Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 falið. Ekki var hann þó sáttur við þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattkerfinu undanfarin ár. Framfarir í skattamálum fólust að hans mati í einföldun á skattaregl- um og fannst honum þar mikið á skorta. Ólafur laðaði að sér fólk. Hann "ffafði þann eiginleika að geta rætt við alla og þannig viðmót að við- mælendur hans fundu að erindi þeirra skipti máli og hann var allt- af boðinn og búinn til þess að lið- sinna öllum sem til hans leituðu. Jafnvel ómerkilegustu mál fengu rækilega umfjöllun. Umburðarlyndi hans virtist óþrjótandi. „Öll vanda- mál,“ sagði hann, „eru mikilvæg i augum þess sem við þau á að glíma.“ Ef hringt var í Ólaf til þess að leita ráða hvernig menn ættu að bera sig að, til þess að fá ^ínhvert verk unnið, var viðbúið að samtalinu lyki með því að Ólaf- ur tæki af skarið og segði „ég sé um þetta“. Fyrir nokkrum árum var hart að mér sótt. Reyndist Ólaf- ur mér þá betur en enginn. Er mér það ógleymanlegt er hann sagði mér að ég skyldi hugsa vel til þeirra er að mér sóttu. Þótti mér það lítt við hæfí, en Ólafur sagði ,jú, þeir eiga bágt“. Þessi hugsunarháttur segir nokkuð um lífsviðhorf hans. Ólafur var bindindismaður. Það er þó ekki hægt að segja að hann hafi verið bindindismaður af hug- sjón og hann hafði reyndar haldið á glasi, en eins og hann sjálfur orðaði það þá fann hann enga þörf hjá sér til að neyta áfengis. Oft fannst mér til um hæfileika hans til þess að tjónka við ýmsa þá er áttu við áfengisvanda að stríða og þolinmæði hans við að hjálpa þeim til að komast á réttan kjöl. Ólafur hafði annað starf ólaun- að. Á skólaárum sínum vann hann ávallt við byggingarstörf og var á námssamningi hjá föður sínum, Sigvalda Guðmundssyni bygg- ingarmeistara. Aldrei kom hann því -þíi í verk að verða sér úti um sveins- réttindi. Sem stúdent úr stærð- fræðideild MR skorti ekki bóklegu þekkinguna og var það einungis teikning sem hann þurfti að klára í iðnskóla til þess að ljúka því námi. En honum var það nóg að kunna handverkið og nýta sér þekkingu sína fyrir fjölskyldu sína og vini. Ótaldar voru þær stundir er við unnum saman við sumarbústað fjölskyldunnar og víðar. Verð ég að viðurkenna að það tók stundum á þolinmæðina þegar Ólafur var að eltast við millimetrana. „Er þetta nú ekki nógu rétt?“ „Jú“ svar- aði Ólafur, og þá hélt maður að verkinu væri lokið. En þá tók Ólaf- ur hallamálið að nýju og lagði við á alla kanta og ákvað að þetta yrði að rífa upp og laga svo að betur færi. „Við vorum vanir að hafa það rétt,“ sagði hann og skír- skotaði þá til föður síns. Það var eins með smíðaverk Ólafs og störf hans að skattamálum að þar fannst engin missmíð á. Olafur hafði ákveðnar hugmynd- ir um hvernig þjóðfélagi okkar yrði best borgið. Honum ofbauð bruðlið í þjóðfélaginu, hvort heldur það var hjá einstaklingum eða hinu opin- bera og það sem meira var, hann hafði skapfestu til að lifa í sam- ræmi við hugmyndir sínar. Honum fannst það fráleitt að skipta oft um bíl. Ef bíl væri haldið vel við væri engin ástæða til þess að_ hann entist ekki í a.m.k. 30 ár. Ólafur fór í sex vikna skemmtiferð á árinu 1961. Það var hans gjaldeyri- seyðsla til skemmtiferða. Hann hafði svo margt annað þarflegra að gera við sumarleyfin sín. Nú þegar Ólafur er horfínn fínnst okkur sem heimurinn hafi orðið snauðari. Hvar skal nú leita ráða? En það má þó vera okkur nokkur huggun harmi gegn að engan þekki ég sem var jafn reiðu- búinn til að mæta skapara sínum. Oft kom það fram í viðræðum okk- ar að honum fannst það spennandi sem við ættum í vændum er hér- vistardögum okkar lyki. Fyrir Ólafi var annað líf ekki trú. Það var full- vissa. Kristján Torfason. