Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 17 Er heilbrigð sál í horuðum líkama? eftir Sæunni Kjartansdóttur Ef barn væri spurt hvaða ráð væri til við svengd myndi líklega ekki standa á svarinu: Að fá sér að borða. Þessi augljósu sannindi breyta ekki því að hjá aragrúa kvenna stendur át ekki í neinu sam- bandi við þörf líkamans fyrir nær- ingu. Þær eiga í stöðugri baráttu við að hemja matarlyst sína og mitt- ismál og nú er svo komið að það þykir jafn sjálfsagt að kona sé að „passa línurnar" og að hún hafí bíl- próf; hvort tveggja er eðlilegur hlut- ur-. Eg held að allar konur hafí ein- hverntíma haft áhyggjur af þyngd sinni og lögun, en hjá mörgum er þetta viðvarandi ástand. Þær trúa því að ef þær væru með aðeins minni bijóst, ekki svona útstandandi maga, með mjórri læri eða beinna bak þá væru þær færar í flestan sjó. Þær verði að taka sér tak eftir jólin og losa sig við 5 kíló. Þessi viðhorf eru svo algeng og þykja svo sjálfsögð að mörgum kann að finnast að verið sé að búa til vanda- mál úr eðlilegu ástandi ef rýnt er í megrunaráráttu kvenna. En hvað með konur sem láta víra saman á sér tennurnar, gangast undir skurðaðgerð til að minnka magaopið, kasta upp að lokinni máltíð eða jafnvel svelta sig. Er þetta megrun sem er komin úr bönd- unum? Er jafnvel um alvarlegan sjúkdóm að ræða? Snýst málið ef til vill ekki um magurt útlit? Það gefur augaleið að ekki eru allir á eitt sáttir um svör við þessum spurningum. Skilningur minn á át- vandamálum kvenna byggir að stór- um hluta á kenningum sálgreiningar og þá sérstaklega framlagi þeirra sem standa að The Women’s Therapy Centre í London. Þær hafa kannað annars vegar hvernig af- staða kvenna til eigin líkama er mótuð af þjóðfélaginu, en hins veg- ar skyggnast þær inn í hugskot ein- stakra kvenna til að komast að hver séu hin raunverulegu vandamál sem konur kljást við í baráttunni við „aukakílóin". Þær halda því fram að vandamál eins og áráttuát (comp- ulsive eating), sjálfsvelti (anorexia) og uppköst í kjölfar ofáts (bulimia) séu hvorki óskiljanlegir né dularfull- ir sjúkdómar, heldur örvæntingar- fullar leiðir konunnar til að ná stjórn á eigin lífi. En þrátt fyrir að þessar konur eigi ýmislegt sameiginlegt, þá er ekki hægt að setja allar undir sama hatt. Hver kona hefur sína sögu að segja. Fegurð og heilbrigði Herferðin gegn fitu hefur undan- farin ár verið háð í nafni „fagurs" útlits annars vegar og aukins heil- brigðis hins vegar. Það er að vísu f síðasta tölublaði Kaþólsku kirkjublaðsins kemur fram í fréttatil- kynningu frá biskupstofu að: „Með hliðsjón af samhljóða áliti ráðgjafa biskupsdæmisins og fjármálanefnd- arinnar hefur verið ákveðið að leggja niður starfsemi kaþólsku prentsmiðj- unnar í Stykkishólmi hin 30. júní 1993.“ í frétt biskupstofu kemur fram að Kaþólska kirkjublaðið og Merki krossins verða áfram gefin út. í fréttatilkynningunni segir að þótt ákvörðunin eigi sér að hluta til ekki nýtt viðhorf til kvenlíkamans að hann skuli lúta fagurfræðilegum lögmálum og vera öðrum augna- yndi. Það sem hefur hins vegar breyst síðustu áratugi er skilgrein- ing kvenlegrar fegurðar. Marilyn Monroe ætti ekki upp á pallborðið í fegurðarsamkeppnum nútímans með sinn bústna kropp, ávölu mjaðmir og þrýstinn barm; hún þætti einfaldlega feit. Ríkjandi ímynd um kvenlega fegurð hefur verið að breytast úr þroskaðri konu í vannærðan ungling; án bijósta og mjaðma, með innfallinn maga og beinabera útlimi. Heilbrigðisrökin sem heyrast jafnt frá leikum sem lærðum- eru þau að í dag vitum við að umfram- þyngd er skaðleg heilsunni. Sem dæmi er nefnd hættan á hjartasjúk- dómum, of hárri blóðfitu, sykursýki og liðagigt. Það vill hins vegar gleymast