Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 7 Morgunblaðið/Júlíus Þrítugasta brugggerð- in úr leik LÖGREGLAN í Breiðholti handtók mann og lagði hald á 300 lítra af gambra og smáræði af eimuðum landa í húsi við Laugarnes í Reykja- vík á mánudag. Tveir menn eru grunaðir um að hafa bruggað landann og selt. Þetta var þrítugasta brugg- verksmiðjan sem lögreglu- menn i Breiðhold stöðva framleiðslu í og að sögn var hún vel tækjum búin en hluti þeirra sést á myndinni, sem var tekin þegar Arnþór H. Bjarnason lögreglumaður bar þau inn á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Vænn þorsk- ur fæst í dragnót Þorskárgangur- inn frá 1984 er líklega þar á ferð VÆNN þorskur hefur fengist í dragnót í Breiðafirði og við Reykjanes og hafa dragnótar- bátar fengið um 20 tonn af þorski í veiðiferð. Björn Ævar Steinarsson fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun segir að þessi veiði komi ekki á óvart og þarna sé þorskárgangurinn frá 1984 líklega á ferðinni. „Það er ennþá töluvert eft.ir af síðustu stóru þorskárgöngunum frá 1983 og 1984,“ sagði Bjöm Ævar. Hann sagði að samkvæmt mælingum fiskifræðinga væru um 200 þúsund tonn eftir af þessum árgöngum og kæmi því alls ekki óvart þó þeir skiluðu sér í veið- inni. Þessi væni þorskur gæfi því ekki tilefni til bjartsýni og ekki væri ástæða til að ætla að stór- þorskur væri í meira magni en rannsóknir bendi til. ♦ ♦ ♦--- Sprengdu afmælis- tertuna LÖGREGLAN í Hafnarfírði fékk upphringingu frá íbúum í Garðabæ á sunnudagsnótt vegna sprenginga í bænum. Þegar lögreglan kannaði máiið kom í ljós að fólk í veislu hafði sprengt svokallaða „tertu“, eða skoteldaköku, til að fagna afmæli ungrar konu. Það fylgdi sögunni, að stúlkan væri frá Vestmannaeyj- um og þar tilheyrði sprengigleði afmælisveislum. Nýr forstjóri tekur við Norræna húsinu í Reykjavík um áramót Umsóknir um starfið 84 Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaösins. ÞEGAR umsóknarfrestur um stöðu forstjóra Norræna hússins rann út höfðu 84 sótt um stöðuna. Þar af eru fjórir frá íslandi, en hingað tíl hefur enginn íslendingur gegnt starfinu. Það sem einkum vekur athygli þeirra sem séð hafa umsóknimar eru hversu margar þeirra em frá vel hæfu fólki. Af 84 umsóknum bárust lang- flestar frá Dönum, eða 29. Um og yfir tíu bárust frá Svíþjóð, Finn- landi, Noregi og Færeyjum og fjór- ir íslendingar sóttu um stöðuna. Umsóknirnar voru sendar Norrænu ráðherranefndinni í Kaupmanna- höfn, þar sem Ólafur Kvaran menn- ingarráðunautur tók við þeim. Hann sagði í viðtali við Morgunblaðið að ánægjulegt væri fyrir Norræna húsið hve margir umsækjenda væru vel hæfír. Umsóknir hafa verið sendar til Norræna hússins í Reykjavík. Í marsbyijun tekur stjórn hússins þær til athugunar og afgreiðir þær vænt- anlega fyrir. apríllok. Að endingu tilnefna norrænu menningarráðherr- amir forstjóra hússins. Búist er við að það verði um miðjan júní. Lars-Áke Engblom, núverandi forstjóri, mun sitja til áramóta, þeg- ar nýi forstjórinn tekur við. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri sjöundi forstjóri húss- ins frá upphafi. Hann er annar Svíinn sem gegnir starfínu og jafn- margir Norðmenn og Finnar hafa gegnt því, einn Dani en hvorki ís- lendingur né Færeyingur. Góðar rekstrarforsendur Lars-Áke sagði enga reglu fyrir því hvernig starfíð raðaðist á lönd- in. Fyrst og fremst væri leitað að hæfu fólki og fjöldi umsókná nú væri gleðilegur. Sem stæði væru góðar forsendur fyrir rekstri húss- ins. Menningarsamstarf vægi þungt í norrænu samstarfi þessi árin og Norræna ráðherranefndin í Kaup- mannahöfn hefði stutt dyggilega við rekstur hússins undanfarin ár, með auknum framlögum. í húsinu starfa 25 manns. Fimmtán eru starfsmenn Norræna hússins, nor- rænu sendikennararnir eru fimm og jafnmargir vinna þar á vegum Norræna félagsins. ILlDÍDnST MÉHt ÞINGSJÁ? ...EKKI í PHILIPS SJÓNVARPSTÆKI! í Philips sjónvarpstækjum opnast þér nýjar víddir og allar línur verða skýrari. Skerpan er það sem skiptir máli og þegar þú hefur valið sjónvarpið frá Philips, þá sérðu líka hinar hliðarnar á málunum. Pað eru jú fleiri en ein hlið á hverju máli! • BLACK LINE S myndlampi eykur skerp- una um 30%. • NICAM búnaður er í öllum okkar víðóms sjónvörpum. • íslenskt textavarp er sjálfsagður útbún- aður í öllum gæðatækjum frá Philips. Komdu og sjáðu með eigin augum. Gerðu samanburð og veldu það besta! PHILIPS þegar skerpan skiptir málil ö Heimilistæki SÆTÚNI 8 • SÍMI: 69 15 15 • KRINGLUNNI • SÍMI: 69 15 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.