verði og olíu og munar þar nær engu. í athugun í Neskaupstað Síldarvinnslan í Neskaupstað hef- ur á undanförnum mánuðum kannað raforkuvæðingu á um helmingi af orkunotkun sinni í loðnubræðslunni og kom þetta upp í tengslum við fyrirhuguð kaup á nýjum þurrkbún- aði fyrir bræðsluna. Finnbogi Jóns- son framkvæmdastjóri segir að um sé að ræða orkuþörf sem nemi um 20 GWh. Verðið sem þeim standi til boða frá RARIK nemur um krónu á kWh og sé það svipað orkuverð og þeir borgi nú fyrir svartolíuna. „Þetta raforkuverð er of hátt fyrir okkur vegna stofn- og fjármagns- kostnaðar sem við verðum að leggja út í við að breyta úr olíunni -yfir í rafmagnið," segir Finnbogi. „Sam- kvæmt þeirri gjaldskrá sem er í gangi í dag er ekki grundvöllur fyr- ir þessum breytingum hjá okkur en ef okkur tækist að fá afslátt af orku- verðinu meðan við erum að ná tök- um á kostnaðinum liti dæmið öðru- vísi út. Það erum við að kanna núna.“ Að sögn Finnboga spila einnig fleiri þættir inn í dæmið hjá þeim eins og nýtingartími verksmiðjunnar og hve mikið magn berst þeim til vinnslu en erfitt er að gera áætlan- ir um það langt fram í tímann. „Við munum halda áfram að kanna þetta mál til hlítar. Það er vitað að til er mikil umframorka í landinu nú og spurning hvað á að gera við hana,“ segir Finnbogi. Landsvirkjun jákvæð Jóhann Már Maríusson, aðstoðar- forstjóri Landsvirkjunar, segir að fyrirtækið hafi mikinn áhuga á að selja sem mesta orku til hugsan- legra stórkaupenda á borð við loðnu- bræðslur. „Það er þó ýmislegt sem þarf að athuga í þessu sambandi. Landsvirkjun er þessa dagana að afla sér upplýsinga um ýmsar höml- ur sem orkuflutningakerfi landsins setur rafvæðingu þessara verk- smiðja. Einnig hefur hugur forsvars- manna nokkurra loðnubræðslna ver- ið kannaður," segir Jóhann Már. „Við eigum næga orku afgangs nú og næstu árin og viljum koma sem best til móts við þá sem vilja kaupa hana af okkur. Það er æskilegt að sæta lagi nú þegar mikið framboð er af orku til að opna henni leið inn á þennan markað.“ Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að sú umræða sem varð á síðasta ári um hátt raforkuverð til fiskvinnsl- unnar hafi þegar skilað sér í lækk- uðu verði til stórnotenda og að taxt- ar til þeirra séu mun sveigjanlegri í dag en þeir voru áður. „Við erum hlynntir því að skoðaðir séu áfram möguleikar á frekari raforkuvæð- ingu í fiskvinnslunni og þá sérstak- lega í tengslum við endumýjun á búnaði í loðnubræðslum,“ segir Arn- ar. Hagkvæmniathugun neikvæð Félag íslenskra fiskimjölsverk- smiðja lét gera hagkvæmniathugun á síðasta ári á notkun rafskauta- katla til gufuframleiðslu í loðnu- bræðslum í stað svartolíu. Könnun þessi byggðist að nokkru á svipaðri könnun sem gerð var árið 1983. Hugmyndin byggðist á því að mikil umframorka væri til staðar í raf- kerfinu og að hægt væri að fá ork- una ódýrt í einhvern árafjölda með- an fjárfesting verksmiðjanna borg- aði sig upp. Eftir það yrði orkan keypt samkvæmt gjaldskrá Lands- virkjunar um ótrygga orku. Niður- stöður vom þær að í þáverandi gjaldskrám Landsvirkjunar og RA- RIK fyrir afgangsorku væri krafist hærra verðs en næmi greiðslugetu