Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 11 þessi sem listþörfina hafa, þau eru í lakri aðstöðu til að hafa frum- kvæði sjálf um að sækja svona sýn- ingar. Foreldrar þykjast oftast nær hafa nóg með sig og reikna með því fyrirfram að skólinn sjái um allt svona lagað. Svo að kannski er þessi aðferð sú eina tiltæka, eins og ástatt er. Nú, um sýninguna er fljótsagt. Að henni stendur margreynt fólk. Það stendur að vísu ekki í leikskrá en ég veit ekki betur en Bríet Héð- insdóttir hafi skrifað frumhandritið. Það mun svo hafa verið Guðrún Svava, fýrst og fremst, sem lét heill- ast af hugmyndinni og Inga Bjama- son gekk í málið, fyrir ástar sakir og dró með sér þann kræfa leikhús- mússíkant og tónskáld Leif Þórar- insson. Slíkt aðfararferli er það heil- brigðasta sem hugsast getur, kannski það eina marktæka. Þegar slíkt lið tekur sig saman og leggur sig fram þá verður úr listaverk. Um það þarf ekki að spyija. Og þá hljóta auðvitað list- unnendur að leggja sig fram að sínu leyti og gefa góðan gaum. Menn geta svo skrafað og skeggrætt eftir á um rétt og rangt, kosti og galla, strauma og stefnur. Sjálfur er ég dálítið tunguheftur um einstök at- riði af því að allir helstu þátttakend- ur sýningarinnar em góðvinir mínir og samstarfsmenn frá fomu fari. Hætt við að á það verði litið sem einskonar elskendakvak, hvort held- ur ég færi að lofa verk þeirra eða lasta. Raunar ætti ég að líta á það sem hrekk af ristjórans hálfu að hann biður mig fyrir þetta verk og mundi gera svo ef Matthías Johann- essen væri ekki jafn alþekktur að hreykkleysi og raun ber vitni. Vilji menn samt sem áður krefja mig um skýr svör þá get ég sagt þetta: Sýningin er góð. Hana þarf fólk að skoða. Hún er gott innlegg í listauppeldi. Hér mætti setja punkt. Fáein atriði skulum við þó athuga sérstaklega. Tónlist Leifs Þórarinssonar er haglegur og fallegur vefur, gerður eftir meginreglu Wagners gamla um samfellu og órofna framvindu í sýn- ingu, án framhleypinna glansnúm- era, þeirra sem mundu rjúfa hinn háttvísa aga og heild. Sönglög eru þar nokkuð mörg en þau trana sér ekki fram. Stíga líkt og sjálfsagður hlutur upp af gangi leiksins. Þetta er lagræn mússík og ekki það sem fólk kallar almennt „nútímaleg". En hún gæti þó orðið ungum áhorf- anda örlítil vegvísan inn á þær dul- arfullu brautir, ef vili. Leikmynd Guðrúnar Svövu er listaverk. Eitt það besta og tærasta sem ég hef séð í þessari grein. Fag- urt og gætt þeirri sömu duldu glóð harmleiksins sem býr í látlausum og allt að því hversdagslegum hend- ingum Jónasar: „Enginn grætur íslending ...“ „Mér var þetta mátulegt...“ „Svo rís um aldir árið hvert um sig, eilífðar lítið blóm í skini hreinu... Þetta er klassík. Og hentar böm- um. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson er máttarstoðin meðal flytjenda. Radd- fagur, raddsterkur og rennir sér eftir krókóttum brautum móður- málsins líkt og listfengur skíðamað- ur í lausamjöll. Fullþroska, þjálfaður sagnamaður og Ijóðflytjandi, kenn- ari og umönnunarmaður barna til áratuga. Enda stækkuðu öll eyru og þöndust öll augu í salnum um leið og hann tók til máls. Svona manni treysta böm. Ég gát ekki betur séð en honum tækist hið ómögulega: Að snúa rútubílaæs- ingnum umsvifalaust upp í óskipta athygli og spenning fyrir því sem verið var að gera og segja. Getur maður heimtað meira? Jú; að þessu sé fylgt eftir alla leið. Það var ekki. Um leið og Sigurgeir snéri sér að áhorfendum, með þessum venjulega hætti: „Hvað segið þið um það krakkar?" „Og nú eiga allir að syngja með“, þá fannst mér verða örlítill trúnaðarbrestur milli hans og góðs hluta áhorfenda. Mér fannst áhorfendur taka því sem óvæntum glaðningi að þama færi af stað sýn- ing sem hvorki réðst á skynjun þeirra og vitsmuni með ærandi hí- mans eða tommaogjennadjöfulgangi né heldur krafðist þátttöku eins eða neins umfram það að skoða og hlusta, virða fyrir sér, hugsa um og lifa sig inn í það efni sem verið var að fara höndum um á sviðinu. Einkum er þetta mál viðkvæmt í svo blönduðum hópi, hvað aldur snertir. Setningar eins og: „Er það ekki krakkar?" og „Finnst ykkur þetta ekki vitlaust krakkar?", ofan af svið- inu, — þær virka á þá sem yngstir eru, — í leikskólanum er þetta part- ur af ritualinu, en þeir sem orðnir era átta og níu ára þykjast nú held- ur en ekki vaxnir upp úr slíkum bamaskap. Sennilega betra að ávarpa þau með: „Dömur mínar og herrar", eða jafnvel: „Má ég biðja um háttvirt álit yðar, heiðraðu áhorfendur?". Og um söngva í sýn- ingu sem þessari trúi ég næðist áreynsluminni og betri samstaða ef ekki væri sagt: „Nú eiga allir að syngja með“, heldur: „Nú mega all- ir syngja með, — þeir sem langar". Um aðra flytjendur og aðstand- endur verð ég að vera fáorður vegna þess að svona grein má ekki vera endalaus. Ég get þó aðeins getið þess að allir, án undantekningar, vinna verk sitt af fallegri vandvirkni og þokka, ekki síst ungu stúlkumar tvær; Gerður H. Sigurðardóttir í hlutverki Skeljarinnar og Una Björg Hjartardóttir með flautuna sína og þær sannfæra mig, eina ferðina enn, um það að „unga fallega stúlk- an í leikritinu" er enn föst og ómiss- andi stærð innan hins sanna leik- húss og hana ber að láta taka sig út, klæða hana í tjull og híalín, láta hana stíga dansspor og snúa sér í hring — eins og hér er líka gert, hvað svo sem jafnréttinu líður. Einn- ig það er klassík. Ég má einnig til með, svona í framhjáleiðinni, að áminna Davíð minn Kristjánsson, þann annars efn- isgóða leikara, fyrir of laus tök. Eins og þindin sé ekki nógu þanin. Athyglin ekki nógu einörð. Við- bragðsflýtirinn ekki nógu kvikur. Af því leiðir svo að röddin nær ekki nógu þéttum hljómi, leikurinn fær ekki nógu þungan skrið og hugsun skáldsins missir hið snarpa bit. Og raddimar skortir hljóm. Allar nema Sigurgeirs. Jafnvel hann miss- ir hljóminn — í söngvunum, þar sem hann er ekki eins öraggur með sig og í hinum talaða texta. Það heyrist allt, það er ekki það. En það hljóm- ar ekki. Eins og skorti oft á hið innra afl, þennan móð sem ljær skáldskapnum meiningu, flug og sannfæringarkraft. Einkum og sér í lagi þarf þessa við þegar farið er hávaðalaust mál, af tempraðum hraða, blítt eða mjúklegt eins og þessi ævintýri Jónasár. Þá fyrst er þörf fyrir hinn þétta ómbotn, — hina