Morgunblaðið - 18.03.1993, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993
7
Virkjunarmöguleikar ræddir á aðalfundi Orkustofmmar
Tíföldun raforkufram-
leiðslu til ársins 2030
Um 2% landsins færu undir virkjanirnar
ÁRIÐ 2030 er áætlað að unnt verði að virkja sem samsvarar 43 tera-
vattstundum með nýting-u vatnsorku og jarðhita, en það er um tíföld
framleiðsla dagsins í dag. Þá er áætlað að um 2.000 ferkílómetrar
lands færu undir virkjunarframkvæmdir, sem nemur um 2% af heild-
arflatarmáli landsins, og að 1,1% gróins lands færi undir mannvirki
og miðlunarlón, að því er kom fram í máli Jakobs Björnssonar orku-
málastjóra á ársfundi Orkustofnunar er haldinn var í gær.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Athafnasamir jeppamenn
ÞAÐ verður mikið um að vera á jeppadegi fjölskyldunnar, hundr-
uð jeppa verða á ferðinni og boðið verður upp á útsýnisflug í
þyrlu frá Þyrluþjónustunni.
Metþátttaka í jeppa-
degi fjölskyldunnar
Á FIMMTA hundrað manns skráðu sig á tveimur dögum í nám-
skeið í jeppamennsku, sem er liður í jeppadegi fjölskyldunnar,
sem verður á sunnudaginn. Námskeiðið er haldið af Ferðaklúbbn-
um 4x4 og Bilabúð Benna í tilefni af 10 ára afmæli ferðaklúbbsins.
Jakob sagði að stefnt væri að því
að ljúka rannsóknum á virkjunar-
möguleikum vatnsorku og jarðhita
um aldamót. Af þeim 43 teravatt-
stundum sem unnt yrði að virkja
árið 2030 væri um 31 TWh í vatns-
orku og 12 í jarðhita, en alls er talið
hagkvæmt að virkja 50 TWh, að
sögn Jakobs.
Af þessu orkumagni væri áætlað
að 6 TWh færu til almennrar notkun-
Með útboðinu skuldbatt ríkissjóð-
ur til þess að taka tilboðum á bilinu
500 milljónir til 2.500 milljónir.
Alls bárust 32 tilboð í ríkisvíxla að
ijárhæð 2.073 milljónir. Tekið var
tilboðum frá 21 aðila að upphæð
1.140 milljónir. Lægsta ávöxtun var
ar innanlands, 22 TWh til stóriðju
og 15 TWh tií útflutnings.
Þúsund ferkílómetra
miðlunarlón
Af þeim tæpiega 2.000 ferkíló-
metrum sem færu undir virkjunar-
framkvæmdir tækju miðlunarlón um
1.000 ferkílómetra og um 300 fer-
kílómetrar gróins lands færu undir
virkjanirnar. Þá væri við það miðað
9,95% og sú hæsta 10,26% en með-
altalsávöxtunin var 10,14%. í síð-
asta útboði í byijun mars seldust
ríkisvíxlar fyrir rúma 3,8 milljarða
króna og í þremur útboðum þar á
undan var fjárhæð tekinna tilboða
yfir tveir milljarðar króna.
að flutningslínur tækju um 400 fer-
kílómetra, miðað við að línur yrðu
lagðar samhliða, á svonefndum línu-
göngum, sem einnig takmarkaði
umhverfisáhrif.
Varðandi náttúruverndarsjónarm-
ið kvað Jakob ekkert vinnast með
öfgum. Auðnir og óbyggðir væru
ekki eftirsóknarverð sérstaða, og ef
þær væru það, lægi næst að flytja
landsmenn alla á brott, því óbyggt
ísland hefði án efa- mikið aðdráttar-
afl fyrir ferðamenn. Hann lýsti því
eftir samstarfi um framtíðarskipu-
lagningu í þessu tilliti. „Við viljum
byggja ísland í sátt við óskina um
að byggja hollt og heilnæmt um-
hverfi,“ sagði Jakob. „Sú sérstaða
er eftirsóknarverð, að gera þetta
betur en aðrir.“
Sérstaða Islands
í opnunarávarpi sínu lagði Jón
Ingimarsson, skrifstofustjóri Hðnað-
arráðuneyti, á það áherslu að íslend-
ingar byggju við mikla sérstöðu í
orkumálum. Hér væru hreinar orku-
lindir nýttar að miklu leyti, í sam-
ræmi við „stefnuskrá 21. aldarinn-
ar“, frá umhverfisráðstefnunni í Ríó
de Janeiro í fyrra, og sáttmála Sam-
einuðu þjóðanna um takmörkun
gróðurhúsaáhrifa. Þá væru í vinnslu
kannanir á aukningu á notkunarsvið-
um raforku, til að mynda í fiskiðn-
aði, og að bæta nýtingu umframorku
með sveigjanlegri gjaldskrá.
