Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 15 Atvinnnum s ó knir eftir Katrínu Bernhöft, Kristínu Osp Jónsdóttur, Sigþrúði Armann og Vilhelmínu Evu Vilhjáimsdóttur Atvinnuleysi er staðeynd í þjóðfé- laginu í dag. Sjaldan eða aldrei hafa jafn margir íslendingar verið atvinnulausir. Rekstur margra fyr- irtækja gengur illa, segja verður upp fólki og mjög margir standa í þeim sporum að þurfa nú að fara að sækja um atvinnu. Það er vandi að sækja um starf og því er gott að kunna að bera sig að og vita hvernig á að sækja um starf. Eins og staðan er í dag getur það gert gæfumuninn að umsækjandinn sé búinn að leggja vinnu og hugsun í það að sækja um störf. Það þarf bæði að vanda skriflegar umsóknir og búa sig vel undir viðtöl sem fylgja í kjölfarið. Að kynnast sjálfum sér Nauðsynlegt er að byrja á því að skoða sjálfan sig: Á hvaða sviði ertu bestur? Ertu raunsær eða rann- sakandi? Listrænn, hugmyndaríkur, félagslyndur, framtakssamur, út- haldsgóður, vinnusamur, framsýnn, réttsýnn, víðsýnn? Athugaðu hvað einkennir þig mest. Með því að gera þér grein fyrir þessum þáttum kemur þú betur undirbúinn í viðtal og þú getur frekar reynt að sækja um störf þar sem þínir hæfíleikar fá að njóta sín. Skriflegar atvinnuumsóknir Eftir að umsækjandi hefur séð starf auglýst þarf hann að nálgast umsóknareyðublaðið. Fylla þarf út eyðublað og vanda vel til þess. Vel útfýllt eyðublað, eða vel skrifuð umsókn á hreinu, hvítu blaði er lík- leg til að fá jákvæða afgreiðslu atvinnurekanda. Það sem koma þarf fram í atvinnuumsókn er m.a.: - Persónulegar upplýsingar, s.s. aldur, heilsufar, fjölskylduhagir o.fl. - Námsferill, þ.e. hvaða skóla um- sækjandi hefur gengið í og hvenær. Einnig er gott að láta námskeið sem umsækjandi hefur sótt koma fram. Segja þarf hvar námskeiðið var haldið, hvenær og frá heiti nám- skeiðsins. - Starfsferill, þ.e. hvar umsækjandi hefur starfað, hvert starfsheitið hafí verið og hvenær hann hóf þar störf og hvenær hann hætti. - Annað, t.d. ef umsækjandi hefur öðlast reynslu á öðrum stöðum er einnig gott að láta það koma fram. „Nauðsynlegt er að umsóknin í heild sinni sé vel upp sett, skipuleg og vel unnin. Umsækj- andi þarf að hafa upp- lýsingar hnitmiðaðar og nákvæmar. Umsókn sem er allt of löng og óskipuleg vekur minni áhuga atvinnurek- enda.“ - Ummæli fyrrverandi atvinnurek- enda eða kennara. Fylgi ummæli ekki umsókninni þarf umsækjandi að hafa samband við t.d. tvo aðila og fá leyfí hjá þeim til að setja nöfn viðkomandi í umsóknina. At- vinnurekandi gæti þá haft sam- bandi við þá aðila. Nauðsynlegt er að umsóknin í heild sinni sé vel upp sett, skipuleg og vel unnin. Umsækjandi þarf að hafa upplýsingar hnitmiðaðar og nákvæmar. Umsókn sem er allt of löng og óskipuleg vekur minni áhuga atvinnurekenda. Viðtöl Margir atvinnurekendur vinna fyrst úr skriflegum umsóknum og kalla síðan þá umsækjendur í viðtal sem til greina koma. Viðtölin eru yfírleitt þrenns konar: Kynningar- viðtöl, ráðningarviðtöl og svo loka- viðtöl. Gott er að búa sig vel undir