straumþungu undiröldu. En þessi leikflokkur þarf ekki að skammast sín sérstaklega fyrir þetta. Þessi grandvallaratriði vantar nefnilega í meginþorra þeirra sem við leiklistina bjástra í landinu, — atvinnumenn sem amatöra. Ungir leikarar. Trúið mér: Fyrr en raddim- ar ná góðum hljómi er engin leiklist farin af stað. Fleira kemur þó til og kannski enn verra. Nýi samkomusalurinn að Þingborg, stolt hreppsbúa, glamrar en hljómar ekki. Þar var heill karla- kór við æfingar á dögunum og hann náði heldur ekki hljómi. Ég leyfí mér að slá því hér fram, snöggt og ósvífíð, að — jafnmikils virði og tungumálið er þessari þjóð, ef hún vill vera þjóð, þá verður byggingar- vinnan öll unnin fyrir gýg. Hvað er að þessum mönnum? Það er ekki eins og þetta sé eini samkomusalur- inn í landinu sem er þessu marki brenndur. Er þetta getuleysi hönn- uðanna? Eða sinnuleysi? Éða óráð- þægni? Hroki. Eftir nær fjöratíu ára ferð um hin margvíslegustu leikhús heimsins og velflest félagsheimili í þessu Iandi og stúdéringar á þeim, hefur það aIdrei nokkurn tíma kom- ið fyrir að undirritaður hafi verið spurður álits um hljómburð né held- ur nokkuð það annað sem lýtur að hentugu fyrirkomulagi leiksviðs í byggingu. Síðast fór ég að fyrra- bragði til Tæknifræðingafélags Sel- fossbæjar og bað um að ég fengi að gefa nefndinni og arkitektunum þó ekki væri nema fáar einar aðvar- anir áður en frá ákvörðunum er gengið varðandi hin rísandi leikhús þar. Hann tók því ljúfmannlega. En svar óskast enn. En Sigurgeir Hilmar hljómar. Sumir menn hafa svona raddir og þessa kunnáttu á valdi sínu. Þeir geta hljómað við hvaða aðstæður sem eru. Rödd Jónasar Hallgríms- sonar náði líka að hljóma, þennan sunnudag í Þingborg eins þótt hann væri hvergi nærri staddur. En þar eram við komin út í galdur, þann sem er jafn hátt hafínn yfír allt tal um hönnun leikhúsa sem hann er flestu öðru ofar. MEIMNING/LISTIR Tíundu tónleikar Myrkra mús- íkdaga verða haldnir í Tjarnar- sal Ráðhússins í kvöld, miðviku- dag 10. febrúar, kl. 20.30. A efnisskránni era verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, Kjartan Ólafsson, Lárus H. Grímsson, Þorsteinn Hauksson og Nicky Hind. Hljóðfæraleikarar verða þeir Kolbeinn Bjamason, Pétur Jónasson, Kjartan Ólafsson, Sig- urður Flosason og Snorri Sigfús Birgisson. Ekkert verkanna hefur heyrst á íslandi en verk Karólínu, „Scottish Dompe," og Þorsteins, „Cho,“ vora frumflutt í Skotlandi síðastliðið haust. Önnur verk sem flutt verða era „Rain“ eftir Nicky Hind, „Tvíhljóð" eftir Kjartan Ólafsson, og „Tarzan goes to Hollywood“ eftir Lárus Halldór Grímsson. Mánudaginn 8. febrúar síðastl- iðinnn opnaði Kristinn G. Harð- arson sýningu á verkum sínum á Mokka. Kristinn sýnir þar tuttugu vinnuteikningar af mvndlistar- verkum sem hann hefur unnið á sl. tveimur árum. Teikningarnar eru gjarnan rissaðar upp í önnum hversdagsins á tilfallandi blöð, en síðan eru þær límdar inn í bók og nánari skýringum í formi teikninga eða texta bætt við, og vonar höfundur að myndirnar á sýningunni standi fyrir sínu sem myndir á vegg. Kristinn er búsett- ur í Connecticut í Bandaríkjunum. Sýningu