að há blóðfita er alls óháð þyngd og hættan á áðurnefndum sjúkdómum er nær eingöngu til staðar hjá ak- feitu fólki, sem er aðeins örlítið brot af þeim konum sem eru í enda- lausri megrun. Þybbnar konur eru mögrum systrum sínum síður en svo heilsutæpari. Hin raunverulega hætta sem steðjar að þeim, og minna er talað um, eru síendurtekn- ar, oft heilsuspillandi og næstum því árangurslausir megrunarkúrar. Getur það verið að fordómar gagnvart fitu ráði meiru en vísinda- leg rök? Heilsurækt og hollt matar- æði eru góðra gjalda verð, en Iiggur leiðin að vellíðan og heilbrigði endi- lega í gegnum grennra útlit? Eða eru konur kannski þrælar þess blómlega iðnaðar sem lifir á fitu- hræðslunni? Hvert sem við lít'um má sjá kvennablöð sem hafa að uppistöðu drauminn um grannt út- lit, auglýsingar um megrunar-met- sölubækur, megrunarmyndbönd, „fitubrennslukúra", megrunar- klúbba og líkamsræktarstöðvar, hitaeiningasnauð matvæli og loks skurðlækningar, svo eitthvað sé nefnt. Hvers vegna nú? Hin stigvaxandi aukning át- vandamála undanfarin 30 ár hefur orðið á sama tíma og konur hafa staðið frammi fyrir gríðarlegum þjóðfélagslegum breytingum. Hlut- verk þeirra er í óvissu þar sem ekki er lengur gefið að æðsti draumur hverrar konu sé að giftast og eign- ast börn eins og mæður margra gerðu, þær hafa mun fjölbreyttari möguleika. En þrátt fyrir að mikið hafi áunnist og konur hafi óbilandi trú á réttmæti krafna sinna, hefur hugsunarháttur þeirra ekki endilega breyst að sama skapi. Það þarf meira til en rök og skynsemi til að vega upp á móti þeirri ljósu og leyndu innrætingu að konur séu annars flokks fólk, sem finni lífs- fjárhagslegar skýringar þá byggðist hún að mestu á því hve miklar tækni- legar framfarir hefðu orðið sem dregið hefðu úr notagildi prentsmiðj- unnar. í tilkynningu biskupsstofu er öllum þeim þakkað sem í trú- mennsku hafa unnið og lagt hart að sér í prentsmiðjunni og fyrir prentsmiðjuna. „A vissan hátt er prentsmiðjan fórnarlamb tækni- framfara og smæðar okkar (Smæðar markaðarins sem gefið er út fyr- ir.),“ segir í lokaorðum tilkynmngar- hamingjuna í umönnun annarra. Frá fæðingu liggur leið barnsins úr faðmi einnar konu til annarrar. Þannig lærir það frá fyrstu hendi að það eru konur sem hlúa að öðr- um; börnum, eiginmanni, foreldrum, sjúklingum og annarra manna börn- um, á meðan karlmenn hafa öðrum „mikilvægari" hnöppum að hneppa. Skilaboð til stúlkna eru að þær eiga að þóknast öðrum, þær skuli ekki búast við of miklu í lífinu, þær eigi að standa sig vel í skóla og á vinnu- stað, en ekki of vel. Umfram allt eigi þær að vera konur, tilbúnar til að fórna vinnu og áhugamálum þeg- ar kallið kemur frá börnum eða heimili. Hugmyndir kvenna um kvenleika eru enn í dag litaðar af undirgefni, máttleysi, sjálfsafneitun og þeirri ímynd að eitthvað sé at- hugavert við konur. Þar sem þessi viðhorf bijóta svo stórkostlega í bága við kvenfrelsis- hugmyndir nútímans hljóta þau sömu meðferð og óhreinu börnin hennar Evu, þeim er afneitað. Þau eru þó lífseig og eftirsókn eftir lík- amlegri fullkomnun. Þegar konur finna fyrir magn- leysi gagnvart aðstæðum sínum, líta margar í spegil og fá hroll. Þær telja víst að leið þeirra úr erfiðleik- unum liggi í gegnum litgreiningu, þrekleikfimi og megrunarkúra. Það má segja að gamla slagorðið „aðlað- andi er konan ánægð" sé ekki eins úrelt og margar vildu, en þó væri of mikil einföldun að halda því fram að hér sé eingöngu um fegrunarað- gerðir að ræða. Það sem skiptir meira máli er að þegar konan stend- ur frammi fyrir óyfirstíganlegum erfiðleikum, leggur hún til atlögu við eigin líkama. En það eru ekki konur, heldur þjóðfélagið í heild sem virðist vilja hafa þær