Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 19
MOKGUNBIAPH) MIÐyiKUDAGUR 1Q. 1'KlUtÚ/VH l<)9:i 49 Forsætisráðheira og VSÍ fagna áherslu á atvimiumál í kröfum ASÍ Ríkisstjóm vill aðild að viðræðum frá upphafi Benedikt Davíðsson segir launafólk tilbúið í aðgerðir gegn ríkisstjórnarstefnunni, semjist ekki innan fárra vikna FORYSTUMENN Alþýðusambands íslands kynntu í gær viðsemjend- um sínum í forystu Vinnuveitendasambands Islands og Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna kröfugerð sína í komandi kjarasamningum, svo og forystumönnum ríkissljórnarinnar, Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra og Jóni Baldvin Hannibalssyni, utanríkisráðherra. Benedikt Davíðsson kvaðst hafa lagt áherslu á að samningagerð verði hraðað og segir að viðtökur vinnuveitenda og ríkisstjórnar við kröfugerð- inni hafi verið jákvæðar. Bæði Davíð Oddsson forsætisráðherra og Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSI hafa í fyrstu við- brögðum sínum við kröfugerðinni fagnað þeirri áherslu sem lögð sé þar á uppbyggingu atvinnulífsins og forsætisráðherra kveðst hafa lýst því yfir að vegna þeirrar áherslu sem ASÍ legði á það væri ríkis- stjórnin tilbúin að koma að viðræðum strax í upphafi og vinna hratt og vel að málinu þótt ekki væri að svo stöddu tekin afstaða til ein- stakra atriða í kröfugerðinni. Kröfugerð ASI miðast við ekki iakara kaupmáttarstig en við gerð síðustu kjarasamninga í maímánuði 1992 en frá þeim tíma segir Bene- dikt Davíðsson að sé fram- komin 5% kjaraskerðing vegna aðgerða ríkisvaldsins síðastliðið haust. Ahersla á skattkerfisbreytingar Lögð er áhersla á skattkerfis- breytingar með lækkun vsk. af matvælum, hækkun persónuafslátt- ar og lækkun tekjuskatts; aðgerðir í atvinnumálum, fráhvarf ýmissa ráðstafana ríkisvaldsins í heilbrigð- ismálum og ýmis konar félagsleg atriði, auk launahækkana, en Bene- dikt sagði aðspurður að líta mætti á þá kröfu sem eins konar afgangs- stærð í kröfugerðinni. Markmiðið sé að með samningum við ríkisvald og atvinnurekendur takist að ná fyrrgreindu kaup- máttarstigi. í viðræðum við ríkis- valdið verði. að leggja þann grund- völl sem þurfí til að nýr kjarasamn- ingur geti tekist. „Við höfum lagt áherslu á að sú niðurstaða sem við sækjumst eftir byggjist ekki síst á að koma í veg fyrir vaxandi verð- bólgu og þá væru verðlagslækkanir með t.d. niðurfellingu vsk. af líf- snauðsynjum miklu betri kjarabót, sérstaklega til þeirra sem eyða meirihluta sinna tekna í þá vöru, og mundu að fullu mælast í kaup- máttarstigi án þess að valda verð- bólguhækkunum. Þetta er það sem við erum að leggja höfuðáherslu á sem grunn undir samning. Ef allt markmiðið næst með verðlagslækk- unum eða tilfærslum að öðru leyti í kjörum þá erum við til viðræðu um samninga á þeim nótum,“ sagði Benedikt. Kaupamáttartryggingar sem verndi tryggingakerfið Aðspurður um hugmyndir um kaupmáttartryggingu sagði Bene- dikt að miðað við samninga til all- langs tíma, a.m.k. árs, og með litlum launahækkunum, teldu launþega- samtökin eðlilegt að sett yrðu viðmiðunarmörk varðandi kaup- máttarbreytingar á næstu misser- um. „Þannig teljum við að það geti orðið til þess að stuðla að jöfnuði í verðlagi að hafa slíka viðmiðun og það gæti orðið aðhald fyrir stjórn- völd til þess að grípa ekki til að- gerða á borð við aðgerðir í trygg- ingamálum og húshitunarmálum. Tryggingar af þessu tagi eru mikilvægar upp á stöðugleikann og uppbyggingu atvinnulífsins. Því að- eins að við höfum svona tryggingar er líklegt að við getum samið til lengri tíma og samningur til lengri tíma held ég að sé forsenda fyrir því að við fáum einhvetja menn til að fara út í uppbyggingu í atvinnu- lífi. Við þurfum að mynda stöðug- leika að nýju, fólk þarf að fá traust á því að ekki fari allt í upplausn að nýju vegna einhvers úthlaups stjórnvalda," sagði Benedikt. Hann segist hafa fundið jákvæð- ari viðhorf en oft áður hjá vinnuveit- endum gagnvart því að koma raun- verulegum samningaviðræðum í gang og meta