Morgunblaðið - 18.03.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.03.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNELAÐlb FIMM^UDAGu'R' 18. MARÍí 199.3 Múrarafélag Reykjavíkur 60ára „Boðað var til stofnfundar 18. mars 1933 Þar voru félagslög samþykkt og kosin fyrsta sljórn Múrarameistarafélagsins“ F.v.: Haukur Pétursson, Ástráður Þórðarson, Ragnar Hansen, Hörð- ur Þorgeirsson, Björn Krisljáns- son, Magnús Baldvinsson, Pétur Árnason, Guðjón Sigurðsson, heið- ursfélagi, Einar Einarsson, vara- formaður, og Friðrik Andrésson, formaður. Friðrik Andrésson, formaður, afhendir Guðjóni Sigurðssyni heiðursskjalið. eftir Lýð Björnsson Lítið kvað að formlegu iðnnámi Íslendinga öldum saman; lagtækur maður lærði af öðrum lagtækum manni. Örfáir menn stunduðu iðn- nám erlendis og þá einkum í Dan- mörku, og var fyrsti múrarinn, Þor- grímur Þorláksson, í þeim hópi. Hann er reyndar titlaður múrara- meistari í opinberum skjölum frá þessu tímabili og gæti því hafa haft meistararéttindi. Fordæmi Þorgríms virðist ekki hafa hvatt fleiri íslend- inga til að leggja fyrir sig múrverk, enda leið öld frá því að hann fékk sín réttindi og þar til næsti íslend- ingurinn lýkur sveinsprófí í múrara- iðn, Sverrir Runólfsson 1860. Báðir hafa þeir Sverrir og Þorgrímur væntanlega fremur verið steinsmiðir eða steinhöggvarar en múrarar í nútíðarmerkingu þess orðs. Steinsteypan ruddi sér til rúms sem byggingarefni á síðustu tugum 19. aldar og fyrstu tugum 20. ald- ar. Verkefni fyrir múrara jukust að sama skapi. Fjórir menn luku sveins- prófi í múraraiðn í Danmörku upp úr aldamótunum 1900, Guðmundur Gamalíelsson aldamótaárið og á næstu sex árum bættust þeir Páll Ólafsson, Gunnlaugur Sigurðsson og Kristinn Sigurðsson í hópinn. Þessir menn tóku nema. Fyrsti Islendingur- inn sem lærði múrverk hér á landi, tók sveinspróf árið 1909. Það var Kornelíus Sigmundsson. kristinn Sigurðsson var meistari Kornelíusar. Múrarar voru ellefu hér á landi árið 1901, en væntanlega hafa 7-8 þeirra í raun verið steinsmiðir. Lang- flestir þessara manna bjuggu í Reykjavík. Þeir stofnuðu Múr- og steinsmiðafélagið hinn 23. febrúar 1901. Það starfaði af allmiklum þrótti til 1908. Félaginu tókst að fá meðlimi sína til að halda sér við verðskrá sem það gaf út 1902 og tók gildi ári síðar. Félagar urðu að vísu stundum fyrir tjóni vegna þessa, enda voru undirboð tíð. Ný verðskrá var gefin út 1907, og náði hún festu í bænum á næstu árum. Miklar deil- ur risu í félaginu 1908 vegna húss sem það hafði byggt á Rauðarárstíg 1. Margir félagar gengu í sjálfskuld- arábyrgð vegna byggingar þessarar og töpuðu fé, er félagið varð að selja húsið á árunum 1907-1908. Starf- semi var lítil næstu ár og var félag- inu slitið vorið 1912. Múr- og steinsmiðafélagið var sameiginlegt félag meistara og sveina eins og hin eldri iðnaðar- mannafélög bæði hér á Iandi og er- lendis. Engar deilur virðast hafa ris- ið í félaginu um þetta atriði. Slíkar deilur komu aftur á móti upp í Tré- smíðafélagi Reykjavíkur árið 1904. Þar kom fram það sjónarmið, að rétt væri að hafa félögin tvö, annað fyrir meistara og hitt fyrir sveina. Hugmyndin hlaut ekki hljómgrunn í það skiptið, sameiginlegu hags- munirnir voru taldir vera veigameiri. Samtök múrara voru endurreist 2. febrúar 1917, en þá var Múrarafé- lag Reykjavíkur stofnað. Það var