viðtölin með því að afla sér upplýs- inga um fyrirtækið og jafnvel starf- ið sem sótt er um. Umsækjandi þarf að vera stundvís og snyrtilega klæddur. Gott er að heilsa hlýlega því augnsamband, handaband og fleira hefur einnig mikið að segja. Sýna þarf starfínu áhuga í viðtal- inu. Ekki gefa í skyn að þér sem alveg sama hvort þú fáir starfíð eða ekki. Gott er að umsækjandi spytji líka nokkurra spurninga um starfið og fyrirtækið. Ekki sýna launum og kjaramálum mestan áhuga. Ef umsækjandi hefur möguleika á starfinu kemur að því síðar að ræða þessi mál. Fleiri atriði í viðtalinu eru mjög þýðingarmikil, s.s. að tala aldrei illa um fýrrverandi vinnuveit- anda. Stundum eru spurningar snúnar og þá er gott að fara aðeins í kringum hlutina og muna að ef til vill er verið að leita eftir ein- hveiju öðru en því sem beinlínis er spurt um. Spurningar sem umsækj- andi gæti m.a. von á eru t.d.: - Hver eru framtíðaráform þín varðandi starfíð? - Hvaða hæfileika hefur þú sem ætla má að nýtist í þessu starfí? - Finnst þér líklegt að fýrrum F.v.: Katrín Bernhöft, Kristín Ösp Jónsdóttir, Sigþrúður Ármann og Vilhelmína Eva Vilhjálmsdóttir. vinnuveitendur gefí þér góð með- mæli? í viðtalinu ætti umsækjandi að forðast að setjast beint á móti við- mælanda sínum. Hann þarf að sýna sjálfstraust og kurteisi og reyna að vera opinn og jákvæður. Þegar við- talinu lýkur þarf umsækjandi að kveðja með handabandi. Að lokum Mjög margir í atvinnuleit nota sér þjónustu atvinnumiðlana. Hér er aðallega um skrifstofufólk að ræða og fólk með sérþekkingu. Hjá einni atvinnumiðlun fengum við þær upplýsingar að umsóknir og hvernig þær væru unnar skipti öllu máli fyrir umsækjanda. Mörg önnur atriði vega þungt eins og t.d. það að mjög margir atvinnurekendur vilja ekki ráða reykingafólk í vinnu. Sá sem reykir gæti því hætt að reykja og aukið líkurnar á því að fá starf. Það er örugglega mjög erfítt að vera atvinnulaus. Fólk missir kannski trúna á sjálft sig og fínnst alltaf erfíðara og erfíðara að sækja um störf. Við verðum að vona að „bráðum komi betri tíð með blóm í haga“. Heimildir: Ágústa Gunnarsdóttir og Einar Páll Svavarsson: Ert þú í atvinnuleit? Rvík. 1990. Teitur Lárusson hjá Starfsmanna- þjónustunni: Viðtal. Þórir Einarsson pró- fessor og Þórir Þorvarðarson ráðningar- stjóri: Námskeiðið að sækja um starf, 17. 11. 1992. Höfundar eru nemendur í 10. HM í Tjamarskóla. Södd og sæl skólaböm eftir Hildigunni Gunnarsdóttur Mataræði skólabarna er mörgum foreldrum ofarlega í huga, sérstak- lega í kjölfar aukinnar umræðu um einsetinn skóla og samfelldan skóla- dag. Ljóst er að ekki er hægt að slíta þann þátt úr umræðunni ef hagur barna á að sitja í fyrirrúmi. Atriði sem vert er að hafa í huga varðandi mataræði skólabarna eru næringargildi nestisins sem börnin koma með að heiman; hvað er selt í skólunum og hvað væri æskilegt að hafa til sölu; fyrirkomulag nestis- tímanna, t.d. hvenær dagsins þeir eru og hvort nemendur hafa þokka- lega aðstöðu og næði til að matast. Sérstakt átak þyrfti einnig að gera í mataræði nemenda í 8.