Morgunblaðið - 18.03.1993, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993
„_/Mig Langar a& -fú oiéttur þ'na. lána/ScL."
*
Ast er
dúett
TM Reg. U.S Pat Off.—all rlghts reserved
* 1993 Los Angeles Tlmos Syndicate
Auðvitað elska ég þig. Það
er innifalið í nafninu þínu
Asta mín.
HÖGNI HREKKVÍSI
BREF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
Olög um mannanöfn
Frá Halldóri Armanni Sigurðssyni:
Á útmánuðum 1991 setti Alþingi
ný lög um mannanöfn. Lögin eru
allmiklu ítarlegri en gömlu manna-
nafnalögin frá 1925 og fela í sér
nokkrar úrbætur. Ber þar hæst að
(sjálfráða) útlendingar sem hljóta
íslenskan ríkisborgararétt eru ekki
lengur skyldaðir til að kasta nafni
sínu. En þótt nýju lögin séu ná-
kvæmari en hin eldri og taki þeim
fram í nokkrum greinum eru í þeim
ýmis ákvæði sem vafasamt verður
að telja að eigi heima í lögum, svo
að ekki sé dýpra í árinni tekið.
Lagasetningagleði einkennir Al-
þingi íslendinga. Og svo er að sjá
að menn geri sér almennt ekki sér-
lega glögga grein fyrir þeim hætt-
um sem þessi vinnugleði löggjafans
býður heim. Lög eru ekki sjálfsögð.
Eða réttara sagt: Lög orka ávallt
tvímælis.
Það er ekki nægileg réttlæting
fyrir lagsetningu að hún samræmis
venjum meirihlutans og þær að-
stæður geta m.a.s. skapast að laga-
setning sé röng og háskaleg þótt
hún samræmist ekki aðeins venjum
meirihlutans heldur einnig hags-
munun hans og vilja. Lög hafa oft-
ast þann tilgang að veija almanna-
hagsmuni og það verður yfirleitt
ekki gert nema með því að þrengja
að frelsi einstaklinganna. Þess
vegna er það að lagasetning getur
því aðeins átt rétt á sér að þeir
almannahagsmunir sem henni er
ætlað að veija séu ótvírætt meiri
en sá einstaklingsréttur sem að er
þrengt. Að öðrum kosti eru lögin
ólög, ofríki en ekki réttarbót.
Sem betur fer eru mörg dæmi
um skynsamleg og góð lög um
umgengnishætti í landi okkar. Það
leikur t.d. ekki vafi á að almenning-
ur hefur meiri hag af banni við
ölvunarakstri en ökumenn af frelsi
til slíks athæfis. Að íhuguðu máli
sýnist mér hins vegar að nafnalög
okkar íslendinga séu því miður
dæmi um hið gagnstæða, ólög sem
ekki eru sæmandi í lýðræðissamfé-
lagi. Með þessum lögum eru sem
sagt varðir lítilfjörlegir og illa skil-
greindir almannahagsmunir -á
kostnað ótviræðra og mikilvægra
einkahagsmuna.
Lögin fá mannanafnanefnd úr-
slitavald um nafngiftir. Nokkrir
úrskurðir hennar hafa sætt harðri
gagnrýni að undanförnu. Má þar
t.a.m. nefna þær niðurstöður henn-
ar að rithátturinn Esther í stað
Ester sé óhafandi, að ekki megi
skíra Erling og Svanberg í stað
Erlingur og Svanbergur og að
ekki megi gefa nöfnin Dýrley,
Belinda og Thea.
Það er skiljanlegt að ýmsum
komi þessar niðurstöður spánskt
fyrir sjónir. En þegar að er gáð
verður ekki betur séð en þessir og
aðrir umdeildir úrskurðir mann-
nafnanpfndar séu fyllilega í sam-
ræmi við fyrirmæli laganna. Og
reyndar má kveða fastar að orði
hér og halda- því fram að henni
hafi beinlínis borið skylda til að
fella þessa úrskurði. Hér er því
ekki við nefndina að sakast. Það
eru lögin sjálf sem eru óhafandi
og þau eru á ábyrgð alþingis.
