Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 41 Með viti skal vegi leggja en með óviti eyðileggja Frá Ólafi K. Tryggvasyni: SUMARIÐ 1992 tóku snillingar vegagerðarinnar sig til og lokuðu veginum sem lá frá Vesturlands- vegi að rannsóknastofnunum á Keldnaholti. Að sögn þess manns sem var ábyrgur fyrir þessari framkvæmd var veginum lokað vegna þess að hann hafði þróast í það að verða að nokkurs konar þjóðbraut fyrir Grafarvogshverfið. Einnig nefndi hann sem ástæðu fyrir þessum framkvæmdum þá slysahættu sem væri við gatnamót- in þar sem þessi vegarspotti lá á Vesturlandsveg. Án þess að vera nokkur snilling- ur í vegagerð tel ég að auðveldara hefði verið að leysa þjóðbrautar- vandamálið einfaldlega með því að loka veginum norðan megin við rannsóknarstofnanimar, þannig að vegurinn hefði áfram getað þjónað sem heimströð fyrir þessar stofn- anir. Vandamálið við gatnamótin við Vesturlandsveg hefði síðan ver- ið hægt að leysa með því að færa gatnamótin aðeins í vestur, nær Reykjavík, svo þau væru ekki eins nálægt brúnni yfir Úlfarsá (Korpu) og síðan hefði verið hægt að breikka örlítið Vesturlandsveginn við gatnamótin, þannig að bílar í átt að Mosfellsbæ kæmust framhjá bílum sem kæmu frá Reykjavík og ætluðu að beygja inn veginn að rannsóknastofnunum. Þessar smá- vægilegu breytingar hefðu ekki þurft að kosta skattborgarana mikið meira en sú eyðileggingar- starfsemi sem Vegagerðin gerði á veginum hefur væntanlega kostað. Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar þama í marga daga til þess að ryðja í burtu malbiki og grafa í sundur veginn, þannig að jafnvel er útilokað að nota hann sem vara- veg þó brýn sé þörfin þar sem fjall- vegurinn yfír Holtið (Víkurvegur) er svo til ókeyrandi ef snjóar eða hreyfír vind í snjó. Hvað varðar slysahættuna em gatnamót Vesturlandsvegar og Víkurvegar mörgum sinnum hættulegri en gatnamót sem voru eyðilögð og auk þess er brekkan ofan af Holtinu að Vesturlandsvegi sem liggur í „S“ (þokkaleg svig- brekka) stórhættuleg hvort sem er á vetri eða sumri. Vesturlandsvegurinn virðist vera í einstöku uppáhaldi hjá Vegagerðinni til þess að sýna snilli .sína á. Hver kannast ekki við spott- ann sem liggur frá gatnamótunum við Höfðabakka, spottann sem gámngarnir kalla kvartmílubraut- ina. ÓLAFUR K. TRYGGVASON, Dalatanga 1, Mosfellsbæ. Frá námsmönnum í Lundi Frá Ólafi Eggertssyni: HINAR nýju reglur Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna hafa komið mjög illa við námsmenn í Svíþjóð og er nú ástandið það slæmt að margir sjá sér ekki fært að halda áfram námi. Fyrir utan hina lágu framfærslu sem okkur er reiknuð (5.045 SEK á mánuði) hefur mikið gengissig átt sér stað í Svíþjóð síðustu vikur og gerir mörgum erfitt fyrir. í haust vom margir námsmenn tilneyddir að taka bankalán á íslandi út á lánsloforð frá lánasjóðnum, til að framfleyta sér fram að útborgun námslána. Samkvæmt nýju úthlutunarreglum lánasjóðsins fá námsmenn ekki námslán sín greidd út fyrr en eftir að námsárangur liggur fyrir. Á lánsloforðinu kemur fram hversu mikið námslán viðkomandi mun fá. Námsmaðurinn sem tók banka- lán í haust stendur nú frammi fyr- ir því að geta ekki greitt upp skuld sína vegna þess að námslánið er bundið gjaldmiðli viðkomandi lands. Ef dæmi er tekið um einstæðan námsmann með eitt barn fékk hann lánsloforð upp á 5.045 * 1,5 * 4 = 30.270 SEK fyrir fjóra mán- uði sem jafngilti 300 þúsund ís- lenskum krónum miðað við gengi í lok ágúst. Hann fékk 300 þúsund kr. lánaðar í bankanum. Nú þegar greiða á skuldina er námslánið bundið við sænsku krónuna, þ.e. 30.270 SEK, sem í dag eru aðeins um 260 þúsund ÍSK. Námsmaður- inn stendur því uppi með 40 þús- und króna skuld við bankann. Þannig er ástandið hjá mörgum námsmanninum í Svíþjóð, skuldir upp á tugi og jafnvel hundruð þús- unda króna. Lánasjóðurinn segist ekki koma til móts við námsmenn og hækka framfærsluna því í regl- unum stendur að upphæð náms- lánsins sé bundin við gjaldmiðil námslands. Þessu viljum við koma á fram- færi til að sýna fram á hversu illa er komið fyrir okkur og skorum á lánasjóðinn að koma til móts við okkur og miða upphæð námsláns- ins við gengi sænsku krónunnar eins og það var í haust. Af hveiju ætti hinn íslenski námsmaður í Svíþjóð að tapa stórfé vegna falls sænska gengisins? F.h. íslenskra námsmanna í Lundi, Svíþjóð. ÓLAFUR EGGERTSSON, FRIÐRIK BRAGASON, Kollegiev. Lundi, Svíþjóð. LEIÐRÉTTING