-10. bekk. Sömu kröfur fyrir börnin Nemendur í einsetnum skóla hafa flestir með sér tvöfalt nesti til viður- væris vegna þess að skóladagurinn er lengri en áður. Hugsanlega má „Mataræði skólabarna er verðugt samstarfs- verkefni foreldra og starfsfólks skóla. Ég hvet foreldra til þess að sýna frumkvæði í þessu máli sem og öðr- um er tengjast málefn- um barna og foreldra." þó fækka nestistímanum í einn ef tímasetningin er endurskoðuð. í þeim skóla þar sem ég þekki til eiga nemendur kost á að kaupa kort með miðum sem er nokkurs konar ávísun á nokkrar fæðutegundir. Má þar nefna ávaxtasafa, nýmjólk, létt- mjólk, kókosmjólk og fímm tegundir af jógúrti. Til viðbótar koma flest börn með smurt brauð og/eða ávexti að heiman. í okkar „tveggjafyrirvinnuþjóðfé- lagi“ eru foreldrar misjafnlega dug- legir og tímabundnir við að útbúa fjölbreytt nesti með börnunum í skól- ann. Einnig vandast valið þegar taka verður tillit til þess að nestið á eftir að velkjast í nokkrar klukkustundir í skólatöskunni áður en það er borð- að. Til dæmis er afskaplega óhent- ugt að senda barn, sem ekki borðar skræling, með skrælt epli í fartesk- inu. Hver vill borða brúnt epli? Okkur, hinum fullorðnu, þykir brauðmatur frekar leiðigjarn til lengdar í morgunkaffínu og hádegis- matnum í heilan vetur, jafnvel í nokkur ár. Þess vegna ættu börnin okkar ekki heldur að þurfa að sætta sig við slíkt fæði til langframa. Mataraðstaðan í skólanum Nauðsynlegt er að koma á sóma- samlegri aðstöðu fyrir nemendur til að matast í skólanum og vísi að mötuneyti þar sem lögð er áhersla á létt, en fjölbreytt fæði sem selt er gegn vægu gjaldi. Með góðu skipulagi og samstarfí við foreldra er hægt að koma þessu við. Lengri skóladagur gefur auk þess meira Rangtúlkun og mis- skilningur í björgunum eftirAstvald Óskarsson Nokkrar staðreyndir um björgun hóps úr Þórsmörk dagana 31. jan- úar til 1. febrúar 1993: Sagt hefur verið í fréttum að björgunarsveitir frá Hellu, Vík og Selfossi hafi farið í Þórsmörk til að bjarga 50 manns á 15 jeppum „sem komust hvorki lönd né strönd" eins og sagt var í einni fréttinni. Nú skal sagt frá nokkrum atrið- um þessa máls og svona mála al- mennt. Staðreyndin er sú að björgunar- sveitirnar fóru af stað vegna út- lcalls frá Hafþóri Ferdinandssyni sem var þarna í vandræðum með 15 manna ferðahóp á tveimur bíl- um. Undirritaður var í Qögurra bíla hópi frá Reykjavík og Þorlákshöfn. Þessi hópur tók sig saman um að bjarga eða hjálpa ferðahópnum. Það „Það sem mér finnst vera áhyggjuefni er að svona rangtúlkun eða misskiln- ingur hefur oft komið upp í björgunum. “ er hlutur sem er sjálfsagður og all- ir ferðamenn eiga að temja sér. Við drógum annan bílinn úr krapaelgn- um og tókum fólkið, sem var orðið nokkuð kalt og blautt, yfír í bílana til okkar. Þessi aðgerð, að komast að bílunum og ná fólkinu, tók ca 6-7 klst. og var þá komið myrkur og héldum við þá til byggða. Ferðin sóttist hægt vegna myrkurs og krapa sem var orðinn miklu meiri en 6-7 klst. áður. Þó