Morgunblaðið - 18.03.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993
TVÆR TRILLUR FORUST VIÐ AKRANES
Leitað á ströndinni
BjörgTinarsveitarmenn frá Akra-
nesi gengu fjörur við Akranes í
gær.
Tveir menn drukknuðu er
Markús, fimm tonna trilla,
fórst rétt utan við hafnar-
garðinn á Akranesi.
Brak af annarri trillu, Akurey, rak upp
í víkina Leyni. Eins manns er saknað.
Brot kom undir bátinn og
velti honum á augabragði
„ÞAÐ KOM brotsjór undir bátinn að aftan sem sneri honum
við og velti honum heilan hring á augabragði. Við vorum
samsíða bátnum þegar þetta gerðist. Ég sneri mínum bát
frá. Skömmu síðar sáum við öðrum manninum skjóta upp
úr sjónum en hinn, skipstjórinn, hékk í rekkverkinu," sagði
Skarphéðinn Árnason, skipstjóri á Ásrúnu AK, sem horfði
á tritluna Markús AK farast nokkur hundruð metra frá
landi í innsiglingunni til Akraness.
Skarphéðinn, sem hélt til_ veiða
ásamt félaga sínum, Rúnari Óttars-
syni, um áttaleytið í gærmorgun á
Asrúnu AK, níu tonna trillu, kvaðst
ekki hafa getað lagt net vegna
haugasjós. Loftvogin hefði verið
niðri og hefði hann strax talið víst
að veðrið yrði ekki jafngott og spáð
var. Sjómennirnir á Markúsi AK
höfðu lagt net í fyrradag og ætluðu
að draga í gær. Skarphéðinn var
afar sleginn yfir atburðum dagsins,
þegar hann lýsti þeim fyrir Morgun-
blaðinu í gær.
Báturinn valt heilan hring
„Við vorum í talstöðvarsambandi
við Markús AK og ákváðum að fara
saman inn til hafnar þegar veðrið
skall á. Við erum á stærri bát og
töldum meira öryggi í því að fara
saman inn. Við vorum komnir inn
fyrir vita og vorum á móts við Har-
aldshús. Það var ekki nema um
þriggja mínútna stím í land. Þá kom
brotsjór undir bátinn [Markús] að
aftan sem sneri honum við og velti
honum heilan hring á augabragði.
Svartur dagur á Akranesi
Skarphéðinn Árnason, skipstjóri á Ásrúnu AK, sem var samsíða
Markúsi AK þegar hann fórst skammt undan landi í Akraneshöfn.
Við vorum samsíða bátnum þegar
þetta gerðist. Skömmu síðar sáum
við öðrum manninum skjóta upp úr
sjónum en hinn, skipstjórinn, hékk
í rekkverkinu. Við renndum á milli
bátsins og mannsins í sjónum og
náðum honum upp með haka. Hann
virtist vera látinn. Við gátum ekki
sinnt honum því hinn beið,“ sagði
Skarphéðinn.
Annað brot reið yfir
„Þegar við nálguðumst þann sem
hékk í rekkverkinu tók sig upp ann-
að brot og allt fór í kaf. Það braut
langt upp í glugga á brúnni á mínum
bát. Þegar brotið gekk yfir lágum
við rétt hjá Markúsi. Maðurinn var
þá að síga niður úr rekkverkinu og
fossblæddi úr vitum hans. Rúnar
náði til hans og hélt honum á með-
an ég bakkaði frá, því brak lá allt
í kringum bátinn. Við náðum
manninum inn, en svo virðist sem
hann hafi látist af þessu höggi. Ég
sneri strax til lands og bað um að
sjúkrabíll og læknir yrðu til taks er
við kæmum,“ sagði Skarphéðinn.
Lóraninn óvirkur
Skarphéðinn sagði að enginn
hefði verið í flotgalla, hvorki á Ás-
rúnu né Markúsi, og taldi hann að
það hefði litlu breytt þótt svo hefði
verið. Hann kvaðst hafa talið í
fyrstu að þeir væru komnir úr allri
hættu þegar þeir voru komnir inn
fyrir vita. Þeir hefðu farið rólega
og fylgst vel með Markúsi AK, þar
sem það væri minni bátur. Lóran-
tækin hefðu verið óvirk, þau dyttu
ævinlega út í svona veðri og þá
réði bara hyggjuvitið.
Lítið að marka veðurspár
Þegar hann var spurður um hin
snöggu veðrabrigði sagði Skarphéð-
inn: „Hveijum hefur ekki komið
þetta á óvart? Það var spáð hæglæt-
isgolu. Það er eins og veðurspár
dagsins eigi alltaf við veðrið sólar-
hringi síðar. Það hefur verið ákaf-
lega erfitt að henda reiður á veð-
urspám í vetur, hveiju sem það
sætir, verra en nokkru sinni áður,“
sagði Skarphéðinn, sem er 68 ára
gamall, og hefur verið til sjós í
marga áratugi.