hans lýkur 28. febrúar. Laugardaginn 6. febrúar síð- astliðinn opnaði Asgeir Lárus- son sýningu á verkum sínum í Gallerí G15, Skólavörðustíg 15. Þetta er ellefta einkasýning Ásgeirs, en auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum. Á sýn- ingunni era 10 myndir unnar með gvasslitum. Sýningin er opin virka daga frá 12.00 - 18.00 og laugar- daga frá 11.00 - 14.00, og lýkur henni mánudaginn 1. mars. Gunnhildur Pálsdóttir opnaði sýningu á málverkum sínum laugardaginn 6. febrúar síðast- liðinn í listasalnum Portið. Listasalurinn Portið hefur að- setur í húsakynnum Myndlista- skólans í Hafnarfirði við Strand- götu. Sýning Gunnhildar stendur til 21. febrúar og er hún opin alla daga nema þriðjudag frá kl. 14.00 - 18.00. Laugardaginn 13. febrúar kl. 16.00 opnar Guðjón Ketilsson myndhöggvari sýningu á verk- um sínum í Gallerí Sólon ísland- us í Bankastræti. Á sýningu Guðjóns era högg- myndir unnar í tré, og er þetta níunda einkasýning Guðjóns. Auk þess hefur hann tekið þátt í Qölda samsýninga hér heima og erlendis hin seinustu ár. Sýningin í Sólon íslandus er opin á opnunartíma kaffíhússins og lýkur henni 10. mars. Menningarvika í tilefni aldarafmælis Stúdentafélagsins í Kaupmannahöfn Myndlistarsýning frá námsárum gömlu meistaramia Kaupmannahðfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRIR hundrað árum stofnuðu íslenskir stúdentar í Kaupmanna- höfn félag með sér, sem gekk undir nafninu Stúdentafélagið í Kaupmannahöfn. í tilefni aldarafmælisins hefur undanfarið stað- ið yfir menningarvika í Jónshúsi á vegum Félags íslenskra náms- manna í Kaupmannahöfn, en það hefur félagið heitið síðan nafninu var breytt 1968. Einnig útgáfu afmælisrits. Menningarvikan var sett með móttöku í Jónshúsi 22. janúar sl. Annar tveggja formanna^ náms- mannafélagsins, Láras Ágústs- son, bauð gesti velkomna og stiklaði á stóra í sögu félagsins. Láras bauð sérstaklega velkom- inn nýkjörinn heiðursgest þess, Pétur Jónasson prófessor í vatna- líffræði við Hafnarháskóla. Pétur rifjaði upp nokkrar sögur úr lífí Hafnar-Islendinga á áram áður, gestum til óblandinnar ánægju og ekki leyndi sér að hann hafði frá mörgu að segja. Aðrir núlif- andi heiðursfélagar eru Halldór Laxness, Guðrún Eiríksdóttir, Stefán Karlsson og Jakob Bene- diktsson. Ingvi S. Ingvason sendiherra færði félaginu kveðjur að heim- an. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra færði félaginu kveðju og peningagjöf í tilefni afmælisins. Þá bárast kveðjur og gjafír frá Vigdísi Finnbogadóttur forseta, frá Alþingi og einnig fluttu formenn nokkurra annarra íslendingafélaga í Danmörku fé- laginu árnaðaróskir. Á menningarvikunni var flutt dagskrá, sem Sveinn Einarsson leikstýrði og tók saman í sam- vinnu við leikhóp, undir heitinu „Kaupmannahafnarrolla — éða Babýlon við Eyrarsund". í honum vora leikararnir Borgar Garðars- son og María Ámadóttir, Jóhann- es Hilmisson og Eiríkur Guð- mundsson. í tali og tónum var rifjað upp margvíslegt efni, sem liggur eftir Hafnar-íslendinga, bæði frá síðustu öld og þessari. Annað merkt framtak í tilefni aldarafmælisins er myndlistar- sýning, sem enn