Morgunblaðið - 18.03.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.03.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993 9 FERMINGARFÖT Kjólar - skokkar - blússur - útvíðar buxur - síð vesti - stuttkápur. tískuverslun Laugavegi 101,sími 19461. Nýjar sendingar Síðbuxur, gallabuxur og skyrtur Guðrún, Rauðarárstíg, sími 615077 M Nuddstofa þorbjörns Ásgeirssonar Skeifan 7, s. 684011 Ég býð fram þjónustu mína, sem er heildrænt nudd, djúpskynjunarnudd, slökun, punktanudd ásamt öðrum árangursríkum nuddaðferðum. Ég fer einnig í heimahús ef með þarf. Tímapantanir frá kl. 14-19. 1 klst. kr. 2000,- U/2 klst. 3000,- 5. tíma kort 7.700,- 5 tíma kort 10.900,- 10 tíma kort 15.400,- 10 kort 21.700,- Þorbjörn Asgeirsson nuddfræðingur. Pmk á sturtuklefum o fr A&B reinlœtistœkjum CAPRI klefi úr öryggisgleri. AZUR úr öryggisgleri, kr. stgr. 26.748,- Kr. stgr. 39.183,- m/botni, hitastýröum bl.tœkjum Botn kr. 12.045,- og sturtustöng kr. 49.842,- IBIZA kjaraklefi kr. stgr. 15,910,- DKA heill klefi m/botni og m/sturtubotni, blöndunartœkjum blöndunartœkjum kr. stgr. 39.577,- g og sturtustöng kr. 29.942,- i Raögreiöslur allt upp í 18 mánuöi Mikilvægi markaðsbú- skapar I eriiidi sínu sagði Olaf- ur Egilsson að það væri gifurlega mikilvægt að nýfrjálsu ríkin myndu ná þvi markmiði sem þau hefðu sett sér, nefnilega að koma á markaðshag- kerfi. „Framtíðarvelmeg- un Rússlands og annaiTa ríkja fyrrverandi Sovét- ríkjanna byggist ekki á aðstoð annarra rikja, held- ur þeirra eigin náttúru- auðæfum, sem í mörgum tilvikum eru bæði fjöl- breytt og mikil, og mögu- leikum og staðfestu fólks i að nýta þau. Það er ein- ungis nauðsyidegt að veita aðstoð til að lina þjáningar og brúa tímabundna erfið- leika," sagði Ólafur Egils- son. Hann lagði álierslu á að alþjóðleg fyrirtæki gætu gegnt mun mikilvægara hlutverki varðandi þróun- ina en þau gegna í dag. Mörg fyrirtæki, sem hefðu kannað markaðinn og tek- ið upp samstarf við heima- menn, hefðu nú sett öll mál í biðstöðu. Sagði Ólaf- ur að ef þessi fyrirtæki myndu sýna örlítið ineira hugrekki og sveigjanleika gætu þau jafnt hraðað þróuninni í átt til mark- aðar sem dregið úr þeii-ri áhættu sem væri skýringin á liiki þeirra nú. Þau gætu ekki síst sinnt þvi hlut- verki að þjálfa aðila i við- skiptalífi þessara ríkja, sem flestir hveiju hefðu litla þekkingu á hveniig hlutirnir gengju fyrir sig í vestrænum og alþjóðleg- uin viðskiptum. í lok ræðu sinnar ítrek- aði Ólafur að það væri nauðsynlegt, bæði fyrir Aðstoð við Rússland Ólafur Egilsson, sendiherra íslands í Rússlandi, var fulltrúi íslands á Tókýó- ráðstefnunni um aðstoð við hin nýfrjálsu ríki fyrrverandi Sovétríkjanna, sem haldin var í október á síðasta ári. í Staksteinum í dag er vitnað í erindi Ólafs á ráðstefn- unni sem og grein eftir Toger Seidenfad- en, sjónvarpsstjóra TV2 í Danmörku, um sama mál. íbúa fyrrverandi Sovét- ríkjanna og Vesturlanda, að gömlu kommúnistarik- in tækju upp markaðsbú- skap. „Þeir leiðtogar og þeir flokkar, sem liafa helgað sig þessum mál- stað, eiga allt sitt undir því hversu viðtæk og hversu liröð þróunin verð- ur. Og hver yrði það sem myndi hagnast á því að þetta mistækist? Hveijum væri það í hag að þróun- inni yrði snúið við og aðr- ar leiðir prófaðar í stað- inn?