hve stuttan tíma menn hefðu til að vinna verkin. Hann segir að stefna beri að samn- ingi til langs tíma, a.m.k. til eins árs til að tryggja stöðugleika. Atvinnuleysi mesta kjaraskerðingin „Úrbætur í atvinnumálum finnst mér vera grundvallaratriði til að draga úr atvinnuleysi en einnig og ekki síður til að' tryggja kjörin; at- vinnuleysið er mesta kjaraskerðing- in. Vaxandi atvinnuleysi veldur enn auknum samdrætti í atvinnulífmu og aukinni kjaraskerðingu þess fólks sem er að missa vinnu og þeirra sem þurfa að draga úr vinnu með ýmsum hætti. Þannig að já- kvæð viðbrögð fyrir atvinnuupp- byggingarhugmyndum okkar met ég mjög jákvætt," sagði hann. Benedikt sagði að viðbrögð sam- taka atvinnurekenda hafi verið á þá leið að setja í gang fljótt vinnu við ákveðna þætti þesa verkefnis þannig að á skömmum tíma mætti sjá hvaða árangri yrði náð. Viðhorf vinnuveitenda til þess að flýta undir- búningsvinnu og viðræðum hafi ver- ið jákvæðari en oft áður. Undirbún- ingsvinna varðandi atvinnu- og váxtamál hefjist fljótlega og einnig varðandi félagsleg samskiptamál. í viðræðum við forystumenn ríkisstjórnarinnar sagði Benedikt að lögð hefði verið mikil áhersla á að viðræður við stjórnvöld um trygg- ingu grundvailar þess samnings sem nást kunni við VSÍ mættu ekki vera afgangsstærð í þessari umræðu og þyrftu að fara í gang strax. „í það var vel tekið af hálfu ráðherranna, þannig að ég vænti þess að menn séu á öllum vígstöðvum að setja sig í startholurnar til að heija verkið." Naumur tími Aðspurður um hvaða tímasetn- ingar hann miðaði við þegar hann talaði um skamman tíma til stefnu sagði Benedikt að þegar væri fram komin 5% kjaraskerðing af 7% skerðingu sem menn sæju fram á að yrði raunin á næstu vikum vegna aðgerða stjórnvalda í ýmsum efnum. Mikilvægt sé að stöðva þá öfugþró- un auk þess sem atvinnustig fari enn versnandi og því enn brýnna að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að svo fari. ;,Fresturinn sem við höfum er mjög lítill og menn tala um að það verði að sjást á næstu vikum hvaða möguleikar eru til vitlegra samninga án þess að komi til meiriháttar átaka á vinnumarkaðinum. “ Aðspurður sagði Benedikt að mið- að við hljóðið í þeim 500 stjórnar- Upphaf viðræðna Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ takast í hendur við upphaf fundar ASÍ með ríkisstjórninni í gærdag þar sem kröfugerð samtakanna var kynnt. mönnum í verkalýðsfélögum sem hann hefði átt fundi með undanfar- ið teldi hann að launafólk í landinu væri tilbúið í aðgerðir, sem einkum mundu þá beinast gegn rangri stefnu ríkisvaldsins í efnahags- og atvinnumálum, fremur en gegn hin- um hefðbundnu viðsemjendum, vinnuveitendum. Auk fyrrgreindra funda hittu for- svarsmenn ASÍ fulltrúa annarra helstu samtaka launafólks í gær og í máli Benedikts kom fram að niður- staðan hefði verið sú að hver hópur myndi fylgjast með og vita hvað hinir aðhefðust og halda opnum möguleikum á að stilla saman kraft- ana þótt umræður um eiginlegt samflot hinna ólíku hreyfinga væru ekki á borðinu að svo stöddu. Tilbúnir í náið samstarf Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði eftir fundinn í stjómarráðinu með Benedikt Davíðssyni fagna þeirri áherslu sem forsvarsmenn ASí legðu á það sameiginlega vandamál þjoðarinnar sem erfitt atvinnu- ástand vegna utanaðkomandi þrenginga væri. „Okkur hefur tekist betur í okkar varnarbaráttu en þjóð- unum hér í kring en hún er viðkvæm og vandmeðfarin og við megum ekki fara út af spori,“ sagði forsæt- isráðherra. „Þetta kom glöggt fram af minni hálfu en jafnframt að við erum tilbúnir til þess að eiga náið samstarf við aðila vinnumarkaðar um langtíma stefnu í atvinnumál- um.