einnig sameiginiegt fyrir meistara og sveina. Kjarabarátta var helsta viðfangsefni félagsins, en það reyndi einnig að auka hróður stéttarinnar með því að gera kröfur um full iðn- réttindi við inntöku í félagið. Veru- legur árangur náðist í kaupgjalds- málum, tímakaupið 1927 var liðlega tvöfalt hærra en það hafði verið 1917. Þetta var talsvert meiri hækk- un en varð á almennu dagvinnu- kaupi á tímabilinu. Hér var þó við tíðarandann að etja. Allmargir menn fengust við múrverk án þess að hafa tilskilin réttindi, undirboð voru tíð og sumir félagsmenn tóku sér meiri verkefni en þeir gátu annað og fengu þá „fúskara" til liðs við sig. Engar tilslakanir voru gerðar á ákvæðinu um full iðnréttindi við inntöku í fé- lagið, enda var slíkt talið skaða stétt- ina og draga úr vinnuvöndun. Hið opinbera kom til móts við „fúskar- ana“ og efndi til námskeiðs fyrir þá 1931, og það var látið nægja til iðn- réttinda. Um 30 menn útskrifuðust og hlutu réttindi sem múrarar. Þeim var veitt aðild að Múrarafélaginu. Námskeiðið var haldið í tengslum við gildistöku nýrra laga um iðnað. Lög um iðnað og iðju tóku gildi 1927. Þar var kveðið á um skilyrði þess að fá meistararéttindi. Sam- kvæmt þeim varð meistari að hafa sveinsbréf í iðn sinni og hafa unnið þijú ár hjá meistara hið minnsta að loknu iðnnámi. Meistarar höfðu einkarétt á að taka nema. Einkarétt- ur iðnaðarmanna til starfs í iðngrein sinni var lögfestur 1936. Nokkurt tog virðist hafa verið milli meistara og sveina í Múrarafé- lagi Reykjavíkur fyrstu starfsár þess. Aðalfundur 1924 beindi því til stjórnar að hún tryggði að minnst einn maður, sem væri starfi sínu vaxinn, starfaði við sérhvert það hús sem væri í byggingu í Reykjavík. Hér var um þau störf að ræða sem einkum voru í verkahring meistara, stjórnunar- og leiðbeiningarstörf. Nokkru síðar eða árið 1928 var rætt um að takmarka fjölda nema til að koma í veg fyrir atvinnuleysi í stéttinni, jafnvel kom til orða að gera starfið ófýsilegt með því að halda nemum kauplitlum. Þetta var rætt árið 1930, en þá stóð heims- kreppan fyrir dyrum. Hún hafði mikil áhrif á afkomu fjölmargra ís- lendinga, múrara sem annarra. Margir múrarar buðu í hvert verk, sem fáanlegt var, og undirboð voru tíð. Þá var tekið að ieita leiða til að draga úr samkeppni. Guðni Egilsson múrari hreyfði þeirri hugmynd 1932, að rétt væri að koma á hreinni verka- skiptingu milli meistara og sveina. Hugmyndinni var misjafnlega tekið, sumir meistarar óttuðust að vinna þeirra yrði stopulli, enda mættu þeir þá ekki vinna hjá öðrum meisturum, ef svo bar undir. Aðrir fylgdu þess- ari hugmynd Guðna fast, enda fór svo að nefnd sem undirbúa skyldi samninga milli hinna fýrirhuguðu félaga var kosin 16. mars 1932. Hún skilaði áliti 27. apríl sama ár. Álitið var rætt á þremur félagsfundum og að því búnu samþykkt með 16-17 atkvæða meirihluta hinn 18. janúar 1933. Undirbúningsfundur að stofnun Múrarameistarafélags Reykjavíkur var síðan haldinn 9. febrúar sama ár og sóttu hann 22 þeirra 28 múrarameistara, sem þá störfuðu í Reykjavík. Skoðanir voru nokkuð skiptar um félagsstofnunina, en ákveðinn kjarni var ákveðinn. Boðað var til stofnfundar 18. mars 1933. Þar voru félagslög samþykkt og kosin fyrsta stjórn Múrarameistara- félagsins. Sérstök laganefnd hafði setið að störfum fyrir fundinn. Stofnendur voru 16. Kristinn