Morgunblaðið - 18.03.1993, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993
HANDKNATTLEIKUR / HM
i
i
i
Frá Skúla
Unnarí
Sveinssyni
í Stokkhólmi
Þetta
verður
stríð
- segir Einar Þor-
varðarson um leik-
inn gegn Dönum
Við getum ekki sett okkur í neinn
styrkleikaflokk í þessum leik
við Dani, hvort við erum betra eða
verra liðið. Þetta er
bara leikur uppá
7.-8. sæti hjá báðum
og það er allt önnur
pressa í svona leikj-
um og það kemur til með að skipta'
miklu máli í leiknum hvemig and-
lega hliðin verður hjá okkur," sagði
Einar Þorvarðarson aðstoðarlands-
liðsþjálfari í samtali við Morgun-
blaðjð í gær.
„Ég held að þetta verði geysileg-
ur baráttuleikur. Pressan er örugg-
lega dálítið meiri á Dönunum því
þeir þurfa að tryggja sér sæti á
næsta HM. Við setjum leikinn hins
vegar þannig upp að við erum að
fara að sanna okkur sem A-þjóð.
Það verður ekkert hugsað um að
við séum að fara að spila hvort sem
er á HM ’95 á íslandi.
Ég veit að menn koma grimmir
og rétt stemmdir til leiks en það
velltur mikið á því hvemig tauga-
stríðið á eftir að ganga fyrir sig.
Við emm búnir að ganga í gegnum
ákveðna erfiðleika og verðum bara
að vona að þetta fari að ganga upp
hjá okkur í sókninni. Það verður
að gerast á móti Dönum. Annað
er að Danir leika ekki eins sterka
vörn og Rússar þannig að sóknin
ætti að vera betri hjá okkur.
Miðað við það sem á undan er
gengið ættum við að vinna Dani á
eðlilegum degi. Varnarlega erum
við með sterka lið og það á auðvit-
að að gefa okkur eitthvað. Það er
hins vergar rétt að hafa i huga að
það er ekkert gefið í svona leikjum
og þetta verður í raun og vem bara
stríð í klukkustíma. Það lið sem
hefur meiri baráttuanda og hefur
heppnina með sér, vinnur leikinn,"
sagði Einar.
Léleg aðsókn
Aðsókn að leikjum í milliriðl-
um HM hefur verið mjög
lítil. Svíar eru ekki ánægðir og
hefur léleg aðsókn valdið þeim
miklum vonbrigðum. Hans
Hansson, formaður HM-nefndar
Svía, ætlar að bíða með allar
yfírlýsingar vegna þess - þar
til á laugardaginn.
Margir endar lausir
- segir Magnús Oddsson, formaðurframkvæmdanefndar HM á íslandi
MAGNÚS Oddsson, formaður framkvæmdanefndar HM f
handknattleik á íslandi 1995, segir að tvennt eigi að vera
öruggt: að keppnin fari fram á ísíandi og að keppnisþjóðir
verði 24. Engu að síður segir hann svo marga endalausa,
að ekki sé hægt að segja hvort keppnin fari fram á íslandi.
Frá Skúla
Unnari
Sveinssym
i Stokkhólmi
Framkvæmdanefnd HM á ís-
landi hélt í gær biaðamanna-
fund með íslenskum fjölmiðla-
mönnum í Stokk-
hólmi, og þar kom
meðal annars fram
að nefndin telur
ekki raunhæft að
búast við hagnaði af keppni með
24 þjóðum. Magnús sagði að því
hefði verið leitað eftir viðbrögðum
forystumanna alþjóða handknatt-
léikssambandsins (IHF), við þeirri
hugmynd að 16 lið yrðu í keppn-
inni þrátt fyrir að það hafi verið
íslendingar sem sóttust eftir 24
þjóða keppni á sínum tíma. En IHF
hafl neitað að fækkað yrði á HM
á íslandi, og þar með væri það
mál úr sögunni. „En svo margir
endar eru enn lausir í málinu,"
sagði Magnús, „að enn er ekkert
hægt að fullyrða um það hvort
keppnin verði haldin á íslandi. Það
er verið að reyna að semja og þeg-
ar menn eru við samningaborðið
getur sú staða komið upp að öðrum
hvorum aðilanum finnst hann ekki
geta gengið að samningunum og
þá er ekki samið," sagði Magnús.
Einn af lausu endunum varðar
sjónvarpsmál. Á fundinum kom
fram að mikillar óánægju hefði
gætt þjá forráðamönnum móts-
haldsins í Svíþjóð, vegna þess að
ekki náðust samningar við IHF um
sjónvarpsrétt vegna keppninnar
fyrr en einu-ári áður en hún hófst.