“ spurði Ólafur Egils- son. Forsenda um- bóta Toger Seidenfaden, \ sjónvarpsstjóri TV 2 i Dan- mörku, ræðir þessi mál einnig í grein í Politiken sl. sunnudag. Þar segir m.a.: „Hvaða lærdóm get- um við dregið af því langa ári sem liðið er frá því Jeltsín tók við völdum? Það mikilvægasta er lík- lega að hætta að misskilja þann sjálfsagða hlut sem er orðinn að útgangs- punkti allra greininga á ástandinu í Rússlandi: Efnahagslifíð er í rúst, það verður að reisa það við. Þegar Borís Jeitsín tók við völdum var efnahags- lífið þegar að hryiýa þrátt fyrir fjögur til finim ár af misheppnuðum umbótum. Sú þróun heldur áfram með auknum hraða. Það skiptir engu máli fyrir kjör fólksins í land- inu í næstu framtíð hvaða efnahagsstefnu verður framfylgt eða hversu mik- il aðstoð verður veitt að utan. Hið daglega líf i Rússlandi er ömurlegt fyr- ir flesta. Hreinlega von- laust fyrir suma. Þrátt fyr- ir það er ekki hægt að reka neina efnahagsstefnu nema umgjörð hins rússn- eska þjóðfélags, stjórnar- skránni, lýðræðinu, stjóm- arfarinu, réttarríkinu, verði breytt." Seidenfaden segir að það hafi verið alvarleg mistök af hálfu Jeltsins, þó að það hafi verið mörg sterk rök fyrir því, að boða ekki til kosninga í byijun síðasta árs i stað þess að taka upp samstarf við þingið. „En þó að margar góðar afsakanir sé hægt að tina til breytir það ekki þeirri staðreynd að þetta vom pólitísk mistök sem nú stefna öllu umbóta- starfinu í voða. Það lék enginn vafi á þvi hina sögulega daga í ágúst [árið 1991 þegar valda- ránstilraunin átd sér stað] að Boris Jeltsin persónu- gerði lýðræðið í Rússlandi. Hið ólýðræðislega þing varð að hylla hann til að bjarga sjálfu sér. Eftir ár af málamiðlunum, skít- kasti og efnaliagslegri og félagslegri upplausn, er þessi staða ekki lengur eins skýr og hún var. Það er vel skiljanlegt að kjami deilu forsetans og þingsins hefur verið spumingin um hvort lialda beri þjóðaratkvæða- greiðslu um nýja stjómar- skrá. Niðurstaða þeirrar deilu mun skipta sköpum um hvort takist að mynda þá sátt um stjómskipan Rússlands, sem er for- senda alba umbóta.“ Ef A tekur of þrönga vinstri beygju á vegamótum oglendir f árekstri við B, sem er að koma að vegamót- unum, getur A lent í órétli gagnvarl B. í 3. mgr. 15. greinar umferðarlaga segir: Við vinstri beygju skal aka sem næst miðju akbrautar og á akbraul með einstefnu eins nálægt vinstri brún og liægt er. Beygjuna skal taka þannig að þegar ökutækið kemur út af vegamótunum sé það hægra megin á akbraut- inni sem beygt er inn á. Sýndu aðgæslu í umferð- inni og haltu þig á réttum " stað á akbrautinni. § TILLITSSEMI í UMFERÐINM ER ALLRA MÁL. A&B BYGGINGAVORUR SKEIFUNNI 11B - SÍMI 681S 70. SJOVADIdALMENNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.