Ofangreindir úrskurðir styðjast
fyrst og fremst við 1. málsgrein í
2. grein laganna, en þar segir:
„Eiginnafn skal vera íslenskt eða
hafa unnið sér hefð í íslensku máli.
Það má ekki bijóta í bág við ís-
lenskt málkerfi. Eiginnafn má ekki
heldur vera þannig að það geti orð-
ið nafnbera til ama.“
Sem nefnifallsmyndir bijóta Erl-
ing og Svanberg að sjálfsögðu í
bág við beygingakerfi málsins,
engu síður en t.d. Olaf og Sigurð.
Nafnið Dýrley hefur fagran hljóm
í mínum eyrum og á sér skemmti-
lega sögu (sbr. DV 12. mars sl.)
en samræmist þó ekki íslenskum
orðmyndunarreglum og er þar í
flokki með ónefnum á borð við
Dýrlbjörg eða Dýrlný. Loks eru
Belinda og Thea ekki íslensk nöfn
og hafa ekki unnið sér hefð í mál-
inu og eru að þessu leyti á sama
báti og t.d. Peter og Vladimir.
Þarf svo engum blöðum um það
að fletta að mannanafnanefnd átti
ekki annars kost en fella flesta þá
úrskurði sem hún hefur verið gagn-
rýnd hvað harðast fyrir, m.a. í
umræðum á Alþingi.
Það má reyndar teljast líklegt
að mjög margir Islendingar séu
sama sinnis um þessi álitamál og
mannnafnanefnd. En það er auðvit-
að ekki kjarni málsins heldur hitt
að það er óhæfa að banna tiltekin
mannanöfn með lagaboði, jafnvel
þótt þau séu allt í senn útlensk,
ósamrýmanleg íslensku málkerfi
og afkáraleg. Svona nokkurn veg-
inn á sama hátt og það er óhæfa
að setja lög þess efnis að menn
megi ekki halda á gaffli í hægri
hendi, vera flámæltir, klæðast
skræpóttum fötum ellegar mála
hús sín svört. Vald sem getur bann-
að foreldri að skíra barn sitt ein-
hveiju tilteknu nafni á ekki að vera
til í lýðræðisþjóðfélagi.
Þjóðhollir menn vilja að sjálf-
sögðu standa vörð um íslenska
mannanafnaforðann og amast við
ættarnöfnum og hvers kyns ónefn-
um. í þessu skyni er einboðið að
beita áróðri og fræðslu, laða þjóð-
ina til fylgis við þá stefnu sem
hafa ber að bestu manna yfirsýn.
Og sem betur fer vilja Ijölmargir
gjarnan fá leiðbeiningar um nafn-
giftir. Mannanafnanefnd á því full-
an rétt á sér, sem ráðgefandi nefnd.
En það er auðvitað ódýrara og ein-
faldara að banna fólki hlutina en
veija fé og fyrirhöfn til ráðgjafar
og fræðslu og því er það að Al-
þingi og önnur yfirvöld hafa verið
ósínk á bönn við aðskiljanlegustu
athöfnum sem engan veginn geta
talist ógna óumdeildum almanna-
hagsmunum.
Nauðsynlegt er að hafa laga-
ákvæði um skráningu og notkun
nafna. Almenningur hefur t.d. aug-
ljósan hag af því að fjárglæframenn
geti ekki breytt nafni sínu að vild.
En öllu lengra eiga valdboð um
nafngiftir ekki að ganga.
