Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 Niðurfærsla samþykkt í Færeyjum FÉLAGAR í samtökum opin- berra starfsmanna í Færeyjum hafa samþykkt að laun þeirra lækki frá 1. febrúar sl. um 8,35%. Búist er við að stéttarfé- lög annarra launamanna muni nú semja á svipuðum nótum. Niðurfærslan á launum var óhjákvæmileg eftir að Danir settu sem skilyrði fyrir frekari fl'árstuðningi að jafnvægi yrði í ríkisfjármálum, þ.e. að útgjöld yrðu ekki hærri en tekjur. Ráðuneytis- stjóri lætur af starfi PETER Wiese ráðuneytisstjóri í danska forsætisráðuneytinu var leystur frá störfum í gær að eigin ósk. Hann er einn af fímm embættismönnum sem voru gagnrýndir fyrir embætt- isfærslu sína í Tamílamálinu svokallaða. Enn er óljóst hvað verður gert í málum hinna embættismannanna og enn- fremur hvort eitthvað verður aðhafst frekar í máium þeirra stjómmálamanna, sem gagn- rýndir hafa verið fýrir afskipti sín af málinu. Eftirmaður Wiese er Ulrik Fed- erspiel, sem hingað til hefur verið ráðuneytisstjóri í utanrík- isráðuneytinu. Hermaður beið bana í N-Irlandi BRESKUR hermaður beið bana og sex starfsbræður hans slös- uðust er tvær sprengjur írsku hryðjuverkasamtakanna IRA sprungu við dómkirkju í Ar- magh í gærmorgun. Walesa hótar þingrofi LECH Walesa Póllandsforseti hótaði því í gær að ijúfa þing ef þingmenn samþykktu ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjómar Hönnu Suchocku. Þingmenn sjö flokka sem aðild eiga að stjórn- inni hafa lýst andstöðu við frumvarpið og að óbreyttu er hætta á að það verði fellt í at- kvæðagreiðslu sem ráðgerð er nk. föstudag. Frakkar senda herlið til Rúanda HARÐIR bardagar héldu áfram í gær, annan daginn í röð, milli stjómarhersveita og uppreisn- armanna í Rúanda. Af þeim sökum ákvað franska stjómin að senda 150 manna herlið til landsins til að gæta öryggis franskra þegna í landinu. Atkvæði talin aftur á Filippseyjum TALNING atkvæða í forseta- kosningunum á Filippseyjum í maí í fyrra var hafin aftur í gær vegna ásakana Miriam Santiago um að sigur hafí ver- ið af henni tekinn með kosning- asvindli. Sakaði hún Fidel Ram- os forseta um meiriháttar svindl sem hann bar á móti en hæstiréttur landsins hefur dæmt að atkvæðin skuli talin aftur. Beðið eftir lestinni LESTARSTJÓRAR í París lögðu niður vinnu í gær með þeim afleiðing- bróðir þeirra hefur verið dæmdur fyrir manndráp af gáleysi en hann um að hundmð þúsunda manna komust ekki til vinnu sinnar í heims- stjómaði lest sem ók á aðra með þeim afleiðingum að nokkrir farþegar borginni. Með aðgerðunum vildu lestarstjórarnir mótmæla því að starfs- biðu bana. Astralir ganga að kjörborði 13. mars Keating boðar skattalækkanir fyrir kosningar Canberra. Reuter, The Daily Telegraph. PAUL Keating, forsætisráðherra Astralíu, hefur boðað til þingkosn- inga 13. mars og kynnti í gær kosningaloforð sem fela í sér aukin ríkisútgjöld og lækkun skatta á fyrirtæki til að stuðla að auknum hagvexti. Hlutabréf snarhækkuðu í verði og ástralski dalurinn styrktist eftir að Keating kynnti áform stómar- innar. Hann kvaðst ætla að lækka tekjuskatt fýrirtækja úr 39% í 33%, stuðla að auknum fjárfestingum með því að rýmka heimild til af- skrifta og ýta undir lánveitingar til smáfyrirtækja. Þá lofaði hann að fjölga dagheimilum til muna. Keating sagði að þessi áform Jafntefli JAFNTEFLI varð í sjöttu einvígis- skák Judith Polgar og Borís Spasski í gær. Polgar hefur vinningsforskot á Spasskí, 3‘/2-2Vi, í einvíginu sem fram fer á Intercontinental-hótelinu í Búdapest. Jafntefli varð einnig í fimmtu skákinni á sunnudag en