Rangt fyrir- tækjaheiti Heiti fyrirtækisins „Bútar og blúndur“ misritaðist í frétt í Morg- unblaðinu fyrir rúmri viku. Þar var það ranglega nefnt „Bútar og saumar“. Fyrirtækið er til húsa í verzlanamiðstöðinni Torginu í Hverafold 1 til 3. Hutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu ranghermi. Pennavinir Kyoko Kitamura, 840-235 Shimonofu Shing- umachi, Kasuyagun, Fukuoka 811- 01, Japan. Frá Ítalíu skrifar 23 ára stúlka með margvísleg áhugamál: Daria Zuffi, Piazzale dei Glicini 1/43, 16156 Pegli, Genova, Italia. Átján ára þýsk stúlka með mikla íslandsdellu eins og það er orðað: Uta Muller, Schellenbergstrasse 57, W-8960 Kempten, Germany. Átján ára Ghanastúlka með áhuga á póstkortasöfnun: Sarah Mensah, P.O. Box 172, Cape Coast, Ghana. VELVAKANDI STJARNA ER FYRIR STAFNI Elsa Georgsdóttir: Nú skal slá á nýja og betri strengi, nú er þörf að gæta feðraarfsins. Það er ekki kon- unnar að vera í forustuhlut- verki. Kona ög maður eru til sem tvær andstæður sem eiga að móta og uppfylla hvor aðra og ganga upp í eina einingu. Mað- urinn er meiri að hugviti, en konan býr yfir meira innsæi. Þetta tvennt leiðir til þess að aldrei getur orðið jafnrétti á milli þeirra. Einfaldasta dæmið er sköpun mannsins. Maðurinn hrindir sköpun sinni af stað, en konan frjóvgar hana. Svoleiðis á það að vera í öllum samskipt- um þeirra á lífsleiðinni. Ég held að menn séu komnir með svo- litla minnimáttarkennd yfir öll- um þessu framagangi kvenna, sem brýst út í tilbúinni stór- mennsku, sem kemur fram í stjórnleysi. Ef kona. hefur ekki yndi af að hlúa að þá er hún ekki eðli- leg og þarf að læra það. Þess vegna fæðist hún sem kona. Það er og verður hlutverk konunnar að hugsa um heimili. Hlúa að eiginmanni og bömum. Skapa fijósamt heimili. Ekki að vinna út á við. Það er betra að láta sig skorta veraldlegan munað. Vöxtur andans er fyrir öllu. Það em heimilin sem eru undirstaða að góðu lífi í þjóðfélaginu. Þar fer fram hinn andlegi vöxtur. Skólarnir taka við hinni vitrænu þekkingu. Á vegi þess lýðs er hafnar hjartans menningu er hætta við að margir steinar hlaðist. Hvert það ríki er hafnar kærleikskenningu Krists í verki, fær ei lengur staðist. TAPAÐ/ FUNDIÐ Lyklar fundust Þrír lyklar á kippu með filmuboxi á fundust á Tómasar- haga sl. fímmtudagskvöld. Upp- lýsingar í síma 18048. Ur tapaðist Gullhúðað kvenúr, Reymond Weel, tapaðist fyrir sl. helgi, lík- lega í Fákafeni. Finnandi vin- samlega hringi í síma 33865. Fundarlaun. Týnd gleraugu Sporöskjulöguð kvengleraugu með ljósi umgjörð töpuðust í Austurstræti eða Lækjargötu sl. mánudag. Finnandi vinsamlega hafí samband í síma 43205. Kápa tapaðist Dökkblá ullarkápa tapaðist sl. fímmtudagskvöld á Hótel ís- landi á nemendamóti Versló. Upplýsingar í síma 74533. TÝNDUR KÖTTUR Þessi bröndótti fressköttur týndist frá Þingholtsstræti 26 sl. miðvikudag. Hann er hvitur á bringu, 3ja ára og stórvaxinn. Þeir sem kynnu að hafa orðið hans varir vinsainlega hringi í síma 22461. Forsetaembættíð settí niöur Frá Ásmundi U. Guðmundssyni: Þessi kviðlingur varð til 15. janúar 1993: Mörgum virðist gatan greið glögg til meiri skaða. Þjóðarvilja, vék af leið Vigdís Bessastaða. Það var æðimikil sjónblinda eða öllu heldur hugsanadoði af forseta íslendinga, Vigdísi Finnbogadóttur, að ganga erinda skammsýnna sölu- manna á landinu okkar kæra og gögnum þess og gæðum, með und- irritun samningsins um EES, 13. janúar sl., með þeim formerkjum sem tilfærð voru í munnlegiit? flutningi sem og skriflegum. Að öðru leyti tek ég undir hvert orð sem Indriði AðalSteinsson, Skjald- fönn við ísafjarðardjúp, segir í Morgunblaðinu 27. janúar 1993 á blaðsíðu 40. ÁSMUNDUR U. GUÐMUNDSSON, Suðurgötu 124, Akranesi. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut^ Kopavogi, sími 671800 Talsverð hreyfing Vantar góða bíla á sýningarsvæðið Opið sunnud. kl. 14 - 18. HEIMILISIÐNAÐARSKOLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 V ÞJÓDBÚNINGASAUMUR J Kennari: Vilborg Stephensen. ^I. 22. febrúar - 3. maí mánudaga kl. 19.30-22.30. Skráning fer fram á skrifstofu skólans mánudaga ji - fimmtudaga kl. 14-16 í síma 17800. Þorra ^ 10-30% AFSLATTUR af úrum og klukkum GARÐAR ÓLAFSSON ; úrsmiSur - Lækjartorgi ; 620700 ^ 20010 eða 21618 LÉTTA DANSSVEIFLU ÁTVEIM DÖGUMt æstu námskeið 13. oi 14. febrúai'93 Áhugahópur um almenna óansþátttöku á Islandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.