Sig- urðsson var kosinn fyrsti formaður Múrarameistarafélagsins, en aðrir í stjórn voru þeir Jón Bergsteinsson gjaldkeri og Kjartan Ólafsson ritari. Eitt fyrsta verk nýkjörinnar stjórnar var að staðfesta samning við sveina um verkaskiptingu. Sman- ingur þessi kvað á um skyldur beggja málsaðila. Sveinar skuld- bundu sig til að vinna undir stjórn meistara og að bjóða ekki í bygging- ar og múrvinnu að undanskildum viðgerðum sem kostuðu 50 krónur eða lægri upphæð. Meistarar skuld- bundu sig til að nota einvörðungu meðlimi sveinafélagsins til þeirra verka sem nefnd voru í verðskrá félagsins og einnig að vinna aðeins sem verkstjórar við múrverk. Fleiri atriði koma fram í samningi þessum, en verða ekki rakin hér. Samningur- inn var undirritaður 22. apríl 1933 og tók þegar gildi. Hann tryggði báðum félögum og meðlimum þeirra starfsgrundvöll. Múrarameistarafélag Reykjavíkur varð 50 ára 1983 og gaf út sögu sína af því tilefni. Af þessari ástæðu verður stiklað á stóru í sögu félags- ins 1933-1983. Kjaramál hafa að vonum sett rík- an svip á starfsemi Múrarameistara- félagsins eins og annarra stéttarfé- laga. Sá þáttur verður þó ekki rak- inn hér, enda er ekki hægt að gera honum viðhlítandi skil í stuttri blaða- grein. Félagið hefur kappkostað að standa vörð um iðnréttindi og má telja það starf einn anga" kjarmála. Stundum var við ramman reip að draga, einkum á árunum 1940- 1945. Þá voru hér miklar fram- kvæmdir á vegum hersins. Múrara- meistarar höfðu í hyggju eftir að setuliðið kom til landsins vorið 1940 að taka allar framkvæmdir á þess vegum í ákvæðisvinnu. Samningar náðust ekki og leituðu Bretar þá til félags múrarasveina sem lofuðu að tryggja þeim nægilegan mannafla. Framkvæmdir þessar voru þó meiri en svo að sveinar gætu annað þeim. Þeir brugðu þá á það ráð að ráða nema og ýmsa lagtæka menn til starfsins, þótt þessir menn hefðu ekki iðnréttindi. Þess var gætt að „gervimúrarar" þessir störfuðu ekki hjá innlendum vinnuveitendum. Þorri sveina vann hjá setuliðinu á stríðsárunum og jafnvel nokkrir meistarar einnig og þá sem sveinar, enda voru byggingarframkvæmdir á vegum íslendinga takmarkaðar á stríðsárunum, meðal annars vegna efnisskorts. Málefni „gervimúraranna" var rætt eftir stríðslokin. Þá tók atvinnu- leysis að gæta í múrverki. „Gervi- mennirnir" höfðu unnið á ábyrgð lærðs múrara. Múrarameistarar ákváðu 1948 að ábyrgjast ekki fram- ar vinnu „gervimúrara" og dró við þetta mjög úr vinnu þeirra. Múrara- meistarar lögðust einnig gegn inn- flutningi múrara í uppgripunum 1945-1946, enda hætti hann fljót- lega. Allmargir múrarar frá Norður- löndum komu til íslands í atvinnu- leit í stríðslokin, einkum Danir og Færeyingar. Leiðréttingarlímband SLYS A BORNUM FORVARNIR FYRSTA HJÁLP SNÚUM VÖRN í SÓKN OG FORDUM BÖRNUM OKKAR FRÁ SLYSUM Rauði kross íslands gengst fyrir tveggja kvölda nám- skeiði um algengustu slys á bömum, hvemig bregðast á við slysum og hvemig koma má í veg fyrir þau. Námskeiðið fer ffam að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík dagana 22. og 24. mars n.k. kl. 20 - 23. Skráning og nánari upplýsingar em veittar á skrifstofu RKI í síma 91-626722 fyrir kl. 17 föstudaginn 19. mars. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Rauðarárstíg 18 - Reykjavík - sími: 91 - 626722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.