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN JÓNSSON, Hólmavík, verður jarðsunginn frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 13. febrú- ar kl. 14.00. Anna Jónsdóttir, Jón G. Kristjánsson, Steinunn Bjarnadóttir, Steinunn Kristjánsdóttir, Helmout Kreideler, Anna K. Kristjánsdóttir, Hjálmtýr Heiðdal, Svanhildur Kristjánsdóttir, Valtýr Sigurðsson, Helga Ólöf Kristjánsdóttir, Finn Guttormsen, Valborg Huld Kristjánsdóttir, Oyvind H. Hansen, Reynir Kristjánsson, Anna Ósk Lúðvíksdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILHJÁLMURG. BJARNASON, Álfheimum 35, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlegast láti orgelsjóð Lang- holtskirkju njóta þess. Elfn Kristjánsdóttir, Hilmar Vilhjálmsson, Kristín Hallgrímsdóttir, Vaidís Vilhjálmsdóttir, Tryggvi Hannesson, Kristbjörg Viihjálmsdóttir, Hallgrímur Einarsson, Bjarni Vilhjálmsson, Björg E. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær sonur minn og bróðir okkar, AGNAR HELGI VIGFÚSSON frá Hólum í Hjaltadal, sem andaðist í Landspítalanum þann 3. febrúar sl., verður jarð- sunginn frá Hólum mánudaginn 15. febrúar nk. kl. 13.30. Kveðjuathöfn fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 12. febrúar nk. kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Islands og Hjartavernd. Helga Helgadóttir, systkini hins látna og aðrir vandamenn. Fyrir þann deyð, sem þoldir þú, þig bið ég, Jesú, um það nú, að gefi mér þín gæzkan blíð góða kristins manns dauðatíð. Hold mitt lát hvflast hægt í frið. Hönd þín sálunni taki við. (Hallgrímur Pétursson (Ps. 45).) í dag kveð ég móðurbróður minn, Olaf Ármann Sigvaldason, sem lést aðfaranótt 1. febrúar. Óli frændi var sérstakur. Engan mann þekki ég sem ber jafnmikla virð- ingu fyrir lífínu og hann gerði. Af honum lærði ég að húsflugan ætti sama rétt til lífsins og hver annar. Óli var umhverfísverndarmaður áður en það orð varð til. Hann leyfði illgresinu að dafna í garðinum sín- um vegna þess að það er ákveðin fegurð í villtum gróðri. Hann nýtti hverja spýtu, hverja flík, hvem bíl til hins ýtrasta. Hann gekk til og frá vinnu tvisvar á dag. Óli tók ekki þátt í lífsgæðakapphlaupinu sem er að sliga þjóðina. Hann lifði sem sannur kristinn maður og ég trúi því að hans bíði góð vist í öðru lífk Óli fæddist í Reykjavík 18. maí 1931. Hann var sonur hjónanna Guðmundu Margrétar Sveinbjörns- dóttur frá Dísukoti í Þykkvabæ og Sigvalda Ólafs Guðmundssonar, byggingarmeistara, frá Ásbúð í Hafnarfírði. Þau em bæði látin. Óli ólst upp í miðjum hópi fímm systra sem allar hændust að hon- um. Hann vandist því fljótt að vera annar af karlmönnunum á heimil- inu. Eins og oft vill verða þar sem karlmenn em í minnihluta þá fékk hann gott sjálfstraust og vandist því að treyst væri á hann. Það ein- kenndi persónuleika Óla alla tíð. Hann var stöðugt að hjálpa fólki. Það var sama hvort vandamálið var skattframtöl, viðhald húsa eða að koma unglingum i gegnum erfið stærðfræði- eða íslenskupróf. Ann- að sem einkenndi Óla var hversu bamgóður hann var, enda yfirveg- aður, blíður og þolinmóður. Óla var margt til lista lagt. Hann hafði hæfileika á sviði stærðfræði og tónlistar. Stærðfræðihæfíleikinn nýttist honum vel í ævistarfínu þar sem hann var viðskiptafræðingur á Skattstofu Reykjavíkur. Tónlistar- hæfíleika Óla kynntust fáir. Það gerði hlédrægni hans. Fjögurra ára gamall sat hann í kjöltu systur sinnar sem söng og steig fyrir hann orgelið, en lögin spilaði hann eftir eyranu. Óli nam orgelleik um nokk- urt skeið. Hann unni fagurri tónlist og veitti sér þann munað að sækja tónleika reglulega hjá Tólistarfé- laginu og Sinfóníuhljómsveitinni. Á námsámm sínum vann hann á sumrin við hlið föður síns við húsasmíðar og lærði handverkið. Þar kynntist hann ótal iðnaðar- mönnum sem urðu vinir hans og hann bar mikla virðingu fyrir. Óli kunni ýmsar sögur af þessum mönnum sem urðu í huga systra- barnanna hetjur á borð við Egil, Tarsan og Superman. Ég vil þakka Óla frænda mínum allt sem hann hefur gert fyrir mig. Hann var alltaf til staðar, alltaf var hægt að leita til hans. Huggun er harmi gegn að trúa því að hann sé á góðum stað og muni halda áfram að láta gott af sér leiða. Margrét Ásgeirsdóttir. Látinn er í Reykjavík langt um aldur fram Ólafur Ármann Sig- valdason viðskiptafræðingur, einn af elstu starfsmönnum Skattstofu Reykjavíkur. Enginn veit hver ann- an grefur og kom fráfall