Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 44
Framtíðar- öryggi í fjármálum KAUPÞING HF Löggi// vc/Hbréfafyrinœki Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVAOrrALMENNAR MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SIMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Háskóli íslands Nemum fækkar um 400 milli ára NEMENDUM í Háskóla íslands hefur fækkað á námsárinu en þeim hefur jafnan farið fjölgandi undanfarin ár. Brynhildur Brynj- ólfsdóttir hjá Nemendaskrá Há- skólans segir að mun algengara sé að konur hverfi frá háskóla- námi en karlar. „Við höfum ekki nákvæma tölu ennþá en það eru rétt rúmlega fímm þúsund nemendur skráðir núna en voru 5.478 í fyrra. Það eru því rúm- lega 400 færri nemendur við Háskól- ann núna,“ sagði Brynhildur. Hún sagði að nemendum Háskólans hefði fjölgað jafnt og þétt mörg undanfar- in ár og en nú færi þeim greinilega fækkandi. Innritunargjald í Háskól- ann hækkaði í haust í 22.350 kr. úr 7.700 kr. og sagði Brynhildur að þessi hækkun væri væntanlega hluti af skýringunni. Þá var starfsreglum LÍN breytt í haust. Konum fækkar Brynhildur sagði að mun fleiri konur hefðu horfíð frá námi en karl- ar og benti það til að dagvistun- armál yllu meiri erfíðleikum en áður. Hún sagði að hlutfall kvenna í Há- skólanum hefði verið komið yfír 60% en væri nú um 53%. ----♦ ♦ ♦---- I athugnn að bræða toðnu með rafmagni NEFND sem iðnaðarráðuneytið hefur skipað er ætlað að kanna möguleikana á því að raforku- væða loðnubræðslur á landinu en nær allar þeirra nota svart- olíu sem aðalorkugjafa. Heildarorkunotkun í loðnu- bræðslum landsins fer eftir því hve mikið aflast en á árunum 1984 til 1987 lá olíumagnið á bilinu 54.000 til 67.000 tonn eða um 10% af heildarolíunotkun á landinu. Um- ^fifenað í raforku eru 54.000 tonn jafngildi um 600 GWh en það er svipað orkumagn og Blönduvirkjun framleiðir í dag. Síldarvinnslan í Neskaupstað er að huga að því að breyta um helmingi orkunotkunar sinnar, eða 20 GWh, úr svartolíu yfir í raforku. Afgangsorka Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu, segir að nefnd sú sem skipuð hefur verið hefji störf í þessari viku. „Það ligg- ur ljóst fyrir að rafmagn á erfitt ■^neð að keppa um verð við svartol- 'íuna því verð á olíunni hefur ekki verið jafnhagstætt allar götur síðan fyrir olíukreppuna 1973,“ segir Jón. „Helstu möguleikarnir liggja í sölu á ótryggri orku eða afgangsorku frá Landsvirkjun." Sjá ennfremur fréttaskýringu á miðopnu. „Stóri-sunnan“ veldur vatnsflóði og- hrellir Ólafsvíking'a Tiittiign sin vatn á gólfi Ólafsvík. AKAFT slagviðri með sunnan stormi var í Ólafsvík í gær. Leysinga- vatn fossaði fram af hveijum hjalla og fyllti alla venjulega farvegi og gott betur. Flæddi inn í nokkur hús og varð af talsvert Ijón, því niðurföll höfðu ekki undan. Þannig var mælt 22 sentimetra djúpt vatn í vöruflutningastöð Arnar og Birgis f gærkvöldi. Hvassvirði úr hásuðri kallast hér hæð enda var um tíma tíu senti- Morgunblaðið/Alfons Finnsson Allt á floti Vöruflutningabifreið ekur í vatnsflaumnum á götu í Hvalsár- hverfinu innan við bæinn í Ólafsvík þar sem iðnaðarhúsin voru umflotin vatni auk þess sem vatn gaus upp um niðurföll. Á minni myndinni sést Grímur H. Stefánsson, íbúi við Ólafs- braut, kraka upp úr niðurfalli og dæla vatni úr húsi sínu. „Stóri-sunnan“. Líklega