stendur yfír í Jónshúsi og kallast „Námsárin“. Á hana hefur verið safnað saman er unnið að undirbúningi undir verkum eftir íslenska listamenn, sem þeir hafa unnið á námsáram sínum í borginni. Myndimar era allar í einkaeign hér og eiga sér margar hveijar skemmtilega sögu, svo sem teikning eftir Mugg, er var upphafleg borð- skreyting. Á sýningunni era með- al ananrra tvær gamlar Kjarvals- myndir, gullfalleg konumynd eft- ir Gunnlaug Blöndal og gifsstytta af fótboltaleikuram eftir Siguijón Ólafsson, sem ekki hefur verið sýnd opinberlega áður og var lengi talin týnd. Elsta myndin er eftir Sigurð Guðmundsson, and- litsmynd frá 1852. Aðrir lista- menn, sem eiga myndir á sýning- unni era Ásgrímur Jónsson, Finn- ur Jónsson, Jón Engilberts, Krist- ín Jónsdóttir, Nína Tryggvadótt- ir, Svavar Guðnason og Þorvald- ur Skúlason, en mynd hans er máluð úr vinnustofuglugga Eng- ilberts, þar sem Þorvaldur bjó, meðan hann var _ að koma sér fyrir í borginni. í afmælisblaði menningarvikunnar er gerð grein fyrir hverri mynd og sögu henn- ar. Af öðram liðum menningar- vikunnar má nefna sýningu á myndbandi um félagið „Kaba- rett“, unnið af Salvöra Aradótt- ur, skyggnusýningu, sem tveir Danir hafa gert á íslandsferð, fyrirlestur um félagið, bókmenn- takvöld í umsjón Böðvars Guð- mundssonar og Sverris Hólmars- sonar og bjórkvöld, þar sem Bjartmar Guðlaugsson söngvari skemmti. í haust er fyrirhugað að gefa út sögu félagsins, sem Margrét Jónasdóttir sagnfræði- nemi vinnur að. í félaginu era nú 250 manns, er stunda nám í ýmsum skólum í Kaupmannahöfn og nágrenni. Sýsluraaðurinn í Stykklshólmi Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla GREIÐSLUÁSKORUN Sýslumaðurinn í Stykkishólmi skorar hér með á þá gjald- endur í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, sem hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda með gjald- daga 1. desember 1992 og fyrr, virðisaukaskatti með gjalddaga 5. febrúar 1993 og fyrr, og tekjuskatti, út- svari, eignarskatti, sérstökum eignarskatti, gjaldi í fram- kvæmdasjóð aldraðra, skatti af skrifstofu- og verslunar- húsnæði, iðnaðarsjóðs- og iðnarmálagjaldi, slysatrygg- ingargjaldi v/heimilisstarfa, launaskatti og tryggingar- gjaldi, vinnueftirlitsgjaldi, atvinnuleysistryggingargjaldi, slysatryggingargjaldi atvinnurekenda, aðflutningsgjöld- um, skráningargjaldi skipshafna, skipagjöldum, lesta og vitagjaldi, bifreiðagjöldum og þungaskatti með gjalddaga 1. janúar 1993 og fyrr, að gera þegar skil. Án frekari fyrirvara verður krafist fjárnáms fyrir ógreidd- um eftirstöðvum gjaldanna, með áföllnum verðbót- um/vöxtum og kostnaði, að liðnum 15 dögum frá birt- ingu áskorunar þessarar. Athygli er vakin á því, að auk óþæginda hefur fjárnáms- gerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að kr. 10.000 fyrir hverja gerð. Þinglýsingargjald er kr. 1.000 og 1,5% af heildar- skuldinni greiðist í stimpilgjald, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur því hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Stykkishólmi 8. febrúar 1993. Sýslumaðurinn í Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.