Polg- ar vann íjórðu skákina. Sá vinnur sem fyrr hlýtur 6 vinninga. myndu auka fjárlagahallann um 2,6 milljarða ástralskra dala, 113 millj- arða króna, á fjórum ámm frá fjár- lagaárinu 1993/1994 til 1996/1997. Stjómmálaskýrendur segja að erfítt verði fyrir stjórnar- andstöðuna að fínna mótleik við þessum kosningaloforðum forsætis- ráðherrans. John Hewson, leiðtogi samsteypu fijálslyndra stjómar- andstöðuflokka, sagði að Keating hefði lofað upp í ermina sína, því hann gæti engan veginn fjármagn- að aðgerðirnar. Verkamannaflokkurinn hefur verið við völd í Ástralíu frá því í mars 1983 og Keating tók við for- sætisráðherraembættinu af Bob Hawke fyrir ári. Flokkurinn hefur sjö sæta meirihluta á þinginu, sem er skipað 148 þingmönnum. Auki fijálslyndu flokkarnir fylgi sitt um aðeins 1% á kostnað Verkamanna- flokksins er stjómin fallin. Einvígi í apríl FISCHER teflir í apríl sitt annað einvígi síðan hann kom fram á sjónarsviðið á ný. Andstæðingurinn verður stórmeistarinn Ljubojevic. Bobby Fischer er enn í Belgrad Teflir gervihnattar- skák við Ljubojevic BOBBY Fischer hefur ákveðið að halda kyrru fyrir í Serbíu um hríð vegna ákærunnar sem gefin hefur verið út á hendur honum í Bandaríkjunum. Kemur þetta fram í frétt þýska vikuritsins Der Spiegel. Einvígi Fischers og Ljubomirs Ljubojevics I apríl verður teflt með hjálp gervihnattar. Að sögn blaðsins hafa Bandarík- in ekki enn farið fram á það við NATO-ríki fækka í heijum London. The Daily Telegraph. MIKILL niðurskurður er fyrir- hugaður í heijum flestra rikja Atlantshafsbandalagsins (NATO) á næstu árum. Bandaríkjamenn munu samkvæmt gildandi áætlun- um fækka Iiði sínu í Evrópu úr 375.000 niður í 100.000 hermenn eða færri. Bretar skera niður fíárveitingar um rúman milljarð punda eða u.þ.b. 100 milljarða króna. Er gert ráð fyr- ir að á næstu árum verði fækkað um tvær sveitir Tornado-véla í flug- hemum, einu flugvélamóðurskipi verði lagt og nokkrum kafbátum. Kanadamenn fækka í hernum og á næsta ári munu þeir hafa kallað all- an her sinn í Evrópu heim. Þýska stjórnin hefur ákveðið að ekki verði bætt við nýjum vopnabún- aði og stofnar þessi ákvörðun áform- um um smíði nýrrar orrustuþotu, Euroflghter, í hættu en nokkrar Evrópuþjóðir hyggjast framleiða hana í sameiningu. Hollendingar og Belgar ætla að fækka í heijum sínum um meira en 50%, ítalir, Spánveijar, Portúgalir, Danir og Norðmenn fækka einnig verulega. Fari sem horfir verður liðsafli Evrópuheijanna sem hér segir árið 1998 samkvæmt heimildum Alþjóða hermálastofnunarinnar (IISS) í London: O Bretland: 119.000 O Bandaríkjaher í Evrópu: 75.000 O Þýskaland: 225.000 O Ítalía: 174.000 O Belgía: 27.500 O Holland: 36.000 O Noregur: 20.000 O Kanada: 19.000 O Danmörk: 16.000 O Frakkland: 224.000 serbnesk stjómvöld að Fischer verði framseldur. Enda óvíst hveijar und- irtektimar yrðu því brot Fischers fólst í því að ijúfa viðskiptabannið á Serbíu. Samt telji heimsmeistar- inn fyrrverandi það tryggast að halda kyrm fyrir í Belgrad. Der Spiegel bætir því við að Fischer gegni nú starfí bankastjóra (!) hjá vini sínum Jezdimir Vasiljevic eig- anda Jugoskandik fjármálafyritæk- isins. Fischer ætlar engu að síður að tefla við Ljubojevic. Fischer verður í Belgrad en Ljubojevic í Linares á Spáni. Leikimir verða fluttir á milli landa með hjálp gervihnattar. Þessi uppákoma minnir óneitanlega á ólympíuskákmótið í Havana á Kúbu 1966 þegar Fischer sat heima en tefldi engu að síður fyrir Bandarík- in; leikirnir voru fluttir símleiðis milli landa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.