máttlitlar, meðfærilegar, ósjálfstæðar og gagnteknar af eigin útliti. Er það ekki umhugsunarvert að eftir því sem frelsi kvenna eykst, magnast kröfurnar um að þær skil- greini sig með útliti líkamans? Lík- amsræktin er nýjasta viðbótin; nú er ekki lengur nóg að konan sé grönn, hún þarf að vera stælt. Eru hugsanlega tengsl á milli aukinna réttinda og frelsis kvenna í dag og þeirrar þráhyggju að láta lítið fýrir sér fara í orðsins fyllstu merkingu? Er það hugsanlegt að karlmönnum standi ógn af stórum og miklum konum? Þessar spurningar kunna að hljóma ankannalega, en undar- legri er þó raunveruieikinn; konur á öllum aldri eiga að líta út eins og ungar óþroskaðar stúlkur. Að neyta eða neita En þrátt fyrir að þjóðfélagslegur áróður sé gríðarlegur, skýrir hann ekki einn sér af hveiju sumar konur sleppa með að neita sér um ábót, en hjá öðrum skapast lífshættulegt ástand. Hvað er að gérast innra mnar. Prentsmiðja St. Fransiskusar- systra hóf starfsemi um miðjan sjötta áratuginn. Að sögn systur Petru prentsmiðjustjóra var blý- prentun hætt fyrir tveimur árum en síðan hefði einungs lítil ofsetprent- vél auk Heidelberg-prentvélar með hæðaprenti. Systir Petra sagði að síðustu árin hefði meir verið prentað að blöðum heldur en bókum en þar hefði upplagið verið minna og erfið- ara í sölu. Systir Petra vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um ákvörðun biskupstofu annað en: „þannig er þetta nú.“ Sæunn Kjartansdóttir „Ef þú ert svöng, því skyldirðu ekki borða fylli þína? Ef þú ert hins vegar ekki svöng, af hverju færðu þér þá að borða? í stað þess að fylla munninn af mat gæti reynst farsælla að nota hann til að orða það sem þú ert að reyna að kyngja.“ með þessum konum? Að borða eða borða ekki getur verið leið konunnar til að fullnægja ólíkum þörfum, kæfa sársauka þeg- ar þeim verður ekki svalað og af- neita vöntun. í stuttu máli má segja að um sé að ræða viðleitni hennar til að hafa stjórn á lífi sínu. Þetta kunna að þykja langsóttar skýringar, ekki síst í ljósi þess að þegar konur eru spurðar hverjar séu þarfir þeirra, skilja margar ekki spurninguna. Þeim fmnst fáránlegt að ímynda sér að þær þarfnist umönnunar, að þær hafi kynhvöt sem ekki sé fullnægt, að þær hafi langanir sem ekki samræmast því lífi sem þær hafa skapað sér, að þær séu jafnvel öskureiðar. Hvar kemur maturinn inn í myndina? Átvandamál standa í beinu sam- bandi við tilfinningalegar þarfir. Þegar móðir gefur komabarni bijóst eða pela er hún ekki eingöngu að seðja líkamlegt hungur barnsins. Hún heldur á barninu svo að með mjólkinni fær það hlýju, öryggi og tilfinningalegt samband, sem er for- senda fyrir vexti og þroska. Þannig eru okkar fyrstu kynni af fæðu sem eru greypt í vitund okkar; sársauki vegna hungurs og fullnægja að lok- inni máltíð eru óaðskiljanleg frá til- finningalegri umönnun móður (eða staðgengils hennar). Ég held að forsenda skilnings á átvandamálum sé að líta í eigin barm og horfast í augu við að hug- myndir okkar um mat og líkams- ímynd eru ekki sérlega rökrænar. Til dæmis vitum við að ein kókos- bolla breytir engu til eða frá um útlit okkar, en þó getur okkur fund- ist við tútna út. Við vitum líka að lágt sjálfsmat er ekki staðsett í fítu- forða líkamans. Samt sem áður get- ur megrunarkúr virst nærtækasta leiðin til að losna við það. Þijár heistu tegundir átvanda- mála eru áráttuát (compulsive eat- ing), sjálfsvelti (anorexia) og upp- köst í kjölfar ofáts (bulimia). Hvert svo sem vandamálið er, þá finnst konunni hún ekki eiga neitt val; það er sem neysla hennar stjórnist af einhveiju sem hún ræður ekki við. Hún er gjarnan með mat á heilanum og á erfitt með að greina svengd frá öðrum líkamlegum eða andleg- um