þessa starfsfélaga okkar mjög á óvart, því hann hafði virst við bestu heilsu, lipur og léttur á fæti. Langar okk- ur að minnast hans hér í fáum orðum. Eftir nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands kom Ólafur til starfa á Skattstofu Reykjavíkur í októbermánuði árið 1956 og starf- aði hann á Skattstofunni til dauða- dags. Starfssvið Ólafs þar var mjög yfirgripsmikið og voru honum falin ýmis sérverkefni. Má þar nefna flókna útreikninga við álagningu stóreignaskatts á árinu 1957. Við upptöku söluskatts á árinu 1960 hóf Ólafur störf í söluskattsdeild og var söluskattur hans helsta við- fangsefni æ síðan. Jafnframt voru honum falin ýmis vandasöm verk- efni á öðrum sviðum skattamála, enda var hann hafsjór fróðleiks um skattamál almennt og naut sérs- taks trausts Halldórs Sigfússonar, sem var skattstjóri í Reykjavík fram til ársins 1979. Segja má með sanni að Ólafur hafi verið gangandi handbók um söluskatt, svo víðfeðm var þekking hans á því sviði. Þeirri þekkingu kom Ólafur á prent með útkomu 2. útgáfu Handbókar um söluskatt í janúar 1985, en hann ritstýrði þeirri útgáfu og var hún að mestu hugarsmíð hans eins. Ritið þótti ómissandi kostagripur lærðum sem leikum í viðskiptalífínu og skatt- kerfinu. Síðustu starfsárin annaðist Ólaf- ur álagningu landsútsvars og skipt- ingu þess á milli sveitarfélaga. í því starfí sem og öðrum reyndi á hina miklu stærðfræðiþekkingu hans, en vandfundið var það stærð- fræðidæmi sem hann ekki leysti. Ólafur Sigvaldason var meðal- maður á vöxt, grannvaxinn og sam- svaraði sér vel, bjartur yfírlitum og ljós á hár, kvikur í hreyfingum og gat snúist hratt á hæli. Hann hélt tryggð við gamlar hefðir og háttu. Nútíma afþreying hverskon- ar höfðaði ekki til hans. Undi hann sér lengstum við lestur og smíðar, en hann var dverghagur. Ólafur var ekki ginnkeyptur fyrir nýjung- um, en fylgdist þó mjög vel með og lagði sjálfstætt mat á nýtt hvað. Á stórum vinnustað er það þýð- ingarmikið að vel takist til við kynni samstarfsmanna, því maður er manns gaman og það orð hefur löngum farið af Skattstofunni að félagsleg tengsl væru þar með miklum blóma. Ólafur var þar eng- inn eftirbátur annarra, en best naut hann sín í fámennum hópi nánustu samstarfsmanna á sölu- skattsdeild. í vinnuhléum fræddi Ólafur okkur samstarfsmenn sína um ýmis hugðarefni sín, svo sem náttúrufræði, stjörnufræði, landa- fræði og eilífðarmálin. Okkur er sannarlega eftirsjá að þessum svipljúfa félaga og sendum við systrum hans og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Hvíli hann í guðs friði. Starfsfélagar á Skattstofu Reykjavíkur. Fleirí minningargreinar um Ólaf Ármann Sigvaldason bíða birtingar og munu birt- ast næstu daga. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR JÓNSSON frá Hafrafelli, andaðist á heimili sínu, Vallargerði 39, Kópavogi, 2. febrúar. Greftrun fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlegast bent á Minningar- sjóð Heimastoðar Landspítalans, sími 601300. Sigríður Pálsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir Huber, Kristín Heiga Guðmundsdóttir, Guðmundur Páll Guðmundsson, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSTU SVEINBJÖRNSDÓTTUR, Brekkugerði 22. Guðmundur Gunnlaugsson, Elinborg Stefánsdóttir, Sonja Ingvadóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Rodolphe Giess og barnabörn. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð hdlegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar ísíma22322 t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR SIGRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR, áður Njarðargötu 61, Reykjavík. Magnea J. Þorsteinsdóttir, Sigurður H. Þorsteinsson, Hjördís Magnúsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Þór V. Steingrímsson, Erna Sigurbaldursdóttir, Kristmann Magnússon, Ásthildur Þorkelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. FLUGLEIDIR HðTEL LOFTLEIDIR 0*«« flisar 1 TT - llt é Störhöfðu 17, vlð Gullinbrú, sínfl 67 48 44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.