“ Aðspurður um hver yrði næstu skref í málinu af hálfu ríkisstjórnar- innar sagði forsætisráðherra að hefði þegar látið vinna ýmsa grunn- vinnu, t.d varðandi vaxtamál, auk þess sem unnið hefði verið að at- vinnumálum en samstarf yrði haft við aðila vinnumarkaðar um hvaða skref yrðu næst stigin. „Við munum auðvitað taka undir það að megi slíkir samningar nást fljótt þá er það betra en ef þeir dragast úr hömlu,“ sagði forsætisráðherra. Vaxtamál áfram rædd í lífeyrissjóðasamböndum Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ sagði við Morgunblaðið að VSÍ fagnaði þeirri áherslu sem lögð væri á atvinnumál- in í kröfugerð ASÍ. Meginatriði í að snúa við þeirri öfugþróun sem orðið hefði í lífskjörum hér undan- farin ár væri að efla atvinnulífíð. Þá sagði hann að VSÍ fagnaði frum- kvæði lífeyrissjóðasambandanna í vaxtamálum og kvaðst eiga von á að forræði í umræðum aðila vinnu- markaðarins um vaxtamál yrðu áffram á þeirri hendi. Þórarinn kvaðst eiga von á að síðar í vikunni hæfust viðræður um einstök atriði sem tengjast samn- ingaviðræðunum, en samkomulag hefði náðst um að tilnefna í viðræðu- hópa til að ræða ýmis hliðarmál. Hærri lauii og breytt skattkerfi tryggi kaupmáttarstig síðustu samninga HÉR FER á eftir kröfugerð sú sem fulltrúar ASÍ lögðu fram á fundum með viðsemjendum sín- um og forystumönnum ríkis- stjórnarinnar í gær. „Tillögur um grundvöll og breyt- ingu á kjarasamningi lagðar fram á fundum með VSÍ, VMS og fulltrú- um stjómvalda 9. febrúar 1993. Kaupmáttarstig komandi kjara- samninga verði ekki lakara en kaup- máttarstig síðustu kjarasamninga. Því verði náð með: — Launahækkunum — Breytingum á skattakerfinu s.s. lækkun á virðisaukaskatti á mat- vörum, hækkun persónuafslátt- ar, lækkun tekjuskatts. Efnahagslegar forsendur kjara- samnings verði stöðugt gengi, að- hald í verðlagsmálum og veruleg lækkun raunvaxta. í viðræðum við atvinnurekendur verði auk ofangreinds settar fram kröfur um eftirfarandi atriði: 1. Kaupmáttartrygging. 2. Launabætur til fólks með undir 80 þúsund krónur í tekjur verði hækkaðar og festar í samning- um. 3. Orlofs- og desemberuppbót. Festa verður orlofsuppbót í samningum og breyta viðmiðun til samræmis við viðmiðun um desemberuppbót. Hækka desem- beruppbót og samræma hana þannig innbyrðis. 4. Félagsleg atriði. Höfuðatriði þess að gengið verði frá samningum við atvinnurekendur er að samið verði við starfsmenn ÍSAL. í viðræðum við stjórnvöld verði auk ofangreinds lögð áhersla á eftir- farandi: 1. Atvinnumál. Stjórnvöld bregðist nú þegar við þeim vanda í at- vinnumálum sem nú er til stað- ar. Það verði gert með því að stjórnvöld taki mið af þeim tillög- um sem aðilar vinnumarkaðar hafa bent á, í fyrsta lagi með því að leggja fram fjármuni vegna bráðavanda og í öðru lagi verði unnið að gerð langtíma- áætlana í atvinnuuppbyggingu í samráði við aðila vinnumarkað- arins. 2. Heilbrigðismál. Dregið verði verulega úr þeim álögum sem settar hafa verið á almenning í heilbrigðismálum. a. Lyfjamál. Tryggja verður að útgjöld einstaklinga vegna lyfja- kaupa komi ekki í veg fyrir kaup fólks á nauðsynlegum lyfjum. b. Lækniskostnaður. Setja verður þak á greiðslur sjúklinga, bæði vegna einstakra heimsókna til lækna og eins heildargreiðslur yfir árið. Allt of langt hefur ver- ið gengið í gjaldtöku vegna heim- sókna sjúklinga til sérfræðinga. Þetta skapar hættu á að fólk leiti ekki þeirrar læknisaðstoðar sem það þarf á að halda vegna bágrar fjárhagsstöðu. Sérstak- lega á þetta við um barnafólk, fólk með langvarandi sjúkdóma og eldra fólk. c. Tannlæknakostnaður. Með breytingum á lögum um þátttöku ríkisins í tannlæknakostnaði vegna barna er enn vegið að bamafólki við skattlagningu. Einnig er sú aðferð að spyrða saman tekjutryggingu og aðstoð ríkisins vegna tannlæknakostn- aðar ellilífeyrisþega enn ein at- lagan að lífeyrissjóðakerfinu. 3. Önnur félagsleg atriði. a. Húshitunarkostnaður verði jafnaður um landið. b. Endurskoðun á lögum atvinnu- leysisbóta leiði m.a. til þess að 16 vikna bið eftir 260 daga bóta- tímabil falli út. c. Fallið verði frá vaxtahækkun í félagslega kerfinu. DTSALfl 20-50% afsláttur Atliv vetrarfatnaðvr, \\ HlJinniSl ^ íþróttagallar, íþróttaskór, SPORTBÚÐI N Skíði, SkíðaskÓr O. fl. O. fl. ÁRMÚLA 40 • SÍMAR 813555, 813655.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.