Jón Ásgeirsson, formaður HSÍ,
sagði að mikið gæti oltið á því
hvort IHF semdi við Evrópusam-
band sjónvarpsstöðva (EBU) um
sýningarrétt frá HM eða einhveija
einkastöð, eins og raunin mun
hafa verið í fyrri tilvikum. Fari svo
að IHF semji við einkastöð hefur
RUV t.d. engum skyldum að gegna
varðandi sjónvarpssendingar frá
leikjum og þá er spuming hvort
sýnt yrði frá keppninni.
Annað atriði er að reglugerð um
24 liða heimsmeistarakeppni er
ekki til. Skv. reglugerð um 16 liða
keppni er tekjuskipting milli IHF
og mótshaldara jöfn af sölu sjón-
varpsréttar og auglýsinga. ís-
lenska framkvæmdanefndin
hyggst fá því framgengt að reglu-
gerð vegna 24 liða keppni verði
mótshaldara hagstæðari, þar sem
framkvæmdin er dýrari. Forráða-
menn IHF hafa ekki sýnt viðbrögð
við þeirri málaleitan en segja
reglugerð verða tilbúna 7. apríl
næstkomandi.
Magnús Oddsson sagðist þó sjá
enn einn endapunkt í málinu. „Það
geta verið þeir þættir heima, póli-
tískir eða aðrir,-að menn telji hag
í að halda heimsmeistaramót I
ólympískri grein einu sinni á öld-
inni þannig að keppnin yrði, þó svo
samningamir væm ekki hagstæðir
okkur.“
Magnús sagði í rauninni aðeins
sjá einn þátt sem gæti komið í veg
fyrir að „mótið verði haldið heima.
Éf okkur verður gert að halda
mótið um miðjan júní þá verður
það ekki hægt,“ sagði hann, og
vísaði til reynslu sinnar af ferða-
málum — en hann er fram-
kvæmdastjóri Ferðamálaráðs — og
taldi að á þeim árstíma yrði ekki
hægt að hýsa allan þann fjölda sem
til landsins kæmi vegna HM.
Eiginhandaráritun gefin
Morgunblaðið/RAX
SENDIHERRA íslands í Stokkhólmi, Sigríður Snævarr, hélt hóf fyrir íslenska landsliðið í gær. Á myndinni má
sjá Sigurð Bjamason gefa Kristjáni Einarssyni, 13 ára, eiginhandaráritun, en móðir hans, Elín Óskarsdóttir,
er starfsmaður sendiráðsins. Patrekur Jóhannésson bendir Sigurði á að vanda sig, en aðrir landsliðsmenn á
myndinni em Gústaf Bjarnason og Konráð Olavson. Alvaran tekur við á ný í dag, en þá leika íslendingar gegn
Dönum, mjög þýðingarmikinn leik - og til að leika um sjöunda sætið verða íslensku strákarnir að leggja Dani.
Leikurinn er ekki síður mikilvægur fýrir Dani því þeir hafa mikinn hug á að tryggja sér sæti á HM á íslandi
1995. Það gera þeir með sigri í dag og það sem meira er, þeir gætu leikið um 5. sætið. Þá þurfa Ungveijar að
vinna Þjóðveija og Danir okkur. Dönum þætti örugglega ekki bagalegt að leika um 5. sætið og því má búast
við miklum krafti hjá þeim og hörkuleik.
Gaman að leggja íslendinga
- segir Daninn góðkunni ErikVeje Rasmussen, sem hættir eftir HM í Svíþjóð
ERIK Veje Rasmussen hefur verið lengi í eldlínunni. Hann er
næst leikjahæsti leikmaður Dana á HM, hefur leikið 226 leiki
en Michael Fenger einum leik meira. Erik Veje telur leikinn gegn
Islendingum mjög mikilvægan fyrir Dani. Á miðvikudaginn gerði
hann 1.000. mark sitt í landsleik og var það á móti Ungverjum.
| eikurinn verður mjög erfíður,
■■ eins og allir leikir sem þjóðim-
ar mætast í. Ég man alla vega
ekki eftir neinni afslöppun þegar
við erum að leika gegn íslending-
um,“ sagði Erik Veje í samtali við
Morgunblaðið í gær.
„Eg tel að íslendingar séu með
heldur sterkara lið en við, en það
segir hins vegar ekkert um hvort
liðið fer með sigur af hólmi og auð-
vitað vona ég að við vinnum. Leik-
urinn er mjög mikilvægur fyrir okk-
ur því ef við náum einu af átta
efstu sætunum tryggjum við okkur
sæti á HM á íslandi 1995, og það
er jú markmiðið.
