Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 33 Minning Sigurður Þ. Björnsson klæðskerameistari kennum Magnúsar að glíma við úrlausnir og uppfinningar, sem aðr- ir komu ekki auga á. Flest af því sem hann prófaði og gerði tilraunir með var í tengslum við sjó og skip og þangað mun hugur hans hafa leitað mest og lengst um dagana. Hann smíðaði sér trillu á Akra- nesárunum og eitt vorið átti ég þess kost að vera með honum á handfæraveiðum í Faxaflóanum. Það er ógleymanlegur tími, en ákaflega var það heppilegt fyrir landkrabbann að þetta vorið var veðrablítt og fagurt. Á kvöldin þurftum við að fara með aflann til Reykjavíkur, því að af einhveijum ástæðum var ekki hægt að losna við hann á Akra- nesi. Heim var svo siglt undir þönd- um seglum þegar byr leyfði. Áf því hafði hann sérstakt yndi og hefði þá verið kjörið tækifæri til þess að nema af honum mikinn fróðleik og reynslu um sjó, skip og veiðar, ef betri móttakari hefði verið fyrir sjó- mennskuna en sveitamannseyru mín. Magnús og Laufey bjuggu á ýmsum stöðum hér suðvestanlands eftir því hvernig atvinnuskilyrðin voru á hveijum stað. Nú síðast hafa þau lengi búið við Gijótagötuna í Reykjavík. Þar hefur Magnús haft vinnuaðstöðu í kjallar- anum til þess að fá útrás fyrir hag- leik sinn og hugkvæmni. Þær eru orðnar óteljandi jóla- og tækifærisgjafirnar sem eiga upp- runa sinn í kjallaranum hjá Magn- úsi, einnig frá síðustu jólum, þrátt fyrir að heilsu færi hrakandi. Og samskonar gjafir er hvergi að finna annarsstaðar í veröldinni. Þar var einnig vettvangur fyrir tilraunir og prófanir, sem hugur hans snerist mikið um. Meðal margs annars sem hann fékkst við af því tagi mætti nefna áður óþekkta gervibeitu á fískilínu og tilraunir með að ná upp olíu sem tapast hefur í sjó. Hann smíðaði einnig líkan af skuttogara löngu áður en nokkur hafði heyrt skuttog- ara nefndan á nafn hér á landi og lét gera tilraunir með haffærni hans og fleiri gerðir skipa, sem hann gerði líkön af og áður voru óþekkt. Fátt eitt er nefnt af því sem hann fékkst við uppgötvanir á og margt af því hefur vakið athygli kunnáttumanna. Ekki er minnsti vafi á því að mörgum hugmyndum hans til hagsbóta og framfara, hefði mátt hrinda í framkvæmd, ef ekki hefði verið skilnings- og fjárskortur í vegi. En hann Magnús var ekki einn í Gijótagötunni, né annarsstaðar. Þar stóð ávallt Laufey þétt við hlið og vék sér ekki undan að bera ríku- legan hluta af byrðunum. Hún bauð byrginn og sigraðist, ásamt honum, á öllum þeim vanda- málum, sem þessari stóru fjölskyldu óhjákvæmilega hlutu að mæta á lífsleiðinni, með alþekktum dugnaði og krafti. Hún er einnig þekkt fyr- ir að hafa stutt og veitt skjól þeim unglingum, sem af ýmsum ástæð- um hafa staðið skjóllítil í næðingi lífsins. í Gijótagötu 12 er hvorki hátt til lofts né vítt til veggja, en inni stærra hjartarúm en finna má 'í stærstu sölum. Það vissu þeir best, sem sóttu þau heim og þeir voru margir, enda stendur á dyraskiltinu útskorna, sem Erlendur sonur þeirra gerði: Laufey, Magnús og gestir. Það var mikil gæfa að hafa tengst Magnúsi Finnbogasyni þeim ættarböndum, sem leitt geta mann- kosti hans og lífssýn til afkomend- anna. Hafðu þökk okkar fyrir allt. Páll Jónsson. Elskulegur afi minn er dáinn. Við minnumst hans með hlýhug. Við dáðum hann; öll börnin hans. Oftast sáum við hann í krakkahóp. Hann tók okkur í fang sér eða á hné og sagði okkur sögur. Öll mun- um við afa með skeggið sitt, sem var svo vinsælt hjá okkur krökkun- um að fá að taka í. Það er alveg sama hvem við hittum úr barna- hópnum hans, afi kemur alltaf upp í huga okkar. Hvert sinn sem komið var til afa og ömmu fundum við ást og hlýju hjá þeim. Megi Guð styrkja ömmu mína og alla í íjölskyldunni okkar á þessum sorgardögum. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja og allt er gott, sem Guði er frá. (Höf. Valdemar Briem) Þorbjörg Pálsdóttir og fjöl- skylda. Fæddur 3. ágúst 1927 Dáinn 4. febrúar 1993 Þann 4. febrúar síðastliðinn lést tengdafaðir minn Sigurður Þ. Björnsson klæðskerameistari eftir baráttu við illkynja krabbamein. Hann varð 65 ára gamall 3. ágúst sl. Ég kunni vel við Sigurð alla tíð, alveg frá því dóttir hans kynnti okk- ur fyrir rúmum 14 árum. Ég tók fljótlega eftir því hvað hann hafði mikið og gott jafnaðargeð sem greinilega fleytti honum langt í bar- áttunni við veikindi og langar sjúkra- húslegur sem hann varð að þola út af mjöðminni á sér, en mjaðmaliður hafði verið tekinn úr honum á yngri árum. Varð hann því að þola vissa hreyfihömlun alla tíð. Til marks um það hversu þolinmóður og sterkur hann var þá heyrði ég hann aldrei kvarta eða barma sér, ekki einu sinni þegar ég spurði hann út í krabba- meinsveikindin. Eina svarið sem ég fékk var að það lægi nú einu sinni fyrir okkur öílum að deyja og þessu væri nú bara að taka eins og öllu öðru. Ef mjöðmin hefði ekki angrað hann í lífinu hefði hann líklega orðið smiður, því að mikill hagleiksmaður var hann í höndum og hafði gaman af því að smíða, eins og húsið í Löngufit í Garðabæ ber með sér sem hann byggði fyrir 30 árum. Hann var eljusamur og harðduglegur sem sést vel á þeim íbúðum sem þau hjónin hafa átt og búið í um ævina, því hann var alltaf að bæta og laga. Þægilegur var Sigurður í lund og var alltaf gaman að aðstoða hann, því hann hafði þann eiginleika að geta tekið öllu og öllum ávallt vel. Hann lærði til klæðskera á sínum tíma og rak Siggabúð, fataverslun á Skólavörðustíg í mörg ár og saum- aði mikið sjálfur. Síðustu fimmtán árin ráku þau hjónin matvöruverslun og síðar söluturn sem hann seldi fyrir 2 árum. Sigurður var barngóður með af- brigðum og féll alltaf kylliflatur fyr- ir þeim allra yngstu, þau gátu brætt hann heldur betur. Sigurður er einn af þeim mönnum sem maður hefur að fyrirmynd í lífinu vegna þess mikla mannkærleiks og þolinmæði sem ég virði svo mikils og þessi heiðursmaður var svo ríkur að. Ég mun ætíð minnast Sigurðar sem eins míns besta vinar og er ekki í vafa um að núna situr hann hjá Guði í heiðurssæti. Mig langar að votta eftirlifandi eiginkonu, dætrum og fimm barna- börnum mína dýpstu samúð. Elfs Hreiðarsson. Þegar daginn tekur örlítið að iengja og örlitlar vonir vakna um betri tíð, þá klappar dauðinn á dyr. Og vegna þess, að enginn veit fyrir, stund sína eða stað, þá kemur hann okkur ávallt að óvörum. Stund Sigurðar Þ. Bjömssonar, mágs míns og vinar, var að morgni 4. febrúar og staðurinn heimili hans, einmitt við hlið konu hans, en ann- ars hefði hann áreiðanlega ekki ósk- að sér. Kynni mín af Sigurði hófust er hann kvæntist systur minni, Sigur- laugu Eðvaldsdóttur, 30. janúar 1954. Hann er ættaður úr Skagafirði, fæddist 3. ágúst 1927 og fluttist ungur til Hafnarfjarðar með móður sinni og systkinum. Þar lærði hann klæðskeraiðn og vann jafnan við þá iðn sína, utan síðustu árin, er hann fékkst við verslunarrekstur. Þau Sig- urður og Sigurlaug settust að í Garðabæ, byggðu sér fljótlega hús á Breiðásnum og seinna annað í Löngufitinni. Þó að Sigurður mágur minn gengi sjaldnast alheill til skóg- ar, varð þess aldrei vart í störfum hans, slík var eljan og þrautseigjan. Og þessi hús sín byggði hann að miklu leyti einn. Á Breiðásnum og í Löngufítinni eignuðust þau fimm dætur, Kolbrúnu, tvíburana Mar- gréti og Guðrúnu, Ernu og loks Guðnýju. Ég og fjölskylda mín telj- um það viss forréttindi að hafa átt þeta fólk að vinum öll þessi ár. Aldr- ei var annríki þeirra slíkt, að því er virtist, að ekki væri tími til að bjóða upp á kaffi og spjalla, og dætur Kristmundur Guð- mundsson — Minning Fæddur 6. febrúar 