verksmiðjanna þar sem olíuverð væri mjög lágt. Dæmið yrði hag- stæðara fyrir raforkuvæðingu ef olíuverð hækkaði. Ráðherra fljótlega í viðræður um vaxta- lækkun VAXTAMÁL voru til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun, meðal annars vegna ályktunar sem samtök lífeyrissjóðanna af- hentu Jóni Sigurðssyni viðskipta- ráðherra í fyrradag. Þar kemur fram sú skoðun lifeyrissjóðanna að brýnt sé að mynda samstöðu um lækkun raunvaxta og lýsa þeir sig reiðubúna til þátttöku í slíku átaki. Jón Sigurðsson sagði að ríkisstjómin fagnaði þessari málaleitan og sagði að viðræður um þetta efni yrðu tímasettar fljótlega. Jón rifjaði það upp að þegar þeir fjármálaráðherra hefðu í nóvember rætt við samtök lífeyrissjóðanna um þátttöku þeirra í fjármögnun ís- lenskra atvinnuvega hefðu vaxta- málin komið til umræðu. Rætt hefði verið um það hvernig best mætti tryggja jafnvægi á lánamarkaði og lækkun vaxta þannig að hagsmuna allra aðila væri sem best gætt. Raunvextir lækki „Líta má á þetta sem nokkurs konar framhald af því. En um leið eru það áform ríkisstjómarinnar að ræða þessi mál og annað það sem getur orðið til að undirbúa jarðver fyrir lækkun vaxta, við lánastofnan- ir og aðra aðila á lánamarkaði. Hér er fyrst og fremst um það að ræða að greiða fyrir að þær forsendur fyrir lækkun raunvaxta sem nú eru að skapast komi fram í raunveruleg- um breytingum. Það verður viðræðu- efni okkar á næstunni," sagði við- skiptaráðherra. Fóstrur í Hafnar- firði boða verkfall FÓSTRUR í Hafnarfirði hafa samþykkt að boða til verkfalls sem hefst 17. febrúar næstkomandi ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Þær gera kröfur um launaflokkahækkun og nýja röðun yfir- manna í Iaunaflokka. Verkfallið mun ná til sjö leikskóla þar sem um 600 börn eru vistuð og hafa áhrif á rekstur skóladagheimilis með 28 börnum. SVFÍ sækir um leyfi til að kaupa notaðan björgunarbát Þýski björgunarbáturinn Þýski björgunarbáturinn er 26 m á lengd með 8,5 m löngum björgunarbáti í stefni. Hann hefur tvöfaldar síður og botn, 3 aðalvélar, 3 skrúfur, 3 stýri, 2400 hestafla vél og ganghraðinn er 20 mílur. Fá stóran og fullkom- inn bát á eina milljón Slysavarnafélag íslands hefur sótt um leyfi til Siglingamálastofnunar og samgönguráðherra til að kaupa notaðan 26 metra björgunarbát af Slysavarnafélagi Þýskalands. Hálfdan Henrysson, deildarstjóri björgunar- deildar, segir að þrátt fyrir að báturinn sé smíðaður árið 1965 sé hann í góðu ásigkomulagi og söluverð hans, ein milljón króna, beri vott um að hér sé um að ræða vinargreiða vinafélagsins í Þýskalandi. Dregið hefur úr ætt- leiðingum á Islandi DREGIÐ hefur úr ættleiðingum erlendra barna til íslenskra foreldra á síðustu árum. Guðrún Sveinsdóttir hjá félaginu íslensk ættleiðing segir að i seinni tíð hafði flest ættleidd börn til íslands komið frá Indlandi en þar hafi heimildir til ættleiðinga barna úr landi verið þrengdar veru- lega. Guðrún væntir nú á þessu ári barna frá Tælandi. Um þrjátíu hjón eru á biðlista eftir að ættleiða börn frá þessum löndum. Fóstrufélag íslands krefst tveggja launaflokka eða 6% hækkunar fyrir almennar fóstrur í Hafnarfirði. Þá