svo að ferðin sæktist hægt vorum við algjörlega sjálfbjarga. Um þessa helgi var tíu bíla hópur úr Keflavík á þessum slóðum. Þessi hópur var einnig algjörlega sjálf- bjarga og þurfti ekki hjálp frá nein- um til að komast til byggða. Þeir skildu einn bíl eftir við Jökullónið og skiptir það engu máli fyrir aðra. Þáttur björgunarsveitarmanna þegar þeir komu að okkur var sá að þeir tóku léttasta bílinn í tog og við höfðum slóðina eftir þá. Það er þakkarvert en ekki úrslitaatriði. Þeirra hlið er einnig sú að sam- bandsleysi var við hópinn og á meðan björgunin er ekki afboðuð hafa þeir vissa ábyrgð. Hópurinn lagði ekki mikla áherslu á að af- boða björgunina vegna þess að Hafþór sagði að hann hefði aldrei meint eiginlegt útkall hjá björgun- arsveitunum. Undirritaður hefur atvinnu af óbyggðaferðum og vill ekki láta kenna sig við svona óhapp nema hann eigi þátt í því og þá mundi maður að sjálfsögðu þakka fyrir þá hjálp sem þyrfti á að halda. Það sem mér fínnst vera Ástvaldur Óskarsson áhyggjuefni er að svona rangtúlkun eða misskilningur hefur oft komið upp í björgunum. Menn skulu átta sig á því að þetta getur kostað það að menn þori ekki að kalla á hjálp eða veigri sér við að hjálpa öðrum, og ég spyr: Hver ætlar að taka ábyrgð á því? Undirritaður vill halda frið við alla þá sem hlut áttu að máli en hið sanna verður að koma fram í máli sem þessu. Höfundur er hópferðabílstjóri. Hildigunnur Gunnarsdóttir svigrúm til að sinna matmálstímum betur. Samstarf við foreldra þarf að koma til svo hægt sé að hrinda þessu í framkvæmd. Erfítt er þó að treysta á vinnuframlag foreldra til lang- frama þar sem líklegt er að það verði aðeins á fárra höndum eins og oft vill verða í foreldrastarfí hinna ýmsu félaga. Ráðamenn verða því að líta á það sem „arðbæra fjárfest- ingu“ að auka við stöðugildi er tengj- ast næringu skólabarna. Önnur hugmynd er að nemendur sem eru til dæmis frá kl. 9 til 13.30 í skólanum fái einn góðan nestistíma kl. 11, í stað tveggja áður kl. 10 og 11.30. Eftir sem áður myndi hver bekkur borða í sinni kennslustofu og þetta þyrfti ekki að útheimta meiri vinnu af hendi kennara. Ró og friður Fyrirkomulag nestis-/matmáls- tímanna í skólanum skiptir miklu máli. Börn, engu síður en fullorðnir, þurfa mæði á meðan þau matast. Sérstaklega hefur það truflandi áhrif á yngri börnin, og er beinlínis vont i maga, að nærast í erilsömu um- hverfi. Lestur góðrar sögu er vin- sæll hjá mörgum á meðan borðað er og á það örugglega jafnt við um hina eldri sem yngri. Unglingum þykir eflaust ágætt að hlusta á málefni sem tengjast þeirra áhuga- sviðum á meðan þeir innbyrða hollan mat. Við erum öll dálítil börn í okk- ur inn við beinið. Mataræði skólabarna er verðugt samstarfsverkel'ni _ foreldra og starfsfólks skóla. Ég hvet foreldra til þess að sýna frumkvæði í þessu máli sem og öðrum er tengjast mál- efnum barna og foreldra. Höfundur er framkvæmdastjóri Forcldrasamtakanna og formaður Foreldra- og kennarafélags Mýrarhúsaskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.