1908 Dáinn 2. febrúar 1993 í dag verður lagður til hinstu hvíldar Kristmundur Guðmundsson, föðurbróðir minn, fyrrum kjallara- vörður og bifreiðastjóri á Hótel Borg, en Kristmundur lést á Elli- heimilinu Grund í Reykjavík 2. febr- úar sl. Með þessum ljúfa og skemmtilega dreng er fallinn frá einn af uppáhalds frændum mínum, sem ég dáði mjög í æsku vegna þeirrar glaðværðar sem honum fylgdi. Kristmundur var fæddur í Jaðar- koti í Villingaholtshreppi 6. febrúar 1908 og vantaði því aðeins 4 daga í 85 árin þegar hann lést. Kristmundur var einn af sjö börn- um þeirra Jaðarkotshjóna Guð- mundar Þorvaldssonar og Kristínar Stefánsdóttur, þijú systkini hans létust í barnæsku, en bræður hans þrír komust til fullorðinsára og eru nú látnir fyrir nokkrum árum. Þeir voru: Þorvaldur, f. 1900, Andrés, f. 1907, og Erlendur, f. 1910. Föður sinn missti Kristmundur þegar hann var aðeins 6 ára gam- all, og þegar hann var 10 ára varð móðir hans mjög alvarlega veik af berklum og varð þá að leysa heimil- ið upp. Kristmundur fór þá að Gýgjar- hólskoti í Biskupstungum til föður- bróður síns og nafna Kristmundar Þorvaldssonar og ólst þar upp við gott atlæti til 17 ára aldurs. I upp- vextinum í Gýgjarhólskoti naut Kristmundur hinna hæfustu barna- kennara, þeirra á meðal var hinn landsþekkti fræðari og félagsmála- maður Aðalsteinn Sigmundsson, skólastjóri á Eyrarbakka. Aðalsteinn heitinn hreifst mjög af þessum unga sveitadreng og bauð honum til vetursetu hjá sér á Eyrarbakka 12 ára gömlum. Krist- mundur bjó hjá skólastjóranum og minntist veru sinnar þar og upp- fræðslu alla tíð. Eins og gerðist með unga menn á þessum árum réð Kristmundur sig til vinnumennsku og skepnu- hirðinga, auk þess sem hann fór tvö sumur á síldarvertíð norður í land til vinnu á síldarplönum. Sumarið 1933 vann Kristmundur á stórri söltunarstöð á Siglufírði þar sem unnu 114 stúlkur og 20 strákar og mun þá oft hafa verið líf í tuskunum ef að líkum lætur. Kristmundur minntist oft veru sinnar í Skipholti í Hrunamanna- hreppi þar sem hann var samfellt vinnumaður í 7 ár, lengst af hjá Stefáni Guðmundssyni. Á þessum árum þótti Kristmundur um margt bera af ungum mönnum fyrir glæsi- leika, glaðværð og góða mann- kosti. Þá átti hann góða hesta sem sögur fóru af. Eitt sinn þegar Krist- mundur kom af balli frá Flúðum ásamt fleiru ungu fólki úr uppsveit- inni og reið brúnum fjörhesti sem hann átti missti hann klárinn í fyjör- ugri samreið og hugðist stoppa hann með því að stefna honum á fjárhús sem voru að hluta til í jörð. Sá brúni lyfti sér þá bara yfír fjár- húsin með knapa og öllu saman og sáust hófförin á veggjunum beggja vegna þegar að var gáð. Kristmundur eignaðist marga góða vini í Hreppnum og uppsveit- um Árnessýslu á þessum tíma sem minnast hans æ síðan enda hvers manns hugljúfi og gaman með hon- um að vera bæði í leik og starfí, suma réð hann raunar til sín á Borgina mörgum árum síðar. Árið 1941 urðu veruleg þáttaskil í starfssögu Kristmundar er hann réð sig til Jóhannesar Jósefssonar á Hótel Borg, fyrst sem kjallara- vörð og síðar sem sendi- og einka- bílstjóra þessa lands og jafnvel heimsfræga manns. Með þeim Kristmundi og Jóhannesi tókst ein- læg vinátta og trúnaður, en Jóhann- es var ekki allra eins og sagt er. Jóhannes og Kristmundur urðu frægir vítt um land sökum ferða- laga í sambandi við veiðiskap hótel- eigandans, bæði til gæsaveiða og laxveiða. Sérútbúin bifreið sem Krist- mundur ók og allur búnaður annar var nýtt og framandi sveitafólki á þessum tíma. Og glæsilegur var litli pallbíllinn rauði sem Jóhannes keypti undir frænda minn og merkti á báðar framhurðir með hinu glæsi- lega merki hótelsins. Kristmundur var líka traustsins verður og hugs- aði vel um bílana og allt sem honum var trúað fyrir hjá fyrirtækinu. Man