er farið fram á nýja launaflokkaröð- un yfírmanna á hafnfirskum dagvist- arstofnunum, munar þar allt að 4 launaflokkum, eða 12% í launum, frá því sem nú gildir. Eru þessar kröfur Bruninn á Flateyri Allt bendir til íkveikju VETTVANGSRANNSÓKN vegna brunans í frystihúsi Önfirðings á Flateyri er nú lokið og niðurstaða hennar er að allt bendi til að brun- inn hafi orðið af völdum íkveikju. Rannsóknarlögregla ríkisins sendi tvo menn vestur til aðstoðar lögreglunni á Isafirði við rann- sóknina sem nú er lokið. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á ísafirði hefur fjöldi manns verið yfírheyrður vegna málsins en enginn er enn grunaður um verknað- inn og málið í biðstöðu sem stendur. Eins og kunnugt er af fréttum varð tugmilljóna tjón er frystihúsið brann á þriðjudagmorguninn fyrir viku síðan. miðaðar við að fóstrur í Hafnarfírði njóti einnig launabóta samkvæmt miðlunartillögu Ríkissáttasemjara sem Fóstrufélag íslands og Launa- nefnd Sambands íslenskra sveitarfé- laga samþykktu í ágúst sl. í henni fólst 1,7% launahækkun og átta þús- und króna eingreiðsla til launþega. Fóstrur í Hafnarfirði felldu fyrr- greint samkomulag Fóstrufélagsins og Launanefndarinnar með öllum greiddum atkvæðum og hafa því verið án kjarasamnings frá því samn- ingur þeirra rann út í ágúst 1991. Upp kom ágreiningur milli samn- . ingsaðila um hvernig meta bæri at- kvæðagreiðslu um staðfestingu kja- rasamningsins í ágúst sl., hvort miða ætti við heildarniðurstöðu atkvæða i Fóstrufélaginu eða atkvæða- greiðslu í hveiju sveitarfélagi um sig. Þessum ágreiningi var vísað til Félagsdóms sem kvað upp þann úr- skurð um miðjan desember sl. að samkvæmt jafnræðisreglu tækju starfsmenn hvers sveitarfélags af- stöðu til samningsins líkt og hvert sveitarfélag gat samþykkt hann eða hafnað. Þegar úrskurðurinn lá fyrir óskaði Fóstrufélagið eftir samninga- viðræðum við Launanefnd sveitarfé- laganna fyrir hönd félagsmanna sinna í Hafnarfirði. Ekkert sam- komulag hefur náðst á tveimur samningafundum sem haldnir hafa verið og er næsti fundur boðaður á morgun, fimmtudag. Hálfdan sagði að báturinn hefði verið boðinn Slysavarnafélaginu rétt fyrir jól og strax eftir áramót hefði verið haldið utan til að skoða hann enda hefði félagið lengi ásælst bát af þessu tagi. Hann sagði að báturinn hefði verið í rekstri þýska slysavarna- félagsins þangað til í lok janúar þegar félagið hefði tekið í notkun nýjan bát af sömu tegund. Gjafverð Fyrir bátinn hefði félagið greitt um hálfan milljarð en gamli báturinn fengist fyrir gjafverð eða eina milljón króna. Þá myndu seljendur bátsins taka hann í slipp og fylla hann af olíu áður en hann færi til íslands feng- ist leyfi fyrir kaupunum. Ef svo fer má vænta þess að báturinn komi til Islands í lok mars eða byijun apríl. Sérstakt leyfi þarf til kaupanna vegna aldurs bátsins. Aðspurður sagði Hálfdan að ekki væri enn ákveðið hvar báturinn yrði staðsettur á Islandi. „En við þá ákvörðun verður tekið tillit til slysa sem orðið hafa á smábátum undanfar- in ár,“ sagði hann. Dregið hefur úr ættleiðingum á íslandi í seinni tíð. Á árabilinu 1981-85 voru að meðaltali ættleidd 