Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 Félag velunnara Borgarspítalans 10 ára eftir Egil Skúla Ingibergsson Félagið var stofnað 10. febrúar 1983. A stofnfundi voru mættir 50 einstaklingar, sem ákváðu að stofna félagið og formuðu sam- þykktir fyrir það. Síðan hefur fé- lögum fjölgað nokkuð þannig að í dag, 1992, greiða um 150 manns árgjöldin reglulega. Stjómin er sem áður skipuð sjö mönnum og fyrir nokkrum árum var tekið upp að styðjast við trúnaðarmannaráð 12 manna, sem kallað er til þegar sérstaklega stendur á. Aðalatriði samþykkta félagsins eru óbreytt frá fyrstu gerð og eru: 1. Bæta hvers kyns aðstöðu sjúklinga sem á einhvem hátt njóta þjónustu Borgarspítalans í Reykjavík og stuðla að því að þeir fái sem besta og hagkvæmasta lausn á sínum heilbrigðisvanda- málum og að sem flestir sem á þurfa að halda geti notið þeirrar þjónustu. 2. Bæta og efla alls kyns þjón- ustu, svo sem lækningar, endur- hæfingu og vísindastarfsemi á Borgarspítalanum í Reykjavík og stuðla að því að sú þjónusta megi hverju sinni vera sem árangursrík- ust og til fyrirmyndar. 3. Efla og styrkja hvers konar fyrirbyggjandi starfsemi í heil- brigðismálum innan veggja Borg- arspítalans sem og utan, í sam- vinnu við önnur hugsjónasamtök eftir mati stjómar hveiju sinni. 4. Stuðla að auknum skilningi almennings og stjórnvalda á starf- semi Borgarspítalans í Reykjavík með málefnalegri kynningu og umræðu. Fylgjast með þróun Borgarspítalans og einstakra þjón- ustuþátta hans og gera tillögur til úrbóta eftir því sem ástæða þykir til. 5. Suðla að því að Borgarspítal- inn sé aðlaðandi og vinsæll vinnu- staður og að vinnuaðaðstaða þar sé jafnan sem best. Til þess að geta unnið í sam- ræmi við þessar samþykktir þarf í öllum tilfellum á fé að halda og auðvitað hafa komið fram raddir sem spyija af hveiju það opinbera sjái ekki um þessa hluti. Við þessu er aðeins eitt svar, að þó að miklu fé sé varið til heil- brigðismála og að vafalaust finnist flestum að þeir greiði nóga skatta, þá er það svo, að það fé sem hið opinbera getur varið til hvers málaflokks dugir ekki í mörgum tilfellum og þá verður auðvitað að raða verkefnum í forgangsröð. Þau verkefni sem ekki koma inn í forgangsröðina frestast þá ^ða eru leyst af félagsskap, sem vill leggja lið þegar geta hins opinbera hrekkur ekki til. Verkefni Á undanfömum 10 árum hefur félagið tekist á við alls konar verk- efni, ýmist eitt sér eða í samvinnu við aðra, t.d. Rauða krossinn. Má þar nefna: Aðstoð og útvegun á skemmtikröftum fyrir kvöldvökur, kaup á myndbandstækjabúnaði fyrir sjúklinga, sýning málverka á göngum spítalans og styrkur til stuttrar ferðar með eldri sjúklinga út í náttúruna. FVB átti fund með Landsbankanum um þjónustu þeirra á spítalanum og beitti sér fyrir því að póstkössum var fjölg- að. Félagið hefur gefið út frétta- bréf síðan 1987, nokkur blöð á ári. FVB tók þátt í opnu húsi hjá spítalanum í okótber 1988. Á veg- um félagsins fór fram kynning á bókinni „Listin að lifa með krans- æðasjúkdóm“ í Hagkaupaverslun og í Kolaportinu og þá ameð því að fólk fékk mældan blóðþrýsting sinn, jafnframt því að það var hvatt til að kaupa bókina. I sam- ráði við garðyrkjumenn spítalans var byijað að planta tijám á lóðar- mörkum spítalans 1989 og hefur það verið árviss viðburður síðan, með þátttöku félagsmanna og starfsfólks. FVB hefur lagt til plöntumar, með góðri aðstoð skógræktarinnar. Á jólum hefur FVB nánast frá upphafí sent konf- ektkassa á alla deildir, sem opnar eru á aðfangadag jóla. Ýmis tæki Eftirfarandi listi sýnir vel hvers konar verkefni tekist hefur verið á við og er nokkuð tæmandi um þau verk sem náðst hefur að ljúka til fulls. * Undirbúa söfnun fyrir hjarta- stuðtæki í neyðarbíl, sem síðan var að öllu leyti yfírtekið af Reykjavík- urdeild Rauða