hefur hann fengið sér duglega neðan í því á leiðinni til landsins í þetta skiptið. Vatn komst inn í eina spennistöð RARIK og urðu rafmagnstruflanir. Bæjarstarfsmenn byijuðu strax að salta hálkubletti. Engu að síður er vitað um tvö beinbrot. Stöðuvatn á lóðum Tjón hefur orðið í húsum við nokkrar götur. Gunnar Baldursson verkstjóri býr við Ólafsbraut. Hjá honum varð allmikið tjón á neðri metra djúpt vatn á gólfum. „Niður- föll kláruðu sig ekki í götunum hér fyrir ofan. Kom vatnið í lækjum niður brekkuna og inn hjá okkur því lóðimar urðu eins og stöðu- vatn,“ sagði Gunnar. í gærkvöldi voru svo hús í Hvals- árhverfinu, innan við bæinn, um- flotin vatni því ræsi á þjóðveginum flytur ekki Hvalsána fram þegar hún er komin með þverár úr öllum áttum. Varð talsvert tjón í iðnaðar- húsunum sem þar era. Helgi Fiskdreifendur í Suður- og Mið-Þýskalandi senda fulltrúa hingað til lands Vilja milliliðalaus kaup á ferskum flökum héðan STÓRIR fiskkaupendur í Suður- og Mið- Þýskalandi hafa áhuga á að kaupa héðan mikið af ferskum flökum, sem flutt yrðu beint til þeirra með flugi. Vakir það fyrir þeim að fá sem ferskastan fisk og losna um leið við milliliðina, uppboð, vinnslu og heildsöludreifingu frá hafnarborgunum í Norður-Þýskalandi, Bremerhaven og Cux- haven. Ætla fulltrúar þeirra eða innkaupa- sambandsins „Einkaufsgruppe Siid“ að koma hingað til lands um næstu mánaða- mót til að ræða hugsanleg viðskipti en Útflutningsráð íslands og Benedikt Höskuldsson á skrifstofu þess í Berlín hafa unnið að þessum málum að undanförnu. Benedikt Höskuldsson sagði að skrifstofa Útflutningsráðs í Berlín hefði unnið að málinu ekki síst með samninginn um Evrópska efna- hagssvæðið í huga en með honum fer tollur á ferskum þorsk- og ufsaflökum úr 18% í núll en á karfanum lækkar hann um 70% í áföngum og fer fyrst í 15,4%. Sagði hann, að ef um semd- ist við þýsku fiskkaupenduma gæti verið um að ræða nokkuð stórt mál og nefndi sem dæmi, að í nóvember hefðu þeir verið að kaupa kílóið af karfaflökum frá þýskum vinnslustöðvum á 10 mörk eða rétt tæpar 400 kr. ísl. Fyrir fryst karfaflök héðan til Þýskalands fást nú um 228 kr. og hefur þó verðið á þeim heldur verið í hærri kantinum að undanförnu. Mikill áhugi Bjarni Lúðvíksson, framkvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, SH, kvaðst telja þetta mjög spennandi verkefni og til stæði að hann færi með Þjóðverjunum í þau hús innan SH sem vildu taka þátt í þessu. Að svona við- skiptum yrðu margir að standa til að tryggja jafnt framboð en fyrst og síðast væri áherslan á gæðunum. Sagði Bjarni, að auðvitað yrðu menn að flýta sér hægt en ef af yrði væri um að ræða stórt stökk inn á markaðinn. Væri á því mikill áhugi í ljósi samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið, EES. Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri ís- lenskra sjávarafurða hf., sagði það góðar frétt- ir ef kaupendur í Þýskalandi ætluðu að snúa sér meira beint til framleiðslulandanna en taldi, að rétt væri að fara varlega, markaðurinn væri sveiflukenndur og það langerfiðasta við við- skipti af þessu tagi væri samhæfingin. Fiskur- inn yrði að vera sem ferskastur, af réttri teg- und, koma á ákveðnum degi og fyrirvarar oft stuttir. Sjá nánar í Úr verinu bls. B1 og B3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.