ég margar sögur sem hann sagði mér af ferðum þeirra og samskipt- um við fólk, bæði í byggðum Borg- arfjarðar hér austanfjalls og síðast en ekki síst frá veru þeirra og ýmissa góðra gesta við Hítará þar sem þeir dvöldust oft langdvölum á sumrum við laxveiðar. Kristmundur var kominn nærri fertugu þegar hann kvæntist tví- tugri heimasætu frá Vegatungu í Biskupstungum, Þórhöllu Guð- laugsdóttur. Þórhalla var glæsileg kona og mörgum góðum kostum gædd, en lést um aldur fram og höfðu þau Kristmundur þá slitið samvistir. Þau Kristmundur og Þórhalla eignuðust fimm börn, en þau eru: Kristín, Guðlaugur, Halla Olöf, Sig- ríður og Hugrún Álda. Eftir 33 ára samfellt starf á Hótel Borg hjá Jóhannesi og svo síðari eigendum, réðst Kristmundur til starfa á næsta bæ, þ.e.a.s. í Hressingarskálanum í Austur- stræti. Eigendur þessa virta veit- ingastaðar reyndust honum vel þeg- ar hausta tók um heilsufar hans og aldur færðist yfir, enda höfðu okkar gengu þar út og inn svo að ókunnir vissu varla, hver átti hvað. Og eftir á að hyggja, finnst mér, að við höfum jafnan sótt til þeirra, en ekki öfugt. Svo undarlega margt kemur upp í hugann. Ferðalög og útilegur þegar stelpumar vom litlar, ótal ógleymanlegar kvöldstundir og nærri fjömtíu áramót, sem talin voru mislukkuð, ef ekki var litið inn til Sigga og Sigurlaugar, já einhvern veginn er örðugt að hugsa sér annað þeirra án hins, slík var samheldnin. Og á þennan vinskap finnst mér aldrei hafa borið neinn skugga. Sig- urður var skemmtilegur maður og talaði tæpitungulaust um menn og málefni og á því varð ekki breyting, þótt vitað væri að hveiju dró. Þrátt fyrir erfíð veikindi, bæði fyrr á ævinni og eins síðustu mánuðina, var hann jafnan reifur og viðræðu- góður, en aldrei margmáll um veik- indi sín. Þvert á móti taldi hann sig gæfumann að hafa átt góðan lífs- fömnaut og indælar og myndarlegar dætur, samheldni þeirra systra og ræktarsemi við foreldra sína er ein- stök og sannast þar enn einu sinni, að eplið fellur sjaldan langt frá eik- inni. Það er gott að hafa átt Sigurð að vini og hans verður gott að minn- ast og við kveðjum hann og þökkum vináttuna og samfylgdina og óskum þess að hinn látni öðlist ró og við hin líkn sem lifum. Mágur. þeir kynnst hæfni hans og trúnaði um langt ára bil. Þegar heilsa þraut vistaðist Kristmundur hjá hinum virta heið- ursmanni Gísla Sigurbjömssyni á Gmnd, og var fyrst í Hveragerði í nokkur ár, en nú undir það síðasta á Gmnd. Gísli vinur minn kunni sem fleiri að meta mannkosti Krist- mundar og fylgdist ég nokkuð með honum í gegnum okkar kynni. Ég sakna þess nú að hafa ekki gefíð mér meiri tíma hin síðari ár til að heimsækja hann, svo marga ánægjustund veitti hann mér í æsku, með kærkomnum heimsókn- um til foreldra minna í Hafnarfirði, Lambhúskoti og Syðri-Gróf. Krist- mundur var mikill söngmaður og hafði einstaka hæfileika til frásagn- ar og var frábær eftirherma. Aldrei féll honum verk úr hendi þegar hann heimsótti okkur í sveitina og man ég það sérstaklega hversu lip- ur milliferðamaður hann var þegar engjaheyskapurinn var allur reiddur heim á hestum. Þegar ég var bam að alast upp í Hafnarfirði beið ég oft eftir því um helgar að Kristmundur kæmi til þess að taka lagið með pabba og fleiri vinum og kunningjum. Þá var mikið sungið á Austurgötunni og stundum svo að hópur fólks nam staðar utan við húsið til að hlusta. Við leiðarlok vil ég þakka þessum ágæta frænda mínum góðar minn- ingar um ánægjuleg kynni og sam- • veru sem um margt hafði mótandi áhrif á mig í æsku og ég hygg að það sama megi segja um marga samferðamenn hans og vini. Börn- um hans, barnabörnum og öllum aðstandendum bið ég blessunar. Minningin mun lifa um góðan dreng. Hafsteinn Þorvaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.