Skarphéðinn var afar þungorður
í garð forsvarsmanna útvarp-
stöðvarinnar Bylgjunnar, sem hann
sagði hafa sýnt mikinn ruddaskap
og tillitsleysi við aðstandendur sjó-
mannanna þegar þeir útvörpuðu
fyrstu fréttinni af þessum voveiflegu
atburðum og nafngreindu bátana
sem fórust aðeins einni klukkustund
eftir að atburðirnir gerðust.
Hröðuðu sér til lands
er þeir sáu kólgubakka
DAVÍÐ Guðlaugsson yfirhafnsögumaður á Akranesi sagði að fjöldi
báta hefði verið að veiðum þegar veðurofsinn gekk yfir í gær.
Sumir sjómannanna hefðu strax snúið til hafnar þegar þeir sáu
kolsvartan kólgubakka í vestri.
Þegar Davíð kom til vinnu um kl.
7.45 var blíðskaparveður, blæjalogn
og ekki bærðist hár á höfði. Hann
sagði að veðrabrigðin hefðu komið
öllum á óvart. í sjálfu sér hefði veðr-
ið ekki verið verra en oft áður um
hávetur, en afar snögglega hefðu
skollið á dimm él og aftakaveður.
Sást ekki niður á bryggju
„Veðrið hélst afar gott á Akra-
nesi fram til kl. 10.30. Þá skal'i á
með þessum gríðaréljum og stormi.
Það gerði sótsvart á örskammri
stundu og myrkur og ekki fór að
rofa til fyrr en um kl. 12. Ég sá
ekki héðan úr hafnsöguhúsinu niður
að bryggju," sagði Davíð.
Hann sagði að fyrstu bátarnir
hefðu komið inn um kl. 12. Mönnum
hefði strax ekki litist á blikuna og
var farið í að athuga hvernig stæði
á ferðum bátanna. Davíð þurfti að
bregða sér niður á bryggju til að
aðstoða eiganda Síldarinnar AK,
sem lá þar vélarvana við bryggju,
og kvaðst hafa heyrt í talstöð að
það hefði orðið slys. Síldin sigldi
þegar að slysstaðnum en þá hafði
áhöfn Ásrúnar náð skipveijum á
Markúsi um borð.
Brak úr Akureynni
Davíð hafði strax samband við
Tilkynningaskylduna og björgunar-
sveitina Hjálpina á Akranesi. Um
svipað leyti fréttist af því að uppblás-
inn gúmbjörgunarbát og brak úr
Morgunblaðið/Sverrir
Yfirhafnsögumaðurinn
DAVÍÐ Guðlaugsson, yfirhafnsögumaður, segir það skjóta skökku
við að floti Akurnesinga sé eingöngu litlir bátar, allir undir 30 tonn-
um af stærð.
stýrishúsi hefði rekið á fjörur í Leyni,
lítilli vík skammt austan kaupstaðar-
ins. Við athugun kom í ljós að brak-
ið var úr Akurey AK 134, fímm
tonna plastbát. Ekki hafði spurst til
hans hjá hafnsögumanni, en Davíð
sagði að báturinn hefði átt að vera
kominn til hafnar um það leyti sem
spurðist um brakið. Um borð í bátn-
um var einn maður og er hans sakn-
að.
Eingöngu litlir bátar á
Ákranesi
„Þyrla Landhelgisgæslunnar kom
skömmu síðar og leitaði hér með-
fram fjörum. Upp úr þessu fóru
bátarnir að tínast inn til hafnar.
Þijú loðnuskip, Höfrungur, Víkingur
og Bjarni Ólafsson, sem höfðu verið
í loðnuleit, voru þarna fyrir utan og
fylgdust með bátunum. Síðasti bát-
urinn kom inn um kl. 17,“ sagði
Davíð.
Hann sagði að það skyti skökku
við nú á tímum stórra togara að í
flota Akurnesinga væru eingöngu
litlir bátar, frá tveimur tonnum upp
í 30 tonn. Enginn bátur væri stærri
en 30 tonn, en 10-12 bátar væru
2-12 tonn að stærð. Davíð lenti sjálf-
ur í erfiðri lífsreynslu þegar hann
lokaðist inni í káetu lóðsbátsins Þjóts
frá Akranesi er honum hvolfdi og
hann sökk á hafnarsvæðinu við
Grundartanga fyrir u.þ.b. einu ári.
Félagi Davíðs, Árni Erling Sig-
mundsson skipstjóri, fórst í því slysi.