þörfum, t.d. eru fyrstu viðbrögð hennar við hvers kyns erfiðleikum að vilja borða. Kona sem borðar án þess að vera svöng og er stöðugt að hugsa um mat er vissulega meðvituð um vönt- un og tómleikatilfinningu. En í stað þess að uppgötva hver raunverulega löngunin er, opnar hún eldhússkáp- inn og finnur kexpakkann. Kona sem sveltir sig afneitar öll- um þörfum og löngunum. Hún leit- ast við að koma sjálfri sér og öðrum í skilning um að hún hafi hvorki þörf fyrir annað fólk né mat, hún hafi allt í hendi sinni. Hún segir háum rómi: Ég er svo sterk og mik- ils megnug að ég þarf ekki einu sinni líkamlega nænngu! Bergmálið segir hins vegar: Ég er svo lítil og hjáiparvana að ég get alls ekki séð um mig sjálf. Uppköst eftir ofát geta verið til vitnis um tvíbendni konunnar til þarfa sinna. Eina stundina er hún gagntekin vöntun sem hún skilur ekki. Hún getur ekki staldrað við og hugsað um hvað það er sem hún raunverulega þarfnast, það eina sem kemst að er hugsunin um mat, og nóg af honum. Um leið og hún hef- ur rennt niður síðasta bitanum fyll- ist hún skelfingu. Það sem fáeinum mínútum áður veitti fróun hefur snúist upp í andstæðu sína og hún verður að losa sig við þennan óhugn- að, hvað sem það kostar. Þörfum svarað með mat og megrun Þó að konur eigi erfitt með að greina eigin þarfir, eru þær iðulega næmar á þarfir annarra og velja sér gjarnan störf þar sem þær veita þá umhyggju sem þær þarfnast sjálfar, enda fá þær frá blautu bamsbeini mun betri þjálfun í að veita en að njóta. Þar með er ekki sagt að kon- ur séu vænna fólk en karlar, heldur að leit þeirra að lífsfyllingu birtist oft á langsóttan og torskilin hátt og færir þeim ekki endilega þá full- nægju sem þær vænta. Þegar konur eru uppgefnar á að hugsa um aðra, hvað gera þær? Þær fara til dæmis í líkamsrækt. Þar finnst þeim þær loksins vera að gera eitthvað fyrir sig sjálfar, auk þess sem þær geta gælt við tálmynd af kroppi sem ekki er aðeins grann- ur, heldur stæltur og spengilegur. Hvaða skilaboð gefur kona með grönnum og vel þjálfuðum líkama? Að hún hafi hemil á hvötum sínum, stjórn á tilfinningum sínum og þarfnist aðeins hlýju eigin svita í tækjasalnum. Þessi kona er auð- fundin í heimi auglýsinga, en ekki í hversdagslegum raunveruleikan- um. Ef sporna á gegn þessari bjöguðu kvenímynd þurfa stúlkur fyrirmynd- ir sem eru sáttar við eigin líkama og hafa þarfir, óskir og langanir sem koma „réttri" lögun hans ekki við. Konur þurfa að uppgötva að matur er oft á tíðum staðgengill sem gegni hlutverki sínu slæglega og að megr- unarkúrar eru eins og hver önnur patentlausn; freistandi, en gagns- laus. Því held ég að fyrsta skrefið gæti verið að gefa því gaum sem líkaminn er að reyna að segja. Ef þú ert svöng, því skyldirðu ekki borða fylli þína? Ef þú ert hins veg- ar ekki svöng, af hveiju færðu þér þá að borða? í stað þess að fylla munninn af mat gæti reynst far- sælla nota hann til að orða það sem þú ert að reyna að kyngja. Höfundur er þjúkrunarfræðingur og hefur lokið sérnámi í Bretlandi í sálgreiningarmeðferð (psychoanalytic psychotherapy). Starfar sjálfstætt ogá Dagdeild Geðdeildar Borgarspítalans. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - simi 17800 V ALMENNUR VEFNAÐUR A Kennari: Herborg Sigtryggsdóttir. 22. feb. - 5. apríl mánudaga og fimmtudaga kl. 19.30 - 22.30. Skráning fer fram á skrifstofu skól- ans mánud. - fimmtud. kl. 14-16 í síma 17800. Prentsmiðja St. Fransiskus- systra í Stykkishólmi hættir PRENTSMIÐJA St. Fransiskussystra í Stykkishólmi verður lögð niður hinn 30. júní næstkomandi. Þessi ráðstöfnun er að tillögu ráðgjafa og fjármálanefndar kaþólsku kirkjunnar á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.