Morgunblaðið - 18.03.1993, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993
Ný norsk lög um skuldaaðlögun
Einstaklingar geta orðið
skuldlausir á fimm árum
Rætt við Per Anders Stalheim, forstjóra norska neytendaráðsins
LÖG um skuldaaðlögun gengu í gildi í Noregi um áramót, en sam-
kvæmt þeim geta einstaklingar sem lent hafa í viðvarandi greiðslu-
örðugleikum gengið til samninga við lánardrottna um greiðsluaðlög-
un og niðurfellingu skulda. Gert er ráð fyrir fimm ára tímabili þar
sem skuldara er gert að lifa spart og selja eignir meðan grynnkað er
á skuldum eftir megni, en svo má fella niður eftirstöðvar með dóms-
úrskurði. Per Anders Stalheim, forstjóri norska neytendaráðsins,
er væntanlegur hingað til lands í boði Neytendasamtakanna, og
verður hann aðalræðumaður á opnum fundi 19. þessa mánaðar.
Neytendasamtökin hafa ákveðið að fjármál heimila verði forgangs-
verkefni á þessu ári, og mun það verða umræðuefni fundarins.
Per Anders Stalheim sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að allir sem
væru í varanlegum greiðsluerfið-
leikum gætu nýtt sér hin nýju lög,
og ekki væri .kveðið á um að
greiðsluerfíðleikar yrðu að hafa var-
að í ákveðinn tíma. „Hins vegar er
gerð einstaklingsbundin athugun á
hveijum og einum skuldara, sem
ætlað er að dæma um greiðslugetu
nú og í framtíðinni," sagði Stalheim.
Lögin gera auk þess ráð fyrir að
einstaklingar eða heimili sem eiga
í greiðsluörðugleikum eigi sjálf að
hafa reynt að komast að samkomu-
lagi við lánardrottna um vaxtalækk-
un, lengingu greiðslutíma eða jafn-
vel niðurfellingu hluta skuldar áður
en til kasta laganna kemur, að sögn
Stalheims. „Ef þetta gengur ekki
eftir, geta menn snúið sér til sýslu-
manns, sem þá mun skera úr um
hvort viðkomandi fellur undir
ákvæði laganna. Þá verður sýslu-
maður að hafa aðgang að öllum
upplýsingum, bæði um tekjur og
skuldir, og meta hvort viðkomandi
er í varanlegum greiðsluörðugleik-
um. Ef svo er, tekur við þriggja
mánaða samningstímabil, þar sem
sýslumaður hjálpar skuldaranum að
semja við lánardrottna."
í Noregi gengu lög þessi í gildi
um áramót, svo enn hefur ekki feng-
ist reynsla af öllu ferlinu. Stalheim
segir þó, að reynslan undanfarin tvö
til þrjú ár hafi sýnt, að samningavið-
ræður sem skuldarar og lánar-
drottnar hafa lokið upp á eigið eins-
dæmi hafí oftast leitt til þess að
greiðslutími hafi verið lengdur og
vextir lækkaðir og þannig komið til
móts við greiðslugetu heimilanna.
Nauðungarsamningar við
lánardrottna
Aðspurður hversu langt væri unnt
að ganga í nauðungarsamningum
við lánardrottna sagði Stalheim því
engin takmörk sett í lögunum.
„Þetta er á vissan hátt spuming um
hversu miklu fólk eigi að halda eft-
ir af tekjum sínum. Reiknuð er út
hver sú lágmarksupphæð er sem
fólkið þarf til að lifa af á fimm ára
tímabili, og allar ónauðsynlegar
eignir, svo sem bíll og sumarbústað-
ur, seldar. Þá er greitt af skuldunum
með því sem umfram er, og eftir-
stöðvarnar felldar niður með úr-
skurði dómstóls að tímabilinu loknu.
Svo dæmi sé tekið af manni sem
skuldar 8 milljónir og getur greitt
af þeim 4 milljónir með því að lifa
í fátækt í fimm ár, þá verða eftir-
stöðvamar, hinar 4 milljónirnar,
felldar niður.“
Fylgst með skuldurum í tíu ár
Stalheim sagði að reyndar væru
menn ekki lausir allra mála eftir
að fimm ára tímabilinu lyki, því þá
tæki við annað fimm ára tímabil,
þar sem lánardrottnar gætu krafíst
greiðslna af skuldara, reyndist hann
aflögufær. Þetta geti orðið til þess
að innheimtufyrirtæki sérhæfí sig í
að fylgjast með fjárreiðum manna
fyrir hönd lánardrottna á þessu síð-
ara tímabili.