Gjöld Orkustofnunar 1992 lækk-
uðu um 6,4% að raungildi frá árinu
áður, í 378 milljónir. Þar af voru
138,5 milljónir fjármagnaðar með
sértekjum, en afgangurinn með fjár-
veitingum úr ríkissjóði.
„Þetta eru ótrúleg viðbrögð og
fara fram úr björtustu vonum. Það
verða hundruð jeppa á ferðinni á
sunnudaginn og margir eigendur
þeirra eru að fara í fyrsta skipti
í létta jeppaferð og fólk er á öllum
aldri. Við höldum kvöldnámskeið
tvívegis í vikunni og höfum
sprengt af okkur alla sali, sem
átti að nota til kennslu. Þetta sýn-
ir best áhugann á jeppamennsku
hérlendis og ijölmargir blaðamenn
koma að utan til að fylgjast með
þessum viðburði." sagði Benedikt
Eyjólfsson, einn af skipuleggjend-
um dagsins.
Avöxtun ríkisvíxla
lækkar í nýju útboði
ALLS tók ríkissjóður tilboðum í 1.140 milljónir króna í útboði rík-
isvíxla sem fram fór í gær. I fyrri útboðum í ríkisvíxla á þessu ári
hefur verið tekið tilboðum fyrir verulega hærri upphæð, en þetta
er sjötta útboðið sem fram fer á þessu ári. Meðalávöxtun er 10,14%
sem er rúmu hálfu prósentustigi lægri ávöxtun en í síðasta útboði.
Fyrir strikamerki af
GEVALIA
kaffipökkum
færðu Georg Jensen mæliskeiá.
Ilir sem drekka Gevalia kaffi - hvort
sem það kemur úr rauðum, hvítum,
grænum, hörðum eða mjúkum pökkum -
geta nú eignast fallega mæliskeið frá Georg
Jensen sem er sérhönnuð fyrir Gevalia.
r aldurinn er að klippa út strikamerkin
af kaffipökkunum, safna þeim
saman og senda fil okkar.
Strikamerki af mjúkum pakka gildir sem
ein eining, en strikamerki af hörðum
pakka gildir sem tvær.
Fyrir samtals tuttugu einingar sendum við
þér þessa glæsilegu mæliskeið í pósti.
Þú þarft aðeins að fylla út innsendingar-
seðilinn og senda okkur ásamt nógu
mörgum strikamerkjum til að ná samtals
tuttugu einingum.
Tilboð þetta stendur til 31. maí 1993.
Skrifaðu allar upplýsingar skýrt og
skilmerkilega á innsendingarseðilinn og
settu í frímerkt umslag með utanáskriftinni:
Gevalia mæliskeið
Pósthólf 260
202 Kópavogur
Ath. Reiknaðu með að fá skeiðina senda
u.þ.b. 2 vikum eftir að þú hefur póstlagt
strikamerkin til okkar.
70 10 59
023938
STRIKAMERKIAF GEVALIA KAFFIPAKKA
Vinsamlega sendið mér Georg Jensen mæliskeið.
Hjálagt eru strikamerki sem samtals mynda tuttugu einingar:! laf
mjúkum pökkum (ein eining fyrir hvert þeirra) ogCZDaf hörðum pökkum
(tvær einingar fyrir hvert).
I 1 Éq vil gjarnan fá greitt fyrir strikamerkin 100 kr. og sleppa því að fá
skeiðina.
Slðasti innsendingardagur er 31. ma( 1993.
Nafn:_
Heimilisfang:.
Póstnúmer:____
Utanáskrift: Gevalia mæliskeið, Pósthólf 260, 202 Kópavogur.
Þú getur einnig sent okkur öll strikamekin - ef þau mynda samtals tuttugu einingar - og fengið andvirði þeirra I peningum, eða 100 kr. (Þannig er strikamerki af mjúkum pakka 5 kr. virði og strikamerki af hörðum pakka 10 kr. virði.)