Það er t.a.m. glapræði að setja
lög um smekk. Lagaákvæði þess
efnis að nafn megi ekki vera þann-
ig að það sé nafnþega „til ama“
er því bæði óviturlegt og ófram-
kvæmanlegt (jafnvel þótt svipuð
ákvæði sé að finna í norrænni lög-
gjöf). Hver er til þess bær að kveða
upp úr um að t.d. Hneta verði
nafnþega „til ama“ en ekki Mörður
eða Yrkill? En hvað þá um nöfn
eins og Lofthæna eða Hundur,
geta menn spurt. Því er til að svara
að telji menn augljóst að foreldri
vilji beinlínis skaða barn sitt með
nafngift hlýtur slíkt athæfi að réttu
Víkverji skrifar
Oft hefur verið rætt um það í
tengslum við stórmót í hand-
knattleik, að þessi íþrótt, sem á
eins miklum vinsældum að fagna
hér á landi og raun ber vitni, sé
nánast ekki til meðal annarra vest-
rænna þjóða. Gjarnan hafa verið
nefnd dæmi úr fjömiðlum í Evrópu
þar sem sums staðar hefur ekkert
verið minnst á handboltann eða þá
neðanmáls. Vel getur verið að þetta
hafi átt við rök að styðjast, en í
seinni tíð er þetta greinilega að
breytast. Handbolti á þó enn langt
í land með að teljast meðal vinsæl-
ustu íþróttagreina í heiminum, en
er augljóslega í sókn.
Sem dæmi má nefna að meira
var sagt frá handknattleikskeppni
á Ólympíuleikunum í sumar en
áður og heimsmeistaramótið, sem
nú stendur yfir, hefur fengið meiri
tíma á sjónvarpsstöðinni Eurosport
heldur en slík mót áður. Sýndur
hefur verið einn leikur í hverri
umferð og hafa þeir þó verið á
dýrmætum horfunartíma eins og
ráðamenn sjónvarpsstöðva myndu
orða það.
xxx
að er ekki nýtt að hálf íslenska
þjóðin sitji fyrir framan sjón-
varpstækin þegar handbolti er
sýndur beint og geðprýðismenn fái
hjartsláttartruflanir þegar „strák-
arnir okkar“ standa í ströngu. En
strákarnir hafa víðar áhrif. Til
dæmis sagði afgreiðslumaður í
einni af verslunum ÁTVR að greini-
lega væri meira selt af bjór þá
daga sem beinar útsendingar væru
frá handboltakeppninni. Til dæmis
hefði salan einn leikdaginn fyrir
skömmu farið rólega af stað en
síðan aukist jafnt og þétt er á leið.
Bjórsalan þennan dag hefði verið
langt umfram það sem gerðist á
venjulegum degi, en þó hefði nán-
ast ekkert verið selt síðasta klukku-
tímann meðan opið var, þ.e. þann
tíma sem leikurinn var sýndur í
sjónvarpinu.
Fyrst rætt er um bjórinn tók
Víkveiji eftir því að helstu
bjórframleiðendur hér á landi eru
um þessar að senda páskabjór á
markaðinn eins og þeir hafa gert
undanfarin ár. Þeir hafa einnig
framleitt sérstakan þorrabjór og
jólabjór, en slíkt mun hafa tilvísan-
ir í erlendar hefðir. Þessi tenging
bjórs við daga eða tímabil minnir
nokkuð á blómaframleiðendur sem
hafa í æ ríkari mæli auglýst nauð-
syn þess að gefa blóm á ákveðnum
dögum. Víkveiji hefur orðið var
við, að þessar blómaauglýsingar
hafa haft áhrif, þó ekki endilega
þau sem ætlast er til. Þannig munu
vera dæmi um að fjölskyldufeður,
sem vilja gefa konum sínum blóm
á eigin forsendum en ekki blóma-
framleiðenda, hafi valdið börnum
sínum hugarangri. Þau hafi fyllst
ótta um að ekki væri allt með felldu
í hjónabandinu þegar pabbi vildi
ekki gefa mömmu blóm eins og
hann átti að gera samkvæmt aug-
lýsingunum.