Stalheim sagði að slíkum skulda-
hreinsunum mætti á vissan hátt líkja
við gjaldþrot hlutafélaga, þar sem
skuldir væru fyrr eða síðar afskrif-
aðar að fullu. Þeir peningar sem
lánardrottnar yrðu þannig neyddir
til að afskrifa væru í raun oftast
peningar sem þeir myndu samt sem
áður hafa tapað vegna vanefnda,
enda lögin byggð á slíkum grund-
velli.
Aðspurður kvaðst Stalheim enn
ekki hafa heyrt að mikillar óánægju
gætti meðal lánardrottna með slíka
málsmeðferð, enda virtist sem þeir
vildu heldur fá endurgreitt eitthvað
en ekkert, sem oft verði raunin ef
ekkert er aðhafst. „Með því vaxta-
stigi sem við búum við í Noregi um
þessar mundir, og að teknu tilliti
til innheimtugjalda og dráttarvaxta,
tvöfaldast lánaupphæðin á fjórum
til fimm árum. Þetta þýðir að ef
aðstæður eru vonlausar í upphafí,
eru möguleikarnir mjög litlir á að
eitthvað fáist endurgreitt nema með
þessu móti.“
Per Anders Stalheim
Komið til móts við lánar-
drottna um húsnæðiskerfið
Stalheim sagði aðspurður að ríkið
kæmi á engan hátt til móts við
mögulegt tap lánardrottna sam-
kvæmt hinum nýju lögum. Hins
vegar geti ríki og sveitarfélag í sam-
einingu veitt sérstakt húsnæðislán
í norska húsnæðislánakerfínu. Þá
ábyrgðist ríkið í raun skuldina í stað
upprunalegs lánardrottins, sem
fengi hana endurgreidda með hinu
nýja, ríkistryggða láni. Það væri
hins vegar mjög mismunandi milli
sveitarfélaga hvort þau nýttu sér
þennan möguleika.
„Sú lausn sem ég held að verði
ofaná ef til þess kemur að heimildir
um sérstakt húsnæðislán verði nýtt-
ar, er að ríki, sveitarfélag og stærsti
lánardrottinn komi sér saman um
ULTIMA'
___________Brids_______________
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Bridsfélág kvenna —
leiðrétting
í blaðinu sl. laugardag urðu þau
mistök að nafn sveitar Sigrúnar Pét-
ursdóttur datt út en sveitin varð í
þriðja sæti með 225 stig, einnig vant-
aði nafn Unnar Sveinsdóttur sem var
í sigursveitinni, en Hanna Friðriks-
dóttir var ekki í þeirri sveit.
Víkingsbrids
Úrslit 2. mars urðu eftirfarandi:
EinarEinarsson-VignirSigurðsson 192
Gísli Þorvaldsson - Reynir Bjamason 178
JónÓlafsson-GunnarGunnarsson 175
Úrslit 9. mars urðu:
GuðjónGuðmundsson-SigfúsÖm 189
Ámi Ingason - Eggert Guðmundsson 188
Magnús Theodórsson - Ólafur Friðriksson 180
Efstir í heildarstigagjöf eru:
Magnús Theodórsson - Ólafur Friðriksson 43
Bergsteinn Pálsson 30
Jón Öm Ámundas. - Erna Hrólfsdóttir 27
Helgi Samúelsson - Unnur Sveinsdóttir 27
Spilaður er alla þriðjudaga kl.
19.30 í Víkinni eins kvölds tvímenn-
ingur. Víkin er í Traðarlandi.
Bridsfélagið Munin, Sandgerði
Miðvikudaginn 10. mars lauk
Meistaratvímenningi félagsins með
þátttöku 20 para. Spilaðar voru 19
umferðir með fímm spilum á milli
para (barómeter).
Tvímenningsmeistarar félagsins
eru Arnór Ragnarsson og Karl Her-
mannsson. En lokastaðan varð þessi:
LADA ER í SÉRSTÖKUM VERÐFLOKKI
- LADA ER ÓDÝRASTI BÍLLINN Á ÍSLANDI!
BIFREIÐAR &
LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
ARMÚU 13, SfMI; 68 12 00
BEINN SÍMI: 3 12 36
1.100.000 1.200.000
I —I