Ég held að það verði ekki marg-
ar breytingar hjá okkur því við
höfum ekki mikla möguleika á að
gera breytingar. Við niunum að
sjálfsögðu skoða leiki íslands á
myndbandi og fara í gegnum hvern-
ig best er að sigra þá, en við þekkj-
um liðið líka vel þannig að ég á von
á miklum baráttuleik þar sem vel
verður tekið á.
Við höfum reyndar leikið frekar
illa á þessu móti, sérstaklega í sókn-
inni en engu að síður náð ágætum
úrslitum og ef til vill betri en við
áttum von á áður en við fórum að
heiman. Við höfum reyndar aðeins
unnið einn leik, gert eitt jafntefli
og erum með 10 mörk í mínus.
Hvað handboltann hér á HM
varðar þá held ég það sé rétt hjá
þér að það hefur oft verið leikinn
betri bolti. Ég hef ekki séð hinn
riðilinn nema hvað leikur Frakka
og Spánveija var mjög góður. Í
okkar riðli eru nokkrir leikir sem
hafa verið góðir en aðrir slakir.
Fjögur bestu lið kepninnar eru að
leika mjög góðan handknattleik en
yfir heildina hefur boltinn ekki ver-
ið nægilega góður."
- Þú ert orðinn 34 ára. Hvað
verður þú lengi í baráttunni?
„Fram á sunnudag! Ætli ég hætti
ekki eftir þetta mót. Það er kominn
tími á mann og þetta verður því
síðasta tækifæri mitt til að sigra
íslendinga og ég ætla að gera allt
sem ég get til þess. Það er svo
gaman að leggja Islendinga," sagði
Erik Veje.
Ekkert
nema sigur
- segir Héðinn Gilsson
Það er bara sigur og ekkert ann-
að sem kemur til greina gegn
Dönum,“ sagði Héðinn Gilsson um
leikinn gegn Dönum í dag. ^
„Ég vona að við naum að skjóta
yfir vamarvegg þeirra frekar en
Rússanna. Við bara verðum, til að
bjarga andlytinu. Andinn í liðinu er
góður. Menn eru samt mjög svekkt-
ir, ekki yfir Rússaleiknum sem slík-
um, heldur miklu frekar leiknum
gegn Þjóðveijum sem var mjög léleg-
ur. Menn eru svekktir fyrir því en
ákveðnir í að gera gott úr þessu
með að vinna Danina. Það eru allir
ákveðnir í að vinna, það er það
minnsta sem við getum gert. Ég
held að við séum með sterkara lið
og ef við leikum af sömu baráttu og
á móti Rússum vinnum við. Þetta
verður leikur þar sem það lið vinnur
sem nær upp meiri baráttu," sagði
Héðinn.
MiLLIRIÐILL 2
SVÍÞJÓÐ - ÞÝSKALAND..24: 16
F). leikja U J T Mörk Stlg
SVÍÞJÓÐ 4 RÚSSLAND 4 ÞÝSKALAND 4 DANMÖRK 4 tSLAND 4 UNGVERJAL. 4 4 0 0 88: 71 8 3 1 0 101:78 7 1 2 1 78: 79 4 1 1 2 80: 90 3 1 0 3 76: 92 2 0 0 4 83: 96 0
Sigurðurfjórði
markhæsti
Hér á eftir fer listi yfir markahæstu leik-
menn keppninnar, listi yfir flestar stoðsend-
ingar og flestar brottvísanir fyrir síðastu
umferðina í milliriðiunum.
Marc Baumgartner (Sviss).........36
Magnus Andersson (Sviþjóð).......36
Jozsef Eles (Ungveijaiandi).......32
Sigurður Sveinsson (Islandi).....29
Yoon Kyung-Shin (S-K6reu).........29
Valeriy Gopin (Rússlandi).........25
Cho Young-Shin (S-Kóreu)..........25
Vasiliy Kudinov (Rússlandi).......25
Andreas Ascherbauer (Austurríki)..25
Mateo Garralea Larumbe (Spáni)....25
Flestar stoðsendingar:
Andreas Dittert (Austurríki) 15
Staffan Olsson (Svíþjóð) V15 -*
Darrick Heath (Bandaríkjunum) - 14
Gunnar Gunnarsson (Islandi) 13
Magnus Andersson (Svíþjóð) 13
Martin Rubin (Sviss) 12
Janos Gyrkha (Ungveijalandi) 12
Sigurður Sveinsson (fslandi) 10
Flestarbrottvisanir: mín.
Júlíus Jónasson (Islandi).........18
Martin Setlik (Tékkósl.)..........14
Philippe Schaaf (Frakklandi)......14
Roger Kjendalen (Noregi).........
Volker Zerbe (Þýskalandi)........14