73 böm en árið 1991 voru einungis 30 böm ættleidd. Var þar um að ræða 18 stjúpbörn, þijú nýfædd ís- lensk börn, og níu erlend böm. Ástæða fækkunarinnar er sú að ætt- leiðingum barna erlendis frá hefur fækkað mjög. Á síðasta ári voru ein- ungis ættleidd þijú erlend börn. Félagið íslensk ættleiðing sér um ættleiðingu á erlendum börnum til íslenskra foreldra, félagið aðstoðar einnig fjölskyldurnar eftir að börnin eru komin heim til landsins með ráð- gjöf og aðstoð um allt sem varðar ættleiðingarmál. Guðrún Sveinsdóttir hjá íslenskri ættleiðingu vildi benda á að við ættleiðingar væri eðlilega ekki flanað að neinu hvorki hér á landi né heldur í því landi þaðan sem börnin kæmu. Varðandi þetta ferli giltu margháttuð lög og reglur. Börn frá Indlandi Guðrún sagði að síðustu árin hefðu flest böm ættleidd til íslands komið frá Indlandi. Og Indveijar hefðu nú verið að breyta sínum lögum og reglu- gerðum um ættleiðingar verulega. Nú væri þeirra stefna að ættleiða sem flest börn innanlands en síður til út- landa. Félagið hefur því átt í nokkrum erfíðleikum með að verða við óskum íslenskra kjörforeldra. Guðrún sagði að nú væri eitt barn væntanlegt frá Indlandi og þijú mál væru til umfjöll- unar hjá indverskum stjórnvöldum, þau mál væru komin mislangt á veg. Guðrún Sveinsdóttir sagðist vænta þess að íslensk ættleiðing gæti í nán- ustu framtíð komið betur og fyrr til móts við óskir íslenskra kjörforeldra. Félagið hefði leitað eftir samskiptum við fleiri lönd. Nokkrar umsóknir Erindi ráðuneyta dóms- og fjár- mála um að reisa dómhús á lóðinni Lindargötu 2 var lagt fram á fundi Borgarráðs á þriðjudag. Umsögn skipulagsnefndar var samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum og verður málið því áfram í athugun. Frumtillögurnar sem fyrir liggja gera ráð fyrir að hús Hæstaréttar verði sem „myndastytta" á stóru torgi seni er umlukið af Safnahúsinu í suðri, Þjóðleikhúsinu að austan og væru nú til meðferðar í Tælandi. Svar hefði fengist frá þarlendum ættleiðingaryfirvöldum um að ís- lensku umsækjendurnir hefðu verið samþykktir og væru á biðlista. Þann- ig að vonandi kæmu börn þaðan á þessu ári. Nú eru um 30 hjón á biðlista hjá íslenskri ættleiðingu eftir að ættleiða börn frá Indlandi eða Tælandi. Reikna má með 2-3ja ára biðtíma eftir að hjón hafa skráð sig á listann. Guðrún sagði að fleiri lönd en Ind- land og Tæland hefðu verið athuguð, t.a.m. Rúmenía og hún gerði sér von- ir um að börn þaðan ættu eftir að koma hingað heim. Amarhvoli að norðan. í vestur opn- ast torgið að Arnarhóli og tengist honum beint. Júlíus Hafstein lagði fram fyrir- spurnir um hvort tengingum einka- rekinna viðvörunarkerfa hefði fjölg- að við Slökkvistöðina í Reykjavík og hvort leitað hefði verið til einkaaðila um að taka að sér öryggisþjónustu eins og samþykkt var á fundi borgar- ráðs í apríl 1991. Borgarráð samþykkti umsögn um dómhús TILLÖGUR skipulagsnefndar um hús Hæstaréttar á lóð við Lindar- götu voru samþykktar á fundi Borgarráðs í gær. Júlíus Hafstein lagði fram fyrirspurn um einkarekin viðvörunarkerfi og einkavæðingu ör- yggisþjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.