krossins. * Aðgerðasmásjá. Undirbún- ingur að kaupum og endanlegt val tók langan tíma, enda umn dýrt og mikið tæki að ræða. Umræða um kaup þessa tækist hófst 1983 en endanleg ákvörðun um tæki var tekin seint á árinu 1985. Tækið sjálft kom svo inn á spítala og var formlega afhent til afnota þar 26. mars 1987. * Kapellusjóður var stofnaður 1986. Samvinna varð um lausn kapellumálsins við Oddfellowstúk- una Þormóð goða og við stjórn spítalans um rými. Oddfellowregl- an lagði til hönnun og innbú. Spít- alinn lagði til húsnæði, fullfrá- gengið, og FVB hljóðfæri, blómav- asa o.fl. * Lyftari fyrir sjúklinga var afhentur A-7 árið 1988, sem auð- veldar vinnu hjúkrunarfólks. Minningargjöf gekk inn í þessa gjöf. Lyftari fyrir A-6 var aflient- ur árið 1989. * Líkherbergi við slysadeild. FVB útvegaði búnað í þetta her- bergi til þess að gera það aðlað- andi og að stað þar sem aðstand- endur gætu hugsað sín mál í friði og í umhverfi sem gefur ró og huggun. * Örbylgjuofnar. FVB hefur lagt þeim deildum spítalans, þar sem vaktavinna er, til örbylgju- ofna til að nota jafnt fyrir starfs- fólk sem og sjúklinga.. Alls hefur félagið keypt um 25 ofna. * Tæki til að bijóta steina í, gallsteina og nýrnasteina, var af- hent spítalanum í febrúar 1989. * Klukkur á Grensásdeild voru afhentar á aðalfundi í mars 1990. Alls var um að ræða 36 klukkur. * Nýr þyrlupallur var formlega opnaður við Borgarspítalann 13. júní 1992 og lagði FVB til hluta af ljósabúnaði pallsins, en þessi pallur uppfyllir alla nýjustu staðla um gerð slíkra palla. * Útvarpstæki með geislaspil- ara ásamt nokkrum geisladiskum var afhent geðdeild á aðalfundi 18. mars 1992. * Orgel fyrir kapelluna var af- hent og vígt 9. júní 1992. * „Cusa“ skurðlækningatæki. í Egill Skúli Ingibergsson „Meginreglan hefur verið að samþykki allra stjórnarmanna liggnr að baki hverri ákvörð- un og ákvarðanir/til- lögur eru ekki settar fram fyrr en ljóst er að ráðamenn spítalans eru málinu meðmæltir og ef um tæki er að ræða fyrr en þeir sem nota tækin hafa komið fram og lýst þörf sinni og að tækið verði notað.“ samvinnu við Rauða krossinn, kvennadeildina í Reykjavík, var keypt og afhent 7. nóvember 1991. Hlutur FVB var sá að undirbúa þátttöku annarra og um fjórðung- ur fjármagnsins. * Félagið endurnýjaði húsbún- að í aðstandendaherbergi á slysa- deild sumarið 1992. * Píanó. í tilefni af afmæli spít- alans nú í desember 1992 var sam- þykkt að færa spítalanum og þeim, sem þar dvelja, píanó að gjöf. En vötnun hefur verið á slíku hljóð- færi við ýmsar uppákomur svo sem kunnugt er. Formleg afhending verður líklega á afmælisdaginn. Onnur mál * Útgáfa bókarinnar „Listin að lifa með kransæðasjúkdóm", sem ráðist var í þýðingu á þegar tilskil- in leyfi höfðu verið fengin. Bókin var gefín út í 5.000 eintökum og er búið að selja rúmlega helming. * Áskorun til stjórnvalda vegna áætlana um að draga úr bygging- arhraða á B-álmu Borgarspítal- ans, þar sem skorað var á stjórn- völd að draga ekki úr byggingar- hraða og um leið bent á brýna þörf fyrir þá þjónustu, sem ráð- gert er að veita með starfsemi B-álmunnar. * Sala Hafnarbúða. FVB skrif- aði tillögu til framkvæmdastjómar spítalans, til þess að undirstrika afstöðu sína, sem var að selja Hafnarbúðir ekki. * Fréttatilkynning varðandi af- stöðu FVB til sölu spítalans var send ráðamönnum heilbrigðis- mála, borgarstjóra og öllum fjöl- miðlum. Stjórn félagsins Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Árni Grétar Finnsson, Bergljót Ingólfsdóttir, Birgir ísleifur Gunn- arsson, Brynjólfur Jónsson, Egill Skúli Ingibergsson, Gerður Hjör- leifsdóttir og Tómas Sveinsson. í núverandi stjórn féalgsins eru: Egill Skúli Ingibergsson, Bjarki Elíasson, Ingibjörg Hjaltadóttir, Ólafur B. Thors. Ottó Michelsen, Reynir Ármannsson og Sigrún Guðjónsdóttir. Framtíðin Hér hafa nú verið tíunduð mörg eða jafnvel flest þau verk og mál- efni sem FVB hefur haft afskipt af á liðnum árum. Meginreglan hefur verið að samþykki allra stjórnarmanna liggur að baki hverri ákvörðun og ákvarðanir tillögur eru ekki settar fram fyrr en ljóst er að ráðamenn spítalans eru málinu meðmæltir og ef um tæki er að ræða fyrr en þeir sem nota tækin hafa komið fram og lýst þörf sinni og að tæk- ið verði notað. Þessi meginregla verður von- andi einnig ráðandi í framtíðinni, því að mörg mál bíða úrlausnar eins og eðlilegt er og von okkar allra að vel takist til við lausnir, jafnframt því að við vonum að okkar framlag nýtist til góðra mála og verði til að bæta og efla hvers konar þjónustu og aðstöðu og líðan þeirra sem á spítalanum dvelja. Höfundur er formaður Félags velunnara Borgarspítalans. Markmiðið er að bæta starfsemi Borgarspítalans eftir Sigfinn Þorleifsson Þann 10. febrúar árið 1983, eða fyrir nákvæmlega tíu árum, var stofnað í Reykjavík félag, sem heit- ir því gagnsæja og lýsandi nafni: Félag velunnara Borgarspítalans. Félagið hefur starfað æ síðan og verið óþreytandi að vinna að því markmiði, sem það setti sér í upp- hafi. Markmiðið er fyrst og fremst fólgið í því að bæta starfsemi Borg- arspítalans þannig að sjúklingar og aðstandendur þeirra fái sem besta og hagkvæmasta þjónustu. Það er skilningur félagsins að þessu tak- marki verði m.a. náð með því að búa starfsfólki gott og aðlaðandi starfsumhverfí. Að undanfömum tíu árum hefur félagið unnið ötullega að framgangi sinna mála. Það var m.a. fyrir for- göngu þess, að hafíst var handa við að útbúa hlýlega kapellu á fyrstu hæð Borgarspítalans. Kapell- „Markmiðið er fyrst og fremst fólgið í því að bæta starfsemi Borgar- spítalans þannig að sjúklingar og aðstand- endur þeirra fái sem besta og hagkvæmasta þjónustu. Það er skiln- ingur félagsins að þessu takmarki verði m.a. náð með því að búa starfsfólki gott og að- laðandi starfsum- hverfi.“ an var vígð þann 8. október 1989. í desember síðastliðnum var minnst tuttugu og fímm ára starfsafmælis Borgarspítalans. Af því tilefni gaf félagið spítalanum prýðilegt píanó. Þessi tvö tilteknu dæmi eru aðeins sýnishorn af því fórnfúsa starfi, sem félagið hefur unnið á undangengn- um áratug. Einnig mætti nefna, til að benda á breiddina í viðfangsefn- inu, að félagið hefur gefið örbylgju- ofna á þær deildir spítalans þar sem unnin er vaktavinna til nota jafnt fyrir starfsfólk og sjúklinga. Af þessu má sjá þann mannskiln- ing, sem horfir á allan manninn heilan svo gjafimar greina ekki á milli líkama, anda og sálar. Það eru víða merki þess, að þetta heilstæða viðhorf til manneskjunnar sé í stöð- ugt ríkari mæli að ryðja sér til rúms innan íslenskrar heilbrigðisþjónustu og er það vel. Sjúklingurinn er ekki einangrað tilfelli, heldur einstakl- ingur með margvíslegar þarfír, lík- amlegar, andlegar og félagslegar svo nokkuð sé nefnt. Þar eiga að- standendur að sjálfsögðu órjúfan- legan hlut að máli og það er leitast við að sinna þeim eftir föngum. Það er alltaf mikilvægt og þó aldrei fremur, en þegar reiðarslög og skyndiáföll dynja yfir. Borgarspítalmn Slysadeild Borgarspítalans veitir bráðaþjónustu allan sólarhringinn. Þeir eru ófáir, sem þangað leita og oft þurfa aðstandendur að bíða þar frétta og úrslita í erfiðum málum. Þá kemur sé vel að hafa frátekið athvarf þar sem gefst ráðrúm og næði á meðan er beðið. Aðstand- endaherbergið á slysadeild er slíkur staður og nú hefur Félag velunnara Borgarspítalans búið þetta herbergi hlýlegum húsgögnum,. sem auka mjög á notagildi þess. Fyrir það eru færðar alúðarþakkir um leið og fé- lagið er óskað til hamingju með tíu ára afmælið og því beðið blessunar Guðs í bráð og lengd